Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 23 2.5.2. Almennar þjóðréttarreglur. Þær almennu þjóðréttarreglur, sem hér koma helst til skoðunar, er að fínna í eftirfarandi heimildum: A. Haag-sáttmála, einkum frá árinu 1907, þar sem skrásettar voru þær venjureglur sem giltu um hernað og viðurkenndar voru af hinum siðmenntaða heimi sem hluti þjóðaréttar. Hér var einkum um að ræða ákvæði sem m.a. lögðu bann við að stríðsaðilar fremdu ofbeldisverk gegn óbreyttum borgurum í herteknum löndum og vanvirtu gildandi lög í þeim löndum. Það var talið leiða af þessum reglu að unnt væri, að þjóðarétti, að hefja rannsókn út af verkn- aði, sem kynni að fela í sér brot á þessum regl- um, og eftir atvikum refsa fyrir hann. Hvert ríki átti lögsögu í þessum málum á hendur eig- in ríkisborgurum, en auk þess átti sá styijaldar- aðila lögsögu sem hafði sakborning í vörslum sínum eða hafði fengið dómsvald yfir honum samkvæmt ákvæðum í friðarskilmálum. Síðari þjóðréttarheimildir hafa byggt á þessum reglum sem gildandi þjóðarétti. B. Sáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 26. júní 1945 ásamt meðfylgjandi samþykktum fyrir Alþjóðadómstól þeirra, en hann hefur að- setur í Haag í Hollandi. Öll aðildarríki Samein- uðu þjóðanna eiga sjálfkrafa aðild að samþykkt Alþjóðadómstólsins. Aðalreglan er sú að ein- ungis ríki get.a verið aðilar að dómsmáli fyrir dómstólnum, en sumar alþjóðastofnanir geta þó krafið hann álits. Dómstóllinn hefur því aðeins lögsögu í málum milli ríkja að til þess standi sérstök heimild. Slík heimild getur stofn- ast með því móti að hlutaðeigandi ríki ákveði að leggja til hans einstök mál, en einnig getur slíka heimild verið að finna í þjóðréttarsamn- ingi milli ríkja. Loks geta ríki lýst því yfir ein- hliða að þau skuldbindi sig til að hlíta lögsögu dómstólsins um tiltekin ágreiningsefni. C. Lundúnasamningi frá 8. ágúst 1945 milli Stóra-Bretlands og Norður-írlands, Bandaríkja Norður-Ameríku, Frakklands og Sovétríkjanna um ákæru og refsingu á hendur meiri háttar stríðsglæpamönnum Öxulveldanna, en samn- ingur þessi var undirritaður var af 23 ríkjum. Nítján önnur ríki hafa síðar gerst aðilar að samningnum, en ísland er ekki þar á meðal. I viðauka með þessum samningi er að finna ákvæði um sérstakan alþjóðlegan herdómstól. Tilgangurinn með samningnum og dómstólnum var að koma fram skjótri og réttlátri málssókn og refsingu gegn meiri háttar stríðsglæpa- mönnum Óxulveldanna. Valdsviði dómstólsins er lýst í 6. gr. viðaukans. Þar er m.a. að fínna skilgreiningu á því hvað teljist stríðsglæpir og hvað teljist glæpir gegn mannkyninu. Stríðs- glæpir voru taldir brot á lögum og venjum um hernað, en til þeirra töldust morð á óbreyttum borgurum í herteknu landi, ill meðferð á þeim og brottrekstur þeirra í þrælkunarvinnu eða í öðrum tilgangi. Ennfremur morð eða ill með- ferð á stríðsföngum, á mönnum á sjó og gísl- um. Skipulögð dráp, morð og önnur óhæfuverk gegn óbreyttum borgurum voru talin til glæpa gegn mannkyninu. Ennfremur ofsóknir af trú- arlegum eða pólitískum toga og ofsóknir gegn einstökum kynþáttum í tengslum við þá glæpi sem að framan greinir. Hinn alþjóðlegi dóm- stóll taldi ákvæðin um þessa glæpi í aðalatrið- um samiýmast viðurkenndum þjóðréttarreglum og glæpina því refsiverða. Með samhljóða ályktun hinn 11. desember 1946 staðfesti Allsheijarþing Sameinuðu þjóð- anna þær meginreglur þjóðaréttar sem fram koma í sáttmálanum um fyrrgreindan alþjóða- dómstól og