Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C Viðræður allra flokka í Svíþjóð Vilja þjóðarsátt í efnahagsmálum Stokkhólmi. Reuter. CARL Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur ákveðið að efna til viðræðna við stjórnarandstöðuna, jafnaðarmenn, í þeirri von, að unnt verði komast að eins konar þjóðarsátt um efnahagsmálin. Jafn- aðarmenn hafa lengi hvatt til slíkra viðræðna en það er óróleikinn í gjaldeyrismálum og mikill efnahagsvandi, sem virðast ætla að gera þær að veruleika. í kjölfar gengisfalls finnska marksins hækkaði sænski seðla- bankinn skammtímavexti á lánum til annarra banka upp í 75% og tókst með því að veija gengi krónunnar, um stundarsakir að minnsta kosti, og snúa við vaxandi fjármagnsflótta frá Svíþjóð. Um þessar aðgerðir var einhugur á sænska þinginu en Lars Christiansson, talsmaður Bildts, sagði í gær að nauðsyn væri á þjóð- arsátt í glímunni við efnahagsvand- ann. „Við ætlum að ræða við jafnað- armenn um allar hliðar þessa máls og leggja okkur fram um að ná sam- komulagi. Það getur skipt sköpum fyrir traust þjóðarinnar og efnahags- lífsins út á við,“ sagði Christiansson. Til þessa hefur ríkisstjórn borg- araflokkanna fjögurra skellt skolla- eyrum við áskorunum jafnaðar- manna um viðræður af þessu tagi en atburðir síðustu daga, vaxgndi ijárlagahalli og atvinnuleysi hafa breytt myndinni mikið. Við það bæt- ist líka að vegna ágreinings innan stjórnarinnar er óvíst að hún hafi meirihluta á þingi fyrir miklum nið- urskurði ríkisútgjalda og þá virðist eini kosturinn vera að fella gengi Jafntefli Sveti Stefan. Reuter. JAFNTEFLI varð í sjöttu skák- inni í einvígi þeirra Bobby Fisc- hers og Borís Spasskíjs. Sagt er, að Fischer hafi tekið ósigrinum í fimmtu skákinni illa en hann virtist vera búinn að jafna sig á honum þegar hann settist að tafl- gær en þá hafði hann svart. mu Spasskíj fékk þó fljótlega mjog vænlega stöðu en Fischer náði að jafna taflið þegar á leið. Sjá skákskýringu á miðopnu. krónunnar. Jafnaðarmenn hafa skorað á stjórnina að hætta við fyrirhugaðar skattalækkanir og einnig við hugs- anlegt frumvarp um aðstoð við barnafjölskyldur fyrir utan opinbera kerfið. Það er sérstakt hugðarefni kristilegra demókrata og þeir hafa hótað stjórnarslitum verði það ekki samþykkt. Er talið líklegt að þeir verði helsti þröskuldurinn í væntan- legum viðræðum stjórnmálaflokk- anna. Rússneska landhelg- in opnuð STJÓRNVÖLD í Rússiandi og á Tævan hafa samið um aukið sam- starf í fiskveiðimálum en það fel- ur meðal annars í sér að tævönsk- um sjómönnum verður leyft að veiða innan 200-míIna-lögsögunn- ar rússnesku. Var frá þessu skýrt í The Free China Journal fyrir nokkrum dögum. Innan rússnesku lögsögunnar eru víða mjög auðug fiskimið, til dæmis í Kyrrahafi og Barentshafi, og stjórnvöld á Tævan og talsmenn sjó- manna hafa fagnað samstarfssamn- ingnum við Rússa. Eins og líklegt er munu skipin frá Tævan veiða inn- an rússnesku lögsögunnar í Kyrra- hafi en á móti ætla stjórnvöld þar að leggja nokkuð af mörkum við uppbyggingu efnahagslífsins á rússneska austursvæðinu, Vladív- ostok, Kamtsjatka og á Sakhalín. Verður það aðallega fólgið í miðlun ýmiss konar tækniþekkingar. Afhendingu Kúrileyja mótmælt Reuter Borís Jeltsín, forseti Rússlands, aflýsti í fyrradag fyrirhugaðri heimsókn sinni til Japans á sunnudag en tilefni hennar var ekki síst að ræða hugsanlega afhendingu Kúrileyja, sem Rússar tóku af Japönum undir lok síðasta stríðs. I Rússlandi er vaxandi and- staða, einkum meðal harðlínumanna, við að láta þær af hendi og var þessi mynd tekin þegar afhending- unni var mótmælt í Moskvu í gær. Sjá bls. 21 Friðargæslulið SÞ í Bosníu verður eflt Sarajevo. Reuter. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Boutros Boutros-Ghali, lagði til í gær, að fjölgað yrði í friðargæslusveitum samtakanna í Bosníu um 6.000 manns en gæsluliðarnir eru nú 1.500 að tölu. Utan- ríkisráðherra Júgóslavíu eða Serbíu og Svartfjallalands sagði af sér í gær vegna óánægju með frammistöðu Milans Panics forsætisráð- herra, sem hann segir vinna gegn serbneskum hagsmunum. Boutros-Ghali leggur til í skýrslu til öryggisráðsins, að tala friðar- gæsluliða í Bosníu verði fimmfölduð en hann nefndi hins vegar ekki hugmyndir um, að bílalesta með hjálpargögn yrði gætt úr lofti. Er búist við, að öryggisráðið samþykki Ársskýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins komin út Mesta hættan stafar af vaxandi fjárlagahalla Washinjrton. Reutcr. MESTA hættan, sem steðjar að efnahagslífi heimsins, er vaxandi fjárlagahalli, einkum í Bandaríkjunum og öðrum iðnrikjum. Segir svo í ársskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, sem skorar jafn- framt á stjórnmálarnenn að hverfa af þessari óheillabraut með því að hækka skatta eða skera niður útgjöld og helst hvort tveggja. í ársskýrslu IMF segir, að mikill fjárlagahallkvaldi meðal annars stór- aukinni ásókn í takmarkaðar auð- lindir og haldi vaxtastigi almennt mjög háu. Þá séu afleiðingar hans líka þær, að ríkisstjórnir séu ófærar um að bregðast við eða ráða við þá erfiðleika, sem upp kunna að koma. Telur stjórn IMF, að allt sé betra en sitja með hendur í skauti í þessum efnum og því eigi ríkisstjórnir ekki að hika við skattahækkanir og niður- skurð sé ekki öðrum ráðum til að dreifa. Stjórn IMF hefur lengi verið gagnrýnin á gífúrlegan fjárlagahalla í Bandaríkjunum en hann er einnig mikill í Bretlandi og í Þýskalandi í kjölfar sameiningar þýsku ríkjanna. Hefur kostnaður við hana reynst miklu meiri en spáð hafði verið og því hefur þýski seðlabankinn hækk- að vexti til að koma í veg fyrir verð- bólgu. Hafa þessir háu vextir síðan aukið á efnahagssamdráttinn í öðr- um Evrópuríkjum og valdið gengis- falli dollarans. Embættismenn IMF taka þó fram, að ekki sé mælt með því, að Þjóðverjar slaki á klónni í peningamálum í ljósi þeirra erfið- leika, sem þeir eiga við að glíma. tillögur framkvæmdastjórans strax í dag og einnig aðra ályktun um bann við flugi herflugvéla yfir Bosníu. Hefur þeim að vísu ekki verið beitt þótt vitað sé, að Serbar ráði yfir þeim. Cyrus Vance, sendifulltrúi SÞ, og Owen lávarður, milligöngumað- ur Evrópubandalagsins, komu í gær til Sarajevo eftir strangt ferðalag og tókst þá að fá fulltrúa fjand- mannafylkinganna til að samþykkja vopnahlé um stundarsakir. Sagði Owen, að lítil von væri um frið í Bosníu á næstunni en hann kvaðst þó binda vonir við friðarviðræðurn- ar í Genf 18. þ.m. en fulltrúar Serba, Króata og múslima hafa fallist á að taka þátt í þeim. Vladislav Jovanovic, utanríkisráð- herra Júgóslavíu og skjólstæðingur Slobodans Milosevics forseta, sagði af sér embætti í gær. Sagði hann ástæðuna vera þá, að Panic forsætis- ráðherra ynni gegn hagsmunum Serba. Þykir afsögnin mikill sigur fyrir Panic en hann sagði í síðustu viku, að gömlu valdamennirnir í landinu, sem bæru ábyrgð á því ástandi, sem nú ríkti í landinu, ættu að fara frá. Þá hefur Panic einnig skipt um alla menn í nefndinni, sem tekur þátt í viðræðunum í Genf, og sagði við það tækifæri, að gamla nefndi hefði „ávallt klúðrað öllu“. NAFO-sam- komulag í sjónmáli Brussel. Reuter. VONAST er til, að samkomu- lag um stjórn fiskveiða á Norðvestur-Atlantshafi takist á fundi NAFO (Norðvestur- Atlantshafsfiskveiðinefndar- innar) í næstu viku. Manuel Marin, sem fer með fiskveiði- mál í frainkvæmdastjórn Evr- ópubandalagsins, skýrði frá því í gær. Aðilar að NAFO eru Kanada, aðrar þjóðir við Norður-Atlants- haf, EB-ríkin og nokkur Austur- Evrópuríki og var nefndin stofn- uð árið 1979. Hafa fiskifræðinga á hennar vegum jafnan lagt fram titlögur um hámarksafla en ekki hefur alltaf verið eftir þeim far- ið. Hafa Kanadamenn lengi sak- að EB-rikin um rányrkju á kana- díska landgrunninu en þorsk- veiðar við Nýfundnaland hafa verið bannaðar í tvö ár vegna hruns í stofninum. Marin neitaði því í gær, að ofveiði EB-ríkja, aðallega Spán- veija og Portúgala, væri að kenna hvernig komið er. Sagði hann ástæðuna vera verri skil- yrði í sjónum, veiðar fiskiskipa frá ríkjum utan NAFO og síðast en ekki síst allt of mikil sðkn Kanadamanna sjálfra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.