Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJODAGUR 6. OKTÓBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 29 JKttgntifrlitfeffei Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Hugvit og mannauður átímum samdráttar í þjóðarbú- skapnum, aflabrests og verð- stóriðjuafurða á erlendum mörk- uðum, hljóta íslendingar að leita leiða til að vinna á móti kreppunni og fínna nýja vaxtarbrodda. Lykillinn að hagvexti í framtíðinni er betri nýting auðlinda landsins, en ekki meiri sókn í takmarkaðan forða. Framtíðarmarkmiðið ætti einnig að vera að minnka sveiflur í þjóðarbú- skapnum og haga málum þannig að þjóðin verði ekki jafnháð ytri skilyrð- um og nú. Þannig myndu íslendingar í auknum mæli byggja velferð sína og lífsafkomu á eigin hugviti en ekki duttlungum náttúrunnar, þótt óraunsætt væri að halda að þjóð, sem um langan aldur hefur byggt afkomu sína á sjávarfangi, gæti orðið full- komlega óháð ytri aðstæðum. Góð menntun, rannsóknir og þró- unarstarf eru undirstaða þess að markmið af framangreindu tagi geti náðst. Margar þjóðir, sem ekki ráða yfir gjöfulum náttúruauðlindum, til dæmis Japanir, Taívanir og Singa- púrbúar, hafa lagt ofuráherzlu á hagnýtingu hugvits og tækniþekk- ingar og náð undraverðum árangri. Margar Evrópuþjóðir hafa einnig stutt við bakið á vísinda- og rann- sóknastarfí með flárframlögum, sem fullyrða má að hafí skilað sér aftur í aukinni framleiðni og bættri sam- keppnisstöðu atvinnulífs þeirra. A undanfömum árum hafa íslenzk stjómvöld verið gagnrýnd fyrir að gera sér ekki grein fyrir mikilvægi rannsókna og þróunarstarfs og styrkir til slíkra málefna hafa verið mun lægra hlutfall á fjárlögum en í flestum nágrannankjum okkar. Nú bendir ýmislegt til að þetta sé að breytast. Nýlega samþykkti ríkis- stjómin 240 milljóna króna viðbótar- framlag til rannsókna og þróunar, sem á að íjármagna með sölu ríkis- fyrirtækja. Um þetta segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag: „Ríkisstjómin hefur sam- þykkt íjárveitingar til rannsóknar- og þróunarverkefna. Við ætlum okk- ur að tvöfalda flárveitingar til Rann- sóknasjóðs og Vísindasjóðs og erum með þessu að sýna hvar við teljum vaxtarbroddinn vera, því ekki verður séð fram á neina sérstaka aukningu í þorskveiðum." Ráðhen-ann fjallar í viðtalinu um samstarf íslands og annarra Evrópu- þjóða í menntamálum, rannsóknum og þróunarstarfí og segir, aðspurður um hvort íslendingar séu þar ekki þiggjendur fremur en veitendur: „Með aðild okkar að rammaáætlun EB erum við að snúa því að hluta við. Við greiðum töluverðan að- gangseyri þrátt fyrir niðurskurð . . . Við þurfum því ekkert að hengja haus vegna þess að við séum fremur þiggjendur en gefendur, því við höf- um ýmislegt að gefa. Við stöndum framarlega á ýmsum sviðum og eig- um vel heima í mörgum rannsóknar- verkefnum með okkar vísindamenn. Háskólinn hefur því beint og óbeint mikinn hag af þessari aðild.“ Gangi það eftir að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði taki gildi 1. janúar næstkomandi taka aðildarríki EFTA, þar á meðal ís- land, fullan þátt í svokallaðri þriðju rammaáætlun Evrópubandalagsins á sviði rannsókna og þróunar. Innan hennar eru 15 undiráætlanir um rannsóknir á ákveðnum sviðum. Gert er ráð fyrir að ísland verði fullgildur þátttakandi í áætluninni í ársbyijun 1994 að því gefnu að EES-samning- urinn verði samþykktur á Alþingi. íslendingar taka nú þegar þátt í nokkrum undiráætlunum, en EES- aðild myndi veita íslendingum betri