Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 Fischer gaf kóngspeðinu frí Skák Margeir Pétursson EFTIR tvær jafnteflisskákir um helgina er staðan í einvigi þeirra Fischers og Spasskís í Belgrad ennþá þannig að Fisch- er hefur hlotið fimm vinninga en Spasskí þijá. Fjórtánda skákin á laugardaginn var sú daufasta í einvíginu til þessa, Spasski gerði ekki raunhæfa vinningstilraun með hvitu mönnunum. Sú fimmtánda var hins vegar bráðskemmtileg, Fischer hóf nú skákina með drottningarbiskupspeði sinu, 1. c2-c4, en sú byrjun hans kom Spasskí einmitt í opna skjöldu árið 1972. Fyrr í einvíginu hafði Fischer ávallt hafíð skákimar með kóngs- peðinu, leikið 1. e2-e4. Nú beitti hann hins vegar katalónskri byij- un, en það hefur hann aðeins einu sinni áður gert á ferli sínum, á bandaríska meistaramótinu 1957, þá 14 ára gamall. Spasskí brást við af mikilli snerpu og í 23. leik fómaði hann manni fyrir hættuleg sóknarfæri. Fischer tefldi þó áfram til vinnings, vildi ekki leyfa Spasski að þráskáka, en á endan- um varð hann sjálfur að fóma manni til að ná þráskák. Þetta var því mikil sviptingaskák og ein sú skemmtilegasta í einvíginu til þessa. Engir afleikir sáust í þessum tveimur einvígisskákum um helg- ina. Sextánda skákin verður tefld á morgun, miðvikudag, þá hefur Spasskí hvítt. Hvítt: Bobby Fischer Svart: Boris Spassky Katalónsk byijun 1. c4 — e6 2. Rf3 — Rf6 3. g3 - d5 4. Bg2 - Be7 5. 0-0 - 0-0 6. d4 - Rbd7 Spasskí velur lokaða afbrigði katalónsku vamarinnar, en 6. — dxc4 nýtur nú mun meiri vin- sælda. Algengast er nú 7. Dc2, en Fischer velur fáséðan leik. 7. Rbd2 - b6! Eftir að hvítur hefur valið drottningarriddara sínum stað á d2 er hagstætt fyrir svart að setja biskup b7 og beina taflinu út í nokkurs konar drottningarind- verska vöm. 8. cxd5 — exd5 9. Re5 — Bb7 10. Rdf3 - Re4!? í 19. einvígisskák Kortsnojs og Karpovs í Baguio 1978 lék Karpov hér 10. - c5 11. b3 — a5 12. Bb2 — Re4 og jafnaði taflið. 11. Bf4 - Rdf6 12. Hcl - c5 13. dxc5 — bxc5 Spasski hefur tekið á sig hin svonefndu „hangandi peð“ á d5 og c5 sem reyndust honum ekki vel í sjöttu einvígisskák þeirra Fischers árið 1972. 14. Rg5 - Rxg5 15. Bxg5 - Re4 16. Bxe7 - Dxe7 17. Bxe4!? Hér kom einnig til greina að leika 17. Rd7!? - Dxd7 18. Bxe4 og hvítur stendur örlítið betur. 17. - dxe4! Auðveldari leið til að tryggja jafnvægi en 17. — Dxe5 18. Bf3 - Hac8 19. Da4. 18. Rc4 - e3! Án þessa leiks væri hvíta stað- an mun þægilegri, en nú tapar Fischer manni eftir 19. Rxe3?? — De4. Svar hans er því þvingað. 19. f3 - Had8 20. Db3 - Hfe8 21. Hc3 - Bd5 22. Hfcl - g6 23. Da3 SJÁ STÖÐUMYND 1 Þrátt fyrir sundurslitna peða- stöðu hefur svartur nægilegt mót- vægi í þessari stöðu. Spasskí gríp- ur nú til bráðskemmtilegrar mannsfómar, en hann hefði einn- ig farið langt með að jafna taflið með 23. — Bxc4 24. Hxc4 — Hd2 (Stöðumynd 1) 25. He4 — Dd7. Næstu leikir em þvingaðir. 23. - Bxf3! 