Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 21 Reuter Gæsagangur fyrir utan grafhýsi Leníns Verðir ganga gæsagang fyrir utan grafhýsi Leníns á Rauða torginu. Nú virðast öll vígi kommúnismans vera að falla í Sovétríkjunum og nýir tímar að taka við í kjölfar valdaránstilraunar harðlínukommúnista í síðustu viku. Akromejev styttir sér aldur Sovétríkin: tekið þátt í valdaráninu. Hann var einn af aðalsamningamönnum Sov- étríkjanna í afvopnunarviðræðum stórveldanna á níunda áratugnum. I gær tilkynnti hin opinbera frétt- astofa TASSað Níkolaj Krútsjina, skrifstofustjóri miðstjórnar komm- únistaflokksins, hefði framið sjálfs- morð. Moskvu. Reuter. ANATOLIJ Lúkjanov, forseti Æðsta ráðsins, hefur sagt af sér vegna ásakana um að hann hafi verið heilinn á bak við valdaránið í síð- ustu viku. „Víst hefði ég getað gert meira, brugðist ákveðnar við,“ sagði Lúkjanov en neitaði staðfastlega ásökunum um þáttöku í valda- ráninu. Um helgina styttu tveir sovéskir ráðamenn sér aldur; Sergej Akromejev, fyrrum forseti herráðsins og sérlegur hernaðarráðgjafi Míkhaíls Gorbatsjovs, og Níkolaj Krútsjina, skrifstofustjóri miðstjórn- ar kommúnistaflokksins. Áður hafði Borís Púgó innanríkisráðherra svipt sig lífi Lúkjanov gaf frá sér yfirlýsingu á fyrsta degi valdaránsins þar sem hann gagnrýndi sambandssáttmál- ann sem undirrita átti daginn eftir. Hann sagðist í gær hafa ritað yfir- lýsinguna á föstudegi fyrir valda- ránið og hún hefði verið ætluð þing- mönnum. Hann hefði ekki frétt af því fyrr en á sunnudagskvöldi. Lúkjanov var ekki einn áttmenn- inganna sem rændu völdum og seg- ist þegar í upphafi valdaránsins hafa gert þeim Ijóst að hann gengi ekki í lið með þeim og myndi ekki undirrita nein skjöl frá þeim. Á sunnudag ásakaði Gorbatsj- ov Lúkjanov fyrir að taka ekki ein- arða afstöðu gegn .valdaráninu og sagðist ekki trúa orðum hans um að hann hefði ekki átt þátt í því. Lúkj- anov sagðist ekki getað legið undir svo þungum ásök- unum og kvaðst hafa sagt af sér þegar á miðvikudag. Hann tilkynnti um afsögnina í gær. Sergej Akromejev, hernaðarráð- gjafi Gorbatsjovs, fannst látinn í íbúð sinn i á laugardag. Hafði hann skilið efir skilaboð þess efnis að það uppbyggingarstarf sem hann hefði helgað líf sitt, væri nú-hrunið. Ekki er vitað til þess áð Akromejev hafi Sergej Akromejev Gorbatsjov lætur af stöðu aðal- ritara kommúnistaflokksins Leggur til að miðstjórn flokksins verði leyst upp Moskvu. Reuter. MIKHAIL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, lét á laugardagskvöld af stöðu aðalritari kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Þá fyrirskip- aði hann að eignir flokksins yrðu gerðar upptækar. Sama dag tók Borís Jeltsin, forseti Rússlands, í sinar hendur stjórn flestra fjölm- iðla ríkisins í Rússlandi og gerði upptæk skjalasöfn öryggislögregl- unnar KGB og kommúnistaflokksins til að koma í veg fyrir að þau yrðu eyðilögð. Gorbatsjov sagði kommúnista- flokkinn ekki hafa fordæmt þau stjórnarskrárbrot, sem neyðar- nefndarinnar hefði framið í valda- ráninu, og bætti við að svik ýmissa valdamanna innan flokksins hefðu komið milljónum flokksfélaga í vanda. „Enginn hefur siðferðisleg- an rétt til að ásaka alla kommún- ista gagnrýnislaust og mér, sem forseta, er skylt að veija þá sem borgara gegn órökstuddum full- yrðingum," sagði Gorbatsjov í sjónvarpsræðu á laugardagskvöld. Jafnhliða afsögn sinni lagði Gor- batsjov til að miðstjórn kommúni- staflokksins yrði leyst upp. Félagar í miðstjórn flokksins lýstu því yfir að þeir myndu framfylgja þeirri ósk forsetans en óskuðu þess að fá að halda lokafund miðstjóm- arinnar þar sem þeir gætu kvaðst. Gorbatsjov situr áfram í emb- ætti forseta en Viktoría Mítína, náinn samstarfsmaður Borísar Jeltsín, sagði Gorbatsjov valda- mann eingöngu að nafninu til og líkti völdum hans við völd bresku konungsfjölskyldunnar. Frá því að valdaráninu var hrundið á miðvikudag hefur ríkt mikil reiði meðal almennings í garð kommúnistaflokksins og hafa styttur af stofnendum og valda- mönnum flokksins verið felldar af stalli. í nokkrum sambandslýðveld- um hefur starfsemi flokksins verið bönnuð, t.d. í Rússlandi þar sem aðalstöðvum miðstjórnar flokksins hefur verið lokað. Lúkjanov segir af sér en kveðst sak- laus af valdaráni J ÞAÐ ER BARA BÆJARLEIÐ í BORGARNES Komið við í einni glæsilegustu þjónustumiðstöð landsins. Opið frá kl. 8-23.30 alla daga. Kjörbúð með miklu matvöruúrvali - Veitingasalur - Greiðasala - Olíu- og bensínsala - Útibú Sparisjóðs Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Úrvals snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn. KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA - OLÍUFÉLAGIÐ HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.