Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. AGUST199I' Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda: Milliliðakostnaður lækki í takt við lækkun til bænda - sagði landbúnaðarráðherra á fundinum VERÐ kindakjöts reiknað á föstu verðlagi er það sama til framleið- enda í dag og það var árið 1980, en á sama tímabili hefur smásölu- verð á heilum og hálfum skrokkum hækkað um 15%. Kom þetta fram í máli Halldórs Blöndal landbúnaðarráðherra á aðalfundi Landssam- taka sauðfjárbænda, sem hófst á Hallormsstað í gær, en hann sagði þetta fyrst og fremst endurspegla hækkaðan slátur- og heildsölu- kostnað og lægri niðurgreiðslur. Halldór sagði að við endurskoðun fiminmannanefndar á sláturkostnaði nú í haust yrði að lækka slát- ur- og heildsölukostnaðinn í takt við þá lækkun sem bændur verða að bera. I ræðu sinni á aðalfundinum sagði Halldór Blöndal að á þessu síðasta ári gamla búvörusamnings- ins kæmi engin kerfisbreyting tii greina, en hann færi ekki dult með það álit sitt að haustið 1992 eigi að gefa slátur- og heildsölukostnað fijálsan, og knýja þannig fram sam- keppni milli sláturleyfishafa. „Slíkt mun til lengdar best tryggja hagræðingu í þessari grein, enda verður ekki séð hvemig hún á að þróast án þess að hafa svigrúm til verðbreytinga eftir því hver sam- keppnisstaða kindakjötsins og krafa markaðarins er á hveijum tíma,“ sagði hann. Halldór vék að greiðslu vaxta- og geymslukostnaðar í máii sínu, og sagði löngu ljóst að greiðsla þess virkaði ekki söluhvetjandi. í nýja búvörusamningnum eru ákvæði um áframhaldandi greiðslu vaxta- og geymslugjalds, og sagðist Halldór leggja áherslu á að því fjár- magni yrði fundinn sá farvegur inn í greinina að ekki komi til birgða- söfnunar, heldur skuli þvert á móti Stéttarsamband bænda: Aðalfundur- inn haldinn á Hvanneyri AÐALFUNDUR Stéttarsam- bands bænda verður haldinn á Hvanneyri í Borgarfirði um næstu helgi. Fundurinn hefst á laugardaginn kl. 13.30, og áætlað er að honum ljúki á mánudagskvöldið. Meðal annars er búist við umræðum á aðalfundinum um búvörusamninginn og mark- aðstengingu búvöruframleiðsl- unnar, og einnig um samninga- viðræður EFTA og EB um evr- ópskt efnahagssvæði. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra flytur ræðu við setningu fund- arins á laugardag. Patreksfj örður: Slökkviliðið flytur vatn til spítalans Patreksfirði. HLUTI þorpsins í Patreksfirði þar á meðal mjólkurstöðin og sjúkrahúsið voru án vatns í tvo daga þegar gömul asbestlögn bilaði. Það var snemma á laugardags- morgun að leiðsla sem iiggur yfir Stekkagil hjá Brunnum bilaði. Gert var við leiðsluna sem er gömul asb- estlögn en viðgerðarmenn voru rétt komnir heim til sín þegar hún bil- aði aftur og þá svo hressilega að sækja þurfti varahluti til Reykjavík- ur. A sunnudagskvöld tókst loks að koma leiðslunni í lag. Slökkvilið- ið flutti vatn til sjúkrahússins með tankbíl en aðrir björguðu sér m.a. með því að sækja vatn á bílaþvotta- plan. - Ingveldur þannig frá því gengið að ávallt sé hagur í fljótri sölu. „Það má til dæmis hugsa sér að þessir peningar séu greiddir slátur- húsunum í hlutfalli við það kjöt- magn, sem til fellur í hverri slát- urtíð, sem myndi augljóslega hvetja þau til að selja sem mest áður en kostnaður fellur á,“ sagði hann. Þá sagði Halldór að þegar til endurskoðunar á verðlagningu til bænda kæmi hlyti sá kostur að verða kannaður til hlítar að hverfa frá föstu verði og staðgreiðslu og taka upp umboðssölu á ný. Því fylgdi auðvitað áhætta, en jafn- framt hlyti það að ýta á bændastétt- ina að standa vörð um hagsmuni sína í sölukerfinu og veita þar nauð- synlegt aðhald. Aðalfundi Landssamtaka