Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 56
MORGUNBLADW, AÐALSTRÆTI 6, 101 RICYKJA VlK Slm 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Flóðlýstír landsliðsmenn í Laugardal Morgunblaðið/Ami Sæberg Islendingar mæta Grikkjum í undanriðli heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu á Laugardalsvelli annað kvöld, og er þetta fyrsti heima- leikur Islands í keppninni að þessu sinni. Landslið Islands æfði í gær- kvöldi í fyrsta skipti við flóðljós í Laugardalnum, en ljósin verða form- lega tekin í notkun annað kvöld. Á myndinni eru Sigurður Grétars- son, fyrirliði landsliðsins, Guðni Bergsson og Arnór Guðrjohnsen. Fyrstu íbúðakaup Lánshlut- fall hækkí úr 65 í 75% JÓHANNA Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra segist leggja ríka áherslu á að lánshlutfal' til þeirra sem kaupa íbúð fyrsta sinni verði hækkað. Lánshlutfall- ið nú er 65% af kaupverði íbúðar en félagsmálaráðherra segir að það gæti kostað um einn milljarð kr. að hækka lánshlutfall úr 65% í 75% til þeirra sem kaupa í fyrsta sinn. „Þetta er hugmynd sem hefur verið lengi á borði mínu og verður hrint í framkvæmd um leið og markaðurinn leyfir. Ég hef haft heimild í lögum til þess að gera þetta í tvö ár, ráðherra getur hækk- að þetta hlutfall með reglugerðar- breytingu. Ég hef hins vegar ekki talið tímabært að gera það vegna markaðsaðstæðna og mikils fram- boðs af húsbréfum samfara tvenns konar lánakerfum. En þetta er hug- mynd sem ég mun við fyrstu hent- ugleika hrinda í framkvæmd og þá ekki eingöngu vegna kaupa á ný- byggingum, heldur fyrir þá er kaupa í fyrsta sinn, hvort sem það er notað eða nýtt,“ sagði félags- málaráðherra. Félagsmálaráðherra sagði að á árinu 1991 hefðu 13% þeirra sem sóttu um í húsnæðiskerfínu haft of háar tekjur til að teljast hæfir en um leið of lágar tekjur til þess að geta staðið undir lágmarksíbúðar- verði í húsbréfakerfínu. Þetta hefði snert um 200 manns. „Það að fara með lánshlutfallið upp í 75% myndi veita stórum hluta þessa hóps tæki- færi til þess að kaupa ódýrustu íbúðirnar," sagði félagsmálaráð- herra. Bláðamannafélagið Níu kærur til siðanefndar Óvepjumargar kærur, eða níu, hafa borist siðanefnd Blaða- mannafélags Islands á þessu ári. Þegar hafa þrjár af kærunum verið afgreiddar en sex kærur eru til umijöllunar hjá nefndinni. Hafa aldrei fyrr verið jafnmargar kærur hjá siðanefndinni og nú. Jarðfræðirannsókn- ir hafnar á Keilisnesi Kaupum Skandia á Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins rift og viðskipti stöðvuð Gripið til aðgerða að til- mælum bankaeftirlitsins - segir Gísli Örn Lárusson forstjóri Skandia ísland FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Skandia hf. stöðvaði í gær sölu og innlausn hlutdeildarskírteina í verðbréfasjóðum í vörslu fyrir- tækisins vegna tilmæla bankaeft- irlits Seðlabanka íslands sam- kvæmt upplýsingum Gísla Arnar Lárussonar forstjóra Skandia. Hefur móðurfyrirtækið Skandia tilkynnt Fjárfestingarfélaginu um riftun kaupanna á Verðbréfa- markaðnum. Komið hefur í Ijós að loknu hálfsársuppgjöri sjóða í vörslu verðbréfafyrirtækisins að munur á mati á eignum sjóðanna og skráðu gengi þeirra er um 160 milljónir króna. Af hálfu Fjárfest- ingarfélagsins er á það bent að kaupin hafi farið fram að undan- gengnum ítarlegum athugunum endurskoðenda og