Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 Gestir við opnun stofnunarinnar skoða húsakost á Sogni. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ráðherrarnir Sighvatur Björgvinsson og Þorsteinn Pálsson gróðursetja nokkrar trjáplöntur af 500, sem hjónin Guðmundur Þórðarson og Hrefna Kjartansdóttir gáfu stofnuninni. Vistheimilið á Sogni tekið í notkun Fyrstu vistmenn koma á morgun Ríkisspítölunum falið að annast geðlæknisþjónustu við fangelsin í landinu Selfossi. STJÓRN Ríkisspítalanna hefur verið falið að annast geðlæknisþjón- ustu við fangelsin í landinu, Litla Hraun og önnur fangelsi. Þetta kom meðal annars fram í máli Sighvats Björgvinssonar heilbrigðis- ráðherra í gær er hann opnaði formlega meðferðarheimilið á Sogni í Ölfusi. Tómas Helgason yfirlæknir á Kleppi sagði í gærkvöldi að hann hefði enga pappíra séð þess efnis að Rikisspítalar ættu að sjá um geðlæknisþjónustu við fangelsi. Geðlæknir hefur ekki verið ráð- inn í fasta yfirlæknisstöðu við Sjúkrahús Suðurlands eins og áformað var en stefnt er að því að það verði gert. Lækninum í þeirri stöðu verður falið að þjóna Sogni og Litla Hrauni ásamt því að sjá um almenna geðlæknisþjónustu við Suðurland. Þangað til ráðið verður í starfið mun Sigmundur Sigfús- son, yfirgeðlæknir á Akureyri, þjóna meðferðarheimilinu á Sogni. Fyrstu vistmenn heimilisins á Sogni koma þangað á morgun, miðvikudag, og starfsemin þar með heíjast á heimilinu. Bogi Melsteð geðlæknir mun fylgja þeim vist- mönnum sem koma frá Svíþjóð og vera á Sogni með þeim í tvær vik- ur. „Ég er mjög ánægður með að- stöðuna hér á Sogni, hún er til fyrirmyndar hvað öryggi snertir og á allan hátt,“ sagði Bogi um hvem- ig til hefði tekist. Heilbrigðisráðherra sagði í ávarpi að það væri neyðarlausn að leita til annarra landa með vistun- arúrræði fyrir geðsjúka afbrota- menn. Markmiðið væri að geta sinnt sjúklingunum í góðu um- hverfí í þeirra eigin landi. Ráðherra kvaðst vonast til þess að ráðin væri bót á geðlæknisþjónustu við íslensk fangelsi með því að stjóm Ríkisspítalanna hefði verið ritað bréf og spítölunum falið að taka að sér alla geðlæknisþjónustu við fangelsin í landinu. Kostnaður við uppbygginguna á Sogni nemur 86 milljónum króna. Áætlaður rekstrarkostnaður er rúmar 68 milljónir en sjö vistmenn geta dvalið á Sogni í einu. í máli ráðherra kom fram að kostnaður á hvem sjúkling sem vistaður væri erlendis næmi 12 milljónum króna á ári. Sig. Jóns. Charles Cobb fyrrv. sendiherra í viðræðunefnd Kaiser um nýtt álver Island á góða möguleika á að verða fyrir valinu CHARLES Cobb, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, seg- ir að eigendur bandaríska álfyrirtækisins Kaiser Aluminium Corporati- on séu nánast staðráðnir í að reisa nýja álverksmiðju og að ísland eigi góða möguleika á að verða fyrir valinu. Cobb starfar nú meðal annars sem ráðgjafi fyrir Kaiser Aluminium varðandi staðsetningu nýs álvers og sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær að hann kæmi til fs- lands 19. þessa mánaðar ásamt fulltrúum Kaiser til könnunarviðræðna við íslensk stjórnvöld. Sagði hann að um væri að ræða ny'ög mikilvæg- an fund og að allir helstu