Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 © FileMaker • Macintosh Námskeið fyrir alla sem vinna úr upplýsingum! v 12 klst hagnýtt gagnasafnsnámskeið! Tölvu- og verkfræðiþjónustan ^ Grensásveai 16 - fimm ár í forvstu VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Vinnueftirlit VARMO SNJÓBRÆÐSLA REYKIALUNDUR Viltu auka þekkingu þínaf Öldungadeild Verzlunarskóla íslands býður hagnýtt nám í fjölmörgum greinum, fyrir alla þá sem náð hafa 20 ára aldri. Innritun á haustönn fer fram dagana 28.-30.ágúst og 2.-4.september kl. 8.30-18.00. I boði verða eftirfarandi námsgreinar: Bókfærsla Ritvinnsla Bókmennta- og listasaga Saga Danska Stjómun Efiia- og eðlisfræði Stærðfræði Enska Tölvubókhald Farseðlaútgáfa Tölvufræði Ferðaþjónusta Utanríkisviðskipti Franska Vélritun Hagfræði Verslunarréttur Islenska Þýska Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda eftirtalin prófstig: • Próf af bókhaldsbraut • Próf af ferðamálabraut • Próf af skrifstoíubraut • Verslunarpróf • Stúdentspróf Umsóknareyðublöð, námslýsingar og allar nánari upplýsingar fást á skrifstofú skólans, Ofanleiti 1. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Myndband um öryggi við landbúnaðarstörf MYNDBÆR HF. í samstarfi við Vinnueftirlit ríkisins hefur fram- leitt myndband um örýggi við landbúnaðarstörf. Markmið myndar- innar er að miðla upplýsingum til þeirra sem vinna við landbúnað og stuðla þar með að auknu öryggi og draga úr slysum. Stefnt er að því að myndbandið verði til hjá sem flestum búnaðarfélögum í landinu. í myndinni er farið yfir helstu öryggisatriði hvað varðar meðferð og viðhald véla auk annarra atriða er lúta að auknu öryggi. Myndinni er ekki síst ætlað að vekja bændur til meðvitundar um þá hættu sem börnum er búin í námunda við hættulegar vélar og varasamar að- stæður. Sem fyrr segir er myndin fram- leidd í samstarfi við Vinnueftirlit ríkisins, aðstoð við myndgerðina veittu m.a. Búnaðarfélag Islands og Búvörudeild RALA. Helstu styrktaraðilar myndarinnar eru: Búnaðarfélag íslands, Búnaðar- samböndin og Búnaðarfélögin í landinu. Handrit að myndinni gerðu þeir Hörður Bergmann, Haukur Sölva- son og Þórhallur Sveinsson og höfðu þeir jafnframt umsjón með gerð myndarinnar. Ernst Kettler sá um kvikmyndatöku og klippingu og Einar Guðmundsson um hljóð. Þul- ur er Grétar Skúlason. Nánari upp- lýsingar fást hjá Myndbæ hf. Málmiðnaður Stefnumótunarátaki Málms ’92 lokið NYLEGA lauk sérstöku stefnu- mótunarátaki á vegum þróunar- verkefnisins Málms ’92 og Fé- lags málmiðnaðarfyrirtækja. Atakið var liður í víðtækum aðgerðum Málms ’92 sem miðað að því að treysta samkeppnis- stöðu einstakra fyrii-tækja og greinarinnar í heild. Tíu málm- iðnaðarfyrirtæki tóku þátt í stefnumótunarátakinu, bæði lítil og stór á íslenskan mæli- kvarða. Iðnlánasjóður studdi átakið og veitti fyrirtækjunum lán vegna þátttöku þeirra. í tilefni af stefnumótunarátak- inu hafa Málmur ’92 og Félag málmiðnaðarfyrirtækja gefið út bækling um stefnumótun í málm- iðnaðarfyrirtækjum þar sem í ein- földu máli er gerð grein fyrir því hvað stefnumótun er, hvernig eigi að standa að verki og hvað fyrir- tæki hafa út úr slíku starfi, að því er segir í frétt frá félaginu. í bæklingnum er ennfremur vitnað í reynslu þriggja forráðamanna málmiðnaðarfyrirtækja og kemur þar fram að þeir telja afrakstur átaksins þegar hafa skilað sér í meiri arðsemi verkefna svo og mun meira öryggi í rekstrinum í nán- ustu framtíð. Næstu viðfangsefni þróunar- verkefnisins Málms ’92 eru á sviði gæða- og framleiðnimála og fer sá þáttur af stað í næsta mánuði. Þá verða valin 5-10 fyrirtæki á sama hátt og í þróunarverkefninu og unnið með samræmdum hætti að því að koma þessum grundvall- aratriðum í samkeppnishæfnj til betri vegar. Þá segir í fréttinni að það sé álit þeirra sem standi að Málmi ’92 að miklir möguleikar bíði íslensks málmiðnaðar ef rétt sé staðið að málum. Grundvallar- atriði sé að geta staðist alþjóðleg- ar kröfur hvað varði skipulag, framleiðni og gæði. Verkefni inn- an Málms ’92 séu liður í að gera STEFNUMOTUN — Málmur 92 og Félag málmiðnað- arfyrirtækja hafa gert stefnu- mótunarátak til að treysta sam- keppnisstöðu greinarinnar í heild. fyrirtækjunum kleift að standast slíkar kröfur. Duga í hvaða dyr sem er Héðins iðnaðarhurðir - fyrir þá sem eru opnir fyrir gæðum. = HÉÐINN = SMIÐJA STÓRÁSI 6 » GARDABÆ « SÍMI 52000 Hönnun • smíöi • viögerðir • þjónusta Auglýsingar Skemmd- arverk í úrslit SJÓNVARPSAUGLÝSINGIN Skemmdarverk, sem auglýs- ingastofan Gott fólk gerði fyrir Póst og símamálastofnun um skemmdarverk á símaklefum, komst í úrslit á Cannes auglýs- ingahátíðinni í sumar. Helgi Helgason, framkvæmda- stjóri hjá Góðu fólki, sagði menn mjög ánægða með þennan árang- ur, en þetta er í fyrsta skipti sem íslensk auglýsing kemst í úrslit á þessari frægu hátíð. Skemmdarverk er einnig í úr- slitum á Norrænu kvikmynda- hátíðinni sem fram fer í Svíþjóð nú í byijun september. Hér á ís- landi var hún valin ein af fimm bestu íslensku auglýsingunum á Ímark-hátíðinni sem fram fór í byijun ársins. Auglýsingin er unnin í sam- vinnu við Saga fílm og leikstjóri var Ágúst Baldursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.