Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Sjálfstæði Eystra saltsþjóða Tyjóðirnar þrjár við Eystra- mt salt eru að endurheimta sjálfstæði sitt, sjálfstæði, sem þær misstu í heimsstyijöldinni síðari. Þær hafa gengið í gegn- um miklar þrengingar í hálfa öld. Forystumenn sovézkra kommúnista hafa haldið uppi skipulögðum tilraunum til þess að þurrka þær út af yfir- borði jarðar með flutningum Rússa og annarra þjóða innan Sovétríkjanna til Eystrasalts- ríkjanna á siðustu áratugum og nauðungarflutningum fólksins í þessum ríkjum til annarra hluta Sovétríkjanna. Jafnframt hafa staðið yfir markvissar tilraunir í áratugi til þess að fá þær til þess að gleyma eigin tungu og menn- ingu. Þessar þjóðir voru gleymdar áratugum saman. Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir, að þær endur- heimti sjálfstæði sitt að fullu. Síðustu daga hefur sovézka ríkjasambandið hrunið til grunna eins og spilaborg. Fyr- ir helgi lýsti Jeltsín því yfir, að Eystrasaltsríkin gætu end- urheimt frelsi sitt og í gær gaf Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, svipaða yfirlýsingu í sovézka þinginu. Þjóðir heims keppast við að viður- kenna sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna. Þessi tímamót í sögu Eystrasaltsþjóðanna eru okk- ur íslendingum sérstakt fagn- aðarefni. Við höfum um langt árabil fundið til samkenndar með þessum þjóðum. Þau ör- lög þeirra að missa frelsi sitt og sjálfstæði á svipuðum tíma og við öðluðumst fullt sjálf- stæði og stofnuðum lýðveldi okkar höfðu djúp áhrif á fólk hér á þeim tíma. Um hálfrar aldar skeið hafa alltaf við og við orðið umræður hér á ís- landi um þjóðirnar þijár við Eystrasalt og kúgun þeirra. Þær komu jafnan við sögu í hörðum umræðum milli lýð- ræðissinna og þeirra manna í Sósíalistaflokknum og Al- þýðubandalaginu, sem kusu að halda uppi vörnum fyrir glæpaverk sovézkra kommún- ista. Af þessum sökum þarf eng- an að undra, hvorki forsætis- ráðherra Svíþjóðar, sem hefur lýst því yfir, að afstaða okkar til Eystrasaltsríkjanna sé óskiljanleg,- né aðra, að Islendr ingar hafa látið sig málefni þessara þjóða nokkru skipta undanfarin misseri á alþjóða- vettvangi. íslendingar viður- kenndu aldrei innlimun Eystrasaltsríkjanna í Sov- étríkin. Við erum fámenn þjóð og ráðum hvorki yfir fjár- magni né pólitískum völdum en við eigum aðild að samfé- lagi frjálsra þjóða heims. Á þeim vettvangi höfum við tal- að máli Eystrasaltsþjóðanna með vaxandi þunga. Þar hefur Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, verið fremst- ur í flokki. Langt er síðan við íslendingar höfum beitt okkur svo mjög á alþjóða vettvangi, ef undan er skilin landhelgis- barátta okkar sjálfra. Augljóst er, að Eystrasalts- þjóðirnar hafa kunnað að meta vilja okkar til þess að tala máli þeirra við þjóðir Vestur- landa, þegar aðrir sýndu því lítinn áhuga. Þessar þjóðir sýndu það í verki, að þær meta framlag okkar, með heimsókn utanríkisráðherr- anna þriggja hingað til lands um helgina. Við íslendingar getum verið stoltir af því, að þessar þjóðir kusu að koma fyrst hingað til lands til þess að undirrita samninga um stj órnmálasamband. Það er þó ekki aðalatriði málsins heldur hitt, að þær eru að endurheimta sjálfstæði sitt. Þær eiga allar mikið verk fyr- ir höndum. Framundan eru áreiðanlega flókin samskipti við Sovétríkin áður en tengslin á milli Eystrasaltsþjóðanna og ríkjasambandsins fyrir austan, hvernig sem það verður í framtíðinni, eru komin á eðli- legan grundvöll samskipta sjálfstæðra þjóða. Þær eiga eftir að berjast frá fátækt til bjargálna. Þær eiga eftir að treysta stöðu sína í samfélagi frjálsra þjóða heims. Við getum ekki lagt þeim til fjármuni, sem máli skipta, en við gétum veitt þeim að- gang að þeirri þekkingu, sem við höfum yfir að ráða en þó fyrst og fremst pólitískan