Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Bankar og atvinnulífið Aundanförnum mánuðum og misserum hefur mikið verið rætt um málefni atvinnulífsins og þá sérstaklega um sjáv'arút- veginn. Raunar má segja, að umræður um málefni sjávarút- vegsins hafi yfírgnæft allar aðrar umræður um þjóðfélagsmál. Umræður eru til þess fallnar að menn átti sig betur á kjama vandamálsins. ^En að því kemur að umræður duga ekki til. Raun- verulegar aðgerðir þurfa að fylgja í kjölfarið. Nú er tímabært að verkin tali. Umræður um fískveiðistjórn- un og deilur um kvótakerfíð varða grundvallaratriði í sjávar- útvegi, þegar til lengri tíma er litið. Breytt kerfí fískveiðistjórn- unar leysir ekki aðkallandi rekstrarvanda fjölmargra sjávar- útvegsfyrirtækja, sem sum hver horfa fram á rekstrarstöðvun jafnvel á næstu vikum. Hug- myndir innan ríkisstjórnarinnar um styrkveitingar til sjávarút- vegs til þess að kaupa aflaheim- ildir hjá Hagræðingarsjóði leysa heldur ekki brýnustu vandamál fyrirtækja í sjávarútvegi. Landsbanki íslands er með langflest sjávarútvegsfyrirtæki landsmanna í viðskiptum. Rætt er um, að bankinn sé jafnvel með tvo þriðju sjávarútvegsins í við- skiptum. Þetta er auðvitað alltof mikið álag á bankann og hefði fyrir löngu átt að dreifa viðskipt- um sjávarútvegsins á fleiri herð- ar. Aðkallandi vandamál í sjávar- útvegi og fyrirsjáanleg vandamál á næstu misserum koma af þess- um sökum þungt niður á bankan- um. Þótt Landsbankinn beri þyngstu byrðarnar eru bæði ís- landsbanki og Búnaðarbánki einnig með sjávarútvegsfyrir- tæki í viðskiptum og vafalaust standa bankarnir þrír frammi fyrir einhveiju tapi í sjávarútvegi á næstu árum. Sú spurning hlýtur að vakná, hvort það sé vænlegur kostur í þeirri stöðu, sem sjávarútvegur- inn og þar með lánardrottnar hans eru í nú, að bankarnir eigi hlut að stofnun eignarhaldsfyrir- tækja og breyti lánum í sjávarút- yegsfyrirtækjum að einhverju •leyti í hlutafé. Jafnframt yrði gerbreyting á stjórn viðkomandi fyrirtækja og markvisst unnið að endurskipulagningu á rekstri þeirra til þess að gera hvoru tveggja í senn að skapa lífvæn- legan atvinnurekstur og koma í veg fyrir umtalsvert tap bank- anna. Þau rök má færa fram gegn slíkum aðgerðum, að tveir af þremur viðskiptabönkum þjóðar- innar séu ríkisbankar og hér væri því komið á fót ríkisrekstri í sjávarútvegi í nýju formi. Þess- um andmælum má mæta með því að bankarnir leiti til einkaað- ila um þátttöku í stofnun eignar- haldsfyrirtækja og þá ekki sízt einkafyrirtækja í sjávarútvegi, sem geta miðlað af þekkingu sinni og reynslu í rekstri og stjórnun útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja og jafnvel haft forystu um endurreisn þeirra fyr- irtækja, sem eignarhaldsfélögin tækju við. Frá sjónarhóli bankanna kann það að valda erfíðleikum, að þeir gerist með óbeinum hætti keppi- nautar ýmissa viðskiptamanna sinna. Það fer þó eftir aðstæðum í hveiju tilviki, hvort slík sjónar- mið kæmu upp en auðvitað ber að huga að þeim þætti málsins. Staðreyndin er hins vegar sú, að bankarnir hafa áratugum saman verið mjög veigamikill þáttur í atvinnulífínu sem lán- veitendur. Á síðari árum hafa bankarnir í vaxandi mæli tekið upp þau vinnubrögð að fá