Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 33 Alitsgerð um mál Eðvalds Hinrikssonar Ekkert bendir til þess að Eðvald hafi gerst brotlegur við íslenska innflytjendalöggjöf. Hafi svo verið eru slík brot hvort sem er löngu fyrnd vegna þess að þyngsta refsing við brotum á þágildandi lögum um eftirlit með útiendingum nr. 59, 23. júní 1936 var fangelsi allt að tveim- ur árum, sbr. 12. gr. laganna, sbr. og 268. gr. alm. hgl. Um fyrningu sakar vísast að öðru leyti til kafla 2.3. hér að framan. 3.2. Aðstæður í Eistlandi 1939-1944. Þau brot, sem Eðvald Hinriksson er sakaður um í fyrrgreindu bréfi Simon Wiesenthal stofn- unarinnar til forsætisráðherra, á hann að hafa framið í Eistlandi meðan á síðari heimsstytjöld- inni stóð, fyrst og fremst á árinu 1941. Þegar Ijallað er um þessar sakargiftir er nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim aðstæðum, sem ríktu í Eistlandi á þessum tíma, en þær voru um margt sérstæðar. Eistland komst undir rússnesk yfirráð árið 1721 og var því hluti af Rússlandi allt til loka fyrri heimsstyijaldarinnar. í lok hennar, árið 1918, var Eistland lýst sjálfstætt lýðveldi og á næstu tveimur árum tókst Eistlendingum að veijast bolsévíkastjóminni sem þá hafði tekið völdin í Rússlandi og reynt eftir það að leggja Eistland undir sig. I friðarsamningum að lok- inni fyrri heimsstyijöldinni, sem gerðir voru 1920, viðurkenndu Sovétríkin sjálfstæði Eist- lands. í kjölfar þessa var reynt að koma á lýð- ræði að vestrænni fyrirmynd í Eistlandi, en það tókst ekki og ríkti mikill óstöðugleiki í stjómar- fari þar í landi um skeið. í samningi þeim, sem Sovétríkin og Þýskaland gerðu í ágúst 1939, var Eistland lýst sovéskt áhrifasvæði. Fór svo í júní 1940 að Sovétríkin hemámu Eistland og innlimuðu það síðan form- lega sem eitt af sovétlýðveldunum í ágúst það ár. í kjölfarið er talið að u.þ.b. 60.000 Eistlend- ingar hafi verið fluttir á brott með valdi til af- skekktari hluta Sovétríkjanna, einkum til Síberíu. Eftir að stríð braust út á milli Sovétríkjanna og Þýskalands 22. júnl 1941 hrakti þýski herinn sovéskar hersveitir á brott úr Eistlandi og var landið hemumið af Ijóðveijum allt til hausts 1944 þegar Rússar lögðu það undir sig að nýju, eftir sigur á þýska hernámsliðinu. Á meðan á hemámi Þjóðveija stóð voru flestir þeir gyðing- ar, sem eftir vom í Eistlandi, teknir af lífi, svo og fjöldi annarra Eistlendinga sem talið var að hefðu starfað með Rússum og átt þátt I að flytja á brott andstæðinga kommúnista, svo sem að framan er lýst. Af þessu er ljóst að Eistlendingar vom fram að síðari heimsstyijöld og meðan á henni stóð á milli steins og sleggju, þ.e. milli Rússa ann- ars vegar og íjóðveija hins vegar. Vegna legu landsins vom Rússar þó erkiféndurnir og beindu eistneskir föðurlandsvinir því spjótum sínum fyrst og fremst að þeim. 3.3. Sakargiftir á hendur Eðvald Hinriks- syni. í bréfi Simon Wiesenthal stofnunarinnar til forsætisráðherra, dags. 18. febrúar sl., er Eð- vald Hinriksson talinn vera þekktur nasisti og stríðsglæpamaður sem framið hafí óhæfuverk í garð gyðinga og annarra borgara í