24. exf3 - e2 25. Hel - Hdl 26. Kf2 - Hxel 27. Kxel - Dd7 28. Db3! Fischer teflir til vinnings og sneiðir hjá hinni áhættulausu leið 28. Hd3 - Dh3 29. Rd2 - Dxh2 30. He3 - Dxg3+ 31. Kxe2 - Dg2+ 32. Kdl — Dgl+ og svart- ur þráskákar. 28. - Dh3 29. Re3 - Dxh2 Fischer er ennþá manni yfír fyrir tvö peð en á nú í miklum vandræðum með að fínna nytsam- an leik. Hann reynir að halda í g-peð sitt, en við það gefur hann Spasskí óvæntan möguleika sem tryggir samstundis jafntefli. Það er þó afar hæpið að hvítur eigi nokkra raunhæfa leið til að tefla þessa stöðu til vinnings. SJÁ STÖÐUMYND 2 30. g4 - Hb8! 31. Dd5! Hvítur má nú kallast góður að fá jafntefli, því 31. Dc2?? væri svarað með 31. — Hxb2! 32. Dxb2 — Dgl+ 33. Kxe2 — Dh2+ og hvíta drottningin fellur. 31. - Hxb2 32. Dd8+ - Kg7 33. Rf5+! — gxf5 Jafntefli, því Fischer þráskákar. Vissir þú þetta um Bobby Fischer? Sextán skákmenn hafa yfir í viðureignum sínum við Bobby Fischer. Margir þeirra hafa aðeins teflt eina skák við Fischer og unnið hana. Aðeins tveir stórmeistarar sem tefldu við hann margar kappskákir höfðu betur, Rússamir Efím Geller og Mikhail heitinn Tal. Helmingur þessara 16 era skákmenn sem tefldu við Fischer á meðan hann var 14 ára og yngri. Aðeins einn Vestur-Evrópubúi er í hópnum. Það er svissneski lögfræð- ingurinn Dieter Keller sem vann Fischer á stórmótinu í Zúrich 1959. Hann hefur um árabil starfað á borgarskrifstofunni í Zurich og er löngu hættur að tefla á mótum. Skák þeirra Fischers og Keller var tefld í næstsíðustu umferð á mótinu. Með tapinu hurfu allir möguleikar Fischers á efsta sæti og hann varð þriðji. Hann var aðeins 16 ára gamall og eftir að hafa gefíð skákina var hann leiddur burt grátandi. Bobby Fischer hefur aldrei hafíð skák með 1. d2-d4, — drottningarpeðsbyijun, og hefur af einhveijum ástæðum mikið hom í síðu þess leiks. í bók sinni „Sextíu minnisstæðar skákir" segir hann í skýringum við skák sína við Leonid Stejn í Sousse 1967 eftir 1. e4: „Ég hef aldrei hafíð tafl með drottningarpeðinu — af hugsjónaástæðum." Fischer er afar þrár þegar hann bítur eitthvað í sig og eftir þessa yfirlýsingu má vænta þess að hann sniðgangi drottningarpeðið um aldur og ævi. Þessi afstaða hans kann að tengjast því að margir fremstu sovésku stórmeist- aramir léku fremur 1. d4 en 1. e4. Á blaðamannafundinum fræga í Sveti Stefan áður en einvígið hófst beindi bandarískur skákáhugamaður og blaðamaður spumingu til Fischers sem hefur brannið á vöram skákmanna í 20 ár: „Af hveiju drapstu á h2 með biskup í fyrstu skákinni 1972, varstu að reyna að flækja taflið og búa til vinningsmöguleika?