aðgang að upplýsingum og ákvarð- anatöku varðandi þessar áætlanir en nú er. I samningaviðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið var af Is- lands hálfu lögð áherzla á að fá strax fulla aðild að áætlunum um umhverf- isrannsóknir, nýtingu mannauðs, hafrannsóknir, líftækni, upplýsinga- tækni og læknisfræði og heilbrigðis- rannsóknir. Til rammaáætlunar Evrópubanda- lagsins er varið 400 milljörðum ís- lenzkra króna. Fyrir þátttöku í áætl- uninni þyrftu EFTA-ríkin að greiða ákveðið árgjald, sem gæti orðið 60-70 milljónir króna fyrir ísland. Á móti gætu íslenzkar rannsóknastofn- anir, fyrirtæki og vísindamenn, í samstarfí við samsvarandi aðila í Evrópubandalagsríkjunum, sótt um styrki úr sjóðum rammaáætlunarinn- ar til rannsókna og þróunarverkefna. Með aðild að samstarfsáætlunum Evrópuríkja ættu að opnast gífurleg- ir möguleikar á nýsköpun og þróun í íslenzku atvinnullfí. Styrkir úr sjóð- um Evrópubandalagsins ættu að gera íslenzkum fyrirtækjum og vís- indamönnum kleift að ráðast í rann- sóknir, sem áður hefði verið óhugs- andi að íslenzkir aðilar gætu fram- kvæmt vegna fjárskorts og lítilla fjárframlaga af hálfu hins opinbera til þróunar og rannsókna. Þær fjár- hæðir, sem um er að ræða, eru hærri en áður hafa verið til ráðstöfunar fyrir þá, sem starfa að rannsóknum og þróunarverkefnum hér á landi. Miklu máli skiptir því að íslenzkir aðilar undirbúi umsóknir um styrki vel og tryggi þannig að íslendingar fái fjárframlag sitt til samstarfsins helzt margfalt til baka. Reynslan af norrænu samstarfi sýnir að íslend- ingar hafa ævinlega fengið miklu meira í sinn hlut en þeir leggja af mörkum og reyndar er raunin yfir- leitt sú í alþjóðasamstarfi að smærri ríki hagnast hlutfallslega meira á því en þau stærri. Þannig leggja Danir fram 2% af kostnaði við rannsókn- aráætlanir Evrópubandalagsins, en fá upphæðina tvöfalda til baka. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að setja á stofn stöðu sérstaks stjóm- sýslufulltrúa í Brussel, sem hafa á það verkefni að miðla upplýsingum á milli íslenzkra og evrópskra aðila og tryggja að íslendingar hagnist sem bezt á þátttöku í Evrópusam- starfí um rannsóknir og þróun. Aukin fjárframlög til rannsókna og þróunar hér heima og stuðningur við slíka starfsemi eru forsenda þess að þátttaka í evrópsku samstarfi á mörgum sviðum visinda skili sem mestum árangri. íslendingar hafa alla möguleika á að verða leiðandi á ýmsum sviðum í því samstarfi, til dæmis í sjávarútvegstækni, haf- rannsóknum, nýtingu jarðvarma og veðurfræði. Með því að leggja fram þekkingu á sviðum, þar sem Islend- ingar þekkja bezt til, er jafnframt hægt að fá til samstarfs erlenda aðila, sem búa yfír tækjabúnaði eða reynslu á öðrum sviðum, sem íslend- ingar þarfnast. Slíkt er ein af for- sendum bættra lífskjara hér á kom- andi árum; betri nýting mannauðsins þegar náttúruauðlindir eru fullnýtt- ar. að hafa áhyggjur - segja forsvarsmenn nokkurra verð- bréfafyrirtækja, en starfsemi þeirra var með venjubundnum hætti í gær EKKI varð vart við óróa á verðbréfamörkuðum í gær vegna þess að lokað var á viðskipti með hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum í umsjá Fjárfestingarfélagsins Skandia. Forsvarsmenn nokkurra verðbréfafyrirtækja sem Morgunblaðið ræddi við sögðu að ekki væri ástæða fyrir viðskiptavini þeirra að hafa áhyggjur og of snemmt væri að meta hvort og þá hvaða áhrif þetta hefði á ís- lenskan verðbréfamarkað til lengri tíma litið. Verðbréfasjóðir