Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992 15 hönnunar. Þarna er mikið í húfi fyrir framtíð Digranessóknar. Verði lóðinni hafnað og fram- kvæmdir stöðvaðar, er ekki fyrirsjá- anlegt, að önnur fáist og í öllu falli ekki stórvandræðalaust. Þar með væri safnaðarfundur að bregðast þeirri lagaskyldu sinni að sjá fyrir sóknarkirkju fyrir stærsta söfnuð Kópavogs og einn hinn stærsta á landinu. Slíkt slys og hneisa má ekki henda oss. Sóknarnefndin á heldur ekki að þurfa að vera í neinni varnarstöðu, heldur hefur hún mjög vandaða og fagra kirkjuhönnun upp á að bjóða. Að þessu vann hún af alúð ásamt arkitekt, öðrum hönnuðum og bæj- arskipulagi, meðan andspyrnuöflin kostuðu kapps um að grafa undan og rífa niður. Meðal þess, sem sókn- arnefnd hefur verið legið á hálsi fyrir, er að hugmyndir hafi þróast og tekið á sig mynd stærri bygging- ar og hærri kostnaðaráætlunar. Að nokkru er um að ræða, að hug- myndir voru í upphafi óljósar og ekki nógu skýrt fram settar, saman- ber fjaðrafokið út af kjallaranum með sjálfsögðu þjónusturými. Frá því varð að sjálfsögðu þróun til fullmótunar hugmynda um þá þjón- ustu, sem annast þarf í þágu safn- aðarins og til að stuðla að félags- og menningarþjónustu í bænum. Þannig mun gefast kostur á besta hljðmleikasal Kópavogs sem hreinni aukagetu kirkjubyggingarinnar. Loks er fyrirliggjandi kostnaðar- áætlun upp á tæpar 200 milljónir að meðtöldum öllum búnaði og vönduðu orgeli. Hér er þó aðeins miðað við nytsamt og vandað, en ekkert óhóf. Að sjálfsögðu verður farið ofan í saumana á öllum þátt- um, þegar að útfærslu og fram- kvæmd dregur. Að fenginni reynslu annarra kirkjubygginga virðist áætlunin þó viðunandi. Sóknarnefndin skorar á safnað- arfólk að mæta á aðalsafnaðarfund- inn og veita þessum ágætu áform- um brautargengi. A því veltur fram- búðarheill kirkju- og safnaðarstarfs í Digranessókn. Höfundur er gjaldkeri sóknarncfndar í Digranessókn. --------♦ ♦ ♦-------- ■ REGLULEGAR kvikmynda- sýningar hefjast _að nýju eftir sum- arhlé í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 20. september kl. 16 með sýningu á kvikmyndinni Upp- hafi valdaferils , sem fjallar um fyrstu stjórnarár Péturs mikla Rússakeisara. Fram til áramóta verða svo alls 13 sunnudagssýning- ar, sem alltaf hefjast kl. 16. Sýndar verða gamlar og nýlegar kvikmynd- ir gerðar í Sovétríkjunum , m.a. ýmsar myndir sem taldar voru til klassískra kvikmynda Sovétmanna , svo sem Baltneska fulltrúann frá 1936 ogMann með byssu frá 1938. Einnig eru á sýningarskrá myndir frá seinni tímum sem athygli hafa vakið, t.d. Stríðið hefst daginn eftir og Brautarstöð fyrir tvo . Meðal leikstjóra sem eiga myndir á sýningarskrá eru Sergei Geras- símov, A. Zakhri, I. Heifits, Ser- gei Jútkevitsj og Eldar Rjazanov. Auk leikinna mynda verða sýndar á síðustu sýningu fyrir jól tvær heimildarkvikmyndir; um armenska tónskáldið Aram Khatsatúrjan og helgimyndamálarann Andrei Rúbljov. Einnig teiknimynd gerð við Hnotuhrjótinn, svítu eftir Tsjítjkovskij. Aðgangur að kvik- myndasýningum MIR er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfír. (Fréttatilkynning) A HOTEL BLANDI DAGANA 11., 12. OG 18., 19, SEPT. 1992 BORÐAPANTANIR I S: 687111 HÚTEl« ______________Brids___________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids í Reykjavík Gríðarleg þátttaka var í sumarbrids síðasta mánudag. Næst besta þátttak- an á einu kvöldi til þessa eða 53 pör. Úrslit urðu: Norður/suður: Þrösturlngimarsson-RagnarJónsson 531 Helgi Hermannsson - Kjartan Jóhannsson 506 Dan Hansson - Elvar Guðmundsson 505 Sigurður B. Þorsteinss. - ísak Örn Sigurðss. 