Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 27 Reuter. Lögreglumenn bera litla stúlku inn í félagsmiðstöð í Amsterdam þar sem fólki sem missti heimili sín var komið í skjól. Manntjón á jörðu niðri aldrei meira Amsterdam. Reuter. ALLT bendir til að flugslysið í Hollandi á sunnudagskvöld sé það flug- slys þar sem mest Ijón hefur orðið á fólki á jörðu niðri, þ.e. fólki sem ekki var í flugvél þeirri sem fórst. Fer hér yfirlit yfir önnur flugslys þar sem hinir látnu voru ekki farþegar í vélinni. • 20. júlí 1992 fórust a.m.k. 40, þar af u.þ.b. 30 á jörðu niðri, er flutn- ingavél lenti í íbúðarhverfí í Tbilisi, höfuðborg Georgíu. • 16. apríl 1992 fórust 55 þegar flugvél kenýska flughersins lenti á íbúðarblokkum og sprakk í Kaloleni- hverfinu í Nairobi. Af þeim sem lét- ust voru sex á jörðu niðri. • 21. desember 1988 var Boeing 747 breiðþota Pan Am sprengd í loft upp yfir bænum Lockerbie á Skot- landi. Allir um borð, 259 að tölu fórust, og 11 á jörðu niðri. • 31. ágúst 1986 rákust saman DC-9 þota AeroMexico og Piper Arc- her flugvél nærri flugvellinum í Los Angeles. 85 létust þ. á m. 18 á jörðu niðri. • 18. september 1984 fórst DC-8 þota Aeroservicios Equadorianos skömmu eftir flugtak á Quito-flug- velli. Áhöfnin, fjórir menn, fórst og 49 manns á jörðu niðri. • 9. júlí 1982 brotlenti Boeing 727 þota Pan American á húsaröð skömmu eftir flugtak frá flugvelli New Orleans. 153 fórust, þar af nokkrir er staddir voru í húsunum. • 25. september 1978 varð árekstur Boeing 727 þotu Pacific Southeast Airlines og einkaflugvélar af Cessna- gerð yfir San Diego-borg í Bandaríkj- unum. Brak féll niður í íbúðarhverfi og létust fjórtán sem fyrir þvi urðu. • 13. október 1976 vai-ð bilun í hreyfli Boeing 707 flutningavélar sem flaug fyrir fyrirtæki í Bólivíu. Flugmaður brá á það ráð að lenda á aðalgötu borgarinnar Santa Cruz. Þrír úr áhöfn fórust og rúmlega hundrað manns á jörðu niðri. „Flugvélin hrapar“ Fimmtán mínútur liðu frá flugtaki á Schiphol til brotlendingar Amsterdam. Reuter. ISAAC Fuchs, flugstjóri ísraelsku þotunnar, barðist í níu mínútur við að ná heilu og höldnu inn á Schiphol-flugvöllinn áður en hún brotlenti í íbúðarhverfi. „Hann reyndi að hafa stjórn á henni þar til yfir lauk. Þá kallaði hann í talstöðina: „Flugvélin hrapar“ sagði Hanja Maij-Weggen samgönguráðherra við blaðamenn í Amsterdam í gær. „Þetta var það síðasta sem hann sagði á þessu átakanlega augnabliki.“ Maj-Weggen vildi ekki geta sér til um hvað olli brotlendingunni en sagði að ekki væri talið að skemmd- arverk hefði átt sér stað. „Ekkert er útilokað ... en mönnum fínnst líklegast að vélræn bilun hafi átt sér stað.“ Atburðarásin frá þvi ísraelska þotan hóf sigtil flugs klukkan 17:21 að íslenskum tíma og þar til hún brotlenti á níu hæða íbúðarblokk stundarfjórðungi síðar, eins og hún lítur út samkvæmt samtölum flug- manna við flugturn og upplýsingum af ratsjám Schiphol-flugvallar: 18:21 - Flugvélin hefur sig á loft í norðurátt samkvæmt venjulegri brottflugsleið. Flugumferðarstjórar segja þot- una klifra hægt en segja vindátt og mikla hleðslu hennar valda því. Flugvélin flýgur í stórum sveig til austurs í samræmi við brottflugs- reglur. 