sér- fræðinga til þess að fara ræki- lega ofan í rekstur viðskiptafyrir- tækja sem eiga við vandamál að stríða og hafa með þeim hætti gefið fyrirtækjunum verðmætar leiðbeiningar um rekstur. Bank- arnir eru því í dag virkur aðili í atvinnulífinu, þótt þeir séu í fæstum tilvikum eignaraðili. Sjávarútvegur á íslandi á mikla framtíð fyrir sér, þegar við höfum náð tökum á verndun fiskistofnanna og skapað frið um nýtt kerfí í fiskveiðistjórnun. Fyrir fjárfesta, sem horfa til lengri tíma í ijárfestingum er íjárfesting í sjávarútvegsfyrir- tækjum góður kostur. Myndun eignarhaldsfyrirtækja með aðild banka, einkafyrirtækja og hugs- anlega lífeyrissjóða, sem hags- muna eiga að gæta, getur átt þátt í að koma sjávarútveginum yfír erfiðasta hjallann. Væntan- lega mundu bankamir í mörgum tilvikum líta á eignaraðild sína sem tímabundna ráðstöfun og stefna að sölu á hlutabréfum sín- um, þegar betur árar. Það verður ekki undan því vik- izt að láta verkin tala í málefnum sjávarútvegsins. Reynsla ann- arra þjóða af eignaraðild banka að atvinnufyrirtækjum er í mörg- um tilvikum góð. Eins og nú háttar hér á landi getur hún ver- ið leið út úr vanda, sem ella get- ur leitt til víðtækra gjaldþrota, mikils taps bankanna og hruns einstakra byggðarlaga. Heildarafkoma Flugleiða versnaði um 130 milljónir fyrstu sex mánuði ársins Sætaframboð aukið um 8% næsta sumar og kostnaður skorinn niður í notkun út HEILDARTAP Flugleiða nam alls um 320 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins samanborið við um 190 milljónir á sama tíma í fyrra á núgildandi verðlagi. Verri afkomu félagsins má rekja til þess að meðalfargjald lækkaði um 8% meðan farþegum fjölgaði um 5% á tímabilinu. Rekstrartekjur drógust því saman um 5,4% að raungildi frá sama tíma í fyrra en kostnaður lækkaði um 2,6%. Beint rekstrartap er því 284 milljónir samanborið við 127 milljónir í fyrra. Ákveðið hefur verið að ráðast í nákvæma endurskoðun á öllum kostnaði félagsins á næstu vikum með það fyrir augum að ná fram verulegum sparnaði í rekstri á næstu misserum. Þá hyggst félagið auka sætaframboð um 8% næsta sumar. Class-farþegum,“ sagði Sigurður. Unnið er að því að bæta nýtingu á Fokker 50-vélum Flugleiða yfir vetrartímann. „Við höfum verið í viðræðum við Grænlendinga um mögulega meiri samvinnu um flug milli íslands og Grænlands. Það hef- ur verið sótt um leyfí til flugs milli Reykjavíkur og Kulusuk til danskra og íslenskra yfírvalda því það er eitt brýnasta úrlausnarefni í rekstri Fok- ker-50 vélanna að ná aukinni nýt- ingu yfír veturinn. Við sjáum fram á betri afkomu á innanlandsfluginu á næsta ári m.a. vegna þess að nýju vélarnar komu ekki að fullu inn í reksturinn fyrr en um mitt ár. Um- skiptunum fylgdi einnig mikill kostn- aður sem við erum lausir við á næsta ári.“ Söluskrifstofa úr Lækjar- götu á Laugaveg 7 Stjórn Flugleiða samþykkti enn- fremur í gær að kaupa neðstu hæð hússins við Laugaveg 7 af Lands- banka íslands og verður söluskrif- stofa félagsins við Lækjargötu fiutt þangað um næstu áramót. Þriðja Boeing 757-vélin verður tekin næsta vor en ein Boeing 737-vél leigð Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fortíð og nútíð Bílar þutu um Austurstræti og fólkið flýtti sér í banka en snótimar undu sér innan um antíkmuni þrungna andrúmi stríðsáranna. Ekki vitum við nafnið á dömunni í stólnum; en hver veit nema hún hafí drifíð sig á sveifluball í múnderingunni. Útlínur NAMMCO eru að skýrast Norðmenn fengn aðalskrif- stofuna og Færeyingar forsetann Reksturinn kostar Islendinga 5 milljónir á ári ^ Þórshöfn í Færeyjum. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðsins. Á STOFNFUNDI Sjávarspendýraráðs Norður-Atlantshafsríkja (NAMMCO) í Þórshöfn í gær var ákveðið að aðalskrifstofa ráðsins yrði í Tromsö í Noregi. Kjartan Hoydal fiskimálastjóri Færeyinga var val- inn forseti ráðsins til næstu tveggja ára. Áætlað er að kostnaður við rekstur ráðsins nemi 20 milljónum islenskra króna á ári, og munu Norðmenn greiða 10 milljónir, íslendingar 5 miHjónir og Færeyingar og Grænlendingar 2,5 milljónir hvor þjóð. Norðmenn munu að auki sjá NAMMCO fyrir húsnæði undir skrifstofu og sveitarfélög í Norður- Noregi ætla að veita ráðinu styrk. Vegna árstíðasveiflu í rekstri Flugleiða er að jafnaði töluverður halli á rekstrinum fyrri helming árs- ins sem síðan er unninn upp með hagnaði yfir sumarið. Þannig nam tap af reglulegri starfsemi Flugleiða alls tæpum 767 milljónum króna fyrstu sex mánuðina samanborið við 571 milljón á sama tíma í fyrra. Með reglulegri starfsemi er átt við beinan rekstur og fjármagnstekjur og -gjöld. Hins vegar er frá talið mis- vægi vegna gengis- og verðlags- breytinga. Heildarfíöldi farþega var 353 þús- und fyrstu sex mánuði ársins saman- borið við 340 þúsund á sama tíma í fyrra. Að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, er afkoman verri en gert hafði verið ráð fyrir, bæði í Evrópuflugi, Norður-Atlantshafs- flugi og innanlandsflugi. Það stafar fyrst og fremst af lækkandi fargjöld- um á öllum mörkuðum og nefndi Sigurður sem dæmi að meðalfargjald hefði lækkað hér á landi um 23% í júní en að móti hefði komið 20% fjölgun farþega. Félagið hefur end- urskoðað rekstraráætlun sína fyrir árið 1992 og er nú gert ráð fyrir tapi af starfseminni á árinu. Gengislækkun dollars að undan- fömu hefur að sögn Sigurðar haft hagstæð áhrif á beinan rekstur Flug- leiða þar sem kostnaður í dollurum er meiri en tekjur. Skuldir félagsins sem að langmestu leyti eru í dollur- um lækka en á móti kemur að flug- vélaeign félagsins er endurmetin að hluta í dollurum. Lækkun á gengi dollars rýrir eignir félagsins meira en nemur gengishagnaði vegna skulda og jákvæðum áhrifum á reksturinn þannig að heildaráhrif gengislækkunarinnar eru neikvæð fyrir félagið. Handbært fé frá rekstri fyrstu sex mánuðina nam 383 milljónum sam: anborið við 182 milljónir í fyrra. í lok júní átti félagið 678 milljónir í handbæru fé og sagði Sigurður að greiðslustaðan væri ágæt um þessar mundir. Um miðja næstu viku verður haf- ist handa við að móta áætlun um að draga úr kostnaði hjá Flugleiðum sem gert er ráð fyrir að komi til framkvæmda á næstu misserum. „Við erum að leggja drög að því að fara í heildarúttekt á öllum kostnaði fyrirtækisins. Þetta er það sem önn- ur flugfélög eru að gera og við ætl- um að reyna að ná árangri við að skera niður verulega stóra upphæð í kostnaði." Mílanó og Barcelona í stað Helsinki og Salzburg Stjórn Flugleiða samþykkti í gær flugáætlun félagsins fyrir næsta sumar og gerir hún ráð fyrir að þijár Boeing 757-vélar og þrjár Boeing 737-vélar verði þá í notkun. 