í umsjá Verðbréfamarkaðs Skandia . Eign sjóðanna frá janúar til september 1992 í millj. kr. 49 KJARABRÉF 2.076 SKYNDIBRÉF 254 250 1.924 llllillíi 364 TEKJUBRÉF llllimí MARKBRÉF 594 JFMAMJJÁS F M A M J Stöðvun viðskipta með hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum Fjárfestingarfélags Skandia og riftun kaupsamnings við Fjárfestingarfélag Islands Ekkí er ástæða til Verðbréfasjóðir I umsjá Verð- bréfamarkaðs Skandia samtals, og aðrir verðbréfasjóðir Eign sjóðanna f rá janúar tíl september 1992 í millj. kr. 7.693 f VÍB, Kaupþing 7.716 l i— 7.706 ' og Landsbréf r"1 Tæpir 3 milljarðar í verðbréfasjóðunum FJÁRFESTINGARFÉLAG íslands varð fyrst til að stofna verðbréfasjóð hér á landi í maí 1985 þegar Verðbréfasjóðurinn hf. var settur á stofn en hann hefur gefið út Kjarabréf. Um vorið 1987 var Mark- sjóðurinn settur á fót og stuttu síðar Tekjusjóður- inn. Um langt skeið höfðu þessir sjóðir yfirburði á markaðnum hvað stærð snertir og voru t.d. hátt í 4,9 miltjarðar í desember 1990. Þá var hlutdeild þeirra um 37% en er nú 27%. í ágúst á sl. ári þurfti að lækka gengi Kjarabréfa og Markbréfa um 4,5% og gengi Tekjubréfa var lækkað um 2,5%. Þær ástæður voru tilgreindar að hækkun hefði orðið á markaðsvöxtum á eignum verðbréfasjóðanna sem þýddi lækkun á gengi eignanna, afskrift tapaðra krafna og að ákveðið hefði verið að auka varasjóði. I kjölfarið urðu verulegar innlausnir hjá sjóðunum. Til að mæta samdrætti þeirra þurftu stærstu hluthafarnir að kaupa bréf úr sjóðunum og eins var stofnað dótturfélagið Tak- mark sem keypti tregseljanleg bréf fyrir 300"milljónir. Skandia keypti Verðbréfamarkaðinn fyrir 186,5 millj- ónir af Fjárfestingafélagi Íslands hf. í apríl og tók form- lega við rekstri Verðbréfamarkaðarins 16. júní. Kaup- samningurinn kvað á um það að 10% af kaupverðinu yrði geymt á sérstökum geymslureikningi til 1. júní 1993. Þetta fé yrði til tryggingar því að upplýsingar Fjárfesting- arfélagsins um fjárhagslega stöðu fyrirtækisins og sjóð- anna hafí verið réttar. Forsendur fyrir kaup- urn Skandía brostnar - segir Gísli Örn Lárusson, forstjóri Fréttatilkynning Skandia Munar 160 milljónum í mati á eignum sjóðanna Ekki vör við nein áhrif Viðskipti voru með venjubundn- um hætti hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka í gær og sagði Vil- borg Lofts, aðstoðarframkvæmda- stjóri VÍB, að hún hefði ekki orðið vör við nein áhrif vegna lokunar verðbréfasjóða Fjárfestingafélags- ins hvað sem síðar yrði. Aðspurð hvaða áhrif þetta myndi hafa á íslenskan verðbréfamarkað þegar til lengri tíma væri litið, sagði hún að íslenskir íjárfestar hlytu að meta stöðu sína, athuga betur hvað þeir fjárfestu í og afla sér betri upplýsinga en þeir hefðu ef til vill gert hingað til. Varðandi þá sjóði sem Verðbréfamarkaður Islands- banka rekur, sagði hún að eigendur hlutdeildarskírteina í þeim þyrftu ekki að hafa áhyggjur af að gengi bréfa í sjóðunum lækkaði. „Vanskil eru mjög lítil og sjóðirn- ir eiga engar fasteignir sem þeir hafa leyst til sín. Um 40% af eign- um þeirra eru í bréfum með ábyrgð ríkis eða banka og ef við bætum þar við skuldabréfum eiganleigu- fyrirtækjanna, þá eru 50% í mark- aðsskuldabréfum hjá okkur og ein- ungis 7% í veðskuldabréfum. Alla breytingar á markaðsverði þeirra verðbréfa sem eru í sjóðunum hafa skilað sér strax inn í gengi á hlut- deildarskírteinum sjóðanna. Við- skiptavinir okkar þurfa því ekki að hafa neinar áhyggjur,“ sagði Vil- borg ennfremur. Velþekkt