Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 13
£L i \ íngraðs. Þann 13. janúar 1991 lýsti svokölluð „þjóðfrelsisnefnd“ því yfir í Vilnius, að hún hefði tekið völdin í lýðveldinu. Því til árétting- ar komu skriðdrekar þangað skutu á mannfjölda við sjónvarpsstöð borgarinnar og felldu 14 manns. Slíkar „þjóðfrelsisnefndir" áttu svo að taka völdin í Lettlandi og Eistl- andi. Drög voru lögð að því, að koma Boris Jeltsín fyrir kattarnef. Síðan átti að hrekja borgarstjórnir Moskvu og Leníngraðs frá völdum. Þar með átti aðgerðinni að ljúka sigursællega. Það átti að endur- reisa miðstýringarvaldið í anda Stalíns og Brésnéfs, alræði valda- klíkunnar. En einhverra hluta vegna fór þetta í handaskolum. Valdaklíkunni tókst aldrei að fá fólk til að trúa því, að lýðræðissinn- ar ættu sök á vöruskortinum, þeirra hyldýpisörbirgð, sem þjóðir Sovétríkjanna máttu nú sæta sig við. Hatrið á Gorbatsjov fór dag- vaxandi, og menn báðu þess heitt og innilega um öll sovézk lönd, að hann færi sem fyrst þangað sem hann ætti heima. Gorbatsjov sá, að hann átti í fullu tré við þau öfl, sem nú höfðu leystst úr læðingi. Hann harpaðist um tíma við að gefa út tilskipanir, sem menn virtu að vettugi. Ein- ræðið í höndum hans hélzt í hend- ur við glundroða í stjórnmálaefnum hinna 15 lýðvelda. Hann fann ráð til að Stöðva sigurgöngu lýðveld- anna til sjálfstæðis. í apríl 1991 samdi hann við leiðtoga níu lýð- velda, þ. á m. Boris Jeltsín, um að gerður yrði nýr sáttmáli milli lýð- velda Sovétríkjanna um nýtt band- alag. Með þessu hugðist Gorb- atsjov bjarga eigin skinni. En hann öðlaðist hvorki traust almennings né lýðræðisaflanna. Það slaknaði á því einlæga trausti, sem valdak- líkan hafði borið til hans. Næsta skref valdaklíkunnar var að afla sér vinsæla með því að víkja Gorbatsjov frá völdum og taka völdin sjálf. Vinir, samverkamenn og félagar Mikhaíls Sérgéevits tóku til sinna ráða (og breyttust MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991 13 við það í einum vetfangi á máli fjölmiðlanna úr péréstrojku-hetjum í ,,harðlínumenn“). En með valda- ránstilrauninni 19. til 21. ágúst 1991 undirritaði forréttindastéttin sinn eigin dauðadóm. Um gorbomaníu Þegar hillti undir það að Lenín næði völdum í nær öllu rússnenska keisaradæminu stóð ekki á stuðn- ingi fólks á Vesturlöndum. Hvar- vetna voru stofnaðir kommúnista- flokkar til að vinna að því að koma á sovétskipulagi í löndum þeirra. Lloyd George, forsætisráðherra Bretlands, gerði allt sem hann gat til að koma í veg fyrir að Pólveijar sigruðu Rauða herinn, þegar hann réðst inn í Pólland 1920. Mennta- menn um allar jarðir hylltu hið nýja aþjóðaskipulag og jusu þá menn auri, sem þorðu að segja sannleikann. Þó lá það í augum uppi, hvert var inntak bolsivism- ans: Hann hugðist þurrka út öll gildi vestrænnar menningar, hundsa mannréttindi. í sovétríkinu voru menn réttdræpir að geðþótta valdhafanna. Mikhaíl Gorbatsjov hlaut ekki aðeins stuðning kommúnista og sósíalista víða um jarðir. Nú brá svo við að leiðtogar