1. júní nk. fá Flugleiðir Boeing 757-vél úr leigu frá breska flugfélaginu Britt- ania en jafnframt er þá gert ráð fyrir að félagið leigi út eina Boeing 737-vél. „Þannig höfum við meiri möguleika í Norður-Atlantshafsflug- inu, betri nýtingu á vélum og mann- skap og meiri tekjumöguleika þar sem sætaframboðið eykst um 8%. Við fjölgum ferðum til Baltimore og munum fljúga þangað daglega. Einnig munum við fljúga til Orlando yfír sumartímann sem við höfum ekki gert áður. Þá hættum við að fljúga til Helsinki og Salzburg en bætum við Mílanó og Barcelona. Það verður lögð meiri áhersla á að bæta þjónustu á stærstu staðina eins og Kaupmannahöfn og London með því að nota Boeing 757-vélar á þeim leiðum. Með 757-vélum höfum við t.d. betri möguleika á að þjóna Saga Gert er ráð fyrir að uppbygging ráðsins verði með þeim hætti að það skipi sérstakar stjórnunarnefndir til að fjalla um þær dýrategundir sem koma til með að heyra undir ráðið. Nefndirnar leggi síðan til hvernig nýtingu viðkomandi dýrategunda verði háttað á grundvelli ráðgjafar vísindanefndar. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvort stofnuð verði ein stjórnunarnefnd sem fjalli um allar dýrategundir sem heyra undir ráðið, eða hvort skipuð verði nefnd um hveija dýrategund fyrir sig. Settur var á stofn undirbúnings- hópur fyrir vísindanefnd NAMMCO og er Jóhann Siguijónsson sjávarlíf- fræðingur formaður hópsins. Gert er ráð fyrir að vísindanefndin verði byggð upp á svipaðan hátt og vís- indanefnd Alþjóðahafrannsóknar- áðsins (ICES), þannig að sérstakir vinnuhópar vísindamanna fjalli um hvern dýrastofn fyrir sig og sendi niðurstöður sínar til vísindanefndar- innar. Á fundinum í gær lá frammi listi frá Grænlendingum og Færeyingum yfir sela- og smáhvalategundir sem ættu að heyra undir NAMMCO. ís- lendingar bættu við þann lista hrefnu, háhyrningum og höfrunga- tegundum en ekki fékkst niðurstaða í því máli. Ákveðið var að vísindahóp- urinn fjallaði um þetta mál og legði fram endanlega tillögu á næsta fundi NAMMCO sem verður í janúar. Fjallað var um samstarf NAMMCO við önnur samtök á borð við Alþjóðahafrannsóknaráðið og Alþjóðahvalveiðiráðið og var ákveðið að leita eftir góðum samskiptum við alþjóðasamtök á sviði sjávarútvegs. Áheyrnarfulltrúar frá Kanada og Rússlandi sátu fundinn í Þórshöfn og stuðningsyfírlýsing barst frá Shima, fulltrúa Japans í Alþjóðahval- veiðiráðinu. Innan NAMMCO er þess vænst að Kanadamenn og Rússar gangi í ráðið í náinni framtíð. Aðild nýrra ríkja í NAMMCO er háð sam- hljóða samþykki þeirra ríkja sem fyrir eru, en þar eru nú íslendingar, Norðmenn, Færeyingar og Gænlend- ingar. í erindi sem Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur hélt við setn- ingu stofnfundar NAMMCO í gær, sagði hann að NAMMCO myndi sam- þykkja aðildarumsóknir frá Kanada og Rússlandi þar sem þessi ríki hefðu tekið þátt í undirbúningi ráðsins og ljóst væri að þau myndu uppfylla þau skilyrði sem stofnsáttmálinn setti. Í stofnsáttmála NAMMCO segir að markmið ráðsins sé að stuðla að verndun, skynsamlegri