Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992 19 Tekið út af sparisjóðsbók án leyfis eiganda Óheimil úttekt eða vanaleg leiðrétting? MAÐUR uppgötvaði snemma í aprílmánuði að teknar höfðu verið út 120 þúsund kr. af sparisjóðsbók hans í útibúi íslandsbanka í Kringiunni, án þess að hann hefði veitt leyfi til þess. Um var að ræða innlegg frá fyrirtækinu Ártaki hf. og hafði eigandi fyrirtæk- isins fengið ieyfi gjaldkera í útibúinu að taka það út af sparisjóðs- bókinni og bar hann því við að mistök hefðu átt sér stað. Útibús- stjóri Islandsbanka segir að hér ingu á rangri færslu að ræða. Eftir að greiðslan hafði verið lögð inn á reikning mannsins og staðfesting þar um gefin til beggja aðila kom upp missætti milli þeirra, að því er fram kemur í máli Vil- hjálms Árnasonar, formanns Neyt- endafélags Akureyrar og nágrenn- is, sem fjallað hefur um mál þetta. Þremur dögum eftir að greiðslan var innt af hendi fór greiðandinn í afgreiðslu íslandsbanka og sagði starfsmönnum þar að umrætt inn- legg hans til þessa viðskiptamanns Islandsbanka hefðu verið mistök. Starfsmenn bankans könnuðu hvort hann væri sá sami og lagði inn peningana, 120 þúsund kr., og leyfðu honum síðan að taka út alla upphæðina. Reikningshafinn kvartaði þegar hann uppgötvaði þetta. Útibús- stjórinn vísaði manninum á greið- andann og sagði honum sjálfum að reyna að endurheimta pening- ana. Björn Eysteinsson útbússtjóri íslandsbanka í Kringlunni segir að hér hafi verið um leiðréttingu á færslu að ræða en ekki óheimila úttekt. „Ártak hf., sem er í banka- viðskiptum við Landsbankann, millifærði af sínum bankareikningi í gegnum tölvu, sem er tengd Reiknistofu bankanna, kr. 120 þúsund, inn á reikning verktaka í viðskiptum við ísiandsbanka. Færslan var gerð á föstudegi, 10 hafi verið um vanalega leiðrétt- mínútum fyrir lokun bankans. Kl. 9, eða 15 mínútum áður en íslands- banki opnar næsta mánudag, hringdi eigandi Ártaks í starfs- mann íslandsbanka og sagðist þurfa að bakfæra færslu sína frá því rétt fyrir kl. 4 á föstudeginum. Starfsmaður íslandsbanka hafði samband við Landsbankann og sannreyndi færsluna frá því á föstudeginum og framkvæmdi síð- an umbeðna leiðréttingu," sagði Björn. Hann sagði að nokkrum dögum síðar hefði verktakinn haft sam- band við íslandsbanka og farið þess á leit við bankann að hann greiddi sér út kr. 120 þúsund kr. I máli hans hafi komið fram að hann ætti í deilum við Ártak hf. út af verklokum. „Það er nánast daglegt við- fangsefni í bönkum og sparisjóðum landsins að bakfæra og leiðrétta en slíka hluti þarf að vinna með mikilli varúð. í umræddu tilfelli var Islandsbanki að leiðrétta milli- færslu skömmu eftir að uppruna- leg færsla var gerð en ekki að taka út af reikningi eftir marga daga án heimildar. Þetta er kjarni málsins," sagði Björn. Bankaeftirlitið neitaði að tjá sig um málið í gær en upplýsti þó að almennt væru slíkar leiðréttingar ekki stundaðar innan bankakerf- isins. Virkir-Orkint Ljósmyndir Lárusar Karls í Hafnarborg SÝNING á ljósmyndum Lárusar Karls Ingasonar verður opnuð í Sverrissal í Hafnarborg á morg- un, laugardag, kl. 14. Sýningin er sett upp í tilefni af útkomu bókarinnar Strauma sem geymir portrettljósmyndir af fjöl- mörgum hafnfirskum listamönnum ásamt texta er veitir innsýn í hugarheim þeirra. Bókin verður til sölu á sýningunni. Sýningin í Sverrissal stendur til 27. september og er opin kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ ♦ V eitingastaður- inn Tunglið Opnað á ný eftir miklar breytingar Veitingastaðurinn Tunglið á Lækjargötu opnar í kvöld á ný eftir töluverðar breytingar. í fréttatilkynningu frá Tungl- ingu segir að mikið hafi verið lagt í breytingar á húsinu og að sköpuð hafi verið ný heildarmynd. í tilkynningunni segir jafnframt að ströng dyravarsla verði á staðn- um og sé ætlunin að halda meðal- aldrinum í kringum 25 ára og stefnt sé að því að enginn standi lengur en 10 mínútur í biðröð fyr-. ir utan staðinn. Hundaræktarfélag Islands Tríó Reykjavíkur Tónlistarfélagið Margrét Bóasdóttir og Tríó Reykjavíkur