að gengi hjá sjóðum sveiflist „Það hafa öll viðskipti sjóðanna verið með mjög eðlilegum hætti í dag. Við höfum bæði selt hlutdeild- arskírteini í okkar sjóðum og inn- leyst eins og á venjulegum degi,“ sagði Sigurbjörn Gunnarsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum hf. Aðspurður sagði hann að vissu- lega hefði lokun viðskipta hjá sjóð- um í umsjá Fjárfestingarfélagsins Skandia óæskileg áhrif á verðbréfa- markaðinn en það væri mjög erfitt að svo komnu að meta hvaða áhrif þetta hefði. Það myndi ráðast með- al annars af því hvernig á málinu yrði tekið þar í framhaldinu og hver viðbrögð almennings yrðu. Sigurbjöm sagði að það væri velþekkt erlendis frá að gengi sjóða sveiflaðist frá einum tíma til ann- ars. „Varðandi okkar sjóði er ekki nein ástæða fyrir fólk að hafa áhyggjur. Þeir eru stofnaðir fyrir tveimur árum og eru allir reknir í samræmi við mjög varkára fjárfest- ingastefnu. Starfsemi þeirra fer í einu og öllu eftir þeim reglum og lögum sem eru gildi í dag,“ sagði hann. Aðspurður hvort þetta væri ekki áfall fyrir verðbréfaviðskipti sagði hann að auðvitað væri þetta slæmt, en það væri ekki ástæða til annars fyrir fólk en að halda ró sinni. Gengislækkun í fyrra hafði sáralítil áhrif „Þetta hefur haft mjög lítil áhrif. Það hefur nokkuð verið hringt og spurt, en þetta hefur haft sáralítil áhrif og engin mælanleg. Viðskipti með hlutdeildarskírteini hafa geng- ið eðlilega fyrir sig í dag,“ sagði Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings hf., aðspurður hvort lok- un viðskipta með hlutdeildarskír- teini í umsjá Ejárfestingarfélagsins Skandia hefði haft einhver áhrif á viðskipti hjá þeim. Hann sagði aðspurður að mjög erfítt væri tjá sig um þetta fyrr en eitthvað lægi fyrir frá fyrirtækinu um hvað hefði valdið þessari ákvörðun að hætta viðskiptum timabundið og því væri mjög erfitt að meta hvaða áhrif þetta hefði á íslenskan verðbréfamarkað til lengri tíma litið. „Allir atburðir sem trufla eðlilega starfsemi geta haft neikvæð áhrif, en fyrr en maður sér hvað er nákvæmlega um að ræða getur maður ekki dæmt um þetta tilvik. Þegar Fjárfestingarfé- lagið lækkaði gengi á bréfum sínum í fyrrasumar hafði það sáralítil áhrif til dæmis, enda var útskýrt ná- kvæmlega hvað var þá á ferðinni og það hafði engin áhrif á viðskipti hjá okkur.“ Guðmundur sagði að það væri ekki óalgengt erlendis að hætt væri viðskiptum tímabundið þegar eitthvað óvænt kæmi upp á, til dæmis í sambandi við skráningu á gjaldmiðlum og hlutabréfum. Að- spurður hvort viðskiptavinir Kaup- þings þyrftu að hafa einhveijar áhyggjur í þessum efnum sagði hann: „Við erum með mjög ákveðn- ar reglur um hvernig haldið er á þessum málum og það eru vinnu- brögð sem eru algerlega í samræmi við óskir og kröfur bankaeftirlits- ins, þannig að þeir þurfa ekki að óttast það að þessi staða komi upp hjá Kaupþingi.“ Ragnar sagði að endurskoðendur verðbréfasjóða gerðu reglulega úttekt á stöðu sjóðanna, að jafnaði ársfjórð- ungslega. Hingað til hefði ekkert kom- ið fram varðandi stöðu þessara verð- bréfasjóða sem hefði gefið tilefni til einhverra aðgerða af hálfu bankaeftir- litsins umfram það samráð sem hefði verið haft við eftirlitið. Það væri út af fyrir sig ekkert óeðlilegt við það þó mat á eignum sveiflaðist upp og niður. Hins vegar væri þetta dálítið mikil sveifla á stuttum tíma og eflaust væri um að ræða sambland af mögum samverkandi orsakaþáttum. Bankaeft- irlitið hefði enga ástæðu til að ætla annað en að sú staða