Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992 Jarðhitaleit í A- Skaftafellssýslu * Arangnr kallar á frekari rannsóknir GÓÐUR árangur af jarðhitaleit í Austur-Skaftafellssýslu kallar á frekari rannsóknir og þeir sem staðið hafa að rannsóknum á þessu í sumar vilja að boraðar verði tvær 100-200 metra djúpar tilraunaholur í grennd við Miðfell og Hoffell. Þar hefur fundist 80 gráðu heitt vatn og jafnframt er farið fram á að á þessu svæði verði boruð ein 500-1000 metra djúp vinnsluhola. Þessar upplýsingar komu fram í fyrirspumartíma á Alþingi er Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra svaraði fyrirspum frá Hjörleifi Guttormssyni þingmanni Alþýðubandalagsins um niðurstöður af þessum rannsóknum og hvort fyrirhugaðar væru til þeirra frekari fjárveitingar í fjárlögum fyrir 1993. í máli Jóns Sigurðssonar kom fram að það var héraðsnefnd Austur- Skaftafellssýslu sem óskaði eftir því við Orkuráð í desember á síðasta ári að jarðhitaleit færi fram í sýslunni. Var erindi þetta samþykkt með þeim skilyrðum að leitin yrði sem næst Höfn í Hornafirði. Það var jarðfræði- stofan Stapi sem annaðist verkið. í áfangaskýrslu sem Stapi hefur sent frá sér kemur í ljós að alls voru boraðar 50 holur í sýslunni en svæð- ið við Miðfell og Hoffell, í um 20 km íjarlægð frá Höfn, er talið hvað efni- legast. Jón Sigurðsson segir að í ljósi þessarar niðurstöðu sé ljóst að frek- ari rannsóknir séu æskiiegar en jafn- framt nauðsynlegt að gera saman- burð á því hvort hagkvæmara sé að nota heitt vatn til h'úshitunar á Höfn í stað raforku eins og nú er. Hvað fjárframlög varðar á næstu fjárlög- um segir Jón að fé sé ætlað Orku- sjóði í fjárlögum 1993 og það sé Orkusjóðs að meta til hvaða rann- sókna því fé sé varið. Ekki hafi bor- ist frekari beiðnir frá Austur-Skafta- fellssýslu um stuðning við áfram- haldandi leit að jarðhita á svæðinu. Hjörleifur Guttormsson segir að hann telji að halda beri áfram rann- sóknum á þessu svæði með hugsan- lega nýtingu jarðhitans í huga og hann væntir þess að iðnaðarráðherra styðji við bakið á þeirri viðleitni. mm ipn fc ■l 1 Morgunblaðið/Kristinn Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hélt ræðu við setningu ráðstefnu norrænna háskólamanna. Siljandi f.v.: Gunnar Skaug, for- maður utanríkismálanefndar norská'Stórþingsins og Heimir Páls- son, formaður Bandalags háskólamanna. Ráðstefna norrænna háskólamanna í Reykjavík Um 100 ráðstefnugestir ræða hlutverk norrænna þjóða í breyttri Evrópu, atvinnumál, menntun og hagsmunamál háskólamanna. Þróunin í Evrópu og samvinna liáskólamanna efst á baugi RÁÐSTEFNA norrænna háskólamanna, Nordiskt Akademikerfor- um, var sett á Hótel Sögu í gær og stendur til laugardagsins 12. september. Þróun mála í Evrópu og samvinna háskólamanna er umræðuefni um 100 ráðstefnugesta. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og Gunnar Skaug, formaður utanríkismálanefndar norska Stórþingsins, héldu ræður við opnunarathöfnina. Heimir Pálsson, formaður Bandalags háskólamanna, setti ráðstefnuna í Súlnasal. Því næst tók frú Vigdís Finnbogadóttir til máls og ræddi stöðu Norðurlanda í samfélagi þjóðanna á öld tækni og stórstígra breytinga. Sagði for- setinn svartsýnismenn telja hefð- bundið norrænt samstarf heyra sögunni til, en hún vildi ekki taka undir þær raddir. Forsetinn vitnaði í Jón úr Vör sem orkti „Enginn slítur þau bönd, sem hann er bund- inn heimahögum sínum.