Morgunblaðið - 09.08.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 09.08.1995, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ■ Tillaga í utannldsmálanefnd um að óska skýrra svara við spurningum um hugsaniega staðsetningu kjamavopna á Islandi i /1 Dugir ekki lengur að bera fram almennar spumingar - seair ÓUfur Ragnar Qnmm on alþingismadur og leggur fram ítarlegar spumingar í níu liðum. i ..................... . i i i i i i i ii iil l ' 'I I I I 1 m Ólafur er svo mikill kjáni, hr. Clinton. Hann heldur bara að þið skrökvið að okkur eins og Grænlendingum ... Svisslendingur hætt kominn í bíl í Innri Emstruá Morgunblaðið/Guð]ón Einarsson TONY Kunz, 26 ára Svisslending-ur, komst í hann krappann í Innri-Emstruá í seinustu viku. Morgunblaðið/Kristinn Mjög hræddur o g barðist við að komast út „ÉG var mjög hræddur og barðist við að komast út úr bílnum. Ég varð að hugsa mjög hratt. Mér tókst ekki að opna bílhurðina, vatnið flæddi yfir allt en til allrar hamingju var glugginn bílstjóramegin opinn og mér tókst að stökkva út um hann og hélt mér svo í stein í miðri ánni en bíllin hvarf niður fossinn,“ segir Tony Kunz, 26 ára svissneskur ferða- maður, en eins og greint var frá í Morgunblaðinu fyrir nokkru, var hann hætt kominn í Innri-Emstruá, þegar þungur straumur hreif Lödu- jeppa, sem hann ætlaði að aka yfír ána, og bar hann nokkur hundruð metra niður eftir straumþungu fljót- inu. Kunz sagðist hafa komist út úr bílnum á seinustu stundu en hann var þá um 30 metra frá fossinum og sagðist telja sig mjög heppinn, því hann hefði sloppið ómeiddur úr þessum hildarleik. Hins vegar hefði vatnið verið mjög kalt. Kunz kveðst ekki hafa vitað af fossinum þegar hann flaut niður eftir ánni í bílnum en þegar hann var kominn upp á þurrt og skoðaði aðstæður ásamt björgunarmönnum og sá bílinn ofan í hylnum undir fossinum segist hann hafa fengið áfall og: skynjað hversu hætt hann var kominn. Flaut stjórnlaust með straumnum Kunz kveðst ekki hafa vitað hvar hann ætti að fara yfír ána. Hann segist hafa talið að brú sem liggur yfir ána skammt frá væri göngubrú. Þegar hann var kominn út í miðja ána á bílnum drapst á vélinni og bíllin flaut stjómlaust með straumn- um. Kunz segir að liðið hafí tíu til fímmtán sekúndur á meðan hann barðist við að komast út úr bílnum. „Ég reyndi árangurslaust að bjarga farangrinum úr bílnum. Ég var með ljósmyndabúnað og margar filmur meðferðis en ég er Ijósmyndari að atvinnu. Þetta er allt glatað," segir hann. Kunz sagði ennfremur það hefði verið lán að tveir franskir ferða- menn, sem voru við ána þegar at- burðurinn átti sér stað, þáðu ekki far með honum yfír ána, því ósennilegt væri að allir hefðu þá komist lífs af. Hann sagðist hafa hrópað á hjálp þar sem hann hélt dauðahaldi í stein- inn út í ánni og tókst að ná athygli frönsku ferðamannanna. Þeir gátu hins vegar ekkert aðhafst honum til bjargar og komst hann að lokum af sjálfdáðum að landi þar sem ferða- mennirnir hlúðu að honum og gáfu honum mat og drykk. Kunz var einn á ferð um ísland og var þetta hans fyrsta heimsókn til landsins. Hann sagðist hafa ferðast vítt og breitt um landið undanfamar vikur og tek- ið myndir. Eftir óhappið fór hann til Reykjavíkur og fékk gistingu á gisti- heimili Hjálpræðishersins og hélt svo af landi brott á laugardag. Tók þátt í skólaþróun í Andorra íslenska fjöl- brautakerfið sem fyrirmynd SKÓLAÞRÓUNAR- STARFIÐ sem Erlingur tók þátt í hófst 1993 þegar hann var þar á nám- skeiði þar sem íjallað var um framtíð skólatarfs í heim- inum. Hann komst þá í kynrii við kennara sem báru sig upp við hann með ástand skóla- mála í Andorra og áhyggjur sínar. Erlingur sýndi þeim nokkra möguleika á því hvernig skipuleggja mætti framhaldsskóla sem kæmi til móts við þeirra hugmyndir og byggði þar á fjölbrauta- kerfinu íslenska. í Andorra hafa Frakkar haldið uppi framhaldsskóla fyrir frönskumælandi fólk og Spánvetjar fyrir þá sem eru spænskumælandi. Starfandi hefur verið í landinu grunn- skóli fyrir bæði katalónsku- mælandi og frönskumælandi börn þar sem tveir