Morgunblaðið - 06.10.1992, Page 56

Morgunblaðið - 06.10.1992, Page 56
MORGUNBLADW, AÐALSTRÆTI 6, 101 RICYKJA VlK Slm 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Flóðlýstír landsliðsmenn í Laugardal Morgunblaðið/Ami Sæberg Islendingar mæta Grikkjum í undanriðli heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu á Laugardalsvelli annað kvöld, og er þetta fyrsti heima- leikur Islands í keppninni að þessu sinni. Landslið Islands æfði í gær- kvöldi í fyrsta skipti við flóðljós í Laugardalnum, en ljósin verða form- lega tekin í notkun annað kvöld. Á myndinni eru Sigurður Grétars- son, fyrirliði landsliðsins, Guðni Bergsson og Arnór Guðrjohnsen. Fyrstu íbúðakaup Lánshlut- fall hækkí úr 65 í 75% JÓHANNA Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra segist leggja ríka áherslu á að lánshlutfal' til þeirra sem kaupa íbúð fyrsta sinni verði hækkað. Lánshlutfall- ið nú er 65% af kaupverði íbúðar en félagsmálaráðherra segir að það gæti kostað um einn milljarð kr. að hækka lánshlutfall úr 65% í 75% til þeirra sem kaupa í fyrsta sinn. „Þetta er hugmynd sem hefur verið lengi á borði mínu og verður hrint í framkvæmd um leið og markaðurinn leyfir. Ég hef haft heimild í lögum til þess að gera þetta í tvö ár, ráðherra getur hækk- að þetta hlutfall með reglugerðar- breytingu. Ég hef hins vegar ekki talið tímabært að gera það vegna markaðsaðstæðna og mikils fram- boðs af húsbréfum samfara tvenns konar lánakerfum. En þetta er hug- mynd sem ég mun við fyrstu hent- ugleika hrinda í framkvæmd og þá ekki eingöngu vegna kaupa á ný- byggingum, heldur fyrir þá er kaupa í fyrsta sinn, hvort sem það er notað eða nýtt,“ sagði félags- málaráðherra. Félagsmálaráðherra sagði að á árinu 1991 hefðu 13% þeirra sem sóttu um í húsnæðiskerfínu haft of háar tekjur til að teljast hæfir en um leið of lágar tekjur til þess að geta staðið undir lágmarksíbúðar- verði í húsbréfakerfínu. Þetta hefði snert um 200 manns. „Það að fara með lánshlutfallið upp í 75% myndi veita stórum hluta þessa hóps tæki- færi til þess að kaupa ódýrustu íbúðirnar," sagði félagsmálaráð- herra. Bláðamannafélagið Níu kærur til siðanefndar Óvepjumargar kærur, eða níu, hafa borist siðanefnd Blaða- mannafélags Islands á þessu ári. Þegar hafa þrjár af kærunum verið afgreiddar en sex kærur eru til umijöllunar hjá nefndinni. Hafa aldrei fyrr verið jafnmargar kærur hjá siðanefndinni og nú. Jarðfræðirannsókn- ir hafnar á Keilisnesi Kaupum Skandia á Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins rift og viðskipti stöðvuð Gripið til aðgerða að til- mælum bankaeftirlitsins - segir Gísli Örn Lárusson forstjóri Skandia ísland FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Skandia hf. stöðvaði í gær sölu og innlausn hlutdeildarskírteina í verðbréfasjóðum í vörslu fyrir- tækisins vegna tilmæla bankaeft- irlits Seðlabanka íslands sam- kvæmt upplýsingum Gísla Arnar Lárussonar forstjóra Skandia. Hefur móðurfyrirtækið Skandia tilkynnt Fjárfestingarfélaginu um riftun kaupanna á Verðbréfa- markaðnum. Komið hefur í Ijós að loknu hálfsársuppgjöri sjóða í vörslu verðbréfafyrirtækisins að munur á mati á eignum sjóðanna og skráðu gengi þeirra er um 160 milljónir króna. Af hálfu Fjárfest- ingarfélagsins er á það bent að kaupin hafi farið fram að undan- gengnum ítarlegum athugunum endurskoðenda