Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 29 ALMANIMATRYGGIIMGAR, helstu bótaflokkar l.ágúst 1991 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir(grunnlífeyrir) 12.123 'A hjónalífeyrir 10.911 Fulltekjutrygging 26.989 Heimilisuppbót 9.174 Sérstök heimilisuppbót 6.310 Barnalífeyrirv/1 barns 7.425 Meðlag v/1 barns 7.425 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns 4.653 Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna 12.191 Mæðralaun/féðralaun v/ 3ja barna eða fleiri .... 21.623 Ekkjubætur/ekkilsbætur6 mánaða 15.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða 11.389 Fullur ekkjulífeyrir 12.123 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) 15.190 Fæðingarstyrkur 24.671 Vasapeningar vistmanna 10.000 Vasapeningarv/sjúkratrygginga 10.000 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar 1.034,00 Sjúkradagpeningareinstaklings 517,40 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri . 140,40 Slysadagpeningareinstaklings 654,60 Slysadagpeningarfyrir hvert barn á framfæri ... 140,40 21% tekjutryggingarauki, sem greiðist aðeins í ágúst, er inni í upp- hæðum tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisupp- bótar. STJORNMALASAMBAND VIÐ EYSTRASALTSRIKIN FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 26. ágúst. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 103,00 84,00 98,51 15,643 1.540.870 Ýsa 111,00 93,00 99.66 16,047 1.599.274 Smáþorskur 22,00 22,00 22,00 0,126 2.772 Keila 37,00 37,00 37,00 0,013 488 Ufsi 70,00 68,00 69,12 20,680 1.429.438 Steinbítur 74,00 70,00 70,12 0,496 34.780 Skötuselur 215.00 210,00 211,28 0,188 39.716 Lúða 395,00 175,00 269,50 0,533 143.650 Langa 60,00 59,00 59,58 0,987 59.804 Koli 75,00 75,00 75,00 0,497 37.275 Karfi 39,00 37,00 37,88 12,232 463.380 Samtals 79,34 67,441 5.350.437 FAXAMARKAÐURINN HF. í Reykjavík Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur sl. 170,00 78,00 94,83 12,624 1.197.083 Ýsa sl. 115,00 90,00 113,77 11,292 1,284.675 Saltfiskflök 190,00 170,00 174,65 0,155 27.070 Skötuselur 160,00 160,00 160,00 0,073 11,680 Sólkoli 50,00 50,00 50,00 0,319 15.950 Lýsa 41,00 41,00 41,00 0,150 6.150 Ufsi 50,00 20,00 28,55 0,407 11.620 Keila 24,00 24,00 24,00 0,016 384 Langa 63,00 63,00 63,00 0,618 38.934 Lúða „ 320,00 225,00 266,95 0,280 74.745 Karfi , 29,00 29,00 29,00 2,289 66.398 Skarkoli 75,00 73,00 . 73,01 3,643 265.973 Undirmál 75,00 75,00 75,00 0,329 24.675 Blandað 30,00 10,00 21,76 0,051 1.110 Samtals FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 93,00 81,00 90,20 15,108 1.362.729 Ýsa 100,00 70,00 93,68 43,301 4.056.420 Makríll 10,00 10,00 10,00 0,014 140 Skarkoli 57,00 57,00 57,00 0,390 22.230 Humar 350,00 350,00 350,00 0,004 1.400 Skötuselur 445,00 170,00 210,83 0,096 20.240 Blandað 85,00 15,00 42,43 0,377 15.995 Hlýr/steinb. 