sem gefín væri upp í fréttatilkynningu Skandia væri sem næst réttri stöðu. Aðspurður sagði hann að í ákvæðum hlutdeildarskírteinanna kæmi fram_að heimilt væri að stöðva viðskipti með skírteinin í vissum tilfellum. Það væri GÍSLl Öm Lárusson, forstjóri Skandia ísland segir að alfarið hafi verið byggt á upplýsingum Fjár- festingarfélagsins um stöðu verð- bréfasjóðanna við kaup Skandia á Verðbréfamarkaðnum. Sú vöntun sem nú hafi komið í Ijós í verðbréfa- á valdi stjómar viðkomandi verðbréfa- sjóðs að ákveða það. Lög um verðbréfaviðskipti og verð- bréfasjóði eru frá árinu 1989. í 34. grein segir að starfsemin sé háð eftir- liti Bankaeftirlits Seðlabanka íslands. Skuli það hafa aðgang að öllum gögn- um og upplýsingum hjá þessum aðilum sem séu nauðsynleg vegna eftirlitsins. Þá segir að ársfjórðunglegt yfírlit í því formi sem bankaeftirlitið ákveði skuli einnig senda þvf og það skuli liggja frammi á starfsstöðvum verð- bréfafyrirtækis. Um verðbréfafyrirtæki segir í 20. grein að gefa skuli út verðbréf í formi hlutdeildarskírteini8 til þeirra sem fái verðbréfafyrirtæki fjármuni til ávöxt- unar í verðbréfasjóði. Allir sem eigi hlutdeild í verðbréfasjóði eigi sama rétt til eigna hans í hlutfalli við eign sína. í skirteinið skuli skrá auk nafns, kennitölu og númers skírteinis, hvem- sjóðunum sé að mestu leyti tilkomin vegna eigna sem mynduðust hjá sjóðunum fyrir 1990. Þessi upphæð sé af þeirri stærðargráðu að for- sendur fyrir kaupunum séu brostn- ig sjóðshlutur sé innleystur og hvaða reglur gildi um arðgreiðslur. Þá segir að innlausnarvirði hlutdeildarskírteinis sé markaðsvirði samanlagðra eigna að frádregnum skuldum. Laust fé skal aldrei nema lægra hlutfalli en nemur 2% af innlausnarvirði í sjóðnum og getur ráðherra hækkað þetta mark í allt að 5% ef hann telur ástæðu til. í samþykktum verðbréfasjóðs ber að skrá fjáfestingarstefnu hans, „í hvaða tegundum verðbréfafjármunir sjóðsins verða ávaxtaðir og í hvaða hlutföllum áformað sé að fjárfesta í hveijum flokki miðað við heildarverðbréfaeign sjóðsins á hveijum tíma og hvaða lausafjárkvöð sjóðnum er sett.“ í fjárfestingarstefnu Marksjóðsins svo dæmi sé tekið, sem er einn af þeim sjóðum sem Fjárfestingarfélagið Skan- dia sá um rekstur á og áður Fjárfesting- arfélag íslands, segir að 10-30% skuli vera í verðbréfum með ríkisábyrgð, 0-15% í verðbréfum með bankaábyrgð, 5-35% í verðbrefum með ábyrgð traustra fyrirtækja, 15-45% í fatseigna- tryggðum bréfum, 0-10% í hlutabréfum og 15-50% í verðbréfum með öðrum ábyrgðum. liti Seðlabankans tilkynnt um vöntun í sjóðina um miðjan mánuðinn eins og kveðið er á um lögum um starf- semi verðbréfafyrirtækja. Eftir til- mæli frá Seðlabankanum hafí síðan verið ákveðið að grípa til þessara aðgerða. „Við fengum í hendur bréf 17. september frá endurskoðanda verð- bréfasjóðanna, sem við kynntum strax fyrir bankaeftirlitinu," segir Gísli Örn. „Daginn eftir gekk Ragnar Aðalsteinsson, stjómarformaður Skandia ísland, á fund stjórnarform- anns Fjárfestingarfélagsins og af- henti honum bréfíð. í því kemur fram að verið sé að ljúka endurskoðun á verðbréfasjóðum í vörslu Ejárfesting- arfélagsins Skandia sem miðist við annan ársfjórðung 1992. Ljóst sé að um verulega vöntun sé að ræða hjá Verðbréfasjóðnum hf. til að niður- færsla teljist fullnægjandi eða allt að 120 milljónum. Minni vöntun sé hjá öðrum sjóðum en samtals vanti 163 milljónir til að æskilegri niðurstöðu sé náð. Þó ekki liggi fyrir nákvæm greining á því hvenær þessi vöntun sé tilkomin sé ljóst að upplýsingar um verulegan hluta hennar hefðu átt að liggja fyrir á fyrri helmingi árs- ins.