Eistlandi meðan á síðari heimsstyijöldinni stóð. Nánar til tekið segir í bréfinu að Eðvald hafi starfað sem aðstoðarlögregluforingi í Tallinn og sem slíkur er hann borinn þeim sökum að hafa ekki aðeins gefíð út handtökuskipanir á hendur gyð- ingum, heldur einnig að hafa tekið þá sjálfur af lífi. Honum er einnig gefíð að sök að hafa haft með höndum yfirheyrslur á vegum Gestapo í fangabúðum I Tartu og hafa tekið þátt í að skipuleggja þjóðemissamtökin Omakaitse I Vönnu. A báðum stöðum er honum gefið að sök að hafa tekið með virkum hætti þátt í ofsóknum á hendur óbreyttum borgurum, svo og að hafa tekið þá af lífi. Í fylgiskjali með bréfinu, dag- settu 17. febrúar sl., er Eðvald sakaður um að hafa handtekið og stjómað íjöldaaftökum á gyðingum í Tallinn. Em nefnd nöfn nokkurra gyðinga, sem Eðvald á að hafa handtekið, og fullyrt að hann hafi sjálfur átt þátt í að taka suma þeirra af lífi, þ. á m. að hafa barið mann að nafni Aleksander Rubin til dauða í aðalfang- elsinu í Tallinn og nauðgað og síðan tekið af lífí stúlku að nafni Ruth Rubin. Þau gögn, sem Simon Wiesenthal stofnunin hefur sent forsætisráðherra og gerð er grein fyrir í staflið B í 1. kafla álitsgerðar þessarar, varða annars vegar athafnir Eðvalds sumarið 1941. Hins vegar er um að ræða skjöl sem stafa frá þeim tíma er hann starfaði hjá öryggislög- reglunni í Tallinn haustið 1941. Á þessum tíma höfðu almenn hegningarlög nr. 19/1940 öðlast gildi hér á landi, svo sem gerð er grein fyrir í kafla 2.3. hér að framan. Miðað við þær sakar- giftir, sem taldar eru upp hér að framan, kunna þær að varða við ýmis ákvæði í þeim lögum. Þau brot er þó öll fyrnd, að undanskildu mann- drápi, þ.e. broti á 211. gr. laganna. Sem fyrr segir höfum við kynnt okkur þau skjöl sem varða athafnir Eðvalds í Eistlandi á árinu 1941. í þeim skjölum, sem stafa frá því um sumarið 1941, er að finna bréf með áritun Eðvalds um nafngreinda menn, sem handteknir höfðu verið af andspyrnuhreyfíngunni, svo og yfirheyrslur yfir mönnum sem sakaðir voru um að vera kommúnistar og stunda ólöglega starf- semi. Skjölin bera með sér að hinum handteknu hafi verið komið í hendur lögreglustjórans í Tartu, ásamt gögnum varðandi þá, en ekkert kemur fram um það í skjölunum hvað taka skyldi við eftir það. Skjöl þau með áritun Eðvalds, sem dagsett eru í september og október 1941, meðan Eð- vald gegndi störfum hjá öryggislögreglunni í Tallinn, varða handtökur á nafngreindum ein- staklingum, en einnig hafa skjölin að geyma ákvarðanir um flutning þeirra til aðalfangelsins I Tallinn. í öllum tilvikum er þess getið að ein- staklingar þessir séu grunaðir um samstarf við kommúnista og því færðir I aðalfangelsið til yfirheyrslu. Umrædd skjöl lúta að handtöku fimm nafn- greindra einstaklinga og bera þeir allir algeng gyðinganöfn. í einu tilvikinu er um að ræða 14 ára stúlku og í öðru aldraða konu, 82 ára að aldri. Orðið ,juut“ er handritað á sum skjöl- in og þar er einnig að finna fleiri áletranir sem erfítt er að lesa úr. Þá er þess ennfremur að geta að í gögnunum úr þjóðskjalasafninu í Tallinn er að finna lista yfir nöfn og heimilisföng 207 einstaklinga sem allir bera algeng gyðinganöfn. Efst á listanum stendur handskrifað (í íslenskri þýðingu okkar): „Gyðingar sem teknir verða af lífi fyrir 6. októ- ber 1941.