sauðfj- árbænda verður framhaldið í dag, og þá verður meðai annars kosinn nýr formaður samtakanna. Jóhann- es Kristjánsson frá Höfðabrekku hefur gegnt formennskunni undan- farin sex ár, eða í tvö kjörtímabil, en samkvæmt ákvæðum LS má enginn sitja lengur en tvö kjörtíma- bil í stjóminni. Morgunblaðið/Theodór Unnið við festingu burðarlags, Vegagerð: Starfsmenn AS Veidekke, Vegagerðar ríkisins og Borgarverks hf., f.v.: Thor Johan Oien, Björn Greger, Ingvi Arnason, Sig- valdi Arason og Óskar Sigvaldason. Ný aðferð til að gera við burðarlag Borgarnesi. AÐ UNDANFÖRNU hafa farið fram tilraunir Vegagerðar ríkis- ins, Borgarverks hf. og norska verktakans AS Veidekke á fest- ingu burðarlags á tveggja kíló- metra löngum vegarkafla ofan við Borgarnes. Vegarkaflinn sem var valinn var lagður klæðningu 1985 en hefur Skemmst á hveiju vori síðan vegna vatnsdrægni efra burðarlags. Að sögn Ingva Árnasonar, deildar- stjóra hjá Vegagerð ríkisins í Borg- amesi, voru notaðar tvær mismun- andi aðferðir við festinguna. Ann- ars vegar fest með bikþeytu, sem flutt var inn frá Noregi og blönduð í efra burðarlagið með Tonstad fræsara sem er í eigu Borgarverks hf. í Borgamesi. Hins vegar var gerð tilraun með íblöndun froðu- biks í efra burðarlagið með sérstök- um fræsara og blöndunarvél af Bomag gerð sem AS Veidekke flyt- ur til landsins sérstaklega til þessa verks. Þessar aðferðir em uppruna- lega frá Bandaríkjunum en hafa síðustu ár verið notaðar í Noregi og reynst vel. Að sögn Ingva er vatnsdrægni efra burðarlags algengur galli á vegum hérlendis en með fyrr- greindum aðferðum er stefnt að því að gera efsta hluta burðarlags- ins vatnsþolinn og koma þar með í veg fyrir frostlyftingar og skemmdir á vegklæðningunni. Eft- ir að fyrrgreindur vegarkafli var fræstur upp og síðan festur með bikþeytu og froðubiki var lögð ein- föld klæðning yfir har.n. TKÞ. Vetrarstarf grunnskólanna að hefjast: Nær 42.000 böm og ungl- ingar seljast á skólabekk Tveir skólar með aðeins þrjá nemendur SKÓLASTARF í grunnskólum landsins hefst víðast hvar af fullum krafti eftir helgina. í flestum skólum verða kennarafundir mánudag- inn 2. september og kennsla hefst síðar í vikunni. Sums staðar í dreifbýlinu byija grunnskólarnir þó ekki fyrr en undir miðjan sept- ember. Einn nýr skóli tekur til starfa í Reykjavík í haust, en annars staðar á landinu breytist fjöldi grunnskóla ekki frá fyrra skólaári. Nemendur í grunnskólum landsins á því skólaári sem nú fer í hönd eru því sem næst 41.972. Stærsti grunnskólinn á Iandinu er Seljaskóli í Reykjavík með á fjórtánda hundrað nemenda en fámennastir eru Grunnskólinn í Mjóafirði á Austfjörðum og Grunnskóli Skefilsstaða- hrepps á utanverðum Skaga. I þessum skólum hvorum um sig verða nemendur aðeins þrír talsins. Reykjavík er stærsta fræðsluum- dæmið. í grunnskólum þeim sem reknir eru af Skólaskrifstofu Reykjavíkur verða í kringum 13.100 nemendur í vetur. Þar af verða um 1.200 nemendur sem byija að ganga í skóla nú í septemb- er. Auk þessara skóla eru í Reykja- vfk fimm einkaskólar, sem rúmlega 1.000 nemendur sækja. Af þeim eru um það bil 200 að hefja skólagöngu sína. Alls sækja því rúmlega 14.100 Reykvíkingar grunnskóla í vetur og af þeim eru því sem næst 1.400 að byija að feta sig áfram mennta- veginn. Nýr skóli tekur til starfa í Grafar- vogi í haust. Það er Húsaskóli, en þar verður í vetur kennt í lausum kennslustofum, sem í fyrravetur hýstu starfsemi Hamraskóla. í vet- ur verða fjórir yngstu árgangamir í Húsaskóla, en áætlað er að skólinn vaxi með nemendum sínum þannig að þeir sem þar byija skólagöngu í haust geti lokið þaðan grunnskóla- prófi eftir tíu ár. Framkvæmdir við nýbyggingu Húsaskóla hefjast í vetur og gert er ráð fyrir því að fyrsti áfangi byggingarinnar verði tekinn í notkun næsta haust. Val- gerður Selma Guðnadóttir er skóla- stjóri Húsaskóla. Hamraskóli í Grafarvogi hefur nú starfsemi sína í nýju, fullbúnu húsnæði. Hamraskóli annast kennslu nemenda í 1.