Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 14
tU 14 MtlMa'NMEj :)'l }U!i.)AM l'li'.u i HlLfA.Ul/UOlUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992 Dregnr að leikslokum í kirkju deilunni í Digranessókn eftir Bjarna Braga Jónsson Senn dregur að leikslokum í þeirri deilu, sem staðið hefur um kirkjubyggingu Digranessóknar á Heiðavallasvæðinu austan Víghóls. Andmælendur þessarar fram- kvæmdar eru fyrst og fremst nokkrir sérgæðingar í grennd kirkjustæðisins; sem telja sig missa einhvers í höfðinglegri forréttinda- aðstöðu sinni til opins svæðis og útsýnis, er sé orðin að hefð. Þeim hefur tekist að lokka til sín og virkja allnokkum hóp misjafnlega hrekk- lausra sálna, sem telur sér trú um, að barist sé hugsjónabaráttu fyrir náttúruvernd og öðrum verðmætum æðri en kirkjustarfí. Til iiðs við þann hóp hefur svo að sjálfsögðu slegist sá fjöldi, sem ætíð er til í mótmæli og uppsteyt. Þessi hópur hefur af einstöku harðfylgi og frekju og með aðstoð hæfs lögfræð- ings gert allt hugsanlegt til að ve- fengja gjörðir sóknamefndar og þar til bærra stjórnvalda og troða eðli- legan rétt safnaðarins fótum. Þótt þeim hafi þannig tekist að tefja kirkjubygginguna um heilt sumar og þrengja nokkuð kosti stærðar og hönnunar, hafa stjórnvöld sýnt það þolgæði og þann skapgerðar- styrk að hrinda öllum þeim árásum. Stendur Digranessöfnuði því opið að hefja framkvæmdir samkvæmt þeim vandaða undirbúningi, sem farið hefur fram, og eru fram- kvæmdir raunar þegar hafnar, enda ekki seinna vænna á harðnandi hausttíð. En þá leggst ekki meira fyrir kappana, sem hafa árangurs- laust gert allt til að kúga söfnuðinn utan frá, en að þeir hyggjast vinna söfnuðinn innan frá á næsta aðal- safnaðarfundi, fá hann til að afsala sér harðsóttum réttindum í þágu sérgæðinganna og standa uppi lóð- ar- og kirkjulausan. Og til að bíta höfuðið af skömminni ætla þeir að sníkja herkostnaðinn gegn söfnuð- inum út úr sjóðum hans sjálfs. Svo rækilega hafa rangfærslur Víghólasamtakanna verið hraktar, síðast og best í Safnaðarbréfi Digranessóknar í ágúst, og þeir orðið að hörfa úr hverju víginu á fætur öðru, að ekki ætti að þurfa mikla uppriijun efnisatriða. Ég hvet sóknarfólk til að lesa safnaðarbréf- ið vandlega og nálgast það hjá sóknarnefnd, hafi útburður þess misfarist. Þó er ljóst, ekki síst af miður sannferðugu fluguriti sam- takanna, að flestar blekkinganna verða vaktar upp á ný um leið og blásið verður til smölunar á safnað- arfundinn. Verður því að takast á hendur þá annars óljúfu skyldu að rifja upp nokkur meginatriði, um leið og reifuð verður afstaða safnað- arins fram til þessa og umboð sókn- arnefndar til athafna, en nú er lögð megináhersla á að rægja af sóknar- nefndinni bæði umboð og æru. Kirkjuskipan, þarfir og fjárhagur Söfnuður er sjálfstæð starfsleg og fjárhagsleg eining innan þjóð- kirkjunnar. Lög gera ráð fyrir, að hver söfnuður sé sér um kirkju og hafi hennar full ráð og not. Auk hins trúarlega kjarna felst marg- þætt félagsleg og menningarleg þjónusta í nútíma safnaðarstarfi. Sambýli fleiri safnaða um kirkju flækir málin því mjög óæskilega. Er því með öllu ófullnægjandi fyrir Digranessöfnuð, hinn stærsta í Kópavogi, að vera í tvíbýli um Kópavogskirkju, fagra að vísu en um leið snauða að allri þjónustuað- stöðu og sveigjanleika rýmis, fyrir einn söfnuð, hvað þá tvo. Tekju- stofn kirkna gerir ráð fyrir þessu, eftir því sem auðið er, og hafa fyrri sóknarnefndir séð til þess af ráð- deild sinni, að safnast hefur gildur byggingarsjóður, sem ekki verður varið til annarra nota. Allt tal um þetta sem almannafé horfir