Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 44
ffgiiiMflfetíÞ UORGUNBLADID. AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100. SlMBRÉF 691181, PÓSTIIÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FOSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Flugleiðir Tapið 320 milljónir fyrstu sex mánuðina HEILDARTAP Flugleiða nam samtals 320 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sam- anborið við 190 miHj. kr. á sama tíma í fyrra á núgildandi verð- lagi. Beint rekstrartap félagsins nam 284 milljónum króna. Að sögn Signrðar Helgasonar, fram- kvæmdastjóra félagsins hefur ver- ið ákveðið að ráðast í nákvæma endurskoðun á öllum kostnaði fé- lagsins á næstu vikum með það fyrir augum að ná fram veruleg- um sparnaði í rekstri. Þá hyggst félagið auka sætaframboð um 8% næsta sumar. Verri afkomu félagsins má rekja til þess að meðalfargjald lækkaði um 8% á meðan farþegum fjölgaði um 5% á tímabilinu. Rekstrartekjur drógust því saman um 5,4% að raun- gildi frá sama tíma í fyrra en kostn- aður lækkaði um 2,6%. Sigurður sagði að afkoman hefði orðið verri en gert hafði verið ráð fyrir, bæði í Evrópuflugi, Norður Atlantshafs- flugi og innanlandsflugi sem stafaði af lækkandi fargjöldum á öllum mörkuðum. Stjórn Flugleiða samþykkti flug- áætlun félagsins fyrir næsta sumar í gær en 1. júní næstkomandi munu Flugleiði'r fá Boeing 757-vél úr leigu frá breska flugfélaginu Brittania en jafnframt er gert ráð fyrir að félagið leigi út eina Boeing 737-vél. „Við fjölgum ferðum til Baltimore og munum fljúga þangað daglega. Einn- ig munum við fljúga til Orlando yfír sumartímann sem við höfum ekki gert áður. Þá hættum við að fljúga til Helsinki og Salzburg en bætum við Mílanó og Barcelona." Um áætlanir um að draga úr kostnaði sagði Sigurður að farið yrði í heildarúttekt á öllum kostnaði fyrir- tækisins. „Þetta er það sem önnur flugfélög eru að gera og við ætlum að reyna að ná árangri við að skera niður verulega stóra upphæð í kostn- aði,“ sagði hann. Sjá ennfremur á miðopnu. Morgunblaði/RAX Þyrla Landhelgisgæslunnar og Stafnesið á leitarsvæðinu og sjást skipverjar á bátnum á stýrishúsinu. Umfangsmikil leit stóð yfir í rúmlega sex klukkustundir fram í myrkur í gærkvöldi. Einn maður fórst og tveggja er saknað eftir að rækjubátur fórst við Eldey Hvarf skyndilega án þess að senda út hjálparbeiðni SJÖMAÐUR lést og tveggja er saknað af rækjubátnum Sveini Guðmundssyni GK-315 frá Sand- gerði, sem fórst um 12 sjómílur norðvestur af Eldey á milli klukkan 14 og 15 í gær. Þrír menn voru um borð í bátnum og var hann á heimleið þegar slysið varð. Að sögn Odds Sæmunds- sonar skipstjóra á Stafnesi KE- 130, sem sendi Landhelgisgæsl- unni beiðni klukkan 15.10 um að leit yrði gerð að bátnum, var fjöldi báta á sömu slóðum og Sveinn Guðmundsson GK þegar menn áttuðu sig skyndilega á að hann var horfinn án þess að hjálparbeiðni bærist. Reyndu nærstaddir bátar, sem voru í tveggja til þriggja mílna fjar- lægð frá bátnum, að kalla hann upp en án árangurs og var þegar í stað hafin umfangsmikil leit. Bátsveijar á Sveini Guðmunds- syni höfðu síðast samband við Til- kynningaskylduna í Reykjavík klukkan 14.10. Nærstaddir bátar höfðu haft samband við bátinn skömmu áður en hann hvarf. „Það var greinilegt að það hafði eitthvað komið fyrir því báturinn hvarf svo snögglega. Það var gott skyggni og hafa verið svona fimm vindstig Landsbankinn synjar Sam- bandinu um 400 milljóna lán SAMBAND íslenskra samvinnufélaga leitar nú allra leiða til þess að renna fjárhagslegum stoðum undir verslun