Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTOBER 1992 21 Bókagerðarskatturinn nýi Bækur eru ekki dauðir hlutir heldur bera í sér lífsorku jafn- virka þeirri sál sem þær eru sprottnar af; já, í þeim varðveit- ist líkt og í lyfjaglasi tærasti kraftur og kjarni þeirra vitsmuna sem elur þær. Sá sem drepur mann drepur skyni gædda veru, eftirmynd Guðs; en sá sem eyðileggur góða bók drepur skynsemina sjálfa, drepur mynd Guðs sjálfs í vitund mannsins. John Milton, Areopagitica. eftirÞórarin Eldjárn Hart er nú vegið að bókaútgáfu og bókmenntum í landinu. Á máli stjórnmálamanna heitir það að „hætt verði endurgreiðslum á innskatti til bókaútgefenda". Gefið er í skyn að einungis sé um það að ræða að leggja nú af stórfellda ríkisstyrki sem bókaútgáfan S landinu hafi í raun notið. Veruleikinn er allur anriar: Ekki eru nema tvö ár síðan virðisauka- skattur var felldur af íslenskum bók- um á öllum framleiðslustigum. Sú ákvörðun var tekin á menningarleg- um forsendum og þegar yfir lauk vildu allir stjórnmálaflokkar þá Lilju kveðið hafa. Að minnsta kosti þegar styttast tók í kosningar. Það var síðan einungis af hagræð- ingarástæðum, til að spara stórfellda skriffmnsku, sem ákveðið var að bókaútgefendur greiddu útskatt af aðföngum, en fengju hann síðan til baka sem innskatt. Á þetta sakleys- islega framkvæmdaratriði hengja stjórnvöld nú áform sín um þennan stórfellda nýja menningarskatt. Því skattur er það og ekkert annað, sem boðar aukin fjárútlát alls almenn- ings. Og hvað svo sem hlutirnir eru kallaðir finnur fólk afskaplega lítinn mun á því hvort útgjöldin sem streyma úr buddunum fara heldur hækkandi eða breikkandi. Bókaútgáfan á að vera undanþeg- in slíkri skattheimtu. Fyrir því voru og eru þau eilífu rök að sjálfur grundvöllur íslenskrar tilveru og vit- undar liggur í tungu og bókmennt- um. Um leið er málsvæðið svo lítið, og þar með markaðurinn, að við .fáránleika jaðrar. Vegna alls þessa ber stjómvöldum að búa bókmennt- Fylgjendur bókaskatts bæði fyrr og síðar hafa löngum veifað einni gulrót að höfundum og útgefendum: Vilyrði um að það fé sem skatturinn skilar í ríkissjóð verði að einhveiju leyti notað til að styrkja útgáfu góðra. bóka. í þessu samhengi er vert að minn- ast þess að þrátt fyrir þungan róður hefur bókaútgáfa á íslandi hingað til verið sjálfbjarga, sem er meira en hægt er að segja um fagurbók- menntaútgáfu á mörgum mun stærri málsvæðum. Er það virkilega í sam- ræmi við lofsverða stefnu núverandi ríkisstjómar um einkavæðingu og fráhvarf frá forsjárhyggju að betra sé að hafa menninguna á ríkisfram- færi en að hún sé eins sjálfbjarga og unnt er? Ef af þessum áformum verður yrði þarna væntanlega myndaður sjóður, sem bókaútgefendur og aðrir gætu sótt um fé úr. Eitthvað þarf hann að heita og vafalítið munu hugmyndasmiðir ráðuneytanna finna á hann gott nafn þegar þar að kemur. Sjálfur vil ég þó varpa því hér fram hvort ekki væri réttast að slíkur sjóður yrði kallaður Menn- ingarsjóður. Eins mætti jafnvel hugsa sér að hann stæði sjálfur að bókaútgáfu til að forðast óþarfa milliliði. Höfundur situr í stjórn Rithöfundasambands íslands. Þórarinn Eldjárn um og bókagerð hin bestu skilyrði. Um þetta hélt maður að náðst hefði víðtæk samstaða, en svo er varla búið að sleppa orðinu þegar höggin taka að dynja frá þeim sem hlífa