Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fjöldi barna fagnaði forsetan- um á Hofsósi. byggð höfn sem litlar skuldir hvíla á. Forsetinn lýsti yfir vel- þóknun sinni á að koma í hrepp þar sem kraftur og framkvæmda- gleði einkenndi íbúana þrátt fyrir fámenni. Síðdegis sótti forsetinn helgi- stund í Sauðárkrókskirkju og skoðaði Sjávarborgarkirkju í Skarðshreppi. Að því loknu gróð- ursetti hann tré með Skarðs- hreppingum en heimsótti síðan dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki. Vistmenn tóku vel á móti Vigdísi forseta og lét hún svo um mælt að jienni hlýnaði um hjart- arætur að sjá hve vistmenn væru broshýrir og það færi augljóslega vel um þá á heimilinu. Á sunnudag lauk Króksmótinu í knattspyrnu sem börn á aldrin- um 7-12 ára taka þátt í. Forset- inn afhenti verðlaunin við fagn- aðarlæti fjölmargra áhorfenda. Síðar um daginn hitti hún íbúa Sauðárkróks, Skarðshrepps og Rípurhrepps að máli i íþróttahús- inu á Sauðárkróki en um kvöld- matarleytið lauk heimsókninni með kveðjuathöfn á Alexanders- flugvelli. Forseti Islands í Skagafirði: Mikilvægt að þekkja sögu þjóðarinnar Úr Barðskirkju í Fijótum. Forsetinn skoðar predikunar- stólinn sem er frá ár- inu 1700 en hjá hon- um stendur Aðalheið- ur B. Ormsdóttir. Vigdís forseti heim- sótti dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki og ræddi per- sónulega við alla þá sem rólfærir voru. Hér slær hún á létta strengi við Elínóru Jónsdóttur frá Birki- hlíð. listmálara. Á laugardag bauð héraðsnefnd Skagafjarðar til kvöldverðar í félagsheimilinu Miðgarði í Varmahlíð og þar var forsetanum fært að gjöf líkan af víkingaskipi, gert af Sigurði Þór- ólfssyni. Skipslíkanið er úr silfri og berv nafnið Drangey. Vigdís forseti var djúpt snortin af gjöf- inni og sagði að það gleddi hana sérstaklega að fá gjafir sem væru tengdar sögu þjóðarinnar. Það væri mikils vert að kunna skil á sögu hennar því að sú þjóð sem myndi ekki fortíðina gæti ekki vænst þess að eiga sér framtíð. Að morgni sunnudags tóku íbúar Skefilsstaðahrepps á móti forsetanum í Skagaseli sem er nýlegt félagsheimili. Hreppurinn er nokkuð afskekktur og þrátt fyrir að íbúar hans séu aðeins 52 talsins eiga þeir félagsheimilið skuldlaust og einnig er þar ný- ÞRIGGJA daga opinberri heimsókn forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, í Skagafjarðarsýslu og Sauðárkrókskaupstað lauk á sunnudag. Að sögn Vigdísar forseta heppnaðist heimsókn- in í alla staði vel. Forsetinn kom í öll byggðarlög sýslunnar, fékk hvarvetna höfðinglegar móttökur og var víða leystur út með gjöfum. Forsetinn þáði kvöldverðarboð föstudag og fékk þá að gjöf olíu- bæjarstjómar Sauðárkróks á málverk eftir Sigurð Sigurðsson Vigdís forseti skoðaði Glaumbæ í Seyluhreppi. Hér ritar hún nafn sitt í gestabók en næst henni stendur Sigurrós Stefánsdóttir. Að lokinni helgistund í Hóladómkirkju. Frá hægri: Herra Bolli Gústavsson vígslubiskup, Vigdís for- seti, Matthildur Jónsdóttir biskupsfrú, Halldór Þ. Jónsson sýslumaður Skagfirðinga, Áðalheiður B. Ormsdóttir sýslumannsfrú og Kornelíus Sigmundsson forsetaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.