18:27 - Um 28 km austur af flug- vellinum sendir Isaac Fuchs flug- stjóri frá sér neyðarkall. Segir eld loga í hreyfli númer þijú (innri hreyfli á hægri væng) og biður um heimild fyrir nauðlendingu. Starfsmenn flugvallarins segja að þotan hafí látið að stjórn á þessu augnabliki og þeir úndirbúa nauð- lendingu á braut 06, sem liggur til norðausturs, því vindáttir eru hag- stæðastar fyrir þá braut. Flugstjórinn segist hins vegar ráðgera lendingu á braut 27, sem liggur frá austri til vesturs. Ástæð- ur þess eru enn óljósar en hann hefur líklega talið mikinn meðvind inn á þá braut auðvelda sér að ná aftur til flugvallarins, að sögn emb- ættismanna. Samkvæmt flugreglum hefur flugstjóri lokaorðið þegar neyð er á ferðum. Þegar flugvélin er í um 5.000 feta hæð (1.525 metrum) kallar flugstjórinn að eldur logi einnig í hreyfli fjögur, þ.e. ytri hreyfli á hægri væng. Hann kveðst þurfa að fljúga hring til þess að lækka flugið. Síðan segist flugstjórinn ekki geta brúkað vængbörð og loks seg- ist hann vera að missa stjórn á þotunni. Um 18:33 - „Er að hrapa“ hróp- ar flugstjórinn hamstola í talstöð- ina. 18:36 - Israelska þotan brotlend- ir á íbúðarblokk níu mínútum eftir að flugstjórinn sendi út neyðarkall. Israelski flug- stjórinn glímdi við hið ógerlega London. Rcuter. FLUGSTJÓRI E1 Al-þotunnar sem fórst í Amsterdam glímdi við neyðaratvik sem á sér ekki hliðstæðu og ekki er talið geta átt sér stað, en tveir af fjórum hreyflum flugvélarinnar duttu af henni. Er þrautin verri viðfangs en erfiðustu neyðartilvik sem flugmenn eru látnir glíma við í flughermum, að sögn manna sem sérfróðir eru um flugmál. Rannsóknarmenn reyndu í gær að gera sér grein fyrir því hvað leiddi til þess að báðir hreyflar á hægri væng þotunnar losnuðu frá og féllu til jarðar. Er það versta tilhugsun flugmanns. Helsta kenning breskra flugsér- fræðinga var að hreyfílbilun hafí orðið er þotan lyfti sér frá jörðu með þeim afleiðingum að brot úr hreyflinum hafí tvístrast og komist inn í hinn þannig að hann hafí sömuleiðis tæst í sundur. Hreyfl- arnir fundust í 15 km fjarlægð frá íbúðarhverfínu sem þotan kom nið- ur í. Mike Wallis, júmbótþotuflug- stjóri á eftirlaunum, sagði að erfíð- ustu atvik sem flugmenn glímdu við er þeir hlytu þjálfun í flughermi væri að tveir hreyflar biluðu svo til samstundis en ekki að þeir slitn- uðu frá vængjunum. Hann sagðist aldrei hafa heyrt um raunverulegt atvik þar sem tveir hreyflar biluðu á júmbóþotu samtímis. „Flugstjór- inn hefur líklega barist af aflefli við að hafa stjóm á þotunni," sagði Wallis. „Munurinn á raunveruleik- anum og flughermunum er sá að í þeim sleppur maður alltaf lifandi frá öllu,“ bætti hann við. ísraelska flugfélagið E1 A1 er orðlagt fyrir öryggi en engu að síður sögðu nokkrir sérfræðingar í gær, að of snemmt væri að útiloka að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Heldur væri ekki útilokað að fuglar hefðu sogast inn í hreyf- lana en það væri ólíkleg orsök. David Learmount, einn af sér- fræðingum flugtímaritsins Flight Intemational var spurður hvað gæti verið hæft í því að fullhlaðin þotan hefði virst fljúga upp á rönd er hún skall á íbúðarblokkunum. HUGSANLEG ORSOK EL AL- SLYSSINS Hreyflarnir finnast 15 km frá slysstað REUTER Alllað 170.000 