skyldu. Það dugar ekki að líkja bókagerð við hvaða iðnframleiðslu sem er og segja sem svo að eitt skuli yfir alla ganga. Með fullri virðingu fyrir ís- lenskum húsgagnaiðnaði til dæmis verður það að segjast að þetta tvennt er ósambærilegt. íslenskur rass þol- ir danskan stól, íslenskur stóll hæfir áströlskum rassi. Stóla þarf ekki að þýða. Þeir þýðast alla. Þess vegna ætti markaðssvæði íslenskra hús- gagna í raun að geta verið heimur- inn allur. En íslensk vitund krefst íslenskra bókmennta fyrst og fremst. Og markaðssvæði íslenskra bókmennta getur aldrei orðið stórt. Ekki af því að þær séu vondar, held- ur vegna þess hve sérstaða þeirra er mikil. Skipatækni hf. um að titringur skuli mældur í reynsluferð skipsins fyrir afhendingu, þannig að menn geti fullvissað sig um að hann sé innan fyrrgreindra marka. Þrátt fyrir skýr ákvæði í smíðalýsingu um slíkar mælingar voru þær ekki fram- kvæmdar fyrr en eftir að skipið er komið heim. Breytilegur snúningshraði véla í smíðalýsingu Skipatækni hf. var kveðið á um að aðalvélar og skrúfur skipsins skyldu vera þannig búnar, að hægt væri að keyra þær á ákveðnu snúningshraðasviði með breytilegri tíðni á rafmagnsfram- leiðslunni (45 til 55 rið). Þetta ákvæði var fyrst og fremst sett inn til að draga úr eldsneytisnotkun. Smíðanefnd ákvað í lok samninga- gerðar við skipasmíðastöðina að fella út þennan möguleika. Hefði verið farið að tillögum Skipatækni hf. hefði verið meira svigrúm til að bregðast við erfíðum og flóknum titringsvandamálum en nú er. Langskips staðsetning þyngdarpunkts skipsins Annað atriði, sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum er að skipstjóri skipsins kvartaði undir höggum undir botn skipsins við sér- stök skilyrði. Við skoðun á stöð- ugleikagögnum skipsins kemur í ljós að langskips staðsetning þyngdar- punkts þess er töluvert aftar en ákvæði smíðalýsingarinnar segja til um og skipasmíðastöðin skuldbatt sig til að uppfylla. Afleiðingar þessa eru meðal annars þær, að þær stafn- halla breytingar (trim-breytingar), sem Skipatækni hf. gerði ráð fyrir að hægt væri að ná, nást ekki og þar með eru meiri líkur á því að skipið taki loft undir sig við ákveðn- ar aðstæður. Hér voru ekki gerðar þær ráðstafanir, sem þurfti til að uppfylla þessi ákvæði smíðalýsing- arinnar. Þessi frávik í langskips staðsetningu þyngdarpunkts skips- ins hafa engin áhrif á stöðugleika þess, sem er mjög góður. Lokaorð Af framansögðu má vera ljóst, að vikið hefur verið frá ýmsum mik- ilvægum ákvæðum smíðalýsingar- innar og forsendum hönnunarinnar, án nokkurs samráðs við Skipatækni hf. Skipatækni hf. getur ekki borið ábyrgð á þeim vandamálum er upp koma í rekstri Heijólfs, sem rekja má til frávika í forsendum hönnun- arinnar og ákvæðum smíðalýsing- arinnar. Höfundur er skipaverkfræðingur og framkvæmdastjóri Skipatækni hf. NYJUNG FRÁ EL MARINO gjörið svo vel... w Skútuvogi 10a - sími 686700 ILMANDI i 15 idM EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR LÍKA NÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað . Þú setur frosið brauðið í bökunarpokanum í ofninn og lýkur bakstrinum á fimmtán mínútum. Afraksturinn er nýbakað, mjúkt og ilmandi hvítlauksbrauð. ., _ . . . .. _ ■rSípþ. -'L'.... * C - -V V V"---- 'T1. T.. ‘í A ÖRKIN 1012 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.