burt frá því að hér er í reynd um sjálfseign- arstofnun að ræða með sérstakan tilgang og sjálfstæðan fjárhag, sem ekki verður við annað blandað, hve æskilegt og fagurt markmið sem það kann annars að hafa. Þrátt fyrir þessa sjálfstæðu stöðu safnaða og misjafna reynslu af samrekstri fleiri í einni kirkju, taldi sóknarnefnd rétt og skylt að fara opnum huga í viðræður við Hjalla- sókn um hugsanlega sambyggingu til skemmri eða lengri tíma. Þar náðist sú sameiginlega og vinsam- lega niðurstaða, að hvorug sóknin réði yfir nægilega rúmgóðri lóð til að sjá fyrir sameiginlegum þörfum beggja, þótt hagrætt væri eftir bestu getu. þetta var að sjálfsögðu afflutt af andmælendum. Sama máii gegndi um þær ásakanir, að við hefðum ekkert samráð haft við grannbyggjana. Staðreyndin var þvert á móti sú, að sóknarnefndin Innilegar þakkir sendi ég öllum ástvinum mín- um, sem glöddu mig með blómum, gjöfum og yndislegri samverustund á 75 ára afmœli mínu þann 17. ágúst sl. Guö blessi ykkur öll. ísól Karlsdóttir. Innilegt þakklceti til barna okkar, tengdabarna og barnabarna, sem glöddu okkur á gullbrúÖ- kaupsdegi okkar 6. september sl. meÖ veglegu samsæti og margskonar skemmtun. Píanóleikur og kórsöngur barnanna er ógleym- anleg stund. Okkar bestu þakkir til ættingja og vina, sem lögöu sitt af mörkum aö gera okkur daginn ánægjulegan meÖ bráÖskemmtilegum ávörpum, góÖum óskum, gjöfum og heillaskeytum. AÖ baki þessara oröa er sterk hugsun til ykkar allra um góða heilsu og bjarta framtíÖ. Meö bestu kveÖju. Jóhanna Dagbjört Jónsdóttir, Jóhann Helgason. hóf undirbúning áforma á því að ganga hús úr húsi á heiðarsvæðinu og leita samráðs og gagnkvæms skilnings við íbúana. Ennfremur hefur því verið haldið fram, að gengið hafí verið á svig við lög og öllu spillt með því að efna ekki til hugmyndasamkeppni um hönnun kirkjunnar. í því efni var einkum verið að forðast, af fenginni reynslu annarra, að missa forræði um stærð og kostnað kirkjubyggingarinnar í hendur dómnefndar. Unnið var í öllu tilliti að hönnun byggingarinn- ar með það fyrir augum, að sem minnstri umhverfisröskun ylli og sem geðþekkast væri fyrir nágrenn- ið. Staðarvalið og heiðin viðhorf á heiðinni Frá upphafí Digranessafnaðar hefur hann, eða hinn virki hluti safnaðarins, haft augastað á lóð, sem væri fremur miðsvæðis og bæri fremur hátt, svo kirkjan nyti sín vel að útliti og minnti vel á sig. Þetta er í góðu samræmi við við- horf til kirkjubygginga og raunar hvers konar mustera frá örófi alda, en féll einnig vel að ríkjandi skipu- lagshugmyndum í Kópavogi frá upphafí bæjarins. Eftir því sem fram leið, án þess að fyrirhyggja um þarfir safnaðarins hafi verið viðhöfð, takmarkist staðaivalið æ meir við þá lóð, sem nú hefur verið úthlutað. Þegar síðasta atrenna hófst með ályktun aðalsafnaðar- fundar 1989, þótti eigi að síðUr rétt og sanngjarnt að hefja opna og óstaðbundna umsókn við bæjar- yfirvöld. Þeim gafst þannig færi á að koma fram með haganlega úr- lausn út frá almennu byggingar- sjónarmiði, enda er það skylda bæjaryfírvalda að veita kirkjulóð innan sóknarmarka. Bent var af þeirra hálfu á fjóra staði til athug- unar, en hinir þrír voru mjög óhag- anlega á útjöðrum sóknarinnar, einn jafnvel utan væntanlegra frambúðarmarka. Síðar var bent á lóð innst við Digranesveg og Skála- heiði í tengslum við hugsanlega sambyggingu sóknanna, mjög óhaganlega jaðarlóð í brekku. Eftir að þau áform voru lögð af, var þeirri lausn ekki haldið frekar fram, enda önnur nýting þess svæðis þeg- ar áformuð og að sumu leyti áorð- in. Þannig má með góðum rökum staðhæfa, að ekki sé kostur annarr- ar