“ Uppruni okkar fylgir okkur alla ævi. Norr- ænar tungur eru af einum stofni og eiga þátt í því að við hugsum á líkum nótum. Benti forsetinn á að þessi skyldleiki og landfræðileg nálægð hefur þau áhrif að þjóðir heims líta Norðurlöndin gjarnan sem eina heild. Forsetinn minnti á að menningin er ekki ódauðleg, heldur verður að rækta hana og vernda. Menningarleg samvinna Norðurlandaþjóða er ekki síður mikilvæg en efnahagslegt og stjómmálalegt samstarf.. Gunnar Skaug ræddi um stöðu Norðurlandanna í ljósi stjórnmála- þróunar í Evrópu. Hann sagði að Evrópubandalagsþjóðirnar stefndu nú að líkum markmiðum og Norðurlandaþjóðir hafa haft í mörg ár, það er friði, umhverfisvernd og félagslegu öryggi. Með virkri þátt- töku í samstarfi Evrópuþjóða gætu Norðurlöndin haft áhrif á þróun- ina. Gunnar Skaug benti á að þátt- taka einnar eða fleiri norðurlanda- þjóða í Evrópubandalaginu hlyti að hafa áhrif á norræna samvinnu. Þungamiðja samstarfs þeirra þjóða yrði væntanlega innan marka Evr- ópubandalagsins. Gunnlaugur Ástgeirsson, stjóm- armaður í BHM, er framkvæmda- stjóri ráðstefnunnar. Hann sagði fundi af þessu tagi haldna til skipt- is á Norðurlöndunum þriðja hvert ár. Gunnlaugur sagði efni fundar- ins að ræða ýmsar hliðar á þróun mála í Evrópu, meðal annars hvort Norðurlönd hefðu eitthvað fram að færa á vettvangi Evrópuþjóða. Þá verður rætt um samvinnu há- skólamanna í Evrópu, atvinnumál, NÚ ERU til afgreiðslu fram- kvæmdaáætlanir upp á samtals 96,5 milljónir króna vegna snjó- flóðavarna á tveimur stöðum, það er Flateyri og Seyðisfirði. Endanlegar tillögur þessara sveitarfélaga bárust Almanna- vörnum ríkisins til afgreiðslu í sumar og umfjöllun um þær er en aukins atvinnuleysis gætir meðal háskólafólks, og samstarf við háskólamenn í Austur-Evr- ópu. Forseti Islands tók á móti há- skólamönnum á Bessastöðum síð- degis í gær og í dag tekur mennta- málaráðherra, Ólafur G. Einars- son, á móti ráðstefnugestunum. hafin i ofanflóðanefnd og al- mannavarnaráði. Hrein eign Of- anfljóðasjóðs um síðustu áramót nam 93 milljónum króna og ljóst að sú upphæð ásamt fyrirsjáan- legum tekjum nægir engan veg- inn til að sinna þeim verkefnum sem æskilegt væri að sinna á næstu árum. Varnir gegn snjóflóðum Framkvæmdaáætlan- ir upp á 96 milljónir 93 milljónir kr. til í Ofanflóðasjóði Hugsa um að gera eitthvað spennandi — segir Hringur Jóhannesson listmálari TVO ÁR eru liðin frá síðustu stóru sýningu Hrings Jóhannesson- ar og síðan þá hafa listunnendur þurft að láta sér nægja tvær minni. Á morgun verða hins vegar opnaðar sýningar á 92 verkum listamannsins. Annars vegar verða sýndar 42 olíu- og 30 litkrítar- myndir í Norræna húsinu. Hins vegar verða sýndar 20 teikningar í Stöðlakoti á Bókhlöðustíg. Sýningarnar verða opnaðar á morg- un kl. 14 og standa yfir til 27. september. Hringur Jóhannesson listmálari. Morgunbiaðið/Kristján Pétur Listamaðurinn var í óða önn að setja upp verk sín í Norræna hús- inu þegar blaðamann bar þar að garði fyrr í vikunni. Bjart var yfir myndunum sem þegar voru komn- ar á veggina. Þær voru í skærum litum, nákvæmar og léttar, eins og til að fá fólk til að líta bjartari augum á tilveruna. Hringur sagðist ýmist mála þær á staðnum eða eftir