nýtingu og rannsóknum á sjávarspendýrum í Norður-Atlantshafí. Guðmundur sagðist telja ólíklegt að önnur ríki við Norður-Átlantshaf, Bandaríkin, Bretland og Danmörk sæktu um aðild. En ef svo færi gæti slík aðildarumsókn gefíð til kynna að viðkomandi ríki vildi starfa í samræmi við stofnsamninginn og því yrði fíallað um slíka umsókn með jákvæðu hugarfari. í samtali við Morgunblaðið sagði Dan Goodman fulltrúi Kanada að það væri í athugun innan kanadísku rík- isstjórnarinnar hvort Kanadamenn sæktu um aðild að NAMMCO. Þegar hann var spurður álits á NAMMCO sagði hann, að Kanadamenn hefðu fylgst með undirbúningi ráðsins frá upphafi. „Ég held að það sé til marks um áhuga ríkisstjórnar minnar á NAMMCO,“ sagði Goodman. Nikolaj Stertejenko áheyrnarfull- trúi Rússa sagði að ríkisstjórn hans myndi ákveða hvort Rússar gengju í NAMMCO, en hann vildi ekki leggja mat á hvort það væri líklegt. Andstaða innan NAMMCO við að fjalla um hrefnu að svo stöddu Þórshöfn í Færeyjum. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðsins. Slys á börnum í umferðinni 1983-90 % 16 14 12 10 8 6 4 2 0 EKKI náðist samstaða um það á stofnfundi Sjávarspendýraráðs Norð- ur-Atlantshafsríkja (NAMMCO) í Þórshöfn í gær hvaða dýrategundir eigi að heyra undir ráðið. Islendingar vilja að auk sela og smáhvala fjalli ráðið um hrefnustofninn, sem heyrir undir Alþjóðahvalveiðiráð- ið. Andstaða kom fram við þetta, sérstaklega frá Grænlendingum, og var ákvörðun frestað til næsta fundar NAMMCO, sem verður í Tromsö í Noregi í janúar. Nýkjörinn forseti NAMMCO segist ekki búast við að ráðið muni fjalla um stærri hvalategundir fyrr en Alþjóðahvalveiðir- áðið hætti að virka, eða sýnt verði fram á það með óyggjandi hætti að það valdi ekki lengur hlutverki „Þetta tekur allt lengri tíma en sumir vonuðu en í raun var ekki við öðru að búast. Það þurfa að vera fyrir hendi bæði pólitískar og tækni- legar forsendur áður en hægt er að tala um hrefnuveiðar við ísland. Það komu upp vandamál í Noregi í sum- ar í sambandi við sprengiskutla og það er ljóst að hrefnuveiðar verða ekki hafnar á íslandi nema með sprengiskutlum. Slíka skutla yrðum við væntanlega að fá frá Noregi," sagði Kjartan Júlíusson, varaformað- ur íslensku sendinefndarinnar í Þórs- sínu. höfn. Við hrefnuveiðar Norðmanna í sumar bar nokkuð á því að sprengi- skutlarnir, sem eiga að drepa dýrin nær samstundis, virkuðu ekki sem skyldi. Þegar Kjartan var spurður um andstöðu Grænlendinga við að NAMMCO fjallaði um hrefnu, sagði hann ljóst, að þátttökuþjóð sem væri innan Alþjóðahvalveiðiráðsins, hefði vissar skuldbindingar gagnvart því. Það væri hennar að meta á hvern hútt hún gæti leyst þau vandamái og til þess þyrfti sennilega lengri tíma. Grænlendingar eru aðilar að Alþjóðahvalveiðiráðinu gegnum Dani og fá árlega veiðikvóta hjá ráðinu á þeim forsendum að þar sé um frum- byggjaveiðar að ræða. Kjartan sagð- ist hins vegar vera mjög ánægður með NAMMCO-fundinn. Hann væri spor í rétta átt og haldið yrði áfram að vinna að þessum málefnum. Konráð Eggertsson, formaður Fé- lags hrefnuveiðimanna, sem er í sendinefnd íslands í Þórshöfn, sagði við Morgunblaðið að unnið yrði að því hörðum höndum að koma hrefnu- stofninum á dagskrá