frambærilegrar kirkjulóðar innan sóknar. Þetta ber að hafa ríkt í huga í sambandi við mótmæli Víg- hólasamtakanna. Þau jafngilda þannig beinni neitun á kirkjulóð almennt og á rétti Digranessafnað- ar til eigin kirkju. Frammi fyrir þessum rökum reyndu fulltrúar samtakanna að benda sóknarnefnd- inni á tvær lóðir. Af hálfu bæjaryfir- valda var báðum hafnað, annarri sökum þrengsla, en hinni af ríkari umhverfisástæðum en talin séu eiga við um Hólavallasvæðið. Sé þetta rétt metið, sem ég tel hafið yfir efa, virðist sóknarnefnd og aðal- safnaðarfundur ekki geta vikist undan þeirri lagaskyldu að sjá fyrir kirkjuþörf sóknarinnar með því að byggja á lóðinni. Allir hljóta að viðurkenna, að umhverfi og útsýni Heiðavallar- svæðis er viðkvæmt og verðmætt. Hefur sóknarnefndin sem og arki- tekt hennar og bæjaryfirvöld um- gengist þessi verðmæti af virðingu og nærfærni. Öll erum við náttúru- verndarsinnar. Þar fyrir verðum við öll að viðurkenna, að gæði og rými jarðar eru takmörkuð, og það því fremur sem unnið er innan þröngra marka einnar sóknar. Verður því að finna friðsamlega málamiðlun milli mismunandi en jafngildra verðmæta. Heilsteyptar mannverur geta ekki valið einhíiða eitt viðhorf, ein verðmæti, en öskrað allt annað til fjandans, eins og vígamenn Víg- hólasamtakanna. Þeir heiðabyggjar hafa þegar langtum meira útsýni en nánast allir aðrir Kópavogsl úar. Digraneskirkja mun tæpast trufla annað útsýni en þegar er truflað af fyrirliggjandi byggð, og það síst frá útsýnisskífunni skoðað. Én sum- ir þessara höfðingja virðast krefjast þess að geta snúið sér á tá og hafa órofa útsýni allan hringinn. Slíks verður ekki krafist í bæjarbyggð, heldur verða menn að þola aðra býggð og hverskonar samfélags- þjónustu í kringum sig. Við hvammabúar verðum að þola marg- háttað ónæði af íþróttasvæðinu í Kópavogsdal, Sunnuhlíð tók vestur- sól frá sumum, og þannig mætti lengi telja. Leiðrétta verður einu sinni enn, að ekki stendur til að byggja á vernduðu svæði, heldur aðeins nærri svæði undir sérstöku eftirliti, þar sem raunar kæmi sam- kvæmt almennum reglum til greina að byggja kirkju. Ekki verður kom- ið nálægt Víghól sjálfum, sem er náttúruvætti. Sá skortur á þolgæði og umburð- arlyndi, sem fram kemur hjá and- mælendum kirkjubyggingar, ber þannig vott um djúptæka eigingirni og veraldarhyggju, sem kenna má til heiðinna viðhorfa. Þessi viðhorf eru ekki aðeins andkristileg og and- kirkjuleg, heldur einnig andfélags- leg. I ljósi þessa má afstaða „félags- hyggjuaflanna" í minnihluta bæjar- stjórnar vekja furðu. Pulltrúum þeirra gleymist, að söfnuðurinn er félagsheiid með þarfir og réttindi og fús til að taka á sig ýmsa samfé- lagsþjónustu. Þess í stað taka þeir einhliða málstað sérgæðinganna og lepja upp allar þeirra rangfærslur og blekkingar. Sóknarnefndin vildi síst gera þetta að pólitísku máli, en það hafa fulltrúar minnihlutans sjálfir gert. Þó má koma fram, að sem meirihluti fyrir síðustu kosn- ingar tóku þeir allvel í hugmyndir sóknarnefndar, en söðluðu um við minnsta mótbyr og afgreiddu okkur með aulafyndni um hörku trúar- bragðastyijalda. Hlutverkaskipan og ábyrgð Andmælendur veitast að sóknar- nefnd fyrir að láta sig ekki varða umhverfisvernd og réttindi húseig- enda í grenndinni og margt fleira. Þetta er að sjálfsögðu fjarstæða. Enda þótt okkur sem einstaklingum sé ekkert mannlegt óviðkomandi, er hlutverkum svo skipt milli hinna ýmsu samfélagsaðila, að sóknar- nefnd er aðeins falin ábyrgð á full- nægjandi kostum fyrir hönd kirkj- unnar og safnaðarins, en aðrir þættir eru á valdi opinberra stjórn- valda. Hversu