Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 42 Minning Jakob Sveinbjöm J. Tryggvason Fæddur 11. október 1926 Dáinn 24. september 1992 Það er lögmál lífsins að fæðast og deyja. En alltaf erum við jafn óviðbúin þegar vinir okkar eru hrifn- ir frá okkur. Það hefur verið stutt stórra högga á milli í fjölskyldu okkar. Á síðasta ári létust bróður Jakobs og bróðursonur með nokkurra mán- aða millibili úr krabbameini. Jakob hugsaði einstaklega vel um þá feðga og verður það aldrei fullþakkað. Þegar Jakob var ungur maður veiktist hann af berklum. Kona hans og þrjú böm af fjórum smituðust líka. Þau fóru bæði á Vífilsstaði en bömin á sjúkrahús í Reykjavík. Hjónin dvöldu nokkur ár á Vífils- stöðum, síðan þurfti Jakob að fara í höggningu norður á Kristnes, þetta var mikil lífsreynsla fyrir ungt fólk í blóma lífsins, þá vom berklar nán- ast dauðadómur. Jakob var fæddur og uppalinn til 18 ára aldurs á Þórshöfn á Langa- nesi, sonur Stefaníu Kristjánsdóttur og Tryggva Sigfússonar. Þaðan fluttist hann ásamt foreldmm og systkinum fyrir tæpum fimmtíu ámm í Kópavog og þar bjó hann alla tíð og mest á sama blettinum, í Hófgerði 9, utan árin sem hann dvaldi sjúklingur á Vífilsstöðum. Jakob var glaðlyndur og ljúfur maður og mikið fyrir alla sína stóm fjölskyldu. Hann var alltaf fyrsti maður á vettvang ef eitthvað bját- aði á. Fallega brosið hans og hand- takið hlýjaði ósjálfrátt og róaði. Jakob var áttundi í röð Ijórtán systk- ina. Níu náðu fullorðinsaldri. Hann var glæsilegur maður og höfðingleg- ur. Hávaxinn og beinvaxinn með dökkt, liðar hár, sambrýndur með augu sem lýstu af góðleik. Hann var gleðimaður mikill og umsvermaður af ungu stúlkunum á dansleikjum í Reykjavík eftirstríðs- áranna. En hann fann fljótlega unga, fallega og lífsglaða stúlku sem hann varð heillaður af og hún af honum. Þau bundust tryggðum sem entust meðan bæði lifðu. Kona hans var Guðlaug Ingvarsdóttir frá Stíflu í Landeyjum, en hún lést langt um aldur fram, 29. október 1979, úr krabbameini. Jakob syrgði konu sína alla tíð. Þau eignuðust þijá syni saman, en hann gekk líka í föðurstað dreng og stúlku sem kona hans átti. Og mátti ekki á milli sjá hvort vom böm hans eða stjúpböm. Jakob var kominn af styrkum bændaættum úr Vopnafirði og N- Þingeyjarsýslu. Þetta er heilsteypt fólk, raungott og harðgert. Jakob var eins og hann átti kyn til ramm- ur að afli. En það gengur eins og rauður þráður bæði í föður- og móðurætt hans að þar vom miklir aflraunamenn, en hann var líka nærgætinn við böm og málleys- ingja. Gestrisni og greiðvikni vom honum í blóð borin. Aldrei var svo þröngt í Hófgerðinu að ekki mætti koma einum næturgesti fyrir og ekki fór neinn svangur af því heimili. Þau hjón Guðlaug og Jakob höfðu aldrei mikil fjárráð. En þau áttu það sem mest er um vert í þessu lífi og mölur og ryð fá ei grandað, það er auðlegð hjartans og af hénni miðl- uðu þau óspart. Það er mikil gæfa að hafa kynnst slíku fólki. Og gott veganesti afkomendum þeirra. Ég og fjölskylda mín sendum bömum Jakobs, fjölskyldum þeirra og systk- inum hans okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guðlaug