annarra sér- fræðinga beggja aðila á stöðu fé- lagsins og sjóðanna. Félaginu sé ekki kunnugt um neinar vanefndir af þess hálfu í sambandi við um- rædd kaup og þaðan af siður nein- ar þær ástæður sem réttlætt gætu riftun kaupanna. Að sögn Gísla Arnar var bankaeft- irliti Seðlabankans tilkynnt um að vantaði í sjóðina um miðjan mánuð- inn eins og kveðið er á um í lögum um starfsemi verðbréfafyrirtækja. Eftir tilmæli frá Seðlabankanum hafí síðan verið ákveðið að grípa til þessara aðgerða. í byijun september voru tæplega 3 milljarðar í verðbréfasjóðunum en þeir hafa dregist mikið saman síð- ustu misseri. Lauslega áætlað eru eigendur þessara fjármuna kringum 4 þúsund talsins. Samkvæmt niður- stöðu endurskoðenda verðbréfasjóð- anna er ljóst að verulega vantar í Verðbréfasjóðinn hf. sem gefur út Kjarabréf eða sem nemur allt að 120 milljónum. Minna vantar í aðra sjóði en samtals vantar 163 milljónir til að æskilegri niðurstöðu sé náð. Þó ekki liggi fyrir nákvæm greining á því hvenær þessi vöntun hafí komið til er talið ljóst að upplýsingar um verulegan hluta hennar hefðu átt að liggja fyrir á fyrri helmingi ársins. I fréttatilkynningu frá Fjárfest- ingarfélaginu er bent á að samkvæmt samningi Skandia og Fjárfestingar- félagsins beri að leggja hugsanlegan ágreining fyrir gerðardóm. Riftun kaupanna gangi þannig þvert á for- skrift samningsins um meðferð álita- efna varðandi kaupin. Aðstoðarforstöðumaður bankaeft- irlits Seðlabankans segir að hags- munir allra eigenda séu best tryggð- ir með þessu móti eða með gengis- lækkun bréfanna til samræmis við nýtt mat á eignum. Ekki varð vart við óróa á verð- bréfamarkaðnum í gær vegna þess- ara atburða. Talsmenn nokkurra verðbréfafyrirtækja, sem Morgun- blaðið ræddi við, sögðu að ekki væri ástæða fyrir viðskiptavini þeirra að hafa áhyggjur og of snemmt væri að meta hvort og þá hvaða áhrif þetta hefði á íslenskan verðbréfa- markað til lengri tíma litið. Sjá ennfremur fréttir á miðopnu. Skylduspamaðar- kerfið lagt niður SKYLDUSPARNAÐARKERFIÐ verður lagt niður i núverandi mynd og hugmyndir eru uppi um að koma því fyrir iiman banka- kerfisins, að sögn Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra. „Það eru hugmyndir um það í fíár- lagafrumvarpinu að draga úr rekstr- arkostnaði Húsnæðisstofnunar og inni í þeim sparnaði er að breyta núverandi mynd á skylduspamaðin- um,“ sagði Jóhanna. Hún sagði að eftir væri að skoða allar útfærslur á því hvernig skyldu- spamaðarkerfinu yrði breytt, hvort það yrði fært inn í bankakerfið, en það eitt væri víst að það yrði lagt niður í núverandi mynd. Vogum. Viðamiklar jarðfræðirann- sóknir eru hafnar á Keilisnesi vegna fyrirhugaðs álvers Atl- antsálsfyrirtækjanna. Við rannsóknimar eru meðal annars boraðar um 80 borholur, þar á meðal um 20 holur með kjamabor, tuttugu og fímm metra djúpar, og ein 60 metra djúp, þar sem em tekin sýni til frekari rann- sóknar á berglögunum. Bergið er einnig rannsakað með jarðsjá sem gefur mynd af berg- lögunum niður á 20 metra dýpi. Að rannsóknunum standa Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Jarðfræðistofan Stapi, Línuhönnun hf. og Hönnun hf. — EG Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Jarðbor við eina af 80 borhol- um, sem boraðar verða á Keilis- nesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.