í dómsúrlausnum hans. D. Sáttmála, sem gerður var á vegum Sam- einuðu þjóðanna og undirritaður 9. desember 1948, til að koma í veg fyrir þjóðarmorð (hóp- morð) og til að köma fram refsingu vegna slíkra brota. Island hefur staðfest þennan sáttmála. Þar er í I. gr. að fínna yfirlýsingu þess efnis að þjóðarmorð sé glæpur og þar með brot á þjóðarétti og skuldbinda aðildarríkin sig til að koma í veg fyrir og refsa fyrir slík brot. í sáttmálanum er að finna skilgreiningu á því hvað sé talið þjóðarmorð og var það í fyrsta sinn sem hugtakið var skilgreint í þjóðréttar- samningi. Þjóðarmorð er verknaður, sem miðar að því að útrýma fjölda manna sem hafa sama ríkisfang, sömu trú eða eru af sama kyn- stofni. Skyldur aðildarríkjanna koma einkum fram í V.- VII. gr. sáttmálans. Þær felast aðal- lega í því að ríkin skuldbinda sig til að refsa þeim sem sekir gerast um þjóðarmorð. Þeir menn, sem ásakaðir eru fyrir þjóðarmorð, skulu sæta málssókn fyrir dómstóli í því ríki þar sem verknaðurinn var framinn eða fyrir alþjóðlegum dómstóli hafi samningsaðilar samþykkt að lúta lögsögu slíks dómstóls. Meginreglan er því sú að dómstólum aðildarríkjanna er falið að fjalla um mál af þessu tagi þótt um þjóðréttarbrot sé að ræða. Aðildarríkin skuldbinda sig enn- fremur til að framselja menn, sem sekir hafa verið fundnir um þjóðarmorð, samkvæmt lögum sínum eða gildandi þjóðréttarsamningum. Skylda til framsals verður því hér sem endra- nær að byggjast á landslögum eða þjóðréttar- samningum. Loks skal vikið að IX. gr. sáttmálans. Hún felur það i sér að ágreiningi milli aðildarríkja um túlkun og beitingu sáttmálans um það hvort skuldbindingar samkvæmt honum hafi verið efndar megi bera undir Alþjóðadómstólinn sam- kvæmt beiðni ríkis sem á aðild að ágreinings- efninu. ísland er bundið af þessu ákvæði með því að það gerði ekki fyrirvara varðandi þessa sérstöku lögsögu Alþjóðadómstólsins. E. Fjórum Genfarsáttmálum frá 1949. Fyrsti sáttmálinn fjallar um bætta meðferð særðra og sjúkra hermanna á vígvelli, annar um bætta meðferð skipreika sjóliða, þriðji um meðferð stríðsfanga og sá fjórði um vernd almennra borgara á stríðstímum. ísland er aðili að þess- um sáttmálum. Pjórði sáttmálinn skiptir hér mestu máli. Samningsaðilar taka með honum á sig þá skyldu að hafa hendur í hári þeirra, sem hafa framið meiri háttar glæpi (á ensku „grave breaches"), svo og að ákæra þá eða eftir atvikum að framselja þá. Á árinu 1977 var tveimur bókunum bætt við þessa sáttmála, en um efni þeirra verður ekki fjallað hér. F. Sáttmála, sem gerður var á vegum Sam- einuðu þjóðanna og undirritaður 26. nóvember 1968, um að lagaákvæði um fyrningu og skyld- ar takmarkanir á saksókn og refsingu taki ekki til stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyn- inu. ísland hefur ekki gerst aðili að þessum sáttmála. Sáttmálinn felur í sér skilgreiningu á því hvað teljist stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni. Aðildarríki sáttmálans skuldbinda sig til þess, með tiltækum úrræðum, í löggjöf eða með öðru móti, að unnt sé að framselja menn, sem sakaðir eru um fyrrgreinda glæpi, í samræmi við þjóðréttarreglur. Ennfremur ber aðildarríkjunum að sjá svo um að hvorki verði beitt fymingu sakar né refsingar þegar þessir glæpir eru annars vegar. Þess má geta að ráð- herranefnd Evrópuráðsins samþykkti 25. jan- úar 1974 sáttmála sem leggur þær skyldur á herðar aðildarríkjunum að hafa ekki í lögum sínum nein ákvæði um fyrningu né