“ Á listanum standa nöfn tveggja manna, þeirra Michail Wulf Gelb og Salomon Siimon Katz. Þessir menn voru handteknir og fluttir I aðalfangelsið í Tallinn samkvæmt þeim skjölum, sem áður er lýst, en þau bera með sér undirritun Eðvalds. Á listanum er einnig að finna nafn Aleksanders Jakobs Rubin, en gögn- in bera ekki með sér að hann hafí verið handtek- inn að fyrirmælum Eðvalds. Hins vegar er að fínna fyrirskipun um handtöku á Ruth Alek- sander Rubin og ákvörðun um að flytja hana í aðalfangelsið í Tallinn sem ber með sér undirrit- un Eðvalds. í handtökuskipuninni kemur fram að hér sé um að ræða dóttur Aleksanders Rub- in og er hún, 14 ára að aldri, sökuð um að hafa tekið þátt í starfsemi kommúnista eins og fyrr segir. Tekið skal fram að ekki hefur farið fram eiginleg rannsókn á undirritun á fyrrgreindum slqölum né öðrum áritunum á þeim. Ekkert bendir þó til annars en Eðvald hafi undirritað þessi skjöl, en með öllu er óljóst hver eða hveij- ir hafi áritað skjölin að öðru leyti. Þó er ljóst að ekki er sama rithönd á áritununum, jafnvel á sama skjali. Þess skal getið að Eðvald hefur ekki útilokað að hafa sjálfur undirritað hand- tökuskipanir á þessum tíma eftir fyrirmælum yfírmanns í öryggislögreglunni, en jafnframt hefur hann bent á að sovéska öryggislögreglan, KGB, hafí látið falsa skjöl frá þessum tíma í pólitískum tilgangi. Rétt er að víkja stuttlega að öðrum gögnum sem fyrir liggja í málinu og lúta að sakargiftum á hendur Eðvald. Hér er einkum um að ræða vitnaleiðslur í Svíþjóð, sbr. staflið C í 1. kafla álitsgerðar þessarar. Gögn þessi varpa nokkru ljósi á málavexti og eru þau fyrst og fremst til fyllingar og skýringar á atburðarásinni. Hins vegar eru þau svo óljós og ómarkviss að þau koma varla til greina sem bein sönnunargögn í máli þessu, auk þess sem þau eru að sumu leyti Eðvald I hag. Á þeim tíma, sem hér um ræðir, virðist það hafa verið á almennu vitorði I Eistlandi að eist- neskir gyðingar væru teknir höndum og þeim safnað saman í fangabúðir. í framhaldi af því hafi þeir svo ýmist verið teknir af lífí eða flutt- ir nauðugir á brott frá Eistlandi. Líklegt er að Eðvald hafi, stöðu sinnar vegna, vitað af þessu. Um það bil 51 ár er nú liðið frá því að um- ræddir atburðir gerðust. Margt er á huldu um það I hveiju starf Eðvalds í eistnesku öryggislög- reglunni var fólgið á þeim tíma, sem hér skipt- ir máli, svo og um tengsl öryggislögreglunnar við þýska hernámsliðið sem I raun og veru fór með æðstu völd í Eistlandi á þessum tíma. Ennfremur er margt óljóst um athafnir Eðvalds á þessum tíma og þótt fyrrgreind skjöl, þ. á m. handtökuskipanir, varpi nokkru ljósi á þær, er hins vegar ekkert að finna I þeim sem gefur nægilega til kynna að hann hafi átt þátt í eða stuðlað að aftöku gyðinga eða öðrum voðaverk- um í þeirra garð þannig að refsivert sé sam- kvæmt íslenskum lögum. Það hefur meginþýðingu að með vissu má ætla að ýmis