“ Svarið kom um næl frá Fischer: „í aðalatriðum já“. Það kom mörgum spánskt fyrir sjónir að lesa nýlegan skákskýringaþátt bandaríska stórmeistarans Roberts Byme sem birtist í tveimur blöðum Time-samsteypunnar, New York Times og Herald Tribune. Þótt þeir Byme og Fischer séu aldavinir frá bemsku var ekki lengur talað um hann Bobby okkar eins og á þeim dögum þegar hann tók heimsmeistara- titilinn af Sovétmönnum, heldur var hann nefndur hr. Fischer í greininni. Bobby Fischer er ritstjóm New York Times nú lítt þóknanlegur og hún hefur í leiðara krafíst harðrar refsingar yfír honum fyrir brot á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna. Frá keppni hjá Bridsfélaginu Muninn í Sandgerði. Brids_______________ Amór Ragnarsson " Bikarkeppnin 1992 - undanúrslit Fjórðu umferð í Visa-bikarkeppn- inni lauk sunnudaginn 4. október. Sveit Eiríks Hjaltasonar spilaði við sveit Gunnlaugs Kristjánssonar og vann Eiríkur með 122 Imp gegn 60. Sveit Gísla Hafliðasonar spilaði við sveit Sigfúsar Þórðarsonar og vann sveit Gísla með 89 Imp gegn 63. Dregið var í fimmtu umferð, undan- úrslitin að loknum síðasta leiknum í fjórðu umferðinni og þær sveitir sem spila saman næsta laugardag 10. októ- ber í undanúrslitum Visa-bikarkeppni Bridssambands íslands eru: 1. Sveit Símonar Símonarsonar gegn sveit Eiríks Hjaltasonar og 2. Sveit Gísla Hafliðasonar gegn sveit Suðurlandsvídeós. Undanúrslitin og úrslitin verða spil- uð á Hótel íslandi og hefjast undanúr- slitin kl. 11 laugardaginn 10. október og úrslitin kl. 10 sunnudaginn 11. október. Leikimir verða sýndir á sýn- ingartöflu. Allir bridsáhugamenn vel- komnir. Vetrar-Mitcell Bridssambands íslands Föstudaginn 2. október voru 26 pör með í Vetrar-Mitcell BSÍ. Vjterkurog kl hagkvæmur auglýsmgamiðifl! Efstir í N/S urðu: Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 370 JónÞórDaníelsson-ÞórðurSigfússon 362 ÞórðurBjömsson-BemódusKristinsson 337 Efstir í A/V: GuðnýGuðjónsdóttir-JónHjaltason 371 Vilhjálrnur Sigurðsson - Þráinn Sigurðsson 366 Andrés Ásgeirsson - Ásgeir Sigurðsson 357 Vetrar-Mitcell BSÍ er spilaður á hveiju föstudagskvöldi í Sigtúni 9. Alltaf eins kvölds keppni og brons- stig veitt eftir hvert kvöld. Byijað er að spila kl. 19. Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag lauk hausttvímenn- ingnum með sigri Ragnars Jónssonar og Þrastar Ingimarssonar. A-V: RagnarJónsson-Þrösturlngimarsson 375 JensJensson-ErlendurJónsson 359 Stefán Jónsson - Jón Páll Siguijónsson 349 N-S: Þorsteinn Berg - Óskar Sigurðsson 383 GuðlaugurNielsen-GísliTryggvason 360 MagnúsAspelund-SteingrímurJónasson 356 Meðalskor 312. Lokastaðan: RagnarJónsson-Þrösturlngimarsson 1.109 JensJensson-ErlendurJónsson 1,088 Helgi Viborg — Óiafur Bergþórsson 1.054 Stefán Jónsson - Jón Páll Siguijónsson 1.035 Þorsteinn Berg - Óskar Sigurðsson 1.033 Guðmundur Pálss. - Guðmundur Gunnlaugss. 1.005 Guðrún Hinriksdóttir - Haukur Hannesson 978 GuðlaugurNielsen-GísliTryggvason 977 Sigrún Pétursdóttir - Alda Hansen 949 Meðalskor 936. Næsta fimmtudag hefst þriggja kvölda hraðsveitakeppni. Veitt verður aðstoð við myndun sveita, pör komi tímanlega sem þurfa aðstoð. Spila- mennska hefst kl. 19.45. Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag hófst þriggja kvölda hausttvímenningur. Staða efstu para er þessi: Guðbrandur Guðjohnsen - Viggó Norquist 265 EysteinnEinarsson-JónStefánsson 259 RúnarEinarsson-NjállSigurðsson 238 Jóhanna Jóhannsdóttir - Grímur Guðmundss. 