“ „Skandia yfírtekur verðbréfafyrir- tækið þann 16. júní og miðað við uppgjörið sem nær til 1. júlí er hér um mjög skamman tíma að ræða. í samningnum er ákvæði um gerðar- dóm og það þarf að rannsaka hvern- ig stendur á þessum 160 milljónum. Þessi upphæð er af þeirri stærðargr- áðu að forsendur fyrir kaupunum eru brostnar. Við rekum því fyrirtækið á ábyrgð seljenda.“ Hann sagðist ekki geta svarað því hvenær mál skýrðust varðandi verð- bréfasjóðina. Von væri á fulltrúa eig- endanna frá Svíþjóð í dag þannig að unnt væri að leysa málið sem fyrst. „Við munum leggja áherslu á að flýta málinu með tilliti til hagsmuna þeirra aðila sem eiga þarna peninga.“ Hér fer á eftir fréttatilkynning Skandia, sem send var út i gær: Försákringsaktiebolaget Skandia, Stokkhólmi, hefur frá og með 2. októ- ber 1992 rift kaupum á Verðbréfa- markaði Fjárfestingarfélagsins hf., en í því felst að kaupin gangi til baka. Þar sem seljandi, Fjárfestingarfélag íslands hf. hefur ekki fallist á að kaup- in gangi til baka mun Fjárfestingarfé- lagið Skandia hf. þó reka fyrirtækið rnr til aðilar hafa fengið úrskurð um * ágreining þann sem er á milli aðila, svo sem gert er ráð fyrir í kaupsamn- ingi þeirra. Gengið var frá skilyrtum kaup- samningi milli aðila hinn. 6. apríl 1992, en formlega tók Försákrings- aktiebolaget Skandia við rekstri Verð- bréfamarkaðar Fjárfestingarfélagsins Hér fer á eftir í heild fréttatilkynn- ing sem stjórn Fj árfestingarfélags Islands sendi frá sér í gær vegna fréttatilkynningar Skandia. Að gefnu tilefni í fréttatilkynningu Forsákringsaktiebolaget Skandia í dag vill stjórn Fjárfestingarfélags ís- lands hf. taka fram eftirfarandi: Fyrir sem næst hálfu ári eða hinn 6. apríl 1992 var samningur undirrit- aður um kaup Forsákringsaktiebola- get Skandia á öllum hlutabréfum Fjár- festingarfélags íslands hf. í Verð- bréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins hf. Aðdragandi þeirra kaupa var sá að Skandia Island hafði óskað eftir við- ræðum um kaupin þar sem Forsá- kringsaktiebolaget Skandia ætlaði að hasla sér völl hér á landi á þessu sviði, taldi reyndar ísland sinn heimamark- að svo sem það var orðað. Aðalverkefni Verðbréfamarkaðar Fjárfestingarfélagsins hf. var rekstur fímm verðbréfasjóða auk eins lífeyris- sjóðs samkvæmt sérstökum rekstrar- samningum við þá sjóði. Slíkt starf þarf að vinna af miklum trúnaði og þekkingu á viðskiptaumhverfi sjóð- anna, ekki síst af þeirri ástæðu að það felur í sér umsjón með fjármunum annarra aðila, þ.e.a.s. þeirra sem eiga hlutdeildarskírteini í sjóðunum en þeir eiga þá ijármuni sem í þeim eru. Gengi bréfa í sjóðunum getur breyst frá einum tíma til annars en ávöxtun þeirra hefur lengst af verið mjög góð. Stjórn Fjárfestingarfélags Islands hf. hafði ástæðu til að ætla að Skan- dia væri traustur viðskiptaaðili og að athuguðu máli treysti stjóm Fjárfest- ingarfélag íslands hf. Skandia til að annast umsjón þeirra miklu fjármuna sem í sjóðunum eru, eða samtals 3 milljarðar króna. Því var lýst yfir að Skandia myndi ráða starfsfólk Verð- bréfamarkaðarins áfram til starfa og var samningur um kaupin undirritaður í byijun apríl sl. að undangengnum ítarlegum athugunum endurskoðenda og annarra sérfræðinga beggja aðila á stöðu félagsins og sjóðanna. í fram- haldi af því tóku kaupendur við stjóm Verðbréfamarkaðarins og breyttu nafni