Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 N ú fást vagnar með nýrri vindu par sem moppan er undin með éinu handtaki án pess að taka purfi hana af skaftinu. Moppan fer alveg inn i horn og auðveldlega undir húsgögn. Einnig er hún tilvalin í veggjahreingerningar. Petta pýðir auðveldari og betri þrif. Auðveldara, fljótlegra og hagkvæmara! IBESTAI Nýbýlavegi 18 Sími 641988 Ný Evrópa, gamalt Island HÆTTID AD BOGRA VID bBIFIN! MIÉ eftir Friðrik H. Guðmundsson Mikið er um að vera í Evrópu í dag og margt að gerast. Ráðherrar okkar standa í ströngu á stífum samningafundum um Evrópskt efnahagssvæði. Barist er um hags- muni einstakra landa og atvinnu- greina og fjölmiðlar fullir af frétt- um um gang samninganna. í öllum þessum látum, viðtölum og fréttaskýringum langar mig til að minna á einn þátt sem inn í þetta mál fléttast og er einn af mörgum homsteinum þess sem nú er að gerast í Evrópu og mun vænt- anlega hafa verulega áhrif á at- vinnulíf okkar íslendinga á kom- andi árum. Þessi þáttur hefur ekki verið ræddur í fjölmiðlum sem að neinu nemur og væri fróðlegt að fá opnari umræðu um þessi mál í okkar alltumvefiandi fjölmiðlum. Evrópubandalagið hefur verið að setja fjöldann allan af stöðlum og reglugerðum á undanförnum árum og væntanlegar eru enn fleiri möppur. Tilgangur þessarar útgáfu er að koma til móts við sameigin- legt markmið Evrópubandalagsins að leggja niður allar tæknilegar viðskiptahindrandir milli þessara landa. Það sem átt er við með þessu hátíðlega orðalagi að „leggja niður tæknilegar viðskiptahindranir" má skýra með eftirfarandi dæmi. Ef byggja á hús í Danmörku þá þarf að hanna það samkvæmt dönskum stöðlum. í þessum stöðl- um er kveðið á um hversu mikið vindálag og snjóálag húsið þarf að þola og svo framvegis, hvað póstar í gluggum eiga að vera þykkir, hvemig glerfalsið á að vera , hvaða efni má nota o.s.frv. Að leggja nið- ur tæknilegar viðskiptahindranir milli landa þýðir að öllum þessum dönsku stöðlum verður nú hent í ruslið og í staðinn koma nýir staðl- ar sem gilda í öllum löndum Evr- ópubandalagsins. Gluggaframleið- andi í Danmörku mun því smíða samskonar glugga og gluggafram- leiðandi á Spáni. Spánski framleið- andinn getur þar af leiðandi selt vöru sina hvert sem er innan banda- lagsins og einnig til Danmerkur. Þetta gat hann ekki áður nema breyta. framleiðslunni og aðlaga hana að dönsku stöðlunum. Þetta þykir hið besta mál og nú er það bara flutningskostnaðurinn frá framleiðanda að markaðnum sem verður hinn takmarkandi þátt- ur. En það er fleira sem hangir á spýtunni. Nú eru framleiðendur með misjafna vöru og vörur mis- jafnar að gæðum eftir fyrirtækjum og löndum. Ef selja á glugga frá Spáni í Danmörku þá þurfa neyt- endur að vera vissir um að varan uppfylli þær kröfur og gæði sem til hennar eru gerðar. Eins og menn vita reru neytendasamtökin í norðanverðri Evrópu mjög sterk og fylgjast grannt með gæðum þeirra vöru sem verið er að bjóða í þessum löndum. Til að leysa þetta mál var fundin sú lausn að fara fram á að öll þau fyrirtæki sem ætluðu sér að fram- leiða vörur fyrir hinn sameiginlega markað yrðu að vera með gæða- kerfi sem tryggði að framleiðslan væri með þeim gæðum sem til væri ætlast. í þessu samhengi voru búnir til staðlar og eru þeir nefnd- ir ISO 9000 staðlarnir. Ekki nóg með það, til að fylgjast