231 María Ásmundsdóttir - Steindór Ingimundars. 224 GuðmundurGrétarsson-ÁmiMárBjömsson 219 Meðalskor 210. Keppnin heldur áfram næsta þriðju- dag. Bridsdeild Víkings Spilaður verður eins kvölds tví- menningur í kvöld kl. 19,30 í Víkinni. Afmæliskveðja Sigurður Demetz „Hann á afmæli í dag.“ Hann á afmæli hann Demmi. Jú, jú, menn eiga svo sem afmæli einu sinni á ári og ef Demmi man rétt, þá mun þetta vera í áttugasta skiptið sem hann á afmæli. Mér, og fleirum, fínnt þetta einhveijum áratugum of snemmt, þegar litið er til útlits hans og þeirrar lífsorku sem frá honum streymir. En Demmi heldur þessum árafjölda fram og hvort sem þetta er rétt eða ekki má hann sann- arlega vera stoltur og ánægður með árafjöldann, hver svo sem hann er. Demetz er annars fæddur suður í Týról, þar sem dalimir er dýpstir í Evrópu og fjöllin hæst. Sagan segir að á bemsku- og æskuáram hafí Demmi rennt sér á skíðum af fjalla- toppunum niður í skaut dalsins, þetta var hans heimur, hans upp- eldi, hann lét sér aldrei nægja að fara hálfa leið upp fjallið, alla leið eða ekkert. Þannig er líka Demmi, meðalmennsku þolir hann illa, hvort tveggja verður að glansa, hæð og dýpt, og færðin milli þessa and- stæðna verður að vera stjömum stráð, ef gera á Demma ánægðan. En Demetz er ekki fullkominn, frek- ar en aðrir tvífætlingar hérumgáng- andi. Hann átti t.d. ekki auðvelt með að skilja og meðtaka enska stigakerfíð sem viðhaft er í tónlist- arskólunum okkar. Annaðhvort höfðu menn rödd og hjarta á réttum stað að viðbættum tónlistargáfum og áttu þá erindi inn í heim tónlist- anna og skiptu þá stig engu máli og svo sannarlega gat ég verið honum sammála í hjarta mínu þótt formsins vegna gæti ég alls ekki verið það í orðræðunni við hann. Ef hjartað var smátt og röddin glanslaus var betra að snúa sér að að öðru viðfangsefni. Engin á þetta að vera afrekaskrá um Demma, enda óþarfí, afrekin hans eru það víða staðsett í stóru og smáu, og mörgum sýnileg. Demmi sagði ein- hverntíma, — Það er ekki hægt að búa til gull úr silfri — og það er án efa rétt. En það er heldur ekki hægt að búa til silfur úr gulli og Demetz verður áreiðanlega gull í hugum sinna fjölmörgu nemenda og ekki síður í minni þeirra sem fengu að eignast hann sem vin með óvenju hlýtt hjarta. En Þóreyju, konu hans sem verður áttræð í næsta mánuði, má ekki gleyma. Hún hélt örlögum margra í hendi sér þegar hún í Salzburg ákvað að flytja Demetz heim með sér til ís- lands, þar munaði líklega mjóu að hann villtist í annað land. Um leið og við óskum sjálfum okkur til ham- ingju með Demma, óskum við hon- um og Eyju heilsu og heill í framtíð- inni. Kæri Demetz, þótt þú nú hættir sem kennari við Nýja tónlistarskól- ann fær skólinn vonandi enn lengi að leita ráða þinna, og seint verður samstarfíð fullþakkað. Ragnar Björnsson, skólastjóri Nýja tónlistar- skólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.