79,00 79,00 79,00 0,144 11.376 Keila 46,00 41,00 45,57 3,556 162.046 Blálanga 56,00 56,00 56,00 0,387 21.672 Steinbítur 63,00 30,00 60,04 0,239 14.349 Lúða 575,00 225,00 395,83 0,570 225.625 Langa 40,00 20,00 33,56 0,146 4.900 Koli 75,00 75,00 75,00 0,743 55.725 Ufsi 69,00 51,00 68.34 27,642 1.889.069 Keila + bland 15,00 15,00 15,00 0,061 915 Karfi 53,00 34,00 39,79 7,276 289.535 Undirm.fiskur 69,00 53,00 64,09 0,212 13.588 Samtals 81,46 100,266 8.167.954 FISKMARKAÐURINN í ÞORLÁKSHÖFN. Þorskur (sl.) 116,00 90,00 102,92 10,969 • 1.128.893 Ýsa (sl.) 110,00 90,00 97,70 9,056 884,885 Karfi 40,00 38,00 38,78 0,965 37.420 Keila 45,00 '45,00 45,00 0,218 9.810 Langa 65,00 65,00 65,00 1,793 116.513 Lúða 365,00 365,00 365,00 0,069 25.003 Skata 100,00 100,00 100,00 0,153 15.300 Skarkoli 73,00 73,00 73,00 0,074 5.482 Skötuselur 175,00 175,00 175,00 0,300 52.500 Steinbítur 70,00 69,00 69,68 0,754 52.536 Ufsi 70,00 65,00 66,55 23,607 1.570.981 Undirm.fiskur 60,00 50,00 55,18 2,790 153.960 Samtals 79,87 50,747 4.053.122 FISKMARKAÐURINN ÍSAFIRÐI. Þorskur 80,00 77,00 79,01 1,704 134.631 Ýsa 99,00 50,00 88,11 4,068 358.445 Grálúða 81,00 81,00 81,00 0,383 31.023 Lúða 255,00 255,00 255,00 0,038 9.563 Samtals 86,18 6,193 533.662 DAVIÐ ODDSSON FORSÆTISRÁÐ- HERRA: Gríðarlega mikilvægur atburður „ÞETTA var gríðarlega mikil- vægur atburður sem þarna átti sér stað og ntjög ánægjulegt fyr- ir okkur að geta riðið á vaðið og markað þá braut sem aðrir hafa nú boðað að þeir muni ganga. Það var í réttu sögulegu samhengi að þessir samningar skyldu undirritaðir í Höfða,“ sagði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra. ,jÞað hefur verið rík samúð með- al Islendinga með málstað þessara landa og sjálfur kynntist ég honum vel er ég þýddi bók fyrir átján árum um stöðu Eistlands undir kúgun Sovétríkjanna. Þetta hefur verið mörgum íslendingum hugleikið og afskaplega mikil ánægja með það að þetta skref hafi verið stigið," sagði Davíð. Hann kvaðst ekkert frekar eiga von á meiri samskiptum íslendinga við Eystrasaltsríkin en við önnur lönd þó svo íslendingar hafi á þenn- an hátt brotið ísinn fyrir þessi lönd. „Ég býst við að samskiptin verði með svipuðum hætti og.við önnur Evrópuríki. Mér þætti ekkeit ótrú- legt þótt þessi ríki tækju upp náið samstarf við Norðurlandaráð og kæmust í þann selskap tiltölulega fljótlega, en ég býst einnig við að þau muni reyna að ná samningum við Evrópubandalagið, eins og önn- ur þau lönd sem hafa öðlast frelsi á ný hafa sóst eftir. Þetta hef ég skynjað eftir að hafa talað við þessa menn, að þeir horfi töluvert þangað og til norrænnar samvinnu," sagði Davíð. „Við vorum hvað fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Litháa er þeir báðu um það og er Lettland og Eistland lýstu yfír sjálfstæði þá til- kynnti ég sama kvöld að við mynd- um með sama hætti viðurkenna þessi lönd. Jafnframt tókum við strax fram að eftir þær breytingar sem höfðu átt sér stað í Sovétríkjun- um yrði stjórnmálasamband við þessar þjóðir tekið upp. Þetta var áður en nokkur önnur þjóð lýsti þessu yfir, þannig að við höfum ekki verið í neinu kappi og við höf- um svo sem ekkert á móti því að aðrir séu í kappi fyrst það gengur í rétta átt,“ sagði Davíð. Hann kvaðst haida að yfirlýsing Ingvars Carlsonar forsætisráðherra Svíþjóðar um utanríkisstefnu ís- lendinga hefði verið á einhveijum undarlegum misskilningi byggð, enda skildist sér að viðtalið við hann hefði verið tekið síðastliðinn laugardag og nú væri komið allt annað hljóð í strokkinn, tveimur dögum seinna. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR: Sögulegt augnablik „MÉR er það efst í huga að mér hefur fundist það bæði í gær og í dag að ég sé að upplifa sögu- legt augnablik og afskaplega gleðilegt. að fyrstu skrefin skuli stigin hér á landi á leið þessara þjóða til sætis meðal sjálfstæðra lýðræðisþjóða," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingismaður. „Það sem mér fannst áhrifaríkast í Höfða var að fylgjast með því, hve fólk frá balknesku löndunum, sem viðstatt var athöfnina, var snortið á þessari stundu. Að öðru leyti er mér ofarlega í huga hve ég er hepp- in að upplifa svo mikla sögu sem er að gerast fyrir augum manns þessa dagana. Fyrir aðeins þremur árum liefði verið erfitt að trúa því að maður ætti eftir að lifa svo merki- lega atburði og svo mörg söguleg augnablik. Þau eiga eftir að hafa varanleg áhrif á alla okkar heims- mynd og pólitíska menningu. Áhrif þessa verða meðal annars þau að hið pólitíska litróf mun allt breyt- ast,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún sagði að það skipti miklu máli fyrir smáþjóðir að skynja að þær geti haft áhrif - geti breytt gangi mála. „Það er trúlegt að til þessa hefði komið eftír að valdarán- ið í Sovétríkjunum rann út í sandinn, en það hefði kannski tekið lengri tíma ef við hefðum ekki þegar verið búin að lýsa yfir stuðningi við sjálf- stæði þessara þjóða og verið tilbúin núna til að taka upp þessi stjórnmál- ásamskipti," sagði Ingibjörg Sólrún. Hún kvaðst eiga von á því að menningarleg samskipti íslendinga og Eystrasaltslandanna yrðu tölu- verð, að þessar þjóðir muni leita til Norðurlanda. „Það eru breyttir tímar framundan og ég er sannfærð um að þeir munu hafa áhrif á ís- lensk stjórnmál," sagði Ingibjörg Sólrún. OLAFUR RAGNAR GRÍMSSON: Einhugur hef- ur einkennt afstöðu ís- lendinga „ÞETTA var stór stund og mjög ánægjulegt að íslendingar skyldu bera gæfu til að hafá forustu á þessum vettvangi. Það var greini- legt. að utanríkisráðherrar Eyst- rasaltsríkjanna mátu mikils þann einhug sem hefur einkennt af- stöðu Islands í þessu máli. Þeir áréttuðu nauðsyn þess að smá- þjóðir stæðu saman og það er mjög mikilvægt fyrir þróun lýð- ræðis og frelsis i veröldinni að Eystrasaltsríkin fái nú fullt sjálf- stæði og aðrar þjóðir viðurkenni fullveldi þeirra eins og við Islend- ingar,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður. „Mér finnst miður hvað ýmsar þjóðir á Vesturlöndum hafa verið tregar til þess að stíga þetta skref með okkur íslendingum en það mun koma að því að þær geri það einn- ig,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að við hefðum með vissum hætti rutt brautina fyrir við- urkenningu á sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna þótt atburðir síðustu viku í Sovétríkjunum hafi að sjálfsögðu hraðað mjög öllum tímasetningum. „Við höfum hér heima á þessu ári kannski fyrst og fremst horft til Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 14. júní - 23. ágúst, dollarar hvert tonn ÞOTUELDSNEYTI '50+—|--,---,-1--1--h- -I....I ■ 14.J 21. 28. 5.J 12. 19. 26. 2.Á 9. 16. 