kennarar, annar frönskumælandi og hinn katalónskumælandi kenndu sam- an. Ofan við þennan grunnskóla vantaði síðan framhaldsskóla. Menntamálaráðherra Andorra var búinn að lýsa því yfír að hann ætlaði að taka upp franskan framhaldsskóla sem var mjög óvinsælt og kennaramir sem Erl- ingur kynntist voru mjög óánægðir með það. Þeir fóru með hugmyndir hans beint til ráðherr- ans og í framhaldi af því aftur- kallaði ráðherrann ákvörðun sína og hitti Erling sem kynnti honum sínar hugmyndir. - I hveiju fólust þínar tillögur? „Ég átti fundi með fulltrúum frá franska menntamálaráðu- neytinu og því spænska ásamt því að eiga samskipti við þá í gegnum póstinn og um faxtæki. Eg bauð upp á þá lausn að sam- eina skólakerfin og íbúana um leið og gerði tillögur um hvernig liægt væri að búa til fjölbrauta- skóla og sýndi ýmsar lausnir, bæði íslenskar og sænskar. Þeim fannst þetta of mikil byiting til að leggja upp með en vildu að ég ynni áfram, sem stafaði af hrifningu þeirra á íslensku lausn- inni að kenna mörg tungumál. Þeir höfðu auk þess mikinn áhuga á íslensku iðnmenntuninni og því að við kennum ferðamál hér. Þetta fannst mér athyglisvert þar sem í Andorra er mjög ______ mikill ferðamanna- straumur alls staðar að og einstaklega fal- legt landsvseði. Framhaldsskólinn í Andorra er tvö ár og er skipt í tungumála- svið, raungreinasvið og tæknisvið. Nemendur eru Morgunblaðið/Sig. Jóns. Erlingur Brynjólfsson ►Erlingur Brynjólfsson fram- haldsskólakennari á Selfossi hefur tekið þátt í vinnu að skólaþróun í rikinu Andorra í Pyreneafjöllum fráárinu 1993. Á þessu hausti tekur þar til starfa framhaldsskóli sem byggir meðal annars á því starfi sem Erlingur tók þátt í. Erlingur er fæddur á Selfossi 17. desember 1952. Hann er stúdent frá MR 1974 og lauk cand.mag.-prófi í sagnfræði frá HÍ 1983. Hann starfaði sem kennari við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki 1983 og ’84 og frá 1985 hefur hann kennt við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Islenski skól- inn þróast betur en franski og spænski 18 ára þegar þeir klára framhalds- skólann og fara þá í háskóla sem er nokkurs konar menntaskóli fyrstu tvö árin. Það var áhugi fyrir því að skipuleggja tæknisvið framhaldsskólans meira og fá handverkið inn í skólann á svipað- an hátt og við gerum. Ég útbjó einnig ýmsar tillögur um iðn- og tæknibrautir handa þeim að skoða.“ - Hvað hefur síðan gerst? „Það er búið að ákveða fögin í skólanum sem byijar nú í haust og verður ágætt mótvægi við aðra skóla í landinu. Þeir tóku inn sumt af því sem ég sendi þeim en það voru umbyltingar í stjóm- arfarinu og fyrsti ráðherrann sem ég talaði við var mjög fijálslynd- ur en síðan urðu umskipti og við tók frekar íhaldssamur ráðherra og sparsamur og skólalausnin var frekar íhaldssöm sem er ágætt og betra að byija þannig." - Hvernig var að vinna að þessu verkefni? „Þetta var vissulega erfitt en mjög lærdómsríkt og ákaflega skemmtilegt. Ég var mjög hrifinn af því að þeir gera tækni- og iðn- menntuninni jafnt undir höfði hvað framhaldsnám snertir á háskólastigi. Einnig var ég hrif- inn af þeim viðmiðum sem gefin eru út varðandi námsmat í skól- um fyrir kennara að fara eftir. Þau gefa kennurum og nemend- um til kynna hvað er að baki hverri einkunn sem gefin er. Ég hef reynt þetta í kennslu hjá mér og gefist vel. Þetta tel ég betra en hugmyndir um sam- _________ ræmd próf á fram- haldsskólastigi. Eftir reynslu af þessum störf- um finnst mér að íslenski fram- haldsskólinn hafí þróast meira og betur en sá franski og spænski. Með áfangakerfinu höf- um við skapað skóla sem gefur mun meiri möguleika en evrópski menntaskólinn getur gert og mér finnst Islendingar mega vera hreyknir af sínum framhalds- skóla. Við erum ekki eins fastir í farinu og ýmsir erlendir skólar eru þar sem engu má breyta en það er alltaf hætta í miðstýrðu skólakerfi eins og því franska. En menn eru allstaðar hræddir við að sleppa takinu á skólunum og gefa þeim fijálsræði eða sjálfsákvörðunarrétt."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.