Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 STJORNMALASAMBAND VIÐ EYSTRASALTSRIKIN Gerum ekki kröfu um hefnd heldur réttlæti - segir Algirdas Saudargas, utanríkisráðherra Litháens „ÞETTA er atburður með alþjóðlega þýðingu, stórkostleg stund. Hún markar líka endalok þessarar róstusömu viku, sem á undan er geng- in. Þegar þessu skeiði ofbeldis er nú vonandi lokið, hefjum við hér á íslandi skeið endurreisnar réttlætisins — endalok heimsstyrjaldar- innar síðari,“ sagði Algirdas Saudargas, utanríkisráðherra Litháens, í viðtali við Morgunblaðið eftir að skrifað var undir yfirlýsingu um stjórnmálasamband Islands og Litháens. Algirdas Saudargas, utanríkisráðherra Litháens. Morgunbiaðið/Þorkell „ísland var fyrsta ríkið á Vestur- löndum til að lýsa því yfir að það væri tilbúið að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og koma á stjórnmálasambandi við þau. ísland hefur allan tímann staðið fast að baki okkar og haft forystu um stuðning við Eystrasaltsríkin á al- þjóðavettvangi. Það er þess vegna fullkomlega eðlilegt að ísland sé fyrsta landið, sem við tökum upp formlegt stjórnmálasamband við,“ sagði Meri. — Teljið þér að stofna hefði átt fyrr til stjómmálasambands en raun er orðin á? Litháar báðu um slíkt fyrir alllöngu. „Það var mögulegt að taka upp stjómmálasamband fyrr, en það var háð ýmsum kringumstæðum. Ég tel að þessar viðræður um endurnýjun stjórnmálasambands hafi komið Eystrasaltsríkjunum að miklu gagni og nú er ég afar ánægður að vera hér í Reykjavík með starfsbræðmm LENNART Meri, utanríkisráð- herra Eistlands, sagði eftir að yfirlýsingin um stjórnmálasam- band íslands og Eystrasaltsríkj- anna hafði verið undirritaður í Höfða að nú hefðu dyrnar að Evrópu opnast og það mætti með- al annars þakka frumkvæði ís- lendinga. Hann sagði að Eistlend- ingum væri efst í huga að ganga inn í evrópskt samfélag, án þess þó að slíta samskiptum við grann- ríki sín. „Við hyggjumst að sjálfsögðu ganga í Evrópubandalagið og verða hluti af Evrópska efnahagssvæð- inu,“ sagði Meri. „En ég vil ekki_ kætast um of. Það er langur vegur” framundan og við gerum okkur fylli- lega grein fyrir því að það þarf að leysa mörg erfið vandamál. Undan- farin 50 ár vomm við fyrir aftan jámtjaldið og það hafði margar slæmar afleiðingar. Nú þarf að bæta gæði þeirrar vöru, sem við framleið- um. Við þurfum að verða samkeppn- ishæfir. Ég sé fyrir mér að á næsta ári munum við snúa okkur frá mark- aðnum í austri að mörkuðum í vestri.“ Meri sagði þó ekki að sjálfstæði myndi hafa í för með sér að öllum samskiptum við nágrannaríki Eist- lands yrði slitið: „Um leið vil ég leggja áherslu á það að við höfum mikinn áhuga á að eiga góð sam- skipti við austrið og ég held að við séum ekki einir um þann áhuga. Ég er nokkuð viss um það að Sovétlýð- veldin fyrrverandi séu jafn áhuga- söm um að hætta ekki þeim sam- skiptum, sem þau hafa átt við Eystr- asaltsríkin. En við munum að sjálf- sögðu gera allt til þess að laga efna- hagslíf okkar að kerfí Vesturlanda og það verður erfítt því að það mið- aðist alltaf við markaðinn í austri.“ Meri sagði að það væri erfítt að segja til um hvemig það myndi ganga að draga úr sovéskum ítökum mínum frá hinum Eystrasaltslönd- unum. Þetta er stór dagur og mikil hátíð.“ — Nú stefnir allt í að nokkur ríki ætla að viðurkenna Eystrasaltsríkin og stofna til stjórnmálasambands. Teljið þér viðurkenningu heimsins á sjálfstæði ykkar skammt undan? „Þetta verður keðjuverkun. Á hverjum degi streyma inn tilkynn- ingar frá erlendum ríkjum um að þau vilji taka upp stjórnmálasam- band við okkur á ný. Ég held að innan skamms muni Litháen njóta viðurkenningar í öllum heimsálfum. Við höfum til dæmis fengið skeyti frá Nýja Sjálandi, Japan og Argent- ínu, auk Norðurlandanna og ann- arra Evrópuríkja. Það er varla nema framkvæmdaatriði úr þessu að rétt- læti komist á að nýju og Litháen njóti almennrar viðurkenningar sem sjálfstætt ríki.