Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 35 IMorðurlönd Starfsfólki IBM fækkar enn STÆRSTA tölvufyrirtæki heimsins, IBM, var á sínum tíma stofnað af Thomas Watson með þá óvenjulegu grundvallarhugsjón að aldr- ei þyrfti að reka starfsmenn. Þessi hugsjón átti sinn þátt í að byggja upp veldi IBM á millistríðs- árunum þegar efnahagskreppunni fylgdi gífurlegt atvinnuleysi. IBM bygði upp sinn mikilvægasta fram- leiðsluþátt; traust starfsfólk með einkunnarorðin: „Hugsið“. Þegar IBM þurfti hinsvegar að horfast í augu við gífurlega rekstr- arerfiðleika á níunda áratugnum varð þessi grundvallarhugsjón að víkja. Það hófst í Bandaríkjunum þar sem starfsfólki var fækkað í tugþúsundatali. Lengi vel þurfti EES þó ekki að grípa til slíkra aðgerða á Norðurlöndunum. Svo fór þó að lokum. Það sem af er þessu ári hefur starfsmönnum IBM í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fækk- að um 1.000. Eins og annars stað- ar hefur þó verið lögð áhersla á að gera aðgerðina eins sársauka- litla og hægt er, einkum með því að gera starfsmönnum kleift að fara fyrr á eftirlaun. Þann 1. ágúst 1991 var IBM Nordic stofnað sem hluti af skipu- lagsbreytingum IBM um heim all- an. IBM Nordic tók við yfirumsjón IBM í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Fækkun starfsfólks er bein afleiðing þeirrar skipulags- breytingar. Að sögn Frank Peters- en forstjóra er nú lokið um 75% áætlaðra sparnaðaraðgerða. Hann vonar að ekki verði nauðsynlegt að fækka starfmönnum frekar, en segir það ráðast af markaðsþróun. Petersen segir sameininguna og sparnaðaraðgerðirnar á Norður- löndunum hafa gengið vonum framar. Nú þegar megi sjá góðan árangur í Svíþjóð og Finnlandi. Hann er því bjartsýnn á framtíð IBM Nordic. Umskráning flutningaskipa verður einfaldari vegna EES UMSKRÁNING flutningaskipa verður auðveldari og einfaldari eftir gildistöku hins Evrópska efnahagssvæðis, EES. Samkvæmt reglugerð 613/91 (EBE) sem tekur væntanlega gildi hér á landi mun: „Stofnun og starfsemi innri markaðarins fela í sér að tækni- legar hömlur á tilfærslu skipa milli skipaskráa í aðildarríkjum verða afnumdar.“ Halldór Blöndal samgönguráð- herra mælti 16. þ.m. fyrir frum- varpi um lagabreytingar á sviði samgöngumála vegna EES. Frum- varpið gerir ráð fyrir að sam- gönguráðherra birti sem íslenskr- ar reglugerðir ýmsar svonefndar gerðir Evrópubandalagsins; reglu- gerðir, tilskipanir og ákvæði. Samgönguráðherra dró enga dul á það í sinni framsöguræðu að sumar af reglum EB/ESS gætu haft verulega þýðingu hér á landi, t.d. reglugerð um tilfærslu skipa frá einni skipaskrá til annarrar. Þessi reglugerð gerir ráð fyrir að tæknilegar hömlur á tilfærslu skipa milli skipaskráa í aðildarríkj- unum verði afnumdar. Tæknilegar hömlur mættu ekki hindra það að skip sem sigldu undir þjóðfána aðildarríkis yrðu færð milli skipa- skráa aðildarríkja að því tilskyldu að þau hlytu ákvæðum alþjóða- samninga um öryggi og umhverf- isvernd. Samgönguráðherra benti á að þar með væri numin á brott heimild einstakra aðildarríkja til að setja sérreglur um tækni og öryggisútbúnað. Við