mikilvæg sönnunargögn hafi nú glatast. Þannig má gera ráð fyrir að vitni að atburðum, ef einhver hafa verið, séu nú flest látin og að þau fáu, sem eftir kunna að lifa, muni ekki með vissu það sem máli skiptir. Svip- uð sjónarmið eiga eftir atvikum við önnur gögn, þ. á m. rithandarsýnishorn sem nauðsynlegt er að séu tiltæk við rannsókn á áritunum á skjöl í málinu. Sérstaklega verður að hafa í huga I þessu sambandi að líklegt er að ýmis gögn hafi glatast sem hefðu getað horft til sýknu í hugsan- legri málssókn gegn Eðvald. Þess ber og að gæta að Eðvald hefur ávallt borið af sér allar þær alvarlegu sakargiftir, sem hann hefur verið borinn, en það er meginregla í íslenskum rétti, svo sem að framan greinir, að sönnunarbyrði um sekt sakbomings og atvik, sem telja má honum í óhag, hvíli á ákæruvaldinu. Að teknu tilliti til hinna sérstæðu aðstæðna í Eistlandi á þeim tíma, sem máli skiptir, og jafnframt með hliðsjón af hinni erfiðu sönnunar- aðstöðu I máli þessu er það sameiginleg niður- staða okkar að hvorki sé rétt né skylt miðað við þau gögn, sem fyrir liggja, að hefja opin- bera rannsókn vegna fyrrgreindra sakargifta í garð Eðvalds. Styðst þessi niðurstaða okkar við þau meginsjónarmið, sem rakin eru í kafla 2.4. hér að framan, þ.e. að ákæruvaldið skuli því aðeins sækja mann til sakar að fyrir liggi sönn- unargögn, sem séu nægileg eða líkleg til sakfell- ingar, og að ákæravaldið hafi, auk þess, heim- ild til þess að falla frá saksókn í sérstökum og óvenjulegum tilvikum. Eins og áður hefur kom- ið fram teljum við og tvímælalaust að engar þjóðréttarlegar skuldbindingar leiði til annarrar niðurstöðu. 4. Niðurstöður í stuttu máli um álitaefnin 1. Við teljum að um þá háttsemi, sem Eðvald Hinriksson er sakaður um, gildi einkum 194. gr. og 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Nánar er vikið að þessum ákvæðum I kafla 2.3., en þar kemur fram að ætluð brot samkvæmt 211. gr. laganna eru enn ófymd. 2. Opinber rannsókn getur hafist á hendur Eðvald Hinrikssyni á íslandi ef ásakanir á hend- ur honum eru studdar nægum gögnum, en svo teljum við ekki vera miðað við þau gögn sem fyrir liggja. 3. Eðvald Hinriksson er íslenskur ríkisborg- ari. Hann verður hvorki framseldur til Eist- lands, til Sovétríkjanna (eða þeirra ríkja sem komu í þeirra stað) né til ísraels, enda banna íslensk lög slíkt framsal. 4. Eðvald Hinriksson verður ekki sóttur til saka fyrir hugsanleg brot á íslenskri innflytj- endalöggjöf enda eru öll slík brot löngu fymd. 5. Við teljum að hvorki sé rétt né skylt að hefja opinbera rannsókn í málinu eins og það liggur nú fyrir. Reykjavík, 30. september 1992. Eiríkur Tómasson Stefán M. Stefánsson STEINAR WAAGE r SKÓVERSLUN A ÞRIÐJU DACSTILBOÐ Áður 4,l:v Nú 1.995,- Litur: Svartur Stærðir: 36-41 Áth. Loöfóðraöir Góður göngusóli Áður 3j Nú 1.995,- Litun Svartur. Stærðir: 36-41. Grófur göngusól Póstsendum samdægurs. Domus Medica, Egilsgötu 3, simi 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 | Haust og vetr- arvörur í miklu úrvali tískuverslun, Kringlunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.