yfirmenn fyrirtækisins kæmu til viðræðnanna. Landsvirkjun um Fljótsdalslínu Byggða- línuleið 450 millj. kr. dýrari LANDSVIRKJUN telur það ekki hagkvæman kost að leggja Fljóts- dalslínu meðfram byggðalínu, en þeir sem staðið hafa fyrir undir- skriftaherferð og mótmælt svo- nefndri E-leið, hafa bent á byggðalínu sem hagkvæmasta kostinn. Að sögn Þorgeirs Andrés- sonar, yfirverkfræðings á linu- deild Landsvirkjunar, yrði kostn- aður við að leggja Fljótsdalslínu meðfram byggðalínu 450 miHjón- um kr. hærri en að leggja hana samkvæmt E-leið, það er að segja sunnan Þríhyrningsvatns. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu hafa sveitarstjómir Skútu- staðahrepps og Jökuldalshrepps aug- lýst skilafrest á athugasemdum vegna E-leiðar til 16. október. ' Halldór Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Landsvirkjunar, sagði að ekki væri hægt að taka afstöðu til þeirra mótmæla sem nú þegar hefðu komið fram vegna E-leiðar, fyrr en skilafresturinn væri á enda. Það væri enda i verkahring skipu- lagsstjómar ríkisins og umhverfis- málaráðherra að meta athugasemd- imar og hvort þær gæfu tilefni til breytinga eða ekki. „Við teljum ekki heppilegt að leggja línuna meðfram byggðalínu," sagði Halldór. Þorgeir Andrésson yfirverkfræð- ingur á línudeild Landsvirkjunar sagði að umsögn sveitarstjómar Skútustaðahrepps væri á þá lund að hún legðist alfarið gegn lagningu Fljótsdalslínu meðfram byggðalínu og A-leið. „Það voru aðallega þijár leiðir til umræðu, svokölluð A-leið, sem liggur sunnan Herðubreiðartagla og norðan við Öskju, E-leið, sem liggur norður fyrir Herðubreiðarfjöll, og byggða- línuleiðin. Byggðalínuleið er svipuð að vegalengd og E-leiðin, en þó þann- ig að ef byggðalínuleið er farin leng- ist Sprengisandslínan, þ.e. Búrfells- lína 4, sem er hluti af þessu heildar- dæmi, um 30 km. Tenging þeirrar línu við Fljótsdalslínu 1 ef valin yrði byggðalínuleið yrði 30 km norðar í Bárðardal. Kostnaðarauki af því yrði um 450 milljónir kr.,“ sagði Þorgeir. Hann sagði að E-leiðin væri 11 km lengri en A-leiðin. Um 40 km munaði á byggðalínu og A-leið og kostnaðarmunurinn væri um 600 milljónir kr. Þorgeir sagði að það væri rétt að ekki hefði orðið bilun á byggðalínu síðustu árin. Það væri samt ömggara að leggja línuna inni á hálendinu vegna betra veðurfars þar en nær ströndinni. Auk þess væri það ódýr- ara og það væri lausn sem sveitar- stjóm Skútustaðahrepps teldi sig geta fallist á. Charles Cobb starfaði um tíma sem aðalfjármálaráðgjafi Kaiser Al- uminium áður en hann varð sendi- herra á íslandi. Hann hefur að und- anfömu starfað að kosningabaráttu George Bush Bandaríkjaforseta og er formaður Qáröflunarnefndar Republikanaflokksins í fimm fylkjum Suðurríkja Bandaríkjanna vegna for- setakosninganna. Auk þessa hefur hann starfað að ráðgjöf varðandi stofnun nýs flugfélags í Bandarikj- unum og fyrir Kaiser Aluminium vegna fyrirhugaðarar byggingar nýs álvers. Cobb sagði að fleiri lönd en ísland kæmu til greina fyrir staðsetningu nýs álvers og hefðu gert Kaiser álit- leg tilboð. Nefndi hann Venesúela og auk þess væri um að ræða nokk- ur lönd í Evrópu og Afríku. „Kaiser Aluminium mun nær