með því að fyrir tækin settu upp og við- héldu gæðakerfunum þá áttu þau að fá þessi gæðakerfi vottuð af sérstökum fyrirtækjum, vottunar- stofum. Hlutverk vottunarstofunnar er að taka út gæðakerfin hjá fyrir- tækjunum og staðfesta að þau séu samkvæmt ISO 9000 stöðlunum. Ef svo reynist vera þá fær fyrirtæk- ið vottorð og leyfi til að nota vott- orðið samkvæmt ákveðnum regl- um. Nú má sjá margar vörur merktar þannig, sérstaklega vörur frá Bretlandi (t.d. BSI certificiat). Mjög miklar kröfur eru gerðar til starfsemi vottunarstofa og að sjálf- sögðu til sérstakir staðlar um starf- semi þeirra, svokallaðir ISO 4500 staðlar. En það er ekki bara gæðakerfin sem í framtíðinni verða vottuð. Vottun á vöru, þjónustu og starfs- fólki er einnig hafin í Evrópu. Til þess að vottunarstofan standi sig í stykkinu og starfi af fullri sanngirni og óháð öllum, þannig að menn hafi á henni það traust sem slíkri starfsemi er algjör nauð- syn, þá sáu hinir uppfinningasömu blýantsnagarar og möppudýr í Evr- ópu að nauðsynlegt er að sérstakt fyrirtæki hafi eftirlit með starfsemi vottunarstofunnar. Þetta er gert og nú eru starf- andi í löndum Evróubandalagsins svokallaðar Viðurkenningarstofur sem veita vottunarstofum starfs- leyfi og hafa reglubundið eftirlit með starfsemi þeirra. Þessar viður- kenningarstofur eru reknar af hinu opinbera og veita rannskóknarstof- um og prófunarstofum einnig við- urkenningar til starfrækslu (lög- gilding) samkvæmt þessum nýju stöðlum. Það er margt fleira sem liggur að baka þeirri ákvörðun að stuðla að notkun gæðakefa í líkingu við ISO 9000 staðlanna, Menn hafa bent á nokkur atriði, fyrir utan það sem að ofan er nefnt. Vitað er að með slíkum gæðakerfum auka fyr- irtækin framleiðni sína um nokkur prósent. 2%, 3% er mjög oft nefnt sem lágmark í því sambandi. Það þriðja er að evrópsk fyrirtæki horfa upp á .að framleiðsla þeirra er lak- ari að gæðum en sú japanska og bandaríska á mörgum sviðum og Friðrik H. Guðmundsson „Eiga íslendingar það á hættu að lenda í erfið- leikum með að selja vörur sínar, ef ekkert er að gert til að aðlaga sig að hinni nýju Evr- ópu.“ jafnvel ekki samkeppnishæf. Alls- hetjarátak i gæðamálum allra þess- ara landa er þvi eitt af takmörkum bandalagsríkjanna. Þannig að evr- ópsk fyrirtæki standi jafnfætis þeim japönsku og bandarísku. Þetta er nú allt gott og blessað, en hvað’ hefur þetta með okkur íslendinga að gera. Það er nú ein- mitt spumingin, hvað hefur þetta með okkur að gera. Þar vefst mönnum tunga um tönn. Eitt er þó víst að sameiginlegur markaður Evrópu verður að veruleika eftir eitt og hálft ár, þ.e. í ársbyijun 1993 og ásamt mörgu öðru sem gerist, þá, falla niður hinar tækni- legur viðskiptahindranir. Og nú byija spádómarnir, hvað gerist þá. Hvað verður um spænska gluggaframleiðandann sem byijar að selja sína framleiðslu í Dan- mörku. Sérstaklega þó, hvað verður um hann ef framleiðslan fer ekki fram undir vottuðu gæðakerfi, og aðspurður játar að hafa aldrei heyrt um gæðakerfi og ISO 9000 hvað, er það eitthvað til að hafa ofaná brauð. Ja, hvað gera Danir þá. Þá verður ekki síður getgátur um hvað verður um pólska gluggaframleið- andann, sem stendur utan banda- lagsins, sem ætlar líka að selja sína glugga í Evrópu. Þeir sem lengst ganga í þessum málum vilja líta svo á að þau fyrir- tæki í Evrópu sem