lýðræðisríkj- anna hylltu hann sem gloríukrýnda hetju. „Við verðum að styðja Gorb- atsjov og umbótastefnu hans,“ var viðkvæðið. Ef við gerum það ekki, er hætta á að „harðlínumenn" komist til valda. Þetta þýðir: Ef við styðjum ekki foringja harðlínu- manna, þá komast harðlínumenn til valda. Þetta þýddi einnig það, að svokölluð lýðræðisríki Vestur- landa börðust gegn lýðrðisöflunum í Sovétríkjunum, gegn þjóðfrelsis- öflunum, studdu valdaklíkuna, því að annars kæmi hún ekki „umbót- um“ sínum fram. í þessu máli er tvennt til: Gorbomaníakkar Vesturlanda hafa annaðhvort ekki vitað hvað var að gerast í Sovét- ríkjunum, (og þá eru þeir fífl), eða þá að þeir hafa vitað það en samt stutt Gorbatsjov (og þá eru þeir n—1 r-:—m—"r-- .t-t,——’—n hræsnarar). Það þurfti ekki annað en að hafa augun opin til að sjá, að Boris Jeltsín var leiðtogi lýðræð- isaflanna í Rússlandi (og þar með áhrifamaður um lýðræðisþróun í öðrum sovétlýðveldum). Samttóku áhrifamenn á Vesturlöndum, menn sem halda að þeir séu einlægir lýðræðissinnar, undir lygaáróður KGB um Jeltsín,_og fóru um hann niðrandi orðum. Ýmsir „sovétfræð- ingar“ voru sama sinnis og stöpp- uðu stálinu í pólitíkusana með röngum hugmyndum og upplýsing- um. Það þurfti valdaránstilraun í Moskvu til að koma vitinu fyrir þetta fólk. Það er ekki furða að fjölmiðlar dönsuðu eftir pípu stjórnmála- manna. Orðarfarið „Gorbatsjov og umbætur hans“ mátti heyra nær því í hveijum fréttatíma. Gorbo- maníakkar birtust á skjánum með innfjálgar ræður. Þeir sem vissu, hvað var að gerast og vildu segja frá því, fengu lítið rými og því var ekki trúað, sem þeir sögðu. Það var ekki áhugi á því að fá að vita, hvað var í raun og veru að gerast. Kommúnistar um allan heim hafa helgað líf sitt því að boða mannhatur og kúgun. Þeir hafa helgað líf sitt þeirri lygi að Sov- étríkin væru ríki framtíðarinnar. Eg hef frétt af einungis einum kommúnista, sem hefur bjargað heiðri sínum. Sá heitir Marteinn Gunnar Knutsen og var formaður Kommúnistaflokks Noregs. Hann bað þjóð sína fyrirgefningar á því að hafa haldið að henni lygi og missögnum og að hafa trúað áróðri kúgunaraflanna. Þeir eru orðnir nokkuð margir, sem ættu að gera hið sama, sé þeim annt um eigin orðstír og heiður. Og ekki aðeins stjómmálamenn og þeir allir, sem hafa hallazt undir þeirra málstað. Einnig blaðamenn, fjölmiðlamenn, fréttastjórar. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Isiands. Norska operan í Osló: Tveir íslenskir söng- varar syngja í Aidu TVEIR íslenskir óperusöngvarar fara með hlutverk í óperunni Aidu sem frumflutt var í Norsku óperunni í Osló sl. laugardag, þeir Garðar Cortes og Guðjón Óskars- son. Onnur sýning verður í dag en alls verður óperan flutt fimm sinnum. Að sögn Guðjóns tókst frumsýningin vel en óperan er færð upp á nýstárlegan hátt og eru skoðanir fólks nokkuð skiptar um ágæti uppfærslunnar. Norska blaðið, Aftenposten, hafi verið að ræða. Guðjón Óskarsson sem fer með hlutverk kóngsins í sýning- unni hefur starfað við óperuna í Osló