Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGÚr 27. ÁGÚST 1991 Mátveggir í Þorlákshöfn: Hús, vélar og efni gjörónýtt Selfossi. LJÓST er að verksmiðjuhús Mátveggja í Þorlákshöfn, vélar þess og efni sem þar var er allt ónýtt. Verksmiðjan brann aðfaranótt síðastliðins laugardags og fyrir liggur að upptök eldsins voru í loftþjöppu sem var í litlum klefa í norðausturhorni hússins. Verksmiðjuhúsið var í eðlilegri tryggingu en ljóst er að vélamar voru vantryggðar miðað við end- urnýjun þeirra. Forsvarsmenn fyr- irtækisins vildu ekki nefna neinar tölur um tjón en ljóst er að það skiptir tugum milljóna: Búið var að endurskipuleggja starfsemi fyrirtækisins eftir erfíð- leikatímabil í rekstri þess undanf- arin ár og það skilaði hagnaði á síðasta ári og í ár stefndi í góðan rekstur. Verkefnastaðan var góð og unnið var að því að byggja hana enn frekar upp. Burðarvirki verksmiðjuhússins er það illa farið að ekki er um annað að gera en rífa það. Ekki hafa verið teknar neinar ákvarð- anir um framhaldið á starfsem- inni. í gær unnu starfsmenn við það að hreinsatil í brunarústunum og tjónaskoðunarmenn við að leggja mat á tjónið vegna brun- ans. Flestir þeirra hafa unnið hjá fyrirtækinu í 4-10 ár en hjá fyrir- tækinu störfuðu 12 menn. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Starfsmenn Mátveggja unnu við það í gær að hreinsa til í brunarústunum. VEÐUR / DAG kl. 12.00 Heimlld: VeOurstola íslands (Byggl á veöurspá kl. 16.15 I geer) VEÐURHORFUR í DAG, 26. ÁGÚST YFIRLIT: Yfir utanverðum Húnaflóa er 987 mb lægð sem hreyfist NA og grynnist. ( nótt myndast önnur lægð á vestanverðu Græn- landshafi og mun hún einnig hreyfast NA um Grænlandssund. SPÁ Allhvöss SA- eða S-átt um vestanvert landið en hægari A- lands. Rigning ó Suður-, Vestur- og Austur eftir Norðurlandi, en skýjað með köflum og víða þurrt NA-lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Suðaustlæg átt. Rign- ing með 9-12 stiga hita á Suður- og Vesturlandi en þurrt að mestu og viða bjart á Norður- og Austurlandi. Þar verður hiti að 20 stig- um síðdegis, en mun svalara að næturlagi. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TAKN: Q Heiðskírt Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * f * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * *_____ j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V H = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐOR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 13 skýjaö Reykjavik 6 hálfskýjað Bergen 14 skúr Helsinki 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 18 þokumóða Narssarssuaq 6 rigning Nuuk 4 alskýjað Osló 15 skýjað Stokkhólmur 17 skýjað Þórshöfn 10 skýjað Algarve vantar Amsterdam 15 hálfskýjað Barcelona 20 þokumóða Berlín 18 þokumóða Chicago 19 léttskýjað Feneyjar 21 þokumóða Frankfurt 17 skýjað Glasgow 13 úrkoma ígrennd Hamborg 16 léttskýjað London 13 léttskýjað Los Angeles 18 heiðskfrt Lúxemborg 15 skýjað Madríd 25 helðskfrt Malaga 19 heiðskfrt Mallorca 22 léttskýjaö Montreal 14 léttskýjað NewYork 23 þokumóða Oriando 25 alskýjað París 15 skýjað Madeira 22 skýjað Róm 22 þokumóða Vín 16 þokumóða Washington 23 mistur Winnipeg 17 léttskýjað Heiðarfjall: Lekt í jarðlögum ræður úrslitum um mengunarhættu MENGUN reyndist vera I sorphaugum sem Vamarliðið skildi eftir á Heiðarfjalli á Langanesi, þegar ratsjárstöðin þar var lögð niður. Mæl- ingar