Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992 Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrsti skóladagurinn Fyrsti skóladagurinn er í hugnm flestra afar spennandi, en nemendur í fyrsta bekk barnaskólanna á Akureyri sátu sinn fyrsta skóladag í gær. Á myndinni eru þær fremstar Ama Gerður og Katrín sem eru í Barnaskóla Akureyrar. Sléttuúlf- arnir spila í Sjallanum Lokadansleikir Sléttuúlfanna verða í Sjallanum á Akureyri um helgina, en hljómsveitin hefur ver- ið á ferð um landið frá því um verslunarmannahelgi undir slag- orðinu „Líf og fjör um landið." Sléttuúlfamir leika í Sjallanum í kvöld, föstudagskvöld og einnig ann- að kvöld, laugardagskvöld, 11. og 12._ september. í hijómsveitinni em þeir Björgvin Halldórsson, gítar og söngur, Gunnar Þórðarson, gítar og söngur, Magnús Kjartansson, hljómborð og söngur, Tómas Tómasson, bassi og trommu- leikarinn Einar V. Scheving. Leikin verða lög sem hljómsveitin hefur gefið út á hljómplötum og eins eru á dagskránni fy'öldi laga sem meðlim- ir hljómsveitarinnar hafa gert vinsæl í gegnum tíðina. (Úr fréttatilkynningu) Átak í atvinnumálum Tæplega 60 manns hafa nú þegar fengið atvinnu „ÁTAKIÐ fer vel af stað, fyrsti hópurinn byijaði að vinna nú i vikunni og fólk er að skrá sig til vinnu af miklu kappi,“ sagði Armann Gylfa- son sem umsjón hefur með svokölluðu átaki i atvinnumálum sem hrint var af stað á Akureyri eftir að jákvætt svar barst frá Atvinnuleysis- tryggingasjóði um framlag til verkefnisins í stað þess að greiða atvinnu- leysisbætur. Ármann sagði að rætt væri um að ráða um 80 manns í vinnu í tvo mánuði til að byija með og væri gert ráð fyrir að leggja um 15 miilj- ónir króna fram vegna ýmissa verk- efna sem unnin verða á þessu tíma- bili, en bæjarstjóm Akureyrar sam- þykkti á fundi í fyrri viku að veita allt að 8 milljónum króna á móti framlagi Atvinnuleysistryggingar- sjóðs til að spoma gegn atvinnuleysi í bænum. Ármann sagði að unnið yrði að ýmsum verkefnum, m.a. við gróður- setningu í Kjamaskógi og ýmis verk- efni á vegum Umhverfísdeildar bæj- arins, þá væri fólk við störf hjá Nátt- úrufræðistofnun, Minjasafni og eins hefði verið ráðið fólk til að sinna gangbrautarvörslu í upphafi skóla- árs. Þá væri einnig fyrirhugað að einhver hópur yrði við störf vegna framkvæmda við væntanlega menn- ingarmiðstöð í Grófargili. „Það vom ekki vandræði að finna verkefni, þau er næg,“ sagði Ármann. íþróttakennarar á Norðurlandi eystra Hættuleg þróun í þjálfun „VIÐ íþróttakennarar á Norðurlandi eystra viljum beina því til sljóm- ar íþróttakennarafélags íslands að hún standi vörð um starfsheiti og fagmenntun okkar og um leið koma í veg fyrir þá hættulegu þróun sem á sér stað í þjálfun leiðbeinenda í líkamsræktarstöðvunum," segir I ályktun sem iþróttakennarar á Haustþingi Bandalags kennara á Norð- urlandi eystra hafa samþykkt. „Við teljum að líkamsræktarstöðv- ar hafi ekki heimild til að útskrifa leiðbeinendur í líkamsrækt og gefa þeim heimild til að taka að sér þjálf- un sem fullgildir leiðbeinendur," seg- ir einnig í ályktuninni. Þá segir að íþróttakennarar, sem fagfólk á sviðinu geti ekki látið það afskiptalaust að fólk með enga und- irstöðu né nægilega fagþekkingu skuli geta tekið að sér það ábyrgð- arfulla starf að þjálfa og kenna fólki eftir einungis nokkurra tíma nám- skeið. „Þess vegna krefjumst við þess að stjórn Iþróttakennarafélags ís- lands gripi þegar í taumana og stöðvi þessa varasömu þróun, í samstarfi við annað fagmenntað fólk í heilsu- rækt,“ segir að lokum í ályktun íþrót- takennaranna. Auglýsing um útboð Félagsstofnun stúdenta á Akureyri óskar eftir tilboðum í byggingu stúd- entagarða við Klettastíg 6 (hús C). Húsið er samtals um 450 m2, hluti á 1 hæð og hluti á 2 hæðum, auk frístandandi hjóla- og sorp- geymslu. Húsið er einangrað að utan. Þak er pappa- lagt. Húsinu skal skila fullgerðu 10. ágúst 1993. Útboðsgögn fást á Verkfræðistofu Norðurlands hf., Hofsbót 4, Akureyri. Verð kr. 7.000,-. Tilboð verða opnuð á Verkfræðistofu Norðurlands hf. kl. 12.00 föstudaginn 18. september nk. Þegar hafa á bilinu 50 til 60 manns, sem áður voru á atvinnuleys- isskrá fengið vinnu vegna þessa átaks í atvinnumálum og sagði Ár- mann að verkefnið hefði farið vel af stað og mikið um að fólk væri að skrá sig þessa dagana. Til að byija með verður fólki boðið upp á atvinnu í 6 vikur, í einn og hálfan mánuð, að sögn Ármanns, en síðar verður athugað með framhaldið. Ekki er enn ljóst hvort greiða þarf virðisaukaskatt vegna