Pétursdóttir. Jakob Sveinbjöm Jónsson Tryggvason hét hann fullu nafni. Fæddur 11. október 1926, dáinn 24. september 1992. Faðir hans var Tryggvi, f. 2. nóvember 1892, d. 4. desember 1984, Sigfússon, f. 16. júní 1865 á Hermundarfelli í Þistil- firði Jónssonar bónda þar, fæddur um 1826, Einarssonar bónda þar Gíslasonar er bjó á Hermundarfelli 1855 með konu sinni, Lilju Péturs- dóttur, og syni þeirra, Sigfúsi Ein- arssyni. Móðir Sigfúsar og kona Jóns var Ingunn, f. 17. júlí 1830, Guðmundsdóttir Þorsteinssonar, fæddur um 1805, bónda í Sval- barðsseli í Þistilsfírði og konu hans, Rósu Pétursdóttur, f. um 1793. Kona Sigfúsar og móðir Tryggva varGuðrún, f. 24. apríl 1864 í Sand- fellshaga í Oxarfirði Guðmundsdótt- ir bónda þar Þorgrímssonar, f. 1834, og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur, f. 1829. Móðir Jakobs og kona Tryggva var Stefanía Sigurbjörg, fædd 16. nóvember 1893, dáin 1. nóvember 1981, Kristjánsdóttir, Jakobssonar, Sveinssonar frá Vatnsdalsgerði, Sveinssonar frá Djúpalæk í Bakkafirði. Kona Jakobs var Hólmfríður Guðmundsdóttir. Móðir Stefaníu var Signý Sigurlaug Davíðsdóttir, Sigmundssonar frá Höfn á Strönd á Tjörnesi og Guðrún- ar Jónsdóttur. Jakob var fæddur á Þórshöfn á Langanesi og var sjöunda bam for- eldra sinna en þau urðu alls 14, þegar talinn er með elsti bróðir þeirra er Stefanía kom með á heim- ilið. 5 böm sín misstu þau hjón Stef- anía og Tryggvi á unga aldri, þá voru erfiðir tímar. Þau vom dugnað- arfólk og börnin lærðu fljótt að taka til hendinni. Það var beitt fyrir næsta róður, breiddur og þurrkaður fískur og elstu bömin gerðu að og söltuðu. Allt líf þeirra snérist um að afla úr sjónum og ekki var ónýtt að fá sel og fugl. Fljótlega eftir að heimsstyijöldin skall á og fór að bera á gæftaleysi á grunnmiðum. Það var rétt eins og fískurinn hefði flúið og öll vinna dróst saman. At- vinnumöguleikar urðu því fábreytt- ari og unga fólkið vildi breyta til og _sjá sig um. Árið 1944 flutti öll fjölskyldan suður í Kópavog samtals 9 manns í lítinn sumarbústað þar sem fyrir var elsti sonur Stefaníu með 5 manna fjölskyldu og þar em flest systkini Jakobs búsett enn. Nú hef- ur verið höggvið stórt skarð í systk- inahópinn sem yfirgaf Norðurland og flutti á mölina í stríðslok. Á rúmu ári hafa tveir bræðranna yfírgefið þessa jarðvist. Jakob, þessi hugljúfi maður er vildi öllum gott gjöra, hefur nú kvatt tilvem okkar. Hann barðist harðri baráttu við heilsuleysi frá unga aldri en að lokum sigraði maðurinn með ljáinn. Öll eigum við ljúfar minningar um drengskapar- mann sem aldrei lét deigan síga og mætti með bros á vör hveijum vanda. Ungur að ámm kynntist hann stúlkunni sinni, Guðlaugu Ingvars- dóttur frá Stíflu í Vestur-Landeyj- um, dóttur hjónanna Hólmfríðar Einarsdóttur og Ingvars Sigurðs- sonar er þar bjuggu. Á fimmta ára- tugnum hófu þau sambúð á heimili foreldra Jakobs. Þar var það lífs- gleðin sem vísaði veginn, hún er ein af sterkustu homsteinum og svo sannarlega þurftu þau á henni að halda. Síðar tókst þeim að festa kaup á litlum sumarbústað er seldur var til flutnings en lóðina vantaði. Hana