ljósmyndum. „Yfirleitt tek ég Ijósmyndirnar sjálfur og verð alltaf að þekkja sjónarhornið. Þess vegna verð ég hálfgerður stjórnandi ef annar tek- ur þær fyrir mig. Eftir að hafa fengið ljósmyndina eða ljósmynd- irnar, því stundum geri ég eina mynd eftir tveimur Ijósmyndum, geri ég litla litkrítarvinnslumynd og stækka hana síðan í olíu. Ég fer þá frekar frjálslega með, sleppi smáatriðum, eins og handföngum og þvílíku, eða bæti við,“ segir hann. Sumar samsetningar eru óvænt- ar og kalla fram bros hjá fólki. „Já, það getur verið,“ segir lista- maðurinn þegar þessi hugmynd er borin undir hann. „Annars hugsa ég ekkert sérstaklega um hvað fólki finnist sniðugt. Ég hugsa meira um að hagræða myndinni eins og mér finnst best. Gera eitt- hvað spennandi og vinna myndina þannig," segir hann en getur ekki neitað því að honum þyki dálítið gaman- að gera óræðar myndir. „Sérðu t.d. þessa,“ segir Hringur og bendir á nálæga olíumynd. „Veistu hvað þetta er,“ segir hann og þegar blaðamaður hristir höfuð- ið heldur hann áfram. „Þarna speglast himinninn í beygluðu bíl- húddi." Önnur mynd sýnir leðursófa á grónum hól. „Sófínn var í raun- veruleikanum úti á túni en ég lét hann bera við himin og bætti bungu undir,“ segir Hringur. „Þannig hagræði ég hlutunum," segir hann en aðspurður um hvort myndir hans hafí breyst á undan- förnum árum segir Hringur að ekki sé munur á vinnslu mynd- anna. „Aftur á móti held ég að það sé meira landslag í myndunum en áður. Meira um hreina náttúru." Þess má að lokum geta að í til- efni af sýningu Hrings í Norræna húsinu mun Fold, listmunasala, Austurstræti 3, hafa til sýnis og sölu úrval pastelmynda eftir hann. Myndirnar eru allar unnar í sum- ar. Opið er virka daga frá 11.00- 18.00 nema laugardaga 11.00- 16.00. Sýningin í Norræna hús- inu verður opin milli kl. 14.-19. en í Stöðlakoti milli kl. 14.-18 nema mánudaga. Myndirnar eru til sölu. AÍJÓ Þessar upplýsingar komu fram í svari Jóhönnu Sigurðarsdóttur fé- lagsmálaráðherra við fyrirspurn frá Kristni H. Gunnarssyni þingmanni Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum á Álþingi í gærdag um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Krist- inn vildi m.a. vita frá hvaða sveitar- félögum tillögur hafa borist um varnir gegn snjóflóðum og hvort ráðhenta teldi þörf á auknum ljár- framlögum í Ofanflóðasjóð til að hann gæti staðið undir fyrirsjáan- legum verkefnum. Jóhanna Sigurðardóttir segir að alls hafí verið varið úr Ofanflóða- sjóði tæplega 11 milljónum króna til 15 sveitarfélaga til undirbúnings snjóflóðavörnum frá því sjóðurinn tók til starfa árið 1985. Á þessum tíma hafa borist áætlanir til fram- kvæmda frá 6 sveitarfélögum ásamt Vegagerð ríkisins upp á sam- tals 126 milljónir króna en sam- þykktar hafa verið áætlanir upp á tæplega 30 milljónir króna. Hvað Flateyri varðar er kostnað- aráætlun sveitarfélagsins upp á 54,8 milljónir króna en af .þeirri upphæð falli 43,8 milljónir á Ofan- flóðasjóð. Hvað Seyðisfjörð varðar er um að ræða fyrsta áfanga í heild- arsnjóflóðavömum fyrir bæinn og hljóðar kostnaðaráætlun upp á 41,9 milljónir króna en af því yrði hlutur Ofanflóðasjóðs 33,5 milljónir. Gert er ráð fyrir að sveitarfélag borgi 20% á móti 80% úr sjóðnum. Þessi fyrsti áfangi er um 20% af heildar- þörfínni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.