NAMMCO. Hann sagði einnig, að ef veiðar á smáhvölum yrðu leyfðar innan NAMMCO myndu íslenskir hrefnu- veiðimenn fara fram á að fá úthlutað veiðikvóta, a.m.k. þangað til hrefnu- veiðikvótar fengjust. Þegar Morgunblaðið spurði Kjart-, an Hoydal, fiskimálastjóra Færeyja: Slysatíðni barna mest í september Mikið um umferðarslys milli kl. 16 og 19 á daginn UMFERÐARNEFND Reykjavíkur hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem vakin er athygli á því að umferðarslys á börnum séu hlut- fallslega mörg á tímanum á milli klukkan 16 og 19 á daginn, ekki síst í september. og nýkjörinn forseta NAMMCO, hvort hann teldi líklegt að á fundin- um í janúar verði samþykkt að taka hrefnu til meðferðar, sagðist hann ekki telja að ráðið væri komið á það stig. „Á fundinum í Nuuk I apríl (þar sem stofnsamningur NAMMCO var samþykktur), var ljóst að menn gerðu ráð fyrir að NÁMMCO yrði viðbót við Álþjóðahvalveiðiráðið og- fjallaði um tegundir sem heyra ekki undir það. Ég held að það ráðist af gerðum Alþjóðahvalveiðiráðsins hve hröð þróun NAMMCO verður. Ef hvalveiðiráðið hættir að virka, eða ef hægt er að sýna fram á með óyggj- andi hætti að það valdi ekki hlut- verki sínu, getur NAMMCO tekið við því hlutverki. En ég held að þau ríki, sem eiga aðild að hvalveiðiráðinu, meti það svo að sú stund verði að renna upp áður en NAMMCO geti byrjað að fjalla um stærri hvalateg- undir,“ sagði Hoydal. í fréttatilkynningu frá Umferðar- nefnd segir að nú sé hafinn hættu- legasti tími ársins í uinferðinni. Sum- arleyfum sé lokið og skólar að byija að nýju og því sé full ástæða til að brýna fyrir fólki aðgát og tillitsemi í akstri. Einnig segir að börn séu víða á ferli og að þau þurfi ásamt foreldrum og ökumönnum að gæta fyllstu varúðar. Eins og fram kemur á meðfylgj- andi línuriti eru flest slys á börnum í Reykjavík í septembermánuði. Fischer bjarg- aði í horn Skák Margeir Pétursson ÞAÐ LEIT lengi út fyrir að Bobby Fischer myndi tapa þriðju skákinni í röð í einvíg- inu við Boris Spasski í Sveti Stefan. Fischer tefldi enn einu sinni ónákvæmt í mið- taflinu og tapaði peði. Hann barðist síðan eins og ljón á meðan Spasskí slakaði nokk- uð á klónni. Það var engin einföld vinningsleið í stöð- unni og þegar tímamörkun- um var náð var jafnteflið orðið í sjónmáli hjá Fischer. Samið var eftir 61 leik. Stað- an er því ennþá 2-1 fyrir Spasskí. Sjöunda skákin í einvíginu verður tefld á laugardaginn. Þá hefur Fischer hvítt. Opið hús verður hjá Skáksambandi ís- lands í Faxafeni 12 frá kl. 15. Búast má við því að Fischer sæki fast og reyni að jafna metin. Fróðlegt verður að sjá hvort hann verður jafnfastheld- inn á byijanir og í fyrri skákum einvígisins. Margir þakka ör- uggan sigur hans í einvíginu 1972 því að honum tókst að koma Spasskí á óvart með byij- anavali sínu og sniðganga und- irbúning hans. Það vekur áthygli að í öllum skákunum sem Spasskí hefur teflt með hvítu hefur skipst upp á drottningum strax í byijun. Það er greinilegt að hann tekur enga áhættu, en lætur Banda- ríkjamanninn um að flækja taflið. 6. einvígisskákin: Hvítt: Boris Spasskí Svart: Bobby Fischer Móttekið drottningar- bragð I. d4 - d5 2. c4 - dxc4 3. Rf3 - Rf6 4. e3 - e6 5. Bxc4 - c5 6. 