sína Miklagarð hf., sem hefur tapað geysilegum fjármunum á undanförnum árum. Landsbankinn, stærsti lánardrottinn Sambandsins, hefur afráðið að synja Sambandinu um þær 400 milljónir króna sem forráða- menn Sambandsins telja sig þurfa til þess að koma rekstri Mikla- garðs á réttan kjöl, til viðbótar þeim 350 milljónum króna sem Sambandið mun telja að hægt sé að ná með hlutafjáraukningu í fyrirtækinu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var þessi afstaða bankastjórnar staðfest á fundi bankaráðs Landsbankans síðdegis í gær. Landsbankinn telur, samkvæmt upplýsingum blaðsins, að þótt skuldastaða Sambandsins sé mjög erfið, eigi Sambandið og átta hluta- félög þess eignir fyrir skuldum. Forráðamenn Sambandsins munu að undanförnu hafa átt í viðræðum við Landsbankann um það með hvaða hætti hægt sé að koma rekstri Miklagarðs á réttan kjöl. Hafa þeir greint frá því að til þess að svo mætti verða, þyrfti Mikli- garður á um 400 milljóna króna lánveitingu að halda. Landsbank- inn mun á hinn bóginn hafa greint Sambandsmönnum frá því að frek- ari lánveitingar af hálfu bankans til Miklagarðs hf. kæmu ekki til greina. Því munu forráðamenn Sambandsins nú leita annarra leiða, með hvaða hætti þeir geti endurfjármagnað Miklagarð hf., sem hefur tapað stórfé á undan- förnum árum, en þó mun taprekst- ur fyrirtækisins ekki vera jafnslæmur í ár og hann var á liðnu ári. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur það verið til um- ræðu innan Landsbankans hvort bankanum bæri að leysa til sín ein- hveijar eignir Sambandsins til þess að létta á skuldastöðu fyrirtækisins við bankann, en eftir því sem næst verður komist, hefur engin endan- leg ákvörðun þar að lútandi verið tekin enn. Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans, vildi í gær ekki tjá sig um þetta mál og sagði það vera grundvallarreglu að tjá sig ekki um einstaka viðskipta- menn bankans. Ekki náðist í Guð- jón B. Ólafsson, forstjóra Sam- bandsins, Sigurð Markússon, stjórnarformann Sambandsins, eða Björn Ingimarsson, framkvæmda- stjóra Miklagarðs, í gær. og hliðarvindur á bátinn en það er engin skýring fundin á hvað hafí valdið þessu," sagði Oddur. Kl. 16.03 fannst olíubrák á sjón- um og rúmlega tíu mínútum síðar tilkynnti þyrla frá Varnarliðinu að bjarghringur sæist á sjónum. Fóru skipveijar á Fengsæli GK-262 á staðinn og fundu skömmu síðar lík eins skipveijans. Mikil olíubrák en lítið brak úr bátnum sást á svæðinu en gúmmíbjörgunarbátur sem var um borð flaut ekki upp. Síðdegis tókst að staðsetja flak bátsins með dýptarmælum á 81 faðms dýpi. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar, sem stjórnaði leit- inni, var leitarsvæðið um 100 fer- mílur. Stærri bátar voru við leit þar til myrkur skall á í gærkvöldi, þyrl- ur varnarliðsins snéru frá klukkan 21 í gærkvöldi en þyrla Landhelgis- gæslunnar leitaði til klukkan 22 með hitaleitarmyndavél en þá var leit hætt. Varðskip var á svæðinu í nótt en hefja átti leit að nýju í birtingu í morgun. Sjá einnig frétt á bls. 2. Lykilnúmeratæki fyrir síma komin á markaðinn KOMIÐ er á markaðinn hjá Pósti og síma nýtt tæki, sem mætti kalia innhringivörn með lykilnúmeri og geta eigendur tækjanna ráðið því hverjir ná símasambandi við þá og hverjir ekki. Nothafar gefa aðeins ákveðnum að slá inn lykiltöluna og þá fyrst aðilum upp lykiltölu, auk skráðs hringir síminn. Hægt er að breyta eða óskráðs símanúmers. í tækinu lykilnúmerinu hvenær sem er. er símsvari sem gefur skipun um Sjá Daglegt líf bls. B1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.