á menguninni fóru fram í sl. viku. Helstu niðurstöður eru þær að svæði það sem haugarnir eru á hefur verið afmarkað og mælingarn- ar benda til þess að ekki sé hættulegt að vinna við hauginn. Hætta á mengun af völdum hauganna ræðst mjög af jarðfræðilegri gerð fjallsins. Þeir Ágúst Sigurðsson efnafræð- ingur hjá Hollustuvemd ríkisins og Snorri P. Snorrason, jarðfræðingur hjá Heilbrigðiseftirliti Suðumesja önnuðust rannsóknina. Að sögn Ág- ústs liggja haugamir í nokkmm skurðum á fjallinu og giskar Ágúst á að samanlagt sé svæðið með sorp- inu nálægt einum og hálfum hektara. Ágúst segir að í haugunum hafi fundist rokgjöm, lífræn efni. Tækið sem mælingarnar vom gerðar með greinir hins vegar ekki nákvæmlega hvaða efni er um að ræða. Að sögn Ágústs geta það verið leysjefni, olíu- efni eða efni þeim skyld. Ágúst seg- ir að þótt mælingin sýni að um meng- un sé að ræða hafi ekki mælst vem- lega há gildi á Heiðarfjalli. Snorri P. Snorrason staðfestir þetta og segir að mun Eærri gildi hafi fundist hérlendis með sama mælitæki, meðal annars við aflagt æfíngasvæði slökkviliðsins á Keflavkurflugvelli og við gamla físk- verkunarbragga í Njarðvíkum. Að sögn Snorra fundu þeir Ágúst tvo olíubletti á yfirborði og þar hafi mælitækið að sjálfsögðu slegið hátt út. Hann segir að eins og er skeri sorphaugurinn á Heiðarfjalli sig ekki úr mörgum öðram sorphaugum á íslandi. Hann kveðst ekki segja þetta til að réttlæta umgengnina á fjallinu og tekur fram að sorpið þar sé óskap- lega illa staðsett. Haugarnir era efst á fjallinu og ef um mengun frá þeim verður að ræða getur hún dreifst óhindrað í allar áttir. „Hættan á mengun ræðst alger- lega af jarðfræðilegri gerð Heiðar- fjalls“, segir Snorri. Hann segir að töluvert vanti á að bergtegundir og bygging fjallsins sé nógu vel þekkt til þess að hægt sé að segja fyrir um lektina í jarðlögunum í fjallinu, bæði í efri og neðri hluta þess svo og hver hæð grunnvatns er, en þess- ir þættir ráða mestu um mengunar- hættu af völdum hauganna. ------*-*~i----- * Ok á kyrrstæð- an bíl og end- aði á húsvegg UNGUR var handtekinn sl. laug- ardagskvöld, grunaður um ölvun við akstur. Hann ók bíl sínum á kyrrstæðan bíl við Reykjahlíð, hvarf síðan á brott á miklum hraða og lauk ökuferð hans á steinvegg við Hörgshlíð. Ökumaðurinn og farþegi reyndu að komast undan á hlaupum en lög- reglan náði að handsama ökumann- inn. Hann er grunaður um ölvun við akstur og var látinn gista fanga- geymslur um nóttina. Mauno Kovisto í einka- heimsókn til Islands Helsinki. Frá Lars Lundsten, frétlaritara Morfpinbiaðsins. / MAUNO Kovisto Finnlandsforseti kemur í opinbera heimsókn til ís- lands dagana 29. ágúst til 2. september. Heimsóknin er í boði frú Vígdísar Finnbogadóttur forseta Islands. Einnig mun Koivisto hitta Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra þegar á fyrsta degi íslands- dvalar sinnar, þ.e. á fimmtudag. Lík- lega munu þeir ræða um umskipti í Sovétríkjunum og Evrópumál. Á föstudaginn fara Koivisto-hjónin ásamt fylgdarliði til Vestmannaeyja og halda þaðan austur og norður. í föruneyti Finnlandsforseta er auk eiginkonu hans, Tellervo, dóttir þeirra, Assi Komulainen, ásamt eig- inmanni hennar, Jari. Á sunnudaginn ætlar Koivisto að gróðursetja nokkur tré í grennd við Þingvelli/enda þýðir nafn hans orðrétt „Birkilundur".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.