“ — Þið hafið nú sagt skilið við Sovétríkin. Hvernig verður sam- Lennart Meri, utanríkisráðherra í Eistlandi og semja um brottför sovéska hersins. „Ég get aðeins vís- að til samnings Þjóðveija og Sov- étmanna um að flytja alla sovéska hermenn frá Þýskalandi eins fljótt og auðið er. Það mun engu að síður taka nokkurn tíma í Þýskalandi og ég hygg að svipað verði um okkur. Sovétmenn hafa talsverðan herafla í Eistlandi. Það er stór flotastöð og svo er flugherinn með miklar bækis- stöðvar í Tartu, háskólabænum okk- ar, sem eru einar þær stærstu í Varsjárbandalaginu fyrrverandi." Meri kvaðst oft hafa verið spurður hvort Eistlendingar hygðust ganga í Atlantshafsbandalagið. „Við mun- um gera allt það sem er Eistlandi í þjóðarhag og er í samræmi við al- menna áfvopnunarstefnu. Við mun- um starfa náið með grannríkjum okkar, hinum Eystrasaltsríkjunum, rússneska sambandslýðveldinu. En við hneigjumst almennt að því að færast nær öllu samstarfí í Evrópu eins fljótt og hægt er.“ Meri sagði að það hefði verið tígu- skiptunum við þau háttað, sérstak- lega í ljósi atburða síðustu viku? „Afstaða Litháa hefur alltaf verið að hafa samskipti á breiðum grund- velli við Sovétríkin, bæði í efna- hags- og menningarmálum. Við höfum þegar skrifað undir sáttmála við Rússland, sem er stærsta lýð- veldi Sovétríkja framtíðarinnar. Samningurinn við Rússa er góður grundvöllur að samskiptum við Sov- étríkin í heild, og sovézka miðstjórn- arvaldið þarf ekki að gera annað en staðfesta slík tengsl Litháens og annarra Sovétlýðvelda. Við höfum sem sagt áhuga á samstarfi, en munum ekki gerast aðilar að neinum sambandssáttmála, sama hvernig sá sáttmáli mun líta út.“ — Þér talið um sambandssátt- mála Sovétríkjanna. Hver teljið þér að verði örlög hans? Nú hafa Úkr- aína og Hvíta Rússland lýst yfír sjálfstæði, til viðbótar við þau sex lýðveldi, sem ekki ætla að undirrita sambandssáttmálann. Eru Sovétrík- in að liðast í sundur? „Úkraína og Hvíta Rússland ætla að lýsa yfír sjálfstæði, en það þýðir ekki að þau muni ekki verða hluti af einhvers konar sambandsríki eða ríkjasambandi. Ég efast um að Sov- étríkin séu að liðast algerlega í leg sjón að sjá fána Eystrasaltsríkj- anna blakta við hún á götum og torgum Reykjavíkur. Minningarnar um árin bak við járntjaldið hefðu staðið honum fyrir hugskotssjónum ásamt gleði yfír því að nú tækist að knýja fram sjálfstæði Eistlands. „Faðir minn var stjómarerindreki fyrir Eistland. Við höfðum í fórum okkar leynilegt uppkast að samningi Hitlers oj* Stalíns um innlimun Eystrasaltsrríkjanna í Sovétríkin sennilega áður en stríðið hófst. Al- þjóðamál voru snar þáttur í uppvaxt- arárum mínum. Ég vissi alltaf að sá dagur kæmi að ég myndi halda á fána Eistlands milli handa mér. Ég átti mér alltaf þann draum að við fengjum fánann aftur. Þegar ég var í útlegð í Síberíu dreymdi mig þennan einfalda draum. Nú höfum við snúið aftur til raunveruleikanns. Og ég er þakklátur Islendingum fyr- ir að hafa fyrstir látið okkur hafa lykilinn, sem opnar dyrnar að Evr- ópu,“ sagði utanríkisráðherra Eist- lands. sundur. En þau munu taka á sig nýja mynd. Ég óska Sovétríkjunum þess aðeins að þau finni sér réttlátt og lögmætt ríkisform." — Nú er Litháen að ganga á ný inn í fjölskyldu Evrópuþjóða. Þýðir það að þið munið til dæmis sækja um aðild að Evrópuráðinu, Evrópu- bandalaginu eða jafnvel Atlants- hafsbandalaginu? „Þetta eru mál, sem verður að taka afstöðu til hvers fyrir sig. Að sjálfsögðu höfum við þegar sótt um aðild að öllum helztu alþjóðastofn- unum, til dæmis Sameinuðu þjóðun- um. Hvað varðar Evrópubandalagið, þá munum við jafnvel ræða mögu- leika á einhvers konar aukaaðild. Það mun fara eftir ýmsu, til dæmis býst ég við að aðild að EB þyrfti að leggja undir þjóðaratkvæði eins og rætt hefur verið um á Norður- löndum. Þetta er mál, sem verður rætt i framtíðinni og