fengu þau að lokum í Hóf- gerði 9 og þar hefur heimili þeirra staðið. Fjölskylda Jakobs var sam- hent í því að hjálpa honum við allan undirbúning. Állt frá því að grafa gmnninn með handafli og hræra steypuna á líkan hátt. Lífsferill fólks er misjafnlega veð- rasamur, eitt er þó víst að Guðlaug og Jakob stóðu oftast í gjólunni, þó veitti lífsgleði þeirra sólargeislum inn í líf allra er nutu návistar þeirra. Þau höfðu nú eignast þak yfír höfuð- ið og hamingjuríkir dagar blöstu við. Bömin vom orðin fjögur. Einn fagran vordag þegar allt var að vakna af vetrardvala, túnin að grænka og vorblómin að skjóta upp kollinum kvaddi dyra hinn mikli vágestur, hvítidauðinn. Hann var ekki lítillátur eða hlédrægur því Jakob og Guðlaug vom vistuð á Vífilsstaðahæli og bömin urðu að vera undir stöðugu eftirliti. Það mætti ætla að hin þungbæra sjúk- dómsreynsla hafi bugað sálarþrek þeirra en svo var ekki. Þau miðluðu gleði og trú á lífið meðal sjúkling- anna og máski hefur það verið lífs- trúin og hin glaða lund sem flýtti fyrir bata þeirra. Tvö löng ár dvöldu þau á Vífílsstaðahæli. Eftir svo langt veikindastríð á sjúkrahúsi er yj<Z^<ZV<Z1<Z. Opid alla daga fra kl. 9 22. engin albata þegar hann er útskrif- aður og það þarf langan tíma til að aðlagast hversdagslífinu. Tíminn þokaðist áfram og aftur var komið vor. Þó var þó ekki eins bjart yfir þeim Guðlaugu og Jakobi og fyrir ári er þau komu heim af Vífilsstöð- um, full gleði og vonar. Nú átti Jakob að fara norður til Akureyrar og gangast undir mikla lungnaaðgerð er Guðmundur Karl var frægur fyrir. Það átti að „höggva Jakob". Óttablandin von bærðist í bijóstum þeirra. Fyrirfram var ekki hægt að vita hvemig til tækist. Gleðin var líka því meiri er hann kom heim og aðgerðin hafði heppnast. Nokkm síðar eignuðust þau lítinn dreng sem var þeim sönn guðsgjöf. Þau gátu nú notið þess að fylgjast með öllum hans þroska en þess höfðu þau farið á mis við, með hin börnin. Á þessum tíma var lítið um trygg- ingar, þau urðu því að reyna fyrir sér með atvinnu til að lifa af. Guð- laug heppnaðist að fá kvöldvinnu en Jakob hóf leigubílaakstur og starfaði við það eftir því sem heilsan leyfði til hinstu stundar. Án efa hefur það verið meira af vilja en mætti, að aka um nætur og oft fólki er varla var sjálfbjarga vegna ofneyslu vímuefna. Stuttu eftir að Jakob kom af hælinu, tók hann aldraðan föður sinn inn á heimilið. Þar naut gamli maðurinn ástríkis bamabarnanna ekki síður en foreldra þeirra og bömin dáðu afa sinn. Böm þeirra em: Sigrún Guð- mundsdóttir, f. 19. nóvémber 1942, húsmóðir og verkakona, maki Pálm- ar Björgvinsson, böm fimm; Ragnar Guðmundsson vélstjóri, f. 14. janúar 1944, maki Torfhildur Þorvaldsdótt- ir, börn fjögur; Tryggvi bygginga- tæknifræðingur, f. 4. maí 1949, maki Eybjörg Einarsdóttir, börn þijú; Erlingur, f. 2. október 1950, brúarsmiður hjá Vegagerð ríkisins, maki Kristjana ísleifsdóttir; Helgi, f. 14. október 1959, verkamaður. HJónin vom bæði náttúmböm, alin upp í umgengni við dýr. Einkum vom hestar þeim hugleiknir. í því sem öðm vom þau samhent og hestamennsku stunduðu þau í ára- raðir. Þegar