Morgunblaðið - 09.08.1995, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.08.1995, Qupperneq 11
VERSLUNARMANNAHELGIN MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir BRENNAN á Fjósakletti var tilkomumikil að vanda. Hér sjást nokkrirþjóðhátíðargestir dást að dýrð loganna. Nýr brennukóngur var krýndur á Þjóðhátíð í ár, þegar Finnbogi Gunnarsson tók við þessu virðingarembætti af Sigurði Reimarssyni, sem hafði gegnt þvi í 51 ár. Fjölmenni á vel heppnaðri Þjóðhátíð Vestmannaejjar. Morgunblaðið. GLATT var á hjalla hjá þessum þjóðhátíðargestum, en þeir voru á bilinu sjö til átta þúsund i ár. ÞJOÐHATIÐ í Eyjum, sem að þessu sinni var í umsjá Knattspyrnufélags- ins Týs, tókst vel og þrátt fyrir vætu og þoku fyrripart föstudags fjöl- menntu Þjóðhátíðargestir til Eyja. Talið er að um 7.000 til 8.000 manns hafi verið á hátíðinni. Að sögn lög- reglunnar var hátíðin frekar friðsöm þó svo að nokkur mál hafi komið til kasta lögreglunnar, en mjög góð gæzla var á hátíðarsvæðinu í Heij- ólfsdal. I fyrstu gekk fremur illa að koma þjóðhátíðargestum á hátíðarsvæðið þar sem ekkert var flogið til Eyja vegna veðurs á fimmtudag og fram- eftir föstudegi en Heijólfur sigldi milli Þorlákshafnar og Eyja með um 500 farþega í hverri ferð þessa daga. Um miðjan föstudag létti þokunni og rigningarúðinn sem verið hafði hvarf að mestu og var þá mynduð loftbrú milli lands og Eyja. Nýr brennukóngur krýndur Dagskrá Þjóðhátíðar er ávallt með nokkuð hefðbundnu sniði; nokkrir fastir liðir hafa haldizt í áratugi. Á föstudagskvöldinu var kvöldvaka á Brekkusviðinu með fjölda skemmti- krafta. Á miðnætti var tendraður bálköstur á Fjósakletti. Áður en kveikt var í brennunni var nýr brennukóngur krýndur, Finnbogi Gunnarsson, en hann tók við emb- ættinu af Sigurði Reimarssyni sem verið hefur brennukóngur Þjóðhátíð- ar í 51 ár. Afhenti Sigurður Finn- boga brennukóngskórónuna á form- legan hátt við Brekkusviðið. Dansað var síðan á tveimur danspöllum fram undir morgun. Á laugardag var ágætis veður í Eyjum og var skemmtidagskrá frá miðjum degi nánast óslitið til mið- nættis. Á miðnætti var flugeldasýn- ing og er mál manna í Eyjum að aldrei hafi flugeldasýning á tjóðhá- tíð verið glæsilegri en nú. Á sunnudagskvöld undu gestir í Heijólfsdal sér vel í sól og blíðu við dagskrá frá miðjum degi til kvölds. Varðeldur og brekkusöngur undir stjórn Árna Johnsen var um kvöldið og var Brekkan þétt setin, enda fjölg- aði Þjóðhátíðargestum töluvert á sunnudag og er ekki ólíklegt að á níunda þúsund manns hafi þá verið í Brekkukórnum. Dansleikir voru síð- an fram á mánudagsmorgun og mik- ið stuð í Dalnum. Nauðgunar- og fíkniefnamál Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum fór hátíðin vel fram og fjöldi mála sem til kasta hennar kom í meðallagi miðað við aðrar Þjóðhá- tíðir þó svo að tvær meintar nauðg- anir hafi átt sér stað og fimm fíkni- efnamál hafi komið upp sem óneitan- lega 'setji blett á svona hátíð. Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur og í sama tilfelli var um að ræða stuld á bifreið. 17 mannsgistu fangageymsl- ur og 10 minniháttar líkamsárásir komu til kasta lögreglu. Sex þjófnað- ir voru kærðir og þijú skemmdarverk auk þess sem fjögur mál komu upp um brot á áfengislöggjöf veitinga- húsa. „Þrátt fyrir þessi mál þá var í heild nokkuð gott yfirbragð á þess- ari Þjóðhátíð, miðað við aðrar hátíð- ir, ef tekið er tillit til þess mikla fjölda fólks sem var á hátíðinni og þá áfeng- isdrykkju sem var á svæðinu," sagði lögreglan í Eyjum. Á mánudag hélt stærsti hluti að- komufólks á Þjóðhátíð til síns heima enda var flogið stanslaust frá því árla morguns og Heijólfur fór tvær ferðir til Þorlákshafnar. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal AUGU gesta á bryggjunni í Neskaupstad beindust sérstaklega að listflugsýningu, sem boðið var upp á í blíðskaparveðri. Um kvöldið beindust augu fólks aftur til himins þar sem þá gaf að líta „Neistaflug“ mikið frá flugeldum. „Neistaflug“ í Neskaupstað GESTIR á útihátíðinni „Neista- flugi“, sem haldin var í Neskaup- stað uin helgina, voru um 4.000 auk heimamanna, og voru því um 5.500 manns þar samankomnir við hátíðahöld í blíðskaparveðri. Ölv- un var veruleg en litlar annir voru þó hjá lögreglu. Tjaldstæði voru yfirfull en um- gengni þótti samt prýðileg. Fyrst og fremst góða veðrinu er þakkað fyrir það, sem hjálpaði til við að skapa nyög jákvæða stemmningu. Að sögn lögreglu urðu engin slys á fólki sem orð þætti á gerandi. Framkvæmd hátíðarinnar þótti öll takast með miklum ágætum. MIÐVIKUDAGUR 9. AGUST 1995 250 sæti til London á kr. 19.900 Flug og hótel kr. 24.900. Heimsferðir kynna nú í vetur glæsilega helgarrispu til London, mestu heimsborgar Evrópu, á ótrúlega hagstæðu verði. Glæsileg hótel, spennandi kynnisferðir, besta verslunarborg Evrópu og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni. Bókaðu strax og tryggðu þér fyrstu sætin á sérstöku kynningarverði. 19.900 Verð kr. Verð með flugvallarsköttum kr. 22.530. Verð kr. 24.900 M.v. 2 í herbergi, Ambassador Hotel, 3 nætur. Verð með flugvallarsköttum kr. 27.530.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.