481 Guðrún Jóhannesdóttir - Jón Hersir Elíasson 463 Austur/vestur: Guðmundur Baldursson - Guðbjörn Þórðarson 529 Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 517 AronÞorfinnsson-ÞórðurAðalsteinsson 517 Cecil Haraldsson - Sturla Snæbjömsson 487 Gunnar Þór Guðmundss. - Jón Þór Daníelss. 483 Og þátttakan á þriðjudeginum var einnig mjög góð. 44 pör mættu til leiks. Úrslit urðu: Norður/suður: JónHersirElíasson-OlafurLárusson 534 Guðrún Jóhannesdóttir—Gróa Guðnadóttir 504 Baldur Bjartmarsson - Óli Bjöm Gunnarsson 500 Magnús Aspelund - Steingnmur Jónasson 489 María Ásmundsdóttir - Steindór Ingimundarson 479 Austur/vestur: Kristín E. Þórarinsdóttir - Jacqui McGreal 500 RagnarÞorvaldsson-JónStefánsson 490 Eðvarð Hallgrímss. - Jóhannes Guðmannss. 485 Anton Valgarðsson - Sigurður Steingrimsson 484 Baldvin Valdimarsson - Hjálmtýr Baldursson 478 Sumarbrids verður spilaður í dag (föstudag) og hefst kl. 19 og lýkur síðan á morgun (laugardag) og hefst þá spilamennska kl. 13.30. Fyrir tvo síðustu dagana (sem gefa stig til keppni sumarsins) eru 3 spilar- ar í sérflokki eftir sumarið. Þröstur Ingimarsson leiðir með 815 stig. Næstur er Lárus Hermannsson með 776 stig og þriðji er Guðlaugur Sveins- son með 751 stig. Bridsdeild Skagfirðinga Skagfirðingar í Reykjavík hefja spilamennsku eftir sumarhlé á þriðju- daginn kemur, 15. september. Spilað- ur verður eins kvölds tvímenningur. Spilað er í Drangey við Stakkahlíð 17 (gegnt Tónabæ, sunnan megin Miklu- brautar) og hefst spilamennska kl. 19.30. Umsjónarmaður verður Ólafur Lárusson. Bridsklúbbur Fél. eldri borgara Kópavogi Spilaður var tvímenningur sl. föstudag og mættu 10 pör til leiks og urðu úrslit þessi: Þorleifur Þórarinsson - Þórarinn Árnason 146 Bergsveinn BreiðQörð - Kjartan Guðmundsson 120 Hannes Alfonsson - Kjartan Þorleifsson 114 Þriðjudaginn 8. september mættu 18 pör til leiks og var spilaður tví- menningur í tveim riðlum. A riðill: Bergsveinn BreiðQörð - Eysteinn Einarsson 156 GarðarSigurðsson-StefánJóhannesson 137 Sveinn Sæmundsson - Gunnar Pálsson 128 B riðill: ÞorleifurÞórarinsson-ÞórarinnÁmason 103 Helga Ámundadóttir - Hermann Finnbogason 94 Þórður Jörundsson - Hannes Ingibergsson 90 Næst verður spilað þriðjudaginn 15. september kl. 19 að Digranesvegi 12, Kópavogi. Bridsfélag Suðurnesja Vetrarstarfið hefst 21. september nk. og verður spilaður tvímenningur með verðlaunum fyrstu kvöldin. Spilað verður í Hótel Kristínu í Njarðvíkum og hefst spilamennskan kl. 19.30. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Bridsfélag Hafnarfjarðar Vetrarstarfið hefst mánudaginn 14. september nk. og verður spilað í Iþróttahúsinu við Strandgötu og hefst spilamennskan kl. 19.30. Boðið verðu upp á spilamennsku fyrir byijendur með svipuðu sniði og á síðasta keppnistímabili en það þótti heppnast mjög vel. TVEIR KRÖFTUGIR fyrir veturinn BÍLASÝNING um helgina til sýnis og reynsluaksturs SUBARU LEGACY og NISSAN PATRO Llaugard. 12.09. Sunnud. 13.09 VOPNAFIRÐI ESSQ Kl. 10 - 12 BAKKAFIRÐI v/Kaupf. Langnesinga Kl. 14-16 KÓPASKER ESSO Kl. 10-12 RAUFARHÖFN ESSO Kl. 14-16 ÞÓRSHÖFN ESSO Kl. 18-20 Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 síma 91-674000 Víkurbarðinn HÚSAVÍK SUBARU LEGACY ARCTIC EDITION

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.