þessarar vinnu, en Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs sagði að fjármálaráðherra hefði verið gerð grein fyrir málinu sem og því viðhorfí sveitarstjómar- manna að eðlilegt væri að skatturinn verði felldur niður eins og þegar um vinnu skólafólks væri að ræða. Sig- urður sagði að þetta mál væri til at- hugunar hjá fjármálaráðuneytinu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Ferðaskrifstofan Urval-Utsýn opnaði söluskrifstofu á Akureyri í gær, en frá vinstri á myndinni eru Anna Guðmundsdóttir afgreiðslu- stjóri, Ingibjörg Tryggvadóttir og Björk Viðarsdóttir sem hlutu ferð til Edinborgar, Sigríður Sigtryggsdóttir, Guðlaug Ringsted og Sigríð- ur Ujartardóttir. Urval-Utsýn opn- ar söluskrifstofu FERÐASKRIFSTOFAN Úrval-Útsýn opnaði formlega í gær söluskrifstofu á Akureyri, en fram til þessa hefur Ferðaskrifstofa Akureyrar verið umboðsaðili Úrvals-Útsýnar I bænum. Ferðaskrifstofa Akureyrar hefur verið lögð niður og Úrval-Útsýn hafið sjálfstæða starfsemi í húsnæði því sem Ferðaskrifstofa Akureyrar hafði til ráðstöfunar við Ráðhústorg 3. Með opnun sjálfstæðrar söluskrif- stofu á Akureyri er ætlunin að ná fram meira hagræði með stærri og öflugri einingum og um leið að bæta þjónustu við viðskiptavini, en sölu- skrifstofa Úrvals-Útsýnar á Akureyri hefur verið tengd móðurtölvu ferða- skrifstofunnar þannig að starfsfólk getur gefið nákvæmar upplýsingar um ferðamöguleika á meðan við- skiptavinurinn staldrar við, að sögn forráðamanna fyrirtækisins. í tilefni af opnun söluskrifstofunn- ar voru dregin út nöfn tveggja far- þega, sem bókað höfðu ferð til Edin- borgar beint frá Akureyri. Þær Björk Viðarsdóttir og Ingibjörg Tryggva- dóttir, báðar á Akureyri, voru þær heppnu og fengu þær andviðri Edin- borgarférðarinnar endurgreitt að fullu. Við opnunina í gær afhenti Anna Guðmundsdóttir formanni Fé- lags eldri borgara á Akureyri, Aðal- steini Óskarssyni, ferðavinning fyrir tvo til Kanaríeyja og hefur félagið vinninginn til fijálsrar ráðstöfunar. Starfsfólk Ferðaskrifstofu Akur- eyrar mun áfram starfa hjá Úrval- Utsýn og er Anna Guðmundsdóttir afgreiðslustjóri söluskrifstofunnar. Úrval-Útsýn mun greiða Akur- eyrarbæ aðstöðugjald af þeirri starf- semi ferðaskrifstofunnar sem fram fer í bænum. Dr. Jón Magnús Einarsson. Doktor í líffræði JÓN MAGNÚS Einarsson lauk nýlega doktorsprófi (Ph.D.) í líf- fræði við University College í Dublin á írlandi. Ritgerðin ber heitið „Cyclical changes, kinetic behaviour and localization of C4 lactate dehydrogenase in the ret- ina of the cichlid fish Oreoc- hromis mossambicus“ og fjallaði um hlutverk lífhvatans C4-LDH í sjónu fiska. Rannsóknirnar sýndu að lífhvati þessi var tjáður í sjónfrumum (stöf- um og keilum) og stoðfrumum (glia) sjónunnar. Styrkur lífhvatans var mismikill í ljósi og myrkri. Styrkur- inn breyttist eingöngu í stoðfrum- um en ekki í stöfum og keilum. Einnig fannst lífhvatinn C.-LDH óvirkur í kjörnum þeirra frumu- gerða sem tjáðu hann. Þessar niður- stöður benda til áður óþekktra tengsla milli taugafruma og stoð- fruma í sjónu og styðja nýjar niður- stöður sem benda til þess að LDH- lífhvatinn taki beinan þátt í stjórn á tjáningu á sínu eigin geni. Höfundur hlaut þriggja ára styrk til verksins frá „The Irish Medical Research Council“ og lán frá Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Jón Magnús Einarsson lauk stúd- entsprófí við Menntaskólann í Kópavogi 1977, BS-prófi í líffræði við Háskóla íslands 1982 og viðbót- arverkefni við líffræðiskor HÍ 1985. Árið 1985-1990 stundaði hann doktorsnám við dýrafræðideild Uni- versity College undir handleiðslu dr. Yvette Kunz-Ramsay. Jón vinn- ur nú við rannsóknir á lifefnafræði- stofu læknadeildar HÍ. Foreldrar Jóns eru þau Einar Júlíusson, fyrrverandi byggingar- fulltrúi, og Olafía G. Jóhannesdótt- ir, fyrrverandi skrifstofumaður. Eiginkona Jóns er Anna Kristín Daníelsdóttir líffræðingur og mun hún bráðlega ljúka doktorsprófi í líffræði við sama háskóla. Þau eiga tvö börn. Þórdís við eitt verka sinna. ■ SÝNING á málverkum eftir Þórdísi Árnadóttur verður opnuð í verslunni Borði fyrir tvo í Borgarkringlunni á morgun, laug- ardag, kl. 13. Þórdís er af yngri kynslóðinni, nýlega komin heim frá Danmörku en þar stundaði hún nám við „Det Fynske Kunstakademi". Myndirnar eru málaðar með akrýl, flestar á þessu ári. Þetta er önnur sýning Þórdísar Árnadóttur á ís- landi en áður sýndi hún vorið 1991 í Gunnarssal, Þernunesi 4. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.