í eitt ár en Garðar Cortes hefur dvalið þar undanfarinn mánuð við æfíngar á Aidu. Hann syngur aðalkarlhlutverkið í óperanni, Radames. Með hlut- verk Aidu fer sovésk sópran- söngkona, Galina Kalinina. Sýningin er skemmtileg en óvenjuleg, að sögn Guðjóns. „í stað hins hefðbundna egypska bakgrunns gerist þessi Aida í alræðissamfélagi, búningarnir eru öðruvísi og sviðið annað. Hún hefur stundum verið kölluð „Star Wars“ útgáfa af óper- unni,“ sagði Guðjón í samtali við Morgunblaðið. „Það eru skiptar skoðanir um uppfærsluna en meirihlutinn virðist þó vera hlynntur henni. Hún gengur alveg upp og tekst prýðilega,“ sagði Guðjón. í Aftenposten sagði eftir frumsýninguna: „Fyrsta sýning norsku óperunnar á laugardag- inn á þessu tímbili vakti mikinn fögnuð enda var um tónlistaraf- rek að ræða. Hljómsveitin undir stjóm Antonio Pappano var í segir að um tónlistarafrek Garðar Guðjón Cortes. Óskarsson. ham. Forleikurinn var svolítið varfærnislegur en þegar í fyrsta þætti var ljóst að menn lögðu sig mjög fram. Flutningurinn var ekki gallalaus en hreyfan- leikinn og krafturinn voru sann- arlega á sínum stað. Um frammistöðu söngvarans í aðalkarlhlutverkinu, Garðars Cortes sagði: „Hann var varkár í fyrsta þætti og röddin virkaði ójöfn á hinum ólíku raddsviðum. Þetta breyttist þó smám saman þegar hann náði tökum á að- stæðum.“ í AX-leik íslenskra getrauna gefst vinnufélögum, kunningjum og fjölskyldum kostur á að tippa saman í hóp - og auka vinningslíkurnar og ánægjuna með því að vinna saman í Getraunum! Til mikils að vínna! Að venju verða grciddir út vinningar fyrir 10, 11 og 12 rétta og á hópurinn því möguleika á að vinna umtalsverðar fjárhæðir í hverri viku. Auk þess er glæsilégur Citroen AX frá Globus að verðmæti um 700 þúsund krönur í fyrstu verðlaun. Og þeir sem verða í öðru til fimmta sæti fá mótald frá Heímilislækjum að verðmæti um 33 þúsund krónur. 10 vikna keppnistlmabíl Keppt verður í 10 vikur - eða frá laugardeginum 31. ágúst til 2. nóvembcrs - og verða átta árangursríkustu vikur hópsins látnar gilda. Sá hópur sem liefur samtals flesta rétta í átta bestu vikunum stendur uppi sem sigurvegari. Ef tveir eða fleiri hópar verða efstir og jafnir fer fram bráðabani og verður fyrirkomulag hans kynnt síðar. Hvernig á að stofna hóp? Nokkrir aðilar ákveða að lippa saman f hóp og auka þannig vinningslíkurnar sínar. Gefa þarf hópnum nafn (ekki fleiri en 10 stafir) og tilkynna það til Önnu hjá Islenskum getraunum í síma 688322. Hún mun þá úlhluta ykkur hópnúmeri sem verður einkenni hópsins á getraunaseðlinum. Þegar hópurinn lippar færir hann hópnúmerið alltaf inn í þartilgerðan reit á getraunaseðlinum og tölvukerfið skráir þá árangur hópsins. Hópurinn sjálfur getur einnig fært árangurinn jafnóðum inn á plakat sem liggur frammi á öllum lottósölustöðum landsins. Hvað kostar að taka þátt í hópleiknum? Það kostar ekkert að fá hópnúmer. Hópurinn ræður hvað hann tippar fyrir —fýrir þig og þina fjölskyldu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.