og annarra sér- fræðinga beggja aðila á stöðu fé- lagsins og sjóðanna. Félaginu sé ekki kunnugt um neinar vanefndir af þess hálfu í sambandi við um- rædd kaup og þaðan af siður nein- ar þær ástæður sem réttlætt gætu riftun kaupanna. Að sögn Gísla Arnar var bankaeft- irliti Seðlabankans tilkynnt um að vantaði í sjóðina um miðjan mánuð- inn eins og kveðið er á um í lögum um starfsemi verðbréfafyrirtækja. Eftir tilmæli frá Seðlabankanum hafí síðan verið ákveðið að grípa til þessara aðgerða. í byijun september voru tæplega 3 milljarðar í verðbréfasjóðunum en þeir hafa dregist mikið saman síð- ustu misseri. Lauslega áætlað eru eigendur þessara fjármuna kringum 4 þúsund talsins. Samkvæmt niður- stöðu endurskoðenda verðbréfasjóð- anna er ljóst að verulega vantar í Verðbréfasjóðinn hf. sem gefur út Kjarabréf eða sem nemur allt að 120 milljónum. Minna vantar í aðra sjóði en samtals vantar 163 milljónir til að æskilegri niðurstöðu sé náð. Þó ekki liggi fyrir nákvæm greining á því hvenær þessi vöntun hafí komið til er talið ljóst að upplýsingar um verulegan hluta hennar hefðu átt að liggja fyrir á fyrri helmingi ársins. I fréttatilkynningu frá Fjárfest- ingarfélaginu er bent á að samkvæmt samningi Skandia og Fjárfestingar- félagsins beri að leggja hugsanlegan ágreining fyrir gerðardóm. Riftun kaupanna gangi þannig þvert á for- skrift samningsins um meðferð álita- efna varðandi kaupin. Aðstoðarforstöðumaður bankaeft- irlits Seðlabankans segir að hags- munir allra eigenda séu best tryggð- ir með þessu móti eða með gengis- lækkun bréfanna til samræmis við nýtt mat á eignum. Ekki varð vart við óróa á verð- bréfamarkaðnum í gær vegna þess- ara atburða. Talsmenn nokkurra verðbréfafyrirtækja, sem Morgun- blaðið ræddi við, sögðu að ekki væri ástæða fyrir viðskiptavini þeirra að hafa áhyggjur og of snemmt væri að meta hvort og þá hvaða áhrif þetta hefði á íslenskan verðbréfa- markað til lengri tíma litið. Sjá ennfremur fréttir á miðopnu. Skylduspamaðar- kerfið lagt niður SKYLDUSPARNAÐARKERFIÐ verður lagt niður i núverandi mynd og hugmyndir eru uppi um að koma því fyrir iiman banka- kerfisins, að sögn Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra. „Það eru hugmyndir um það í fíár- lagafrumvarpinu að draga úr rekstr- arkostnaði Húsnæðisstofnunar og inni í þeim sparnaði er að breyta núverandi mynd á skylduspamaðin- um,“ sagði Jóhanna. Hún sagði að eftir væri að skoða allar útfærslur á því hvernig skyldu- spamaðarkerfinu yrði breytt, hvort það yrði fært inn í bankakerfið, en það eitt væri víst að það yrði lagt niður í núverandi mynd. Vogum. Viðamiklar jarðfræðirann- sóknir eru hafnar á Keilisnesi vegna fyrirhugaðs álvers Atl- antsálsfyrirtækjanna. Við rannsóknimar eru meðal annars boraðar um 80 borholur, þar á meðal um 20 holur með kjamabor, tuttugu og fímm metra djúpar, og ein 60 metra djúp, þar sem em tekin sýni til frekari rann- sóknar á berglögunum. Bergið er einnig rannsakað með jarðsjá sem gefur mynd af berg- lögunum niður á 20 metra dýpi. Að rannsóknunum standa Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Jarðfræðistofan Stapi, Línuhönnun hf. og Hönnun hf. — EG Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Jarðbor við eina af 80 borhol- um, sem boraðar verða á Keilis- nesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.