fyrstu umræðu um frum- varpið komu fram áhyggjur um að aðstæður á hafinu við ísland væru um margt erfiðari en annars staðar og því yrðu okkar reglur að vera strangari. í samtali við Morgunblaðið benti Ragnhildur Hjaltadóttir skrifstofustjóri í sam- gönguráðuneytinu hins vegar á að reglugerð 613/91 (EBE) gilti um flutningaskip sem væru minnst 500 brúttólestir og hefðu verið fullgerð fyrir 25. maí 1980, og auk annars uppfylltu reglur um ný skip sem markaðar voru í Solas- samningnum 1974. Páll Hjartar- son starfandi siglingamálastjóri sagðist fljótt á litið ekki heldur koma auga á þessi reglugerð myndi valda erfiðleikum og vísaði til þess að Danir hefðu ekki orðið fyrir umtalsverðum erfiðleikum fram til þessa. Einar Hermannss- son framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kaupskipaútgerða sagð- ist telja að þessi reglugerð í sjálfu sér skipti ekki sköpum, því að 98% af þeim búnaði og kröfum sem gerðar væru til kaupskipa væru þegar alþjóðlegar. En þessi reglu- gerð áréttaði og staðfesti að við værum að færast nær alþjóðlegum rekstrarskilyrðum. Bílar Opel opnar verksmiðju fram tíðarinnar í Austur-Þýskalandi í SÍÐASTA mánuði opnaði General Motors nýja Opel verksmiðju í Eisenach í Austur-Þýskalandi. Verksmiðjan nýtir allt það besta sem þekkist úr bílaframleiðslu um allan heim og hefur verið köll- uð verksmiðja framtíðarinnar. Margt fyrirmanna var viðstatt opnun verksmiðjunnar, enda var ákvörðunin um byggingu hennar ein sú fyrsta, og um leið stærsta, sem tekin var um fjárfestingu í Austur-Þýskalandi. Helmut Kohl kanslari hélt ræðu við opnunina þar sem hann lofaði GM í hástert og hvatti aðra bílaframleiðendur til að fylgja í fótspor þeirra. Verksmiðjan er svar GM við mikilli ásókn japanskra bílafram- leiðenda inn á Evrópumarkað á síðustu árum. Hún var hönnuð og Fjarskipti Erlendir aðilar bjóða símaþjónustu íBretlandi YFIRVÖLD í Bretlandi hafa ákveðið að leyfa bandaríska fyrirtæk- inu ACC Long Distance Ltd. að bjóða alþjóðlega símaþjónustu í Bretlandi. Bandaríska fyrirtækið verður hið fyrsta til þess að fá aðgang að breska símamarkaðnum. ACC fær leyfi til þess að leigja símalínur frá Bretlandi til Ástralíu, Kanada og Svíþjóðar af British Telecommunications og Mercury Communications. Að sögn ACC er þetta fyrsta alþjóðlega leyfið sem veitt er til endursölu síma- þjónustu. Leyfisveitingin kemur í beinu framhaldi af aðgerðum breskra stjórnvalda sem miðað hafa að því að auka frelsi og samkeppni á markaðnum innanlands. Hún er aðeins fyrsta skrefíð í að opna alþjólega markaði á sama hátt. ACC mun í fyrstu selja þjónustu sína einkum til breskra deilda kanadískra viðskiptavina sinna, svo sem The Royal Bank of Canada. Síðan er ætlunin að færa út kvíarnar og bjóða stórum inn- lendum aðilum, þar á meðal há- skólum, sömu þjónustu. Forsvars- menn ACC telja sig geta boðið góða þjónustu á samkeppnishæfu verði. Fréttin um leyfisveitinguna kom engum á óvart. Engu að síður féll verð hlutabréfa í BT og Mercury lítillega þegar tíðindin voru birt. byggð með það í huga að nýta allt það besta sem komið hefur fram í bflaframleiðslu