á tónleik- um í Islensku óperunni FYRSTU tónleikar Tónlistarfé- lagsins á þessum starfsvetri verða haldnir laugardaginn 12. septem- ber í íslensku óperunni. Þá konia fram Tríó Reykjavíkur og Mar- grét Bóasdóttir söngkona. Tónlistarfélagið í Reykjavík var formlega stofnað 27. júní 1932 og hefur félagið þvi staðið fyrir tón- leikaröð í 60 ár. Frá upphafi hafa kennarar Tónlistarskólans í Reykja- vík átt virkan þátt í tónleikahaldi félagsins og svo verður einnig á þessum tónleikum. Tríó Reykjavíkur, sem er skipað Guðnýju Guðmunds- dóttur, Gunnari Kvaran og Halldóri Haraldssyni, mun leika Tríó í c-moll op. 1 eftir Beethoven og Tríó í C- dúr op. 87 eftir Brahms og, ásamt Margréti Bóasdóttur sópran, flytja þau sjö rómönsur við ljóð eftir Alex- ander Blok eftir Sjostakóvítsj. Tónleikarnir hefjast kl. 14.30 og miðasala verður við innganginn. Margrét Bóasdóttir 20.30 OPNUNARTÓNLEIKAR. flvtj.: M.a. Slagverkshópurinn Spectra SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER SALUR Verzlunarskóla Islands Tilnefnt sem ráðgjafi í orkumálum á Kamtsjatka FRAMLAG ríkisstjórnarinnar til aðstoðar við fyrrum lýðveldi Sovétríkj- anna nemur alls 17 milljónum kr. og fjölmörg verkefni eru í undirbún- ingi í tengslum við aðstoðina. Má þar nefna starfsþjálfun fyrir hóp manna frá Kamtsjatka þar sem lögð verður áhersla á sjávarútveg og fiskvinnslu. Fyrirtækið Virkir-Orkint hefur verið tilnefnt sem ráðgjafi orkumála á Kamtsjatka. Meira en 30 fyrirtæki koma við sögu þar sem fulltrúum fyrirtækja frá Kamtsjatka verður kynnt allt sem snertir rekstur fyrirtækja, rannsókn- ir, uppbyggingu fiskvinnslu, fisk- markaði, framleiðslu tækja og um- búða, segir í frétt frá utanríkisráðu- neytinu. 10-12 manna hópur frá Kamtsjatka er væntanlegur til ís- A HOTEL ISLANDI DAGANA 11., 12. OG 18., 19, SEPT. 1992 BORÐAPANTANIR I S: 687111 HÓTEL VA8IPS Á VEGGI, LOFT OG GÓLF TRAUSTARI HUÓÐEINANGRUN, ÞYNGRI OG STEINULL ÞVÍ ÓÞÖRF. A FLOKKUR ELDTRAUSTAR VATNSHELDAR ÖRUGGT NAGLHALD KANTSKURÐUR SEM EGG HOLLENSK GÆÐAVARA ►.MB6BÍM5S0N&CD ARMULA29, SlMI 3S640 lands í októbermánuði til starfsþjálf- unarinnar, sem skipulögð er af Út- flutningsráði íslands. Þá hefur fyrirtækinu Virkir-Orkint verið veittur styrkur til að bjóða jarð- hitasérfræðingi námsdvöl við Jarð- hitaskóla Sameinuðu þjóðanna og til þess að fá jarðhitasérfræðinga frá Kamtsjatka og Georgíu hingað til lands. I þessu sambandi má geta þess að fyrirtækið hefur nú verið til- nefnt sem ráðgjafi orkumála á Kamt- sjatka, á sviði jarðhita og vatnsorku. 24 hundakyn á sýningu HUNDASÝNING Hundaræktarfélags íslands verður haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík sunnudaginn 13. september nk. Sýndir verða rúmlega 240 hundar af 24 hundakynum og er þetta stærsta sýning félags- ins til þessa. Dómarar verða þau Marianne Furst Dani- elson og Kenneth Edh frá Svíþjóð. í fréttatilkynningu segir: j,Sú nýlunda verður á þessari sýningu að í fyrsta sinn á Islandi verður sýningaratriðið Ungir sýnendur þar sem börn og unglingar á aldrinum 8-15 ára sýna hunda sína. Sýnt verður í tveimur aldurshóp- um, 8-11 ára og 12-15 ára, og verður besti sýnandinn valinn úr hvorum aldurshópi. I þessu atriði er hundurinn ekki ræktunardæmdur heldur er megináherslan lögð á að sýna tengsl barns og hunds.“ Dómar hefjast klukkan 9 og lýkur með úrslitum og verð- launaafhendingu kl. 16. Ungir sýnendur koma fram klukk- an 15.30. FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER LANGHOLTSKIRKJA. 20.30 Flytj.; Caput 20.30 STRENGJAKVARTETTAR Flytj.: Vertavo-hópurinn. v •• -"A FÖSTUDAGUR 1 1. SEPTEMBER Langholtskirkja. 20.30 Huómsveitarverk. Flytj.: SlNFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS. PRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER LlSTASAFN ÍSLANDS. 20.30 KAMMERVERK. Flytj.: M.a. Blásarakvintett REYKJAVÍKUR. Miðvikudagur 9. SEPTEMBER Norræna húsið. ;f t ;" Laugardagur 12. SEPTEMBER Haskolabio, salur 2. 12.30 raftónleikar. flvtj.: M.a. norrænn tölvutónl. kvartett.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.