Morgunblaðið - 20.10.1987, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 20.10.1987, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Nureyev sposkur á svip í drekkhlaðinni íbúð sinni. Nureyev A tímamótum í lífi sínu Rudolf Hametovich Nureyev er einhver virtasti ballettdansari okkar tíma. Bandaríska stórblaðið The New York Times kallaði hann einhveiju sinni „lifandi orkuver" og í The Washington Post stóð að hann hefði „opnað nýjar víddir í dansin- um“. „Ég hugsa aldrei um aldurinn" segir Nureyev. „Sumir menn eldast ekki." En Nureyev er nú orðinn 49 ára og tími hans á sviðinu er líkast til að líða undir lok. Gagnrýnendur segja að stökkkraftur hans sé ekki sá sami og áður var þegar Nureyev hafði fullt vald á líkama sínum og hreyfingum og dansaði um sviðið eins og hann væri á samningi við þyngdarlögmálið. Hann einbeitir sér nú að nýjum verkefnum. Hann hefur tekið að sér að stjóma ballettdönsur- um og búa til dansa fyrir Parísaró- peruna. Hann er aftur kominn til borgarinnar þar sem hann hóf sitt annað líf 23 ára gamall. Fyrir sext- án árum sótti hann um pólitískt hæli í París og síðan hefur hann komið fram um heim allan. Hann hefur keypt sér tólf herbergja íbúð í París og svo vill til að óperusöng- konan goðumlíka Maria Callas bjó eitt sinn í henni. Nureyev segir að hann lifí nú þægilegu lífi og sé hættur að hugsa um línunamar: „Ég borða það sem mér sýnist. Ristað brauð á morgnana og steikur og salat á kvöldin," segir Nureyev. Hann drekkur svart te allan guð- slangan daginn. „Ég drekk te til að vakna, og til að sofna, til að koma mér í gang og til að róa mig niður, nú og auðvitað til að skola öllu kampavíninu út. Því eftir hveija sýn- ingu svelgir hann í sig kampavín: „Hvert skipti sem tjaldið fellur er vissulega tilefni til hátíðahalda og það er yfir tvöhundruð sinnum á ári,“ segir hann sposkur í ofhlaðinni íbúð sinni þar sem feiknaleg málverk pfyða veggi og hyldjúpir sóffar virð- ast ætla að gleypa hann í sig. COSPER — Vinur þinn, arabahöfðinginn, er að koma í heimsókn. Brooke Shields og Dudley Moore Erum við ekki laglegt par? eir eru fáir mennimir sem standa upp í hárinu á Brooke Shields. Allavega ekki hann Dudley Moore. Hann kippti sér þó ekkert upp við svoleiðis smáræði fyrst hún mætti í veisluna sem hann hélt nýlega til heiðurs sinni nýjustu mynd „Sem faðir, sem sonur". Af Brooke er annars fátt nýtt að fregna, en Fólk í frettum hefur hler- að að hún sé enn að jafna sig eftir lokaprófin í Princeton háskólanum. Hún sá sér þó fært að mæta til Dudleys, blessunin. Hér duga engin vettlingatök sagði Dudley við ljósmyndarann Freddy Mercury Fær óskadrauminn uppfylltan Freddy Mercury sem glöggir les- endur vita án efa að er söngvari Queen, hefur fengið óskadrauminn sinn uppfylltan. Slíkt væri auðvitað ekki mögulegt nema sökum þess að Freddy er maður hógvær og langar mest af öllu að koma fram á sviði. Honum var boðið að koma fram í söngleiknum „Metropolis", sem hann þáði með þökkum. „Metropolis" er byggður á sam- nefndri og margfrægri mynd Fritz Langs gerðri árið 1927. í söngleikn- um leikur Freddy bijálaðan vísinda- mann (hvað annað?) og verður hann (söngleikurinn, hvað annað?) settur upp í London um áramótin næstu. Hreint tilvalið að skella sér til Lon- don um jólaleytið og fara í leikhús. En leikhús er eins og spakur maður sagði einu sinni „næstum alveg eins og bío nema með alvöru fólk á svið- inu“. Brúnin á Freddy Mercury ætti að lyftast, nú þegar hann er búinn að fá óskadrauminn uppfylitan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.