0-0 - a6 7. dxc5 - Dxdl 8. Hxdl - Bxc5 9. b3 - Rbd7 10. Bb2 - b5!? í fjórðu skákinni lék Fischer 10. - b6 sem er varkárara framhald. Fékk þá ágæta stöðu áður en hann fór að leika af sér. II. Be2 - Bb7 12. Rbd2 - Ke7 13. a4! Spásskí sýnir strax fram á galla þess fyrir svart að hafa peðið á b5 í staðinn fyrir b6. Eftir uppskiptin á peðum verð- ur svarti fótgönguliðinn á a6 ákjósánlegt skotmark. Það er einnig slæmur kostur fyrir svart að leika nú 13. — b4 og gefa eftir c4-reitinn. 13. - bxa4 14. Hxa4 - Hhb8?! Fischer leggur út í ranga áætlun rneð þessum klunnalega leik. Hann vonast greinilega eftir því að þrýstingur hans gegn peðinu á b3 vegi upp á móti veikleika hans sjálfs á a6, en það er rangt mat. 15. Hcl - Bd5? 16. Re5! - Bd6 16. - Bxb3? gekk ekki vegna 17. Rc6+ - Kf8 (Síður 17. - Kd6? 18. Rxb8 — Bxa4 19. Rxd7 - Rxd7 20. Re4+ og svartur tapar manni.) 18. Ha5 og svartur tapar tveimur mönn- um fyrir hrók eða skiptamun. Fischer verður því að láta peð af hendi. Að vísu munar mjóu að hann nái hvíta peðinu á b3 í næstu leikjum, en Spasskí tekst að valda það. 16. - a5 tapar einnig peði vegna 17. Rxd7 - Rxd7 18. Bxg7 því 18. - Hg8 má svara með 19. Hg4. 17. Rxd7 - Rxd7 18. Hxa6 - Hxa6 19. Bxa6 - f6 20. Bc4 - Bxc4 21. Hxc4 - Rc5 22. Hc3 - f5 Það er orðið ljóst að Fischer verður að veijast með peði minna í erfíðu endatafli. 22. - Ra4 væri einfaldlega svarað með 23. Hc2 og svartur hefur ekki snefil af mótspili. Nú tekur Spasskí af skarið og þvingar fram einföldun taflsins. 23. Ba3 - Re4 24. Hc7+ - Kd8 25. Bxd6 - Rxd2 26. Hxg7 - Hxb3 27. h4 - h5 Spasskí hefur haldið um- frampeðinu og á vinningsstöðu, því peðastaða hans er að auki mun traustari. Eðlilegasti leik- urinn, 28. Hh7, er nú sá besti, svartur virðist ekki eiga neitt betra en 28. - Re4 29. Be7+ - Ke8 30. f3 - Rg3 (Eða 30. - Rc3 31. Bg5 - Rd5 32. e4 og hvítur vinnur.) 31. Bd6 - Hbl+ 32. Kf2 - Rhl+ 33. Ke2 - Hb2+ 34. Kd3 - Hxg2 35. Hxh5 með sigurvænlégri stöðu. Næstu tveir leikir Spasskís tapa báðir tíma og Fischer gefst færi á að lagfæra stöðuna. Taflmennska Spasskís fram að tímamörkunum er síðan ekki sannfærandi. Hann leggur aldr- ei til atlögu við h-peð svarts og nær engum árangri. 28. Bf4?! - Ke8 29. Kh2? Aftur var 29. Hh7! sterkt. 29. - Hb2! 30. Kh3 - Re4 31. f3 - Rf2 32. Kg3 - Rd3 33. Bg5 - e5 34. Kh3 - Rf2+ 35. Kh2 - Rd3 36. Bh6 - Rel 37. Kgl - Rd3 38. Bg5 - Hbl+ 39. Kh2 - Hb2 40. He7+ - Kf8 Frá því í 27. leik hefur Fisc- her náð að bæta stöðuna ótrú- lega mikið og þótt enn sé á brattann að sækja er jafnteflið orðið í sjónmáli. Hrókur og riddari hans ná saman að pijóna upp nægjanlegt mótspil. 41. He6 - Kg7 42. Kh3 - He2 43. Hd6 - Rel 44. Bf6+ - Kg8 45. Bxe5 - Hxe3 46. Bf4 - He2 47. Hg6+ - Kf7 48. Hg5 - Ke6 Spasskí gebtTí- ekki bætt þessa stöðu meira. Hann verður fyrr eða síðar að drepa á h5 og gefa g2-peð sitt. Þá nær svartur jafntefli með eitt peð á móti tveimur á sama væng. 49. Bc7 - Ha2 50. Bb6 - Rd3 51. Kh2 - Rel 52. Kh3 - Rd3 53. Bc7 - Hc2 54. Bb6 - Ha2 55. Kg3 - Rel 56. Hxh5 - Hxg2+ 57. Kf4 - Rd3+ 58. Ke3 - Re5 59. Hh6+ - Kd5 60. Bc7 - Hg7 61. Bxe5 - Kxe5 og samið jafntefli eftir sjö klukkustunda samfellda tafl- mennsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.