Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 23
MOfiGUNBIAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 23 STJORNMALASAMBAND VIÐ EYSTRASALTSRIKIN Borís Jeltsín: Lýst yfir stuðningi við Eystra- saltsríkin Vilnius. Reuter. BORÍS Jeltsín, leiðtogi Rúss- lands, viðurkenndi á laugardag sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens. Stuðningur Jelts- íns við Eystrasaltsríkin á eftir að skipta sköpum í sjálfstæðis- baráttu þeirra. Jeltsín sagði að Míkhaíl Gorb- atsjov, forseti Sovétríkjanna, ætti að gera slíkt hið sama. Jeltsín gaf út tilskipun þar sem hann sagði einnig að Gorbatsjov ætti að hefja viðræður til að koma á milliríkja- sambandi milli „Sovétríkjanna og eistneska lýðveldisins“. Skömmu eftir að fréttastofan Tass birti tilskipun Jeltsíns um Eistland greindi Anatolijs Gor- bunovs, leiðtogi Lettlands, frá því að Jeltsín hefði skrifað undir aðra tilskipun þar sem hann viður- kenndi sjálfstæði Lettlands. Jeltsín hefur áður fylgt Eystra- saltsríkjunum að málum. Hann hefur mælst til þess að þau fengju sjálfstæði og einnig skrifaði hann undir sáttmála við Litháa þar sem Litháen er lýst „fullvalda" ríki. Bæði Eistlendingar og Lettar lýstu yfir sjálfstæði eftir að harðl- ínumenn kváðust hafa tekið við völdum í Sovétríkjunum á mánu- dag. Hafa tekið upp stjórnmálasamband Hyggjast taka upp stjórnmálasamband Hyggjast taka upp stjórnmálasamband ef Kreml samþykkir Hvetja ríki EB til þess að taka samstíga upp stjórnmálasamband Rússneska sambandslýðveldiö, sem er stærst og öflugast Sovétn'kjanna, hefur þegar viðurkennt sjálfstæði Eystrasaltsnkjanna. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar: Stefna íslendinga óskiljanleg Stokkhólnii. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. INGVAR Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, gagnrýndi íslend- inga í samtali við fréttamenn um heigina og sagði að stefna íslend- inga gagnvart Eystrasaltsríkjunum væri óskiljanleg. Svíar hyggj- ast viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna í dag. Svenska Dagbladet greindi frá ríkjanna finnast. því á sunnudag að Carlsson hefði „Það er ógerningur að skilja látið sér fátt um frumkvæði ís- hvað íslendingar eru að fara með lendinga í málefnum Eystrasalts- stefnu sinni,“ sagði Carlsson. Danir segjast vera fyrstir Kaupmannahöfn, Reuter. UFFE Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, heldur því fram að Danir hafi orðið fyrstir þjóða heims til að taka upp sljórn- málasamband við Eystrasaltsríkin, þrátt fyrir að starfsbræður hans frá Ejstrasaltsríkjunum, sem staddir voru í Reykjavík í gær, eigni Islendingum heiðurinn. „Við sendum símskeyti okkar til höfuðborganna þriggja fyrir miðnætti [á laugardag], þannig að við vorum fyrstir í heimi [til að koma á stjórnmálatengslum],“ sagði Ellemann-Jensen á sunnu- dag. Hann sagði að ákvörðun um að koma á stjórnmálatengslum hefði verið tekin á laugardag, er ljóst var að Eystrasaltsríkin höfðu landamæri sín aftur á sínu valdi. Otto Borch, 69 ára gamall og þrautreyndur stjórnarerindreki, hefur verið útnefndur sendiherra Dana í Rígu, höfuðborg Lettlands. Hann hefur áður verið sendiherra í Washington og hjá Sameinuðu þjóðunum. Máli sínu til stuðnings sagði hann að íslendingar hefðu ekki skipst á sendiherrum við .Eystrasaltsríkin og hélt því fram að Svíar hefðu gengið lengra með því að setja á fót Upplýsingaskrifstofur á ýmsum sviðum viðs vegar um Eystrasalts- ríkin. Carlsson hélt því fram að á föstudag að stuðningur íslendinga við Eystrasaltsríkin myndi einung- is styrkja kommúnistafiokkinn í Sovétríkjunum og valdaræningj- ana. Þess má geta að á föstudag var valdaránið farið út um þúfur. Utanríkismálanefnd sænska þingsins heldur í dag fund og verð- ur sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna viðurkennt að honum loknum. Segja Svíar að þetta sé tímabært þar sem bæði Norðmenn og Danir hafi nú viðurkennt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og þau virðist ráða yfir landsvæðum sínum sjálf. Utanríkisráðuneytið í Stokkhólmi var á öðru máli á föstudag. Þá mótmælti fólk í útlegð frá Eystrasaltsríkjunum fyrir utan sovéska sendiráðið í Stokkhólmi í tilefni af því að 52 ár voru liðin frá því að samningur Molotovs og Ribbentrops um innlimun Eystra- saltsríkjanna þriggja í Sovétríkin var undirritaður. Þar var hrópað: „Viðurkennið Eystrasaltsríkin nú þegar og án fyrirvara.“ ERLENT BRÉFABINDI - TÖLVUBINDI SKIPTIBLÖÐ - STAFRÓF DISKLINGABOX PLASTMÖPPUR -GATAPOKAR OGMARGT FLEIRA allar geróir af möppum ORKIN/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.