ör- ugglega reisa nýja álverksmiðju ein- hvers staðar í heiminum á næstu ámm og þetta er því spurningin um hvar þeir ná hagstæðustu samning- unum. ísland býður upp á marga kosti sem felast í aðild þess að evr- ópska efnahagssvæðinu, það veitir opinn aðgang að Evrópumarkaðnum, býður upp á ódýra orku og hefur gott og vel þjálfað starfsfólk. Ég tel því að ísland eigi mjög góða mögu- leika á að verða fyrir valinu," sagði Charles Cobb. Aðspurður hversu langan tíma hugsanlegar samningaviðræður gætu tekið svaraði Cobb: „Það tók Alumax og hin Atlantsálfyrirtækin meira en ár að ná samningum við íslensk stjórnvöld. Ég er ekki viss um að þessar viðræður þurfi að taka svo langan tíma en þær myndu þó standa yfir í marga mánuði." Cobb sagði að Kaiser Aluminium væri eitt af stærstu álfyrirtækjum heimsins. Það væri á ýmsan hátt gjörólíkt Alumax og fengist m.a. við námuvinnslu báxíts og framleiðslu á súráli til frekari fullvinnslu sem veitti því sterkari stöðu við öflun hráefnis en Alumax sem væri háð kaupum frá öðrum aðilum. Því kæmi lágt verð á álmörkuðum ekki eins illa við Kaiser og fjárfestingaráform þess. Að sögn Gylfa Ingvarssonar, að- altrúnaðarmanns í álverinu, vilja starfsmenn ekki tímaselja neinar aðgerðir að öllu óbreyttu, þótt lítið hafi gengið á fundum hjá sáttasemj- ara. Gylfi sagði að ríkissáttasemjari hefði kallað Ásmund Stefánsson til Cobb sagði að fundurinn í Reykja- vík yrði fyrst og fremst kynningar- fundur þar sem fulltrúar Kaiser myndu ræða við íslensk stjómvöld og háttsetta embættismenn. Alls verða sex fulltrúar í sendinefndinni, þar á meðal John M. Seidl, stjómar- formaður fyrirtækisins, aðalfram- kvæmdastjóri þess, yfirmaður allra álbræðslna í eigu Kaiser og fjár- mála- og lögfræðiráðgjafar. „Þeir munu kynna sér raforkuverð og af- hendingarmöguleika á raforku, starfsmannamálefni og umhverfís- mál,“ sagði Charles J. Cobb. viðræðnanna síðastliðinn föstudag og í framhaldi af því hefði Ásmund- ur verið fenginn inn í viðræðuhóp starfsmanna. „Það sýnir ákveðna meðferð málsins af okkar hálfu; að tengja þetta beint við þá launa- stefnu, sem hefur verið rekin “ sagði Gylfí. Rússland á krossgðtum________ Þorvaldur Gylfason Iýsir ástandinu í Rússlandi sem rjúkandi rúst 20 SkriJJinnskubúkn hjú SÞ Spilling og þróun eru sögð dragbít- ur á starf Sameinuðu þjóðanna 24-25 Þrír Reyðfírðingar sluppu betur en á horfðist er mikil gassprenging rústaði heimili þeirra 55 Leiðari Hugvit og mannauður 28 Hvellur og íbúöin i rústum Iþwttif m Svfarwfljaá sigur Ísiancls amttgarx og $111} aAle&aaffajr ► — .-r _. c-_- ► Landsleikir í knattspymu gegn Grikkjum. íslandsmótið í körfuknattleik hófst um helg- ina. Valur í 2. umferð Evrópu- keppni bikarhafa í handknatt- leik. Álversdeilan Engar aðgerðir af hálfu starfsmanna STARFSMENN álversins í Straumsvík hafa ákveðið að boða ekki til neinna aðgerða vegna kjaradeilunnar við vinnuveitendur sína á meðan deilan er til meðferðar þjá ríkissáttasemjara. Þetta var ákveð- ið á fundi formanna og trúnaðarmanna verkalýðsfélaganna í Hafnar- firði með Ásmundi Stefánssyni, forseta Alþýðusambandsins, í gær- morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.