skyldar takmarkanir þegar um er að ræða stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyninu. Sáttmálanum var þó ekki ætlað að hafa afturvirk áhrif, en hann hefur enn ekki hlotið gildi. G. Ályktun Allsheijarþings Sameinuðu þjóð- anna frá 3. desember 1973 um alþjóðlega sam- vinnu um rannsókn, handtöku, framsal og refs- ingu gagnvart mönnum sem gerst hafa sekir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. í ályktuninni segir að rannsaka skuli stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu hvar sem þeir hafi verið framdir og að þá menn, sem rökstuddur grunur liggur fyrir um að hafí framið slíka glæpi, megi elta uppi, handtaka, yfirheyra og refsa reynist þeir sekir. Gengið er út frá því að sérhvert ríki hafí rétt til þess að rannsaka mál á hendur eigin þegnum sem sakaðir eru um þessa glæpi. Fram kemur að ríkin skuli veita hvert öðru aðstoð við að rannsaka mál af þessu tagi, svo og að handtaka og færa til yfírheyrslu þá menn, sem grunur beinist gegn, og að refsa þeim séu þeir fundnir sekir um þessa glæpi. Því er lýst yfir sem meginreglu að menn, sem framið hafa stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyninu, skuli hlíta rannsókn og vera dæmdir í því ríki þar sem glæpurinn hafí verið framinn. I ályktuninni kemur og fram að ríkin skuli hafa samvinnu um álitaefni er varða fram- sal sakamanna af þessu tilefni. Ennfremur seg- ir þar að ríkin skuli hafa samvinnu sín á milli við að afla sönnunargagna og annarra upplýs- inga sem geti stuðlað að því að rannsókn geti hafist í málum þeirra manna sem sakaðir eru um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. H. Að Iokum má nefna Evrópuráðssamning- inn um verndun mannréttinda og mannfrelsis sem undirritaður var í Róm 4. nóvember 195.0 og ísland gerðist aðili að á árinu 1953. Áður hefur verið vitnað til 2. mgr. 6. gr. samnings- ins sem hljóðar svo: „Hvem þann mann, sem borinn er sökum fyrir glæpsamlegt athæfí, skal telja saklausan, uns sök hans er sönnuð lögfullri sönnun." í 7. gr. samningsins segir ennfremur svo: „Engan skal telja sekan til refs- ingar, nema verknaður sá eða aðgerðaleysi, sem hann er borinn, varði refsingu að landslögum eða þjóðarétti á þeim tíma, er máli skiptir. Eigi má heldur dæma hann til þyngri refsingar en þeirrar, sem að lögum var leyfð, þegar verkn- aðurinn var framinn. — Ákvæði þessarar grein- ar skulu ekki fyrirgirða réttarrannsókn og refs- ingu fyrir verknað eða aðgerðarleysi, sem var refsivert, þegar það var framið, samkvæmt almennum grundvallarreglum laga, viður- kenndum af siðuðum þjóðum." Þessi lokamáls- grein 7. gr. samningsins tók á sínum tíma fyrst og fremst til stríðsglæpa. í 11. gr. mannréttindayfirlýsingar Samein- uðu þjóðanna frá 10. desember 1948 er að finna sömu meginreglur og í 2. mgr. 6. gr. og 7. gr. Evrópuráðssamningsins. 2.5.3. Þjóðréttarsamningar um framsal sakamanna og gagnkvæma aðstoð í saka- málum. A. Á Norðurlöndum gildir samræmd löggjöf um framsal sakamanna. Á íslandi gilda um þetta efni lög nr. 7, 14. mars 1962, um fram- sal sakamanna til Danmerkur, Finnlands, Nor- egs og Svíþjóðar. Samkvæmt lögum þessum er framsal heimilað í ríkara mæli til annarra Norðurlanda en leyft er samkvæmt öðrum rétt- arheimildum. Að öðru leyti verður ekki gerð grein fyrir efni laganna frekar þar sem þau eiga ekki við. B. Hinn 13. desember 1957 var gerður í París samningur á vegum Evrópuráðsins um framsal sakamanna. Síðar hafa verið gerðir tveir viðbótarsamningar