Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 AF INNLENDUM VETTVANGI HELGI BJARNASON Ullarrisinn verður annað stærsta iðnfyrirtæki landsins Sameining Álafoss og ullariðnaðar SÍS sögulegur atburður í íslenska viðskiptalífinu SAMEINING Álafoss hf. og uU- ariðnaðar SÍS á Akureyri í eitt ullariðnaðarfyrirtæki hlýtur að teljast til stórtíðinda í islenska viðskiptaheiminum. Nýja ullar- fyrirtækið verður næst stærsta iðnfyrirtæki landsins, líklega heldur stærra en járnblendi- verksmiðjan á Grundartanga og aðeins álverið í Straumsvík er stærra. Áætluð velta er 1,5 milljarðar kr. á ári og starfs- fólk um 600 manns. í þessu nýja fyrirtæki koma saman tveir andstæðir pólar í viðskipt- alífinu, samvinnugeirinn og sá frjálsi, sem tekist hafa á á ýmsum sviðum á undanfömum árum. Nægir að nefna sam- keppnina um Útvegsbankamál- ið f þessu sambandi. Er þetta fyrsta stórsameining fyrir- tækja á vegum þessara aðila, hliðstæð tilraun mistókst þegar reynt var að sameina Hafskip og skipadeild SÍS, og verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst með reksturinn. Fæðingarhríðir í hálft annað ár Samningur á milli Fram- kvæmdasjóðs íslands, sem er aðaleigandi Álafoss hf., og Sam- bands íslenskra samvinnufélaga um nýja fýrirtækið var undirritað- ur á föstudag. Hugmyndin er hálfs annars árs gömul en þá var farið að sverfa að báðum aðilum vegna slæmra rekstrarskilyrða fyrir atvinnugreinina. Haldnir voru 2—3 fundir um málið í apríl ogmaí 1986. Samningaumleitanir lágu síðan niðri þar til í byrjun þessa árs að þær hófust aftur. Samkomulag náðist um stofnun og rekstur sameiginlegrar ullar- þvottastöðvar, en vegna þess hvað samningar um sameiningu fyrir- tækjanna voru komnir vel áleiðis var endanlegri ákvörðun um stofnun sérstaks hlutafélags um rekstur ullarþvottastöðvar frest- að. Samningamenn voru þögulir en fyrir nokkru fór að hvískrast út úr samningaherbergjunum að samkomulag væri nánast í höfn. Samkomulagið var síðan staðfest á föstudag. Nokkuð greiðlega mun hafa gengið að komast að samkomu- lagi um mat á eignum eða öllu heldur aðferðir við það, því hið eiginlega mat er að mestu eftir. Erfíðasti hjallinn var að ákveða staðsetningu höfuðstöðva nýja fyrirtækisins og þar með hver yrði forstjóri þess. Álafoss er sem kunnugt er í Mosfellsbæ en höfuð- stöðvar iðnaðardeildar SÍS á Akureyri. Jón Sigurðarson fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildarinnar var kandídat SÍS-manna í for- stjórastólinn á móti Ingjaldi Hannibalssyni framkvæmdastjóra Álafoss. Niðurstaðan varð sú að SÍS fékk að ráða höfuðstöðvunum og tilnefna forstjóraefnið en Framkvæmdasjóður að tilnefna formann stjómar. Jón Sigurðarson líklegxir forstjóri Jón Sigurðarson verður því að öllum líkindum forstjóri nýja ull- arfyrirtækisins og Sigurður Helgason, formaður stjómar Flugleiða hf., verður stjómar- formaður, en hann er núna stjóm- arformaður Álafoss. Hvor aðili tilnefnir tvo stjómarmenn en koma sér saman um oddamann- inn. Auk Sigurðar Helgasonar tilnefnir Framkvæmdasjóður Brynjólf Bjamason framkvæmda- stjóra Granda hf. í stjómina, en hann á sæti í stjóm Álafoss eins og Sigurður. SÍS tilnefndir í stjómina Guðjón B. Ólafsson for- stjóra og Val Ámþórsson stjómar- formann SÍS. Val oddamannsins hefur ekki verið tilkynnt, en ákveðinn maður mun vera í sigt- inu. Sameining fyrirtækjanna varð ekki sársaukalaus fyrir ýmsa í báðum fyrirtækjunum. Álafoss er til dæmis rúmlega 90 ára gamalt fyrirtæki sem gamlir starfsmenn vildu sjá starfa áfram. Þá fannst sumum norðan heiða að SÍS væri að bjarga gjaldþrota fyrirtæki með sameiningunni. Samninga- menn virðast hafa náð að yfir- vinna viðskipta-pólitíska fordóma og náð saman við