Jakob flutti suður, ung- ur maður, kom hann með tvo gæð- Svavar Fæddur 29. nóvember 1906 Dáinn 29. september 1992 Sigurbjörg Fædd 5. apríl 1907 Dáin 2. ágúst 1985 Okkur langar til að minnast ömmu og afa með þessum fáu lín- um. Meðan við vomm að alast upp bjuggu amma og afi í næsta ná- grenni við okkur í Njarðvíkunum. Alltaf gott að koma til þeirra strax eftlr skóla eða dvelja þar þegar foreldrar okkar vom erlendis. Þau kenndu okkur margt til dæmis var amma mikil hannyrðakona og kenndi okkur að sauma, pijóna og inga með sér, alla leið frá Þórshöfn. Hann naut þess að fara á hestbak og vera úti í óspilltri náttúmnni. T.d. fór hann í hálendisferð með hópi hestamanna og kom hugfang- inn til baka. Hann átti ávallt góða hesta og hirti þá vel. En barátta þeirra hjóna var ekki öll, því að seint á áttunda áratugn- um veiktist Guðlaug og var drifin inn á Vífilsstaði, því álitið var að fyrri veikindi væm að taka sig upp. Svo reyndist ekki. Heldur var það annar vágestur, krabbameinið. Það er mikil lífsreynsla og þjáningar sem þessi litla fjölskylda hefur þurft að ganga í gegnum. Guðlaug andaðist 29. október 1979. Jakob lét ekki bugast, hann hélt heimili áfram með yngri sonum sínum og bamabömin áttu alltaf athvarf á heimili hans. Síðustu árin þjáðist hann af asma sem vom eftirköst lungnaberklanna. Þrátt fyrir þessa miklu lífsreynslu lifði hann lífinu lifandi og leit alltaf fram á veginn. Blessuð sé minning hans._ Hulda H. Pétursdóttur, Útkoti. Hann afi okkar í Hófgerði er dáinn. Mikið eigum við eftir að sakna hans. Enginn afi til að tala við og fylgjast með hestunum hans. Hestamir hans afa vom honum mjög kærir og hann Ijómaði allur þegar minnst var á þá. Afi var allt- af léttur í lund þegar hann kom til okkar. Oft var hann með poka með smáaurum í sem hann hafði safnað saman fyrir okkur og sagði að við ættum að setja í bankann. Það verða tómleg jól hjá okkur, því afi var vanur að koma og vera hjá okkur á aðfangadagskvöld eftir að Lauga amma dó, en það em 13 ár síðan. Afi sýndi jólunum alltaf svo mikinh áhuga. Fylgdist með hvað við ætluðum að hafa í matinn og sá til þess að við keyptum pakka handa pabba og mömmu. Mikið vildum við óska að hann afi væri enn hjá okkur, okkur fannst hann eiga eftir að lifa svo lengi. Við vitum að nú er hann hjá ömmu sem hann unni svo heitt. Við þökkum elsku afa okkar fyr- ir þá hlýju og umhyggjusemi sem hann sýndi okkur. Telma og Teresa Tryggvadætur hekla og afi var alltaf til staðar að rétta okkur hjálparhönd með hjólin og önnur leikföng þegar þau biluðu. Árið 1980 fluttu amma og afi til Reykjavíkur og urðu rútuferðir til þeirra allmargar. Oft komu þau líka til okkar í Njarðvík og heimsóttu vini og þá var okkur gjaman boðið með. Okkur langar til að kveðja ömmu og afa með þessu ljóði sem amma kenndi okkur. Æ, hvar ertu amma, já ansaðu mér. Ég er að gráta og leita að þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á hlað eða fórstu til Jesú á sælunnar stað? (höf.ók.) Sibba, Munda og Reynir Þór. Svavar Sigfinnsson, Sigurbjörg Magnús- dóttir - Hjónaminning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.