við framsalssamning- inn, sá fyrri í Strassborg 15. október 1975 og sá síðari á sama stað 17. mars 1978. Flest Evrópuríki hafa staðfest þennan samning ásamt viðbótarsamningunum, þ. á m. ísland. Samkvæmt 1. gr. samningsins skuldbinda samningsaðilar „sig til að afhenda hver öðrum í samræmi við ákvæði og skilyrði þau sem sett eru í samningi þessum alla þá menn sem þar til bær yfirvöld þess aðila sem framsals beiðist hafa uppi saksókn gegn fyrir afbrot eða eru eftirlýstir af þeim yfirvöldum vegna fullnustu refsidóms eða ákvörðunar um öryggisráðstöf- un“. í samningnum er síðan að fínna margar og veigamiklar undantekningar frá þeirri reglu að skylt sé að framselja menn. Þannig er fram- sal fyrir stjórnmálaafbrot óheimilt samkvæmt 3. gr. samningsins og einnig er ríki heimilt að synja um framsal á eigin ríkisborgurum sam- kvæmt 6. gr. hans. í 2. mgr. 6. gr. segir síð- an: „Ef aðili sem framsals- beiðni er beint til framselur ekki eigin ríkisborgara skal hann, að beiðni þess aðila sem framsals beiðist, leggja málið fyrir þar til bær yfirvöld svo að hefja megi málsmeðferð ef ástæða þykir til ... Til- kynna skal þeim aðila sem framsals beiðist niðurstöðu beiðni hans.“ í viðbótarsamningnum frá 1975 er m.a. svo kveðið á um að stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu teljist ekki til stjórnmálaafbrota samkvæmt samningnum. Viðbótarsamningur- inn frá 1978 skiptir hins vegar ekki máli hér. C. ísland telst aðili að nokkrum þjóðréttar- samningum um framsal sakamanna sem einkum stafa frá tímabilinu um eða eftir síðustu alda- mót. Þannig má nefna samning við Bandaríki Norður-Ameríku frá 1902 (ásamt viðbótarsamn- ingi frá 1905), við Belgíu frá 1876, Frakkland frá 1887, Holland frá 1894 (ásamt viðaukasamn- ingi frá 1895), við Ítalíu frá 1873, Lúxemborg frá 1879, Spán frá 1889 og Þýskaland frá 1891 (ásamt viðaukasamningi frá 1912). Ennfremur eru í gildi samningar við Bretland og fyrrver- andi breskar nýlendur og landsvæði frá 1873 og síðar. (Sjá nánar Alþt. 1983-84 A, bls. 789-790.) Samningar þessir halda gildi sínu jafn- vel þótt þeir kunni að fara í bága við lög nr. 13/1984, sbr. 25. gr. þeirra laga. D. Að lokum er rétt að nefna samninga sem ísland er aðili að og varða gagnkvæma aðstoð í sakamálum. Þannig er ísland aðili að Norður- landasamningi frá 26. apríl 1974 um gagn- kvæma dómsmálaaðstoð, en efni þess samnings verður ekki gert að umtalsefni hér. Hinn 20. apríl 1959 var í Strassborg gerður samningur á vegum Evrópuráðsins um gagn- kvæma aðstoð í sakamálum og 17. mars 1978 var á sama stað gerður viðbótarsamningur við hann. Flest Evrópuríki hafa gerst aðilar að þessum samningi ásamt viðbótarsamningnum, þ. á m. ísland. Samkvæmt 1. gr. samningsins skuldbinda samningsaðilar „sig til að veita hver öðrum, samkvæmt ákvæðum samnings þessa, víðtæk- ustu gagnkvæma aðstoð í sakamáium vegna afbrota sem eru þess eðlis að refsing fyrir þau sé innan lögsagnar dómsmálayfírvalda beið- anda þegar farið er fram á aðstoðina". Ákvæði samningsins eiga þannig við jafnvel þótt fram- sal sé útilokað eða því hafnað, t.d. á grund- velli ríkisborgararéttar. Aðstoðin felur í sér hvers kyns aðstoð við að afla sönnunargagna og tekur til skýrslna og málsskjala, svo og þess að teknar séu skýrslur af ákærðum, vitn- um og sérfróðum mönnum. í samningnum er að finna nánari ákvæði um það hvenær ekki eigi að verða við beiðni um aðstoð og í hvaða tilvikum sé unnt að synja um aðstoð. Heimilt er m.a. að synja