hvar sem er í heiminum. Ef vel gengur mun það færa nýtt líf í aðrar fram- kvæmdir GM í Evrópu, og kveða niður þær raddir sem halda fram að japönskum aðferðum sé ekki unnt að beita í Evrópu. Þegar ákvörðunin um byggingu verksmiðjunnar var tekin var mik- il uppsveifla í bílasölu í Evrópu. í dag blasir hins vegar mikil lægð við. Engu að síður fullyrða for- svarmenn GM að þörf sé fyrir framleiðslugetu verksmiðjunnar. Verksmiðjan verður þó ekki full- nýtt fyrr en eftir eitt til tvö ár en þá verða starfmenn 2.000 talsins og 150.000 bílar verða framleiddir árlega. í dag starfa þó aðeins 650 manns við verksmiðjuna. Meðal nýjunga sem beitt ec við framleiðsluna er að mjög er dregið úr birgðahaldi með því að ýmsir hlutar bifreiðanna eru smíðaðir samhliða bifreiðunum á sérstökum færiböndum. Þannig verða til dæmis bensíntankar smíðaðir á sérstöku færibandi og koma full- búnir af því einmitt þegar setja á þá í bifreiðina. Einnig verður lögð ofuráhersla á að skapa góðan samstarfs- og vinnuanda. Allir starfsmenn verða í nákvæmlega eins vinnubúning- um, allt frá verkamönnum upp í forstjóra. Bindi eru stranglega bönnuð. Þannig verður lögð áhersla á að allir sitji í sama báti, vinni að sama verkefninu og geti talað opinskátt hver við annan. Við höfum flutt starfsemi okkar að ÁRMÚLA15 0PNUNARTILB0Ð Á ÚTILJÓSUM Noral býður uppá 40 óllkar tegundir útiljósa. Þau gefa húslnu nýtt svipmót. Noral útiljósin eru úr áli, þau fá sérstaka yflrborðsmeðferð sem kemur (veg fyrlr tœringu oo liturinn helst óbreyttur árum saman. (stað glers notar Noral óbrjótandi polycarbonate. ...LÝSIR ÞÉR LEIÐ ÁRMÚLA 15-SÍMI 812660 \_____________________________J 4 Morgunverðarfundur miðvikudaginn 7.10.1992 kl. 08.00 - 09.30, i Átthagasal Hðtel Sögu ISLENSKT ATVINNULIIF ÁSTAND OG ÚRRÆÐI Islenskur atvinnurekstur er í bóndabeygju og virðist ekki burðugur eða búinn undir stórátök í nýjum athafna- og viðskiptaheimi, heimi nýrra tækifæra. Hvað er að, erum við að kafna í úreltu "kerfi" eða eru íslenskir athafnamenn einangraðir og ónýtir á heimsmælikvarða? Meðal jp ess sem Verslunarráð telur skipta meginmáli í núverandi stöðu er að fyrirtækin fái alvöru tækifæri til jbess að standa á eigin fótum og sambærilegan starfs- og sóknar- grundvöll við öfíug fyrírtæki í öðrum löndum. Hver eru viðbrögð þeirra sem eldurinn brennur á, í atvinnulífinu og á vinnumarkaðnum? Framsögumenn á fundinum verða Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Vífilfells hf. og Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hjálms hf. Ásamt þeim verða við pall- borð Lára V. Júlíusdóttir framkvæmdastjóri ASI og Sigurður B. Stefánsson framkvæmdastjóri VIB hf. Fundar- og umræðustjóri verður Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri VÍ. Fundarmönnum gefst tækifæri á að leggja orð í belg og varpa fram spumingum. Fundargjald kr. 1.000 (morgunverður innifalinn). Fundurinn er opinn, en þátttöku skal tilkynna fyrir- fram til Verslunarráðsins í síma 676666 (svarað kl. 08.00 - 16.00 virka daga). VERSLUNARRAÐ ISLANDS <T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.