23. Litháens en þegar Lettland og Eist- land lýstu yfir sjálfstæði sínu fyrir um það bil viku fannst mér einsýnt að við ættum að taka upp stjórnmál- asamband og viðurkenna fullveldi þeirra allra,“ sagði Ólafur Ragnar. Aðspurður um yfirlýsingu Ing- vars Carlsonar forsætisráðherra Svíþjóðar um utanríkisstefnu ís- lendinga sagði Ólafur: „Mér finnst hún mjög sérkennileg og mér þykir miður að Jón Baldvin hafi ekki not- að hin miklu tengsl sín við sænska krata til útskýra þetta fyrir þeim í gegnum tíðina. Svíar viðurkenndu náttúrulega drottnun Sovétríkjanna á þessum löndum sem við viður- kenndum aldrei. Það er kannski erf- itt'fyrir Ingvar Carlson að skilja það- hvers við Islendingar viðurkenndum aldrei drottnun Sovétríkjanna á Eystrasaltsríkjunum, en það var á grundvelli þess að við viðurkenndum rétt þessara þjóða til sjálfstæðis og lýðræðis," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. STEIN GRÍMUR HERMANNSSON: Brutum ísinn fyrir viður- kenningu ann- arra „ÉG lýsi ánægju minni yfir því að þetta hefur náðst. Þetta hefur tekið töluverðan tíma, en ég held að það niegi tvímælalaust segja að við Islendingar höfum brotið ísinn fyrir viðurkenningu ann- arra þjóða,“ sagði Steingríinur Herinannsson, formaður Fram- sóknarflokksins. „Ég er mjög ánægður með það að nú eru Eystrasaltslöndin öll sam- an í þessu og við gagnvart þeim öllum í senn. Þegar Savissar, for- sætisráðherra Eistlands, kom hing- að í heimsókn síðastliðinn vetur var það einmitt niðurstaðan að þau reyndu að sameinast um sína sjálf- stæðisviðleitni sem mest og nú hef- ur það orðið. Ég tel því að þetta hafi allt farið á besta veg, við rösuð- um ekki um ráð fram en héldum samt nægum þrýstingi til að eftir því var tekið," sagði Steingrímur. Hann sagði að viðbrögð Alþingis og íslensku ríkisstjórnarinnar gagn- vart þessu máli hefðu vakið mikla athygli erlendis. „Ég held tvímæla- laust að þetta sé rós í okkar hnappa- gat. Ég er sannfærður um að okkar frumkvæði varð til þess að Danir gáfu svipaða yfirlýsingu í febrúar sl. og nú vilja þeir halda því fram að þeir hafi fyrstir viðurkennt sjálf- stæði ríkjanna. Mér kemur það spaugilega fyrir sjónir því ég ræddi sjálfur við Uffe-Ellemann Jensen í febrúar úti í Danmörku, sem og Schlter og aðra forsætisráðherra Norðurlanda á forsætisráðherra- fundi og þá fannst mér þeir öllu fremur brosa að okk.ur. Það má því segja að sá hlær best sem síðast hlær,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að þessu fylgdi ef til vill ekki efnahagslegur ávinningur, en það væri alltaf ávinningur fyrir smáþjóð að sýna sitt sjálfstæði og standa á sínum grundvallarsjóna- miðum, sjálfsákvörðunarrétti þjóð- anna, sú þjóð sem það gerði myndi alltaf njóta meiri virðingar og það væri alltaf ávinningur að því. Aðspurður um gagnrýni Ingvars Carlsons, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, sem hefur sagt að hann skilji ekkeit í utanríkisstefnu Islands hvað áhrærir Eystrasaltsríkin, sagði Steingrímur: „Það er sjálf gerðin, að taka upp stjórnmálasam- band, sem skiptir mestu máli. Ég skil það svo að sendiherrar okkar á Norðuriöndum þjóni þessum lönd- um. Við erum ekki jafn ríkir og Svíar og ég held að Svíar megi skammast sin fyrir sína afstöðu gagnvart Eystrasaltslöndunum í gegnum árin,“ sagði Steingrímur, sem vildi senda Eystrasaltsþjóðun- um heillaóskir sínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.