um aðstoð ef um stjórnmálaaf- brot er að ræða eða afbrot, tengt stjórnmála- starfsemi, eða ef aðstoð er talin líkleg til að skaða fullveldi eða aðra grundvallarhagsmuni þess ríkis sem í hlut á. Samkvæmt 21. gr. samningsins getur aðili að samningnum farið fram á að höfðað verði opinbert mál fyrir dómstólum annars aðildarrík- is. Beiðni þess efnis ber að jafnaði að senda til hlutaðeigandi dómsmálaráðuneytis sem „ber að tilkynna beiðanda allar aðgerðir í sambandi við slíka beiðni og senda afrit dóms sem upp kann að vera kveðinn". 2.5.4. Meginniðurstöður um þjóðréttar- reglur. Niðurstaðan er sú að almennur þjóðaréttur leggur í vissum tilvikum skyldur á herðar ein- staklingum sem eru víðtækari en sú ábyrgð sem kveðið er á um í landslögum. Þetta þýðir með öðrum orðum að hugsanlegt er að einstaklingur sé brotlegur við alþjóðareglur enda þótt sam- svarandi reglur sé ekki að finna í landslögum. Þessar reglur er einkum að fínna í þjóðréttar- samningum, en einnig í öðrum skráðum og óskráðum réttarheimildum þjóðaréttarins. Með- an á heimsstyijöldinni síðari stóð voru stríðs- glæpir án vafa andstæðir viðurkenndum þjóða- rétti og síðar var staðfest að glæpir gegn mann- kyninu og þjóðarmorð (hópmorð) væru það einnig. Ríki er því skylt, að þjóðarétti, að hefja rannsókn út af slíkum brotum og refsa fyrir þau eftir því sem tilefni gefst til. Ríki er ekki skylt, að þjóðarétti, að fram- selja ríkisborgara sína til annars ríkis eða í hendur þjóðréttardómstóli, jafnvel þótt þeir ein- staklingar hafi brotið viðurkenndar reglur þjóð- réttar nema til þess liggi sérstök heimild, eink- um þjóðréttarsamningur. Ríki leitast við að hafa ýmiss konar samvinnu um rannsókn, fram- sal og refsingu vegna fyrrgreindra brota svo sem að framan greinir. Ákvæði af þessu tagi varðandi stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyn- inu er að fínna í ályktun Allsheijarþings Sam- einuðu þjóðanna frá 3. desember 1973. Þau eru þó hvorki svo skýr né fortakslaus að unnt sé að leiða af þeim ákveðnar og skilgreindar reglur fyrir aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Það sama á hins vegar ekki við um Evrópuráðs- samninginn frá 20. apríl 1959, en skyldum samkvæmt honum eru þó sett tiltekin skýr takmörk sem áður hefur verið getið. Loks verður að líta á það sem meginreglu að dómstólar og stjórnvöld í hveiju ríki eigi úrskurðarvald um það hvort tiltekinni þjóðrétt- arskuldbindingu hafí verið fullnægt. Undan- tekning frá þessari reglu kann að vera gerð í þjóðréttarsamningi eða annarri þjóðréttarheim- ild. Slíka undantekningu er t.d. að finna í sátt- mála þeim sem gerður var á vegum Sameinuðu þjóðanna 9. desember 1948 og áður hefur ver- ið gerð grein fyrir. 3. Mál Eðvalds Hinrikssonar 3.1. Æviferill Eðvalds Hinrikssonar. Eðvald Hinriksson er fæddur í borginni Tartu (á sænsku Dorpad) í Eistlandi 12. júlí 1911. Á meðan hann dvaldi í Eistlandi hét hann Evald Mikson, en honum var gert að breyta nafni sínu og taka upp íslenskt nafn þegar honum var veittur íslenskur ríkisborgararéttur, svo sem lýst verður nánar hér á eftir. Eðvald var á yngri árum kunnur knatt- spyrnumaður í Eistlandi, en stundaði síðar nám við lögregluskóla og starfaði eftir það í eist- nesku öryggislögreglunni eða pólitísku lögregl- unni, eins og hún var tíðast nefnd, þ. á m. gegndi hann um skeið störfum sem lögreglu- stjóri í tilteknu héraði. Starf hans var í því fólgið að fylgjast með starfsemi manna sem talin var beinast gegn