víðtæk lóðarréttindi íbúanna eru, heyrir undir bæjaryfir- völd, sem þetta fólk hefur sjálft aðgang að án milligöngu sóknar- nefndar. Skipulag og umhverfi heyra undir bæjaryfirvöld, Skipu- lagsstjórn ríkisins og umhverfis- ráðuneyti. Þegar málin hafa hlotið afgreiðslu þessara aðila, og það jafnvel í tvígang svo sem hér hefur verið borið, hlýtur sóknarnefnd að taka þessi stjórnvöld gild, en getur ekki sett sig yfir þau. Að þeim heim- ildum fengnum, getur sóknarnefnd ekki látið sig annað varða, stjórn- skipulega séð, en hvort aðstaðan sé fullnægjandi til kirkjubyggingar og kirkjureksturs. Sóknarmörk eru annað atriði, sem að vísu er á valdi þjóðkirkjunn- ar innan marka laganna, en alls ekki sóknarnefnda eða aðalsafnað- arfunda, enda þótt leita megi álits þeirra. Mergurinn málsins er hins vegar sá, að enginn hefur hreyft óskum um breytt mörk Digranes- sóknar, þar til henta þótti til að þóknast umræddum sérhagsmuna- mönnum og grafa undan uppbygg- ingarstarfi safnaðarins. Að sjálf- sögðu gætu sóknarmörk verið að einhveiju leyti önnur en nú eru, en ekki tjóar að elta ólar við breytilega skólaskipan, heldur yrðu að fara Bjarni Bragi Jónsson „Sóknarnefndin á held- ur ekki að þurfa að vera í neinni varnar- stöðu, heldur hefur hún mjög vandaða og fagra kirkjuhönnun upp á að bjóða. Að þessu vann hún af alúð ásamt arki- tekt, öðrum hönnuðum og bæjarskipulagi, meðan andspyrnuöflin kostuðu kapps um að grafa undan og rífa nið- ur.“ fram viðræður um gagnkvæmt til- lit. Áður hafði Digranessókn verið vísað á þá lóð, sem Hjallasókn byggir nú á, og væri hámark rangs- leitni og óskammfeilni að höggva aftur í sama knérunn. Kirkjuyfir- völd taka slíkt ekki í mál, og eru þau áform úr sögunni. Safnaðarsamþykktir og umboð sóknarnefndar Síðasta hálmstrá andmælend- anna er að vefengja umboð sóknar- nefndar til þeirra aðgerða, sem framkvæmdar hafa verið og þeirra sem framundan eru. Það hefur þó verið aðalreglan að gera aðalsafn- aðarfundi hvers árs fulla grein fyr- ir framvindu mála og fá aðgerðir staðfestar með misjafnlega form- föstum hætti. Almennar reglur um formlegar afgreiðslur slíkra mála munu ekki hafa verið mótaðar á vegum þjóðkirkjunnar, enda yfir- leitt fjallað um þau mál af ein- drægni, og gildir hið sama um okk- ar söfnuð, þar til á þessu ári, að sundurlyndisfjandinn var leiddur inn í búðirnar. Aldrei hefur neinn vafi leikið á því, að aðalsafnaðar- f-undir samþykktu að sækja um margrædda lóð og byggja þar. Opin samþykkt árið 1989 var ekki gerð til þess að hafna þeirri langákjósan- legustu lóð, heldur sem fyrr segir til þess að veita bæjarstjórn færi á að bjóða aðra fram og miðla mál- um. Aðalsafnaðarfundi 1990 var gerð grein fyrir framvindunni, at- hugasemdalaust af hálfu fundar- manna, og voru þar þó einhveijir verðandi andmælendur, væntanlega í liðskönnun. Síðasti aðalsafnaðar- fundur, snemmsumars 1991, varð hins vegar átakafundur. Rækilegar umræður fóru fram um byggingar- málin, með og á móti, og að þeim loknum fóru fram kosningar, sem veittu sóknarnefnd yfirburðastuðn- ing í endurkjöri þriggja fulltrúa. Þessi niðurstaða veitir fulla vissu fyrir umboði sóknarnefndar fram til þessa og jafnframt til þeirra ákvarðana, sem reynast bindandi fyrir framtíðina. Þegar þessi mál koma næstu daga enn einu sinni fyrir aðalsafn- aðarfund, munu andmælendur gera úrslitatilraun til að hnekkja gjörð- um sóknarnefndar og eyðileggja allt það mikla starf, sem unnið hef- ur verið í þágu safnaðarins. Sóknar- nefndin mun á hinn bóginn æskja staðfestingar byggingaráforma og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.