litrarelds- neylis I vænghölum Bensínrör Annar hreyfill bilar er hreyfilbrot sogast inn í hann Hreyfill bilar rétt eftir flugtak og springur Boeing 747 Skemmdarverk hefur ekki verið sem orsök brotlendingar El Al vöruflutningavélarinnar en sérfræðingar telja vélar- bilun þó líklegri skýringu Þversnið al væng Sprenging I hreyfli kann að hafa rifiö gat á eldsneytistank „Flugstjórinn kann ef til vill að hafa reynt að fljúga þotunni frá blokkunum. Annar möguleiki er að í glímunni við að halda þotunni á lofti, ofar blokkunum, hafi þotan verið komin á of lítinn hraða og sá vængur sem fyrst dettur er sá hreyfilslausi." Állan Winn, ritstjóri Flight Int- emational, sagði „afar ólíklegt að óskyld bilun hefði átt sér stað í báðum hreyflum samtímis. Líkum- ar eru meiri á að annar hafí bilað og það leitt til bilunarinnar í hin- um. Hugsanlegt er að brot úr öðr- um hafí komist inn í hinn og þeir báðir splundrast. Aðeins er til ein önnur skýring á því hvers vegna hreyflarnir losnuðu af vængnum; að eldur hafi kviknað í þeim.“ „Það er ekki hægt að útiloka að um skemmdarverk hafí verið að ræða, það væri óskynsamlegt að gera það strax,“ sagði Learmount en bætti við að öryggismál El Al væru betri en hjá öðrum eins og misheppnaðar tilraunir hryðju- verkamanna til að vinna félaginu fjón staðfestu. Btlamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kópavogi, sími 671800 Toyota Corolla XL Touring 4x4 ’89, grár (tvílitur), 5 g., ek. 53 þ. Gott eintak. V. 960 þús. stgr. Subaru 1800 DL 4 x 4 station '91, stein grár, 5 g., ek. 42 þ. Fallegur bíll. V. 1050 þús. stgr. Honda Civic DX '90, rauöur, 5 g., ek. 50 þ. Fallegur bíll. V. 730 þús., sk. á ód. Nissan 200 SX turbo Interc. ’89, rauður, 5 g., ek. 48 þ., sóllúga, rafm. í öllu o.fl. Vinsæll sportbíll. V. 1490 þús., sk. á ód. MMC Pajero V-6 (USA týpa) ’90, grásans, sjálfsk., ek. 25 þ., sportfelgur, rafm. í öllu o.fl. Sem nýr. V. 2.150 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL '90, 5 dyra, sjálfsk., ek. 48 þ., central, rafm. í rúðum o.fl. V. 780 þús., sk. á ód. Plymouth Laser RS Twln Cam 16v ’90, grásans, 5 g., ek. 33 þ. mílur, rafm. í öllu o.fl. Sportbíll í sérflokki. V. 1690 þús., sk. á ód. MMC Lancer 4x4 hlaðb. '91, rauður, 5 g., ek. 27 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 1080 þús. stgr. Chevrolet Suburban 20 Silverado 6.2 diesel '85, sjálfsk., ek. 94 þ., rafm. í öllu. 372 T.spil o.fl. Gott eintak. V. 1980 þús., sk. á ód. BMW 518i '88, silfurgrár, 5 g., ek. 43 þ., álfelgur, rafm. i öllu o.fl. Toppeintak. V. 1290 þús. stgr., sk. á ód. MMC Colt GL ’91, 5 g., ek. 26 þ. V. 720 þú6. stgr. \ MMC Lancer GLX '89, sjálfsk., ek. 61 þ. V. 650 þús. stgr. Nissan Bluebird 2.0 SLX '89, sjálfsk., ek. 58 þ. V. 790 þús. stgr. Nissan Douple Cap 4x4 ’88, 5 g., uppt. vól. V. 780 þús. stgr. Nissan Terrano 2.4i 4x4 '90, 5 g., ek. 60 þ. V. 1750 þús. Suzuki Vitara JLXi ’91, talsvert breyttur, ýmsir aukahl., ek. 40 þús. V. 1470 þús. stgr. Willys Wrangler CJ-7 ’87, svartur, 6 cyl. (4.2), sjálfsk., ek. 93 þ. Toppeintak. V. 1170 þús., sk. ó ód. Volvo 240 GL ’87, grár, 5 g., ek. 89 þ, V. 600 þús. stgr. Daihatsu Rocky langur '90, 5 g., ek. 63 þ. V. 1350 þús. stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.