eistneska lýðveldinu. Þetta starf hafði Eðvald með höndum uns Sov- étríkin lögðu Eistland undir sig í júnímánuði 1940, en eftir það fór hann um skeið huldu höfði. Eftir að stríð braust út milli Sovétríkj- anna og Þýskalands í júnímánuði 1941 hefur Eðvald skýrt svo frá að hann hafí komið á fót sveit ættjarðarviná til þess að beijast gegn Rússum, sem enn hersátu landið, en slíkar sveit- ir spruttu á þessum tíma upp um gjörvallt land- ið. Smátt og smátt urðu sveitir þessar að hinni eistnesku andspyrnuhreyfíngu sem síðar varð uppistaðan í eistneska hernum. Eðvald gekk þannig í eistneska herinn 17. júlí 1941 og barð- ist í honum við hlið Þjóðveija gegn Rússuni fram eftir sumri. Samtímis var hann yfírmaður í andspyrnuhreyfingunni og hafði þá m.a. það starf að hafa hendur í hári msjnna sem taldir voru svikarar. Eftir að Þjóðveijar höfðu sigrað Rússa og lagt Eistland undir sig kveðst Eðvald hafa, í byijun september 1941, tekið á ný til starfa í eistnesku öryggislögreglunni í Tallinn (á sænsku Reval). Að hans sögn stýrði hann upp- lýsingadeild öryggislögreglunnar og var starf hans einkum fólgið í því að afla upplýsinga um aðgerðir Rússa og eistneskra kommúnista með- an á hernámi Rússa stóð, þ. á m. að leita vitn- eskju um þá menn sem Rússar hefðu flutt á brott á þeim tíma. Yfirmaður hans í öryggislög- reglunni var maður að nafni Lepik. Eðvald gegndi þessu starfi í tæpa þijá mánuði eða til loka nóvember 1941 þegar Þjóðveijar handtóku hann og settu í fangelsi. Þar sat hann í tæp tvö ár uns hann var látinn laus í lok október 1943. Þá gekk hann í þjónustu þýska hernáms- liðsins í Eistlandi, „Wehrmacht", þar sem hann starfaði í tæpt ár eða til miðs september 1944. Eftir það gekk hann í eistneska herinn, en flýði frá Eistlandi til Svíþjóðar nokkrum dögum síð- ar eða 22. september 1944. í Svíþjóð stóð um tíma til að framselja Eðvald til Sovétríkjanna, eftir að Eistland hafði verið innlimað í þau. Ástæða þessa var sú að honum var gefíð að sök að hafa drýgt stríðsglæpi í heima- landi sínu, m.a. gagnvart eistneskum gyðingum. Af því tilefni fóru fram yfirgripsmiklar yfirheyrsl- ur yfír Eðvald og fjölda annarra vitna fyrir sænsk- um yfirvöldum á árinu 1946, en að þeim loknum var honum vísað úr landi. Haustið 1946 hélt Eðvald frá Svíþjóð, áleiðis til Suður-Ameríku, en tilviljun réð því að hann kom hingað til Íslands 23. nóvember 1946 á leið sinni vestur um haf. Ákvað hann síðan að setjast að hér á landi og var honum veitt form- legt leyfi til þess að dvelja hér á landi í þijá mánuði með bréfi dómsmálaráðuneytisins, dag- settu 4. júní 1947. Áður hafði Eðvald fengið atvinnuleyfí, fyrst til 4. mars 1947 til að starfa hjá íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Þessi leyfí voru síðan endurnýjuð uns Eðvald hlaut ís- lenskt ríkisfang. Eðvald var veittur íslenskur ríkisborgararétt- ur með lögum nr. 43 18. maí 1955. Bar hann fyrst fram umsókn um ríkisborgararétt 10. mars 1954, en umsóknin var ekki afgreidd á því Alþingi er þá sat. Lagði hann siðan fram endurnýjaða umsókn 20. ágúst 1954 og var, hún sem fyrr segir afgreidd með lögum sem samþykkt voru í lok 74. löggjafarþings 1954- 1955. Yfirlýsing dómsmálaráðuneytisins um ríkisborgararéttinn og nafnbreytingu vegna hans, þar sem Eðvald tók sér nafnið Eðvald Hinriksson í samræmi við íslensk nafnalög, var gefín út 26. ágúst 1955. Frá þeim tíma telst Eðvald íslenskur ríkisborgari. SJÁ SÍÐU 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.