og siðferðilegan stuðning. Fögn- uður okkar yfir því, að fullt frelsi og sjálfstæði þeirra er nú í augsýn er djúpur og ein- lægur. Við óskum þeim far- sældar á þeirri erfiðu vegferð, sem þær eiga fyrir höndum. STJORNMALASAMBAND VIÐ EYSTRASAI Frá undirritun samkomulags um stjórnmálasamband. Frá vinstri: Algirdas Saudargas, Sveinn Björnsson sl ins, Janis Jiirkans, Lennart Meri, Jón Baldvin Hannibalsson og Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur. tsland er ísbrj óti á alþjóðavettvai Fánar Eystrasaltsríkjanna og Islands blakta við Höfða. Erlendu ráðher ingu yfir því að þjóðfánar þeirra blöktu um alla Reykjavíkurborg. - sagðiutan- ríkisráðherra Lettlands YFIRLÝSINGAR um stjórnmála- samband Islands og Eystrasalts- ríkjanna þriggja, Eistlands, Lett- lands og Litháens, voru undirrit- aðir við hátíðlega athöfn í Höfða í gærmorgun. Yfirlýsingarnar undirrituðu Jón Baldvin Hannib- alsson utanríkisráðherra og starfs- bræður hans; Algirdas Saudargas frá Litháen, Janis Jurkans frá Lettlandi og Lennart Meri frá Eistlandi. „Ég minnist orða Jelenu Bonner, ekkju Sakharovs, þegar almenningur í Moskvu safnaðist saman til minning- arathafnar um fórnarlömb valdar- ánstilraunarinnar,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson að undirrituninni lok- inni. „Hún sagði í ræðu sinni eitthvað á þessa leið: „Hvílið í fullvissu um að fórnarlömbin, sem fórnuðu lífi sínu fyrir málstað frelsis og lýðræðis, gerðu það ekki til einskis“.“ Jón Bald- vin sagði að undirritunarathöfnin væri ef til vill aðeins formsatriði, stað- festing ákvarðana, sem teknar hefðu verið fyrir löngu í hugum manna. Hann vonaði samt að nú gætu ráð- herrarnir sagt við alla þá, sem hefðu þjáðst svo lengi undir harðstjórn, fórnað lífi sínu og mátt þola missi mannréttinda og mannlegrar virðing- ar: „Hvílið í fullvissu um að fórnir ykkar voru ekki til einskis." Lennart Meri sagði að í ágúst 1939 hefðu tvær undirskriftir, sem settar voru á skjal að næturlagi í Kremlar- virki, opnað dyrnar fyrir heimsstyij- öldina síðari. Ráðherrann vísaði þar til leynisáttmála Stalíns og Hitlers, þar sem þeir skiptu Evrópu á milli sín og Stalín fékk Eystrasaltslöndin. „Hvað Eystrasaltsríkin þrjú, fyrrum aðildarríki Þjóðabandalagsins, varð- ar, stóð síðari heimsstyijöldin áfram, alveg fram á þennan dag. Þessar undirskriftir, sem þið hafið horft á, eru þær fyrstu til að binda enda á afleiðingar styijaldarinnar. Við snú- um nú aftur inn í ijölskyldu Evrópu- þjóða. Orðin, sem við höfum sett á blað, eru stutt, en þetta verður stórt skref fyrir Evrópu og vonandi fyrir alla menn, sem búa við Iýðræði.“ Janis Jiirkans lét svo um mælt að athöfnin í Höfða væri sögulegur við- burður, upphaf alþjóðlegrar við- urkenningar á lýðræðislega kjörnum ríkisstjórnum Eystrasaltslandanna. „Þessi atburður markar upphaf nýrr- ar Evrópu, sem vonandi verður frið- sæl og búsældarleg," sagði ráðher- rann. „Fyrir hönd ríkisstjórnar minnar vil ég koma á framfæri djúpu þakklæti til íslenzku ríkisstjórnarinn- ar fyrir að vera ísbijóturinn á alþjóða- vettvangi." Algirdas Saudargas sagði að undir- skriftirnar bæru vott um lýðræði á hæsta stigi. Þær væru gerðar í nafni þjóða Eystrasaltsríkjanna og íslands, af lýðræðislega kjörnum stjórnvöld- um. „Þær eru síðasti áfanginn í að staðfesta þau tengsl, sem þegar eni fyrir hendi milii þjóða okkar. Þær eru skref í átt til nýrra og réttlátra tengsla í Evrópu," sagði hann. Yfirlýsingar ríkjanna voru undirrit- aðar með sérstökum sjálfblekungum, sem utanríkisráðherrunum voru gefn- ir. Á pennana er grafin dagsetningin og nafn fundarstaðarins, Höfða. Við- stödd athöfnina voru Davíð Oddsson forsætisráðherra, Salóme Þorkels- dóttir forseti Alþingis, utanríkismála- nefnd, formenn stjórnmálaflokkanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.