—7. bekk. Skólastjóri Hamraskóla er Vaiur Óskarsson. í Reykjanesumdæmi verða alls 11.400 nemendur í grunnskólum í vetur. Af þeim eru 1,100 að hefja skójagöngu sína. Á Suðurlandi verða 3.612 nem- endur við nám á grunnskólastigi í vetur. Af þeim eru í kringum 365 að hefja skólagöngu sína nú í haust. Kennararáðningar hafa gengið þokkalega á Suðurlandi og munu fáar heilar stöður við skólana þar vera ómannaðar. I Austurlandsumdæmi verða 2.205 nemendur í grunnskólum á skólaárinu sem er að hefjast. í fyrsta bekk grunnskólanna á Aust- urlandi setjast 216 börn í haust. Kennararáðningum er ekki lokið á Austurlandi. Samkvæmt upplýsing- um Fræðsluskrifstofunnar á Reyð- arfirði er töluvert um að leiðbein- endur verði við kennslu í umdæm- inu, en flestir þeirra munu hafa langa reynslu af kennslu og góða grunnmenntun. Óvenju margir kennarar af Austurlandi hafa feng- ið launalaust leyfi í ár til þess að stunda framhaldsnám og hefur það gert mönnum erfiðara fyrir við að fullmanna skólana. Á Austurlandi er töluvert um mjög fámenna skóla. Sá minnsti er í Mjóafirði, þar sem aðeins er gert ráð fyrir þremur nemendum í vet- ur, einum í 3. bekk, einum í 5. bekk og einum í 8. bekk. Skóla- stjóri í Mjóafirði er Helga Erlends- dóttir og er hún einn fjölmargra leiðbeinenda á Austurlandi sem nú stundar nám til kennsluréttinda. í grunnskólunum á Norðuriandi eystra verða 4.327 nemendur í grunnskólum. Þar byija 380 börn í 1. bekk í haust. Búið er að manna flestar kennarastöður í umdæminu. Að sögn Trausta Þorsteinssonar fræðslustjóra er hlutfall réttinda- kennara við skólana á Norðurlandi eystra nú hærra en undanfarin ár, þó að þar sé eftir sem áður mikið um að leiðbeinendur annist kennsl- una. 1.900 nemendur verða í grunn- skólunum í umdæmi fræðslustjór- ans á Norðurlandi vestra. Af þeim eru í kringum 190 að stíga sín fyrstu skref á menntabrautinni. Guðmundur Ingi Leifsson fræðslu- stjóri á Norðurlandi vestra segir að heldur betur horfi með ráðningu réttindakennara að skólunum þar nú en undanfarin ár. Hann segir að hlutfall réttindakennara hækki líka við það að tugur leiðbeinenda úr héraðinu sé í þann mund að ljúka réttindanámi frá Kennaraháskóla íslands. Að sögn Guðmundar Inga hefur reynst sérstaklega erfitt að fá íþróttakennara til starfa. Sums staðar hefur vandinn verið leystur undanfarin ár með því að fá erlenda kennara til starfa, einkum danska og þýska. Minnsti skólinn á Norðurlandi vestra er Grunnskóli Skefilsstaða- hrepps. Þar verða í vetur þrír nem- endur hjá skólastjóranum Brynju Ólafsdóttur. Vestfírðingar eiga 1.728 böm í grunnskólum Vestfjarðaumdæmis í vetur. Af þeim eru 180 að byija skólagöngu sína. Fámennasta skólaeiningin sem starfrækt verður í vetur er við Mjólkárvirkjun í Arn- arfírði. Þar verða fímm nemendur í útibúi Grunnskólans á Þingeyri. I Mjólkárvirkjun skipta þær Þóra Þórðardóttir og Þórunn I. Pálsdóttir með sér kennslunni. Á Vestfjörðum er ástandið í kennararáðningum svipað og undanfarin ár og töluvert um að stöður séu ómannaðar ennþá. I umdæmi Fræðsluskrifstofu Vesturlands verða 2.700 nemendur á grunnskólabekk í vetur. Af þeim eru því sem næst 260 að byija skólagöngu sína nú í haust. Á Vest- urlandi hefur gengið þokkalega að manna skólana og eru þar færri stöður lausar nú en um sama leyti í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.