er erfítt að spá um. Þegar rætt er um öryggis- og varnarbandalag á borð við NATO, er á það að líta að Litháar hafa langa hefð fyrir hlutleysi, og við höfum þegar lýst yfír hlutleysi okk- ar. En við nýjar kringumstæður l Evrópu verðum við samt að endur- skilgreina hvað við eigum við með hlutleysi. Gamla hlutleysishugtakið er úrelt fyrir mörg lönd. I augnablik- inu höfum við ekki hugsað okkur að ganga í neitt varnarbandalag, en hvað gerist í framtíðinni er erfitt að segja. Fyrsta skrefíð í þessum efnum verður að vera að allar er- lendar hersveitir verði kallaðar heim frá litháísku landsvæði. Þar á ég auðvitað við sovézkt herlið. Við er- um tilbúnir að semja um málið og „Það er stórkostlegt að koma hingað og sjá fána lands míns blakta við hún á hveiju torgi,“ sagði Jurk- ans. „Ég er stoltur af því að íslenska ríkisstjórnin, stjóm smáríkis, skuli reiðubúin til að ganga fram fyrir skjöldu okkur til varnar á alþjóðleg- um vettvangi og jafnframt setja öðrum ríkjum heims fordæmi til eft- irbreytni." Júrkans sagði að margt væri sam- eiginlegt með Eystrasaltsríkjunum og íslandi og íslendingar gengju þess ekki duldir hvað það getur haft í för með sér að vera smáþjóð: „Um leið gera íslendingar sér grein fyrir ákveða skilmála fyrir brottflutningi liðsins, þannig að hagsmunir bæði Litháens og Sovétríkjanna séu tryggðir. Þetta mun taka einhvern tíma, en ekki langan. Þetta er al- þjóðlegt mál og verður að ræða í samhengi við samvinnu og öryggi í Evrópu sem heild.“ — Kommúnistaflokkurinn hefur nú verið bannaður í Litháen. Sumir segja að það sé óréttlátt að banna pólitískan flokk. Hver er yðar skoð- un? _ „Ég er hjartanlega sammála. Það er óréttlátt að banna pólitískan flokk. En sá kommúnistaflokkur, sem starfaði í Litháen, var ekki flokkur. Hann var aðeins hópur manna, sem kölluðu sig stjórnmála- flokk, en fóru ekki eftir reglum lith- áískra laga um skráningu stjórnmál- asamtaka. Við höfum sannanir fyrir því að þeir reyndu að steypa löglega kjörinni stjórn Litháens. Slíkt at- hæfí er glæpsamlegt og andstætt stjórnarskránni. í hvaða landi sem er hljóta menn að banna hópa, sem vinna gegn stjórnarskránni. Að nota orðið „stjómmálaflokkur" er aðeins yfírskin." — Landsbergis forseti hefur farið fram á eins konar Nurnberg-réttar- höld yfír kommúnistum í Litháen. Hver teljið þér að verði ákæruatrið- in í þeim réttarhöldum? „Það verður gerð krafa um rétt- læti, en ekki um hefnd. Á það verð- ur að leggja skýra áherzlu. Litháar hafa aldrei beðið um hefnd. Til þess að koma á réttlæti, verða þeir, sem eru sekir um blóðsúthellingar, að koma fram í dagsljósið. Þetta er ekki spurning um refsingu, heldur endurreisn réttlætisins." því að smáríki verða að snúa bökum saman til þess að halda í þjóðar- og menningararf sinn því að hvorugt má glatast í þeim samruna, sem nú á sér stað í Evrópu." Nú kveðst fjöldi ríkja reiðubúinn til að taka upp stjórnmálasamband við Eystrasaltsríkin nú þegar. Jrkans sagði að þetta væri mjög ánægju- legt, en tók fram að Islendingar hefðu rutt brautina. „Islendingar voru í hlutverki ís- bijótsins. íslendingar settu fordæ- mið og það var mikilvægt,“ sagði utanríkisráðherra Lettlands. „Ég vil aðeins segja þetta: það er ekki stærð Við höfum snúið aft- ur til raunveruleikans - segir Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands Eistlands. Morgunblaðið/Þorkell Sagðiað 1991 yrði ár Eystra- saltsríkjanna - segir Janis Jiirkans, utanríkisráðherra Lettlands JANIS Jiirkans, utanríkisráðherra Lettlands, er þeirrar hyggju að Islendingar hafi veitt Eystrasaltsríkjunum mikinn stuðning í frelsisbar- áttu sinni. Hann kvaðst i viðtali við Morgunblaðið ánægður með að ísland hefði orðið fyrst ríkja heims til að taka upp stjórnmálasam- band við Eystrasaltsríkin og bætti við að hann hefði alltaf sagt að árið 1991 yrði ár Eystrasaltsríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.