þess félags í Fjárfestingarfélag- ið Skandia hf. Þeir kusu nýja menn í stjórnir verðbréfasjóðanna og var ekki annað að sjá en reksturinn væri áfram í traustum höndum. í samningi aðila voru ákvæði um það hvernig við því skyldi brugðist ef eignir eða skuldir Verðbréfamark- aðarins væm með öðmm hætti en fyrir lá við kaupin samkvæmt fyrir- liggjandi upplýsingum á þeim tíma sem gengið var frá kaupunum. Var hluti kaupverðsins lagður á sérstaka bók til uppgjörs slíkra krafna Skan- hinn 16. júni 1992. Komið hefur í ljós að loknu hálfsárs- uppgjöri sjóða í vörslu verðbréfafyrir- tækisins, þ.e. Verðbréfasjóðsins, Tekjusjóðsins og Marksjóðsins, að samkvæmt skýrslu sérfræðinga er munur á mati á eignum sjóðanna og skráðu gengi þeirra vemlegur eða u.þ.b. 160 milljónir króna, en það þýðir að eignir sjóðanna hafa verið verulega ofmetnar í gögnum sem lögð vom fram við sölu á verðbréfafyrir- tækinu. Þar sem kaupendur hafa aðeins rekið félagið um skamma hríð, þegar þetta mat á eignum kemur fram, og það verður með engum hætti rakið til aðgerða þeirra, þá telja þeir að forsendur fyrir umræddum kaupum séu brostnar, enda ekki við því að dia, ef til kæmi. Fjárfestingarfélag íslands hf. ábyrgðist þó ekki gengi hlutdeildarskírteina verðbréfasjóð- anna enda er það háð sveiflum frá einum tíma til annars auk þess sem það er háð eignamati, sem erfítt getur verið að staðreyna á ákveðnum tíma- punkti. Það var að morgni 1. október sl. sem Skandia sendi stjórn Fjárfesting- arfélags íslands hf. bréf um málefni, sem Skandia taldi snerta samskipti félaganna á grundvelli samnings um hlutabréfakaupin. í því bréfi var farið fram á viðræður um málefni félaganna og var að sjálfsögðu ekkert við það að athuga. í gögnum, sem Skandia sendi með framangreindu bréfi til Fjárfestingar- félagsins, kemur ekki annað fram en að fjárhagsstaða verðbréfafyrirtækis- ins og fjárhagsstaða verðbréfasjóð- anna hafí verið með þeim hætti sem upplýsingar lágu fyrir um þegar kaup- in voru gerð. Síðar sama dag, þ.e.a.s. 1. október sl., afhenti aftur á móti talsmaður Skandia fulltrúum Fjárfestingarfélags íslands hf. bréflega tilkynningu um riftun kaupa hlutabréfa í Verðbréfa- markaði Fjárfestingarfélagsins hf. og krafðist þess að félagið tæki við stjórn og rekstri Fjárfestingarfélagsins Skandia hf. eigi síðar en á hádegi næsta dags, 2. október 1992. Kom þessi tilkynning Fjárfestingarfélagi Islands hf. vægast sagt á óvart og algjörlega í opna skjöldu. Var þessari riftun kaupanna og kröfu um yfírtöku rekstrar harðlega mótmælt strax við móttöku bréfsins. Eftir stjórnarfund daginn eftir var þeim mótmælum fylgt eftir með bréfi þar sem bent var á það í fyrsta lagi, að félaginu væri alls ekki kunnugt um neinar vanefndir félagsins í sam- bandi við umrædd kaup og þaðan af síður neinar þær ástæður, sem rétt- lætt gætu riftun kaupanna, sem væru alfarið um garð gengin. Enginn áskilnaður var gerður um þann mögu- leika í samningum aðila. í öðru lagi var bent á það, að samningur aðila segði fyrir um það hvernig Skandia ætti að bera sig að, ef þeir teldu ein- Við starfsmenn Fjárfestingarfé- lagsins Skandia hf. hörmum þau óþægindi sem viðskiptavinir okkar hafa orðið fyrir eða kunna að verða fyrir vegna stöðvunar viðskipta með hlutdeildarskírteini. Starfsmenn harma ennfremur að fyrrverandi og núverandi eigendur búast að þeir taki að sér að bæta tjón eigenda hlutdeildarskírteina, sem rak- ið verður til fyrri ára. Nauðsynlegar niðurfærslur má rekja til atvika sem