ekkert verða farin að huga að gæðakerfum þeg- ar sameiginlegi markaðurinn verð- ur að veruleika 1993 geti ekki selt vörur sínar þar. Aðrir spá því að Evrópubanda- lagið muni til að byija með, þ.e. fyrstu árin meðan þessi lönd eru sjálf að jafna sig á breytingunum, kreljast þess að allar vörur fram- leiddar utan bandalagsins verði að vera vottaðar ef leyfa á sölu á þeim á hinum sameiginlega markaði. Þetta verði notað sem „tæknileg viðskiptahindrun" á lönd utan bandalagsins. Enn aðrir spá því að þetta muni engu breyta varðandi sölu til Evr- ópu. Þá eru menn einnig í mikilli óvissu um hvernig þessi mál muni þróast og hve hratt. Er allt til í því sambandi, sumir spá spreng- ingu í þessum málum og allir muni hlaupa til og koma sér upp vottuðu gæðakerfi, aðrir segja að þetta muni lognast út af. í þeim gögnum sem Evrópu- bandalagið hefur látið frá sér fara um þessi mál er talað um að fyrir- tækin verði (,,must“) að framleiða eftir vottuðum gæðakerfum ætli þau sér að framleiða fyrir Evrópu- markaðinn eftir sameiningu. Þetta mál verður enn flóknara þegar farið er að skoða matvæla- iðnaðinn. Þá er gluggaframleiðslan hátíð, því hér sökkva menn á kaf í allar heilbrigðisreglugerðirnar í þessum löndum sem eru mismun- andi frá einu landi til annars. Eftir- lit með matvælum, kröfur til hrein- lætis, húsnæðis, o.s.frv. En spurning dagsins er, í hveiju lendir íslenski gluggaframleiðand- inn sem ætlar að selja gluggana sína í Danmörku árið 1993, og í hveiju lenda fiskvinnslurnar með frosnu fiskþitana og gaffalbitana. Koma íslendingar og allar þjóðir heims til með að geta selt sínar vörur til Evrópu á komandi árum eins og á undanförnum árum. Eiga íslendingar það á hættu að lenda í erfiðleikum með að selja vörur sínar, ef ekkert er að gert til að aðlaga sig að hinni nýju Evrópu. Höfundur er verkfræðingur. Brúarhlaup á Sel- fossi 7. september Selfossi. BRÚARHLAUP Selfoss fer fram 7. september á Selfossi. Hlaupið er haldið í tilefni 100 ára afmælis Ölfusárbrúar og er liður í dagskrá sem verður 1.-8. september í tilefni þessa. Hlaupið hefst við norðurenda brúarinnar og hlaupið verður um götur Selfoss og í nágrenninu. Vegalengdir í hlaupinu eru 5 km skemmtiskokk, 10 km götuhlaup Irland Brottför 6. september 2 dagar. Frá kr. 19.900 Einstakt tækifæri til að versla iCork, þessarí heillandi stórborg á írlandi. Hausttiskan komin og tiskuvörur heimsborganna á ótrúlegu verði. f IR fl A H IÐ S í D Í11N wm AUSTURSTRÆT117 • SÍM B222U0 og 21 km hálfmaraþon. þá verður hjólreiðamönnum gefinn kostur á að hjóla 10 km. Allir þátttakendur fá viðurkenn- ingu að loknu hlaupi og engin skráningargjöld verða innheimt. Áletraðir bolir hafa verið útbúnir í tilefni hlaupsins og eru seldir á 500 krónur. Gert er ráð fyrir að sem flestir hlauparar hlaupi í slík- um bol. Skráningarblöð liggja frammi í versluninni Sportbæ og Sundhöll Selfoss. Sérstakir skráningardag- ar og söludagar á bolum verða 30. ágúst kl. 16-18, 31. ágúst kl. 10-12, 5. sept. kl. 16-18 og 6. sept. íd. 16-18 í Vöruhúsi KA og Höfn hf. Þá verður hægt að skrá sig í Tryggvaskála 7. september kl. 10-12 en númer verða afhent á þeim stað klukkan 12-13. Það er Fijálsíþróttadeild Selfoss sem er framkvæmdaaðili hlaupsins en ætlunin er að hlaupið verði árlegur viðburður. — Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.