gerðust áður en núverandi daglegir stjórnendur tóku við stjómtaumum í félaginu. Með tilliti til þeirra hagsmuna- sem tengjast viðskiptavinum verðbréfafyr- irtækisins og hafa ávaxtað fé sitt í viðkomandi sjóðum, þá hefur Fjárfest- ingarfélagið Skandia hf. í samráði við bankaeftirlit Seðlabanka íslands tekið þá ákvörðun að stöðva sölu og inn- lausn hlutdeildarskírteina frá og með deginum í dag. Unnið verður að því næstu daga að kanna leiðir sem tryggi sem best hagsmuni viðskiptavina og jafnframt verði tryggt að ekki verði neinum þeirra mismunað. hverju ábótavant við kaupin, en sam- kvæmt samningnum ber að leggja hugsanlegan ágreining fyrir gerðar- dóm. Riftun kaupanna gengur þannig þvert á forskrift samningsins um meðferð álitaefna varðandi kaupin. Jafnframt var á það bent, að ef eitt- hvert eitt atriði væri til þess fallið að rýra traust viðskiptamanna sjóðanna á þeim, væru það aðgerðir af þessu tagi. Var fullri ábyrgð lýst á hendur Skandia vegna þessara aðgerða þeirra sem virðast ekki taka mið af hags- munum viðskiptamanna sjóðanna. Einnig var lýst fullri ábyrgð á hendur Skandia á þeim stjómunarlegu ákvörðunum, sem þeir hafa tekið og/eða munu taka sem eigendur og stjómendur Fjárfestingarfélagsins Skandia hf. og sem stjórnendur og umsýsluaðili sjóðanna. Varðandi rekstur félagsins og sjóð- anna og umsýslu með fjármuni þeirra ber að sjálfsögðu að viðhafa þær stjórnunarlegu vinnuaðferðir, sem reglur sjóðanna og lagaákvæði um starfsemi þeirra segja fyrir um. Ljóst er að rekstur verðbréfasjóða er afar viðkvæmur og unnt er að rýra traust almennings á félaginu og sjóð- unum og þar með eyðileggja eða rýra starfsgmndvöll þeirra ef illa er haldið á málum. Er augljóst, að þeir bera sjálfir ábyrgð á öllum aðgerðum sínum í þessu efni. Fjárfestingarfélag íslands hf. hefur ekki verið í neinni aðstöðu til að hafa áhrif á aðgerðir Skandia í þessu efni og ber enga ábyrgð á rekstri sjóðanna eftir að Skandiamenn tóku við stjómartaumum félagsins og sjóöanna. Hljótist tjón af aðgerðum þeirra ber Skandia fulla ábyrgð á þeim. Þessar aðgerðir Skandiamanna em ekki fallnar til þess að auka traust almennings á íslandi til hins annars virta félags, Forsákringsaktiebolaget Skandia. Það er að sjálfsögðu ekki nægileg ástæða til riftunar kaupanna, að Skandiamönnum hafi einungis snú- ist hugur og þeir hafí ekki lengur áhuga á því að reka verðbréfafyrir- tæki á íslandi. Stjóm Fjárfestíngarfélags tslands hf. Fjárfestingarfélagsins Skandia hafi ekki getað jafnað ágreining sinn vegna kaupa á félaginu án þess að það hafi orðið fjölmiðlamál, því að ljóst er að báðir aðilar hafi þann styrk að lausn málsins hefði átt að nást þeirra á milli. ar. Að sögn Gísla Amar var bankaeftir- Bankaeftirlit Seðlabanka Islands Hagsmunum eigenda hlut- deildarskírteina borgið RAGNAR Hafliðason, aðstoðarforstöðumaður hjá Bankaeftirliti Seðla- banka íslands, segir að haft hafi verið samráð við Bankaeftirlitið um að stöðva viðskiptí með hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum í umsjá Fjár- festingarfélagsins Skandia, áður Fjárfestingarfélags íslands. Að öllu at- huguðu telji eftirlitið að hagsmunir allra eigenda hlutdeildarskírteina séu best tryggðir með þessu mótí eða með gengislækkun bréfanna til samræm- is við nýtt mat á eignum. Fréttatilkynning Fjárfestingarfélags íslands Skandia var treyst til að annast umsjón fjármuna Yfirlýsing starfsmanna Lausn hefði átt að nást
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.