samningaborð- ið, kánnski ekki átt annars úrkosta eftir að valkostimir lágu Ijósir fyrir í skýrsju bandarísku ráðgjafanna: Áframhaldandi harmkvælarekstur tveggja fyrir- tælq’a eða von um betri tíð með blóm í haga í sameinuðu fyrirtæki. „Markaðssinnað fyrirtæki“ Nú liggur það auðvitað ljóst fyrir að sameiningin sjálf og nafn- breyting (nafnið hefur ekki enn verið ákveðið) mun ekki bjarga íslenska ullariðnaðinum. Stjóm- SÍS fékk forstjórastól ullarfyr- irtækisins í sinn hlut og er talið víst að Jón Sigurðarson verði ráðinn. endur verða að endurskipuleggja reksturinn frá rótum. Jón Sigurð- arson fær það verkefni ef hann verður ráðinn eins og allt bendir til. Jón segir að skipulagið verði kynnt þann 30. nóvember, daginn áður en fyrirtækið tekur formlega til starfa. En hann segir að fyrir- tækið verði mjög markaðssinnað og það verði algerlega ófeimið við að gera tilraunir með nýjar vörur. Áhersla verði lögð á vömþróun á bandi annars vegar og fatnaði hins vegar. Nauðsynlegt er að nefna það hér að rætt var við Jón sem samningamann um stofnun nýja fyrirtækisins, enda hefur hann enn ekki verið ráðinn sem forstjóri þess. Ingjaldur Hannibalsson fram- kvæmdastjóri Álafoss segir að með sameiningunni megi auka hagkvæmni í framleiðslunni, sér- staklega í bandframleiðslunni. Það liggi líka fyrir að yfirbygging- in muni minnka eitthvað auk þess sem sölukerfí fyrirtækjanna er- lendis nýtist betur. Fyrirtækin em til dæmis bæði með dótturfyrir- tæki í Bandaríkjunum. Ingjaldur Framkvæmdasjóður tilnefnir Sigurð Helgason formann stjórnar. segir að nýja fyrirtækið verði mun öflugra til að takast á við verk- efni í vömþróun og markaðsmál- um. Þá geti sameinað ullarfyrir- tæki hugsanlega fengið hærra verð fyrir framleiðsluna erlendis vegna þess að innbyrðis sam- keppni og undirboð hefur skemmt fyrir. Tryggari atvinna fyrir þá sem halda vinnunni Forstjóramir vilja ekki gefa ákveðnar yfirlýsingar um starfs- mannafjöldann, segja aðeins að ekki ætti að þurfa að koma til mikillar fækkunar. Ljóst virðist þó að störf flytjast eitthvað til, því væntanlega mun verða lögð áhersla á að nýta sem best bestu hluta hvors fyrirtækis. Þá verður varla pláss fyrir alla núverandi stjómendur og skrifstofufólk. Þó höfuðstöðvar fyrirtækisins verði á Akureyri er ekki þar með sagt að allar skrifstofumar verði þar. Hjá fyrirtækjunum vinna nú um 650 manns, en búast má við að starfsfólk nýja fyrirtækisins verði um 600. Það starfsfólk sem held- ur vinnunni ætti eftir þessa sameiningu að vera öruggara með framtíðina, ef með þessu hefur tekist að tryggja framtíð ullariðn- aðarins en starfsfólkið fann mjög vel fyrir erfiðleikunum. Það er vissulega sárt fyrir hinn nýstofnaða Mosfellsbæ að missa höfuðstöðvar stærsta fyrirtækis sveitarfélagsins til Akureyrar. Magnús Sigsteinsson forseti bæj- arstjómar telur þó að Mosfellsbær missi ekki miklar tekjur, það er að segja ef svipuð starfsemi verð- ur áfram í Álafossverksmiðjunni. Vitnaði Magnús í þessu sambandi til þess að fyrirtæki ættu að greiða aðstöðugjald þar sem starfsemin fer fram. Eigendumir þurfa að taka yf ir skuldir Ullarfyrirtækið tekur yfir efna- hag beggja fyrirtækjanna. Einungis nauðsynlegustu eignir ganga þó inn í nýja fyrirtækið. SÍS leggur fram allar þær fast- eignir á Akureyri sem nýttar eru af ullariðnaðinum þar ásamt lóð, birgðageymslu og vélum og tækj- um sem tilheyra ullinni. Þá leggur SÍS fram ullarþvottastöð sína í Hveragerði. Álafoss leggur fram nýju verksmiðjuna í Mosfellsbæ ásamt birgðageymslu og skrif- stofuhúsnæði og tilheyrandi lóð. Einnig tilheyrandi vélar og tæki. Einhver hlutabréf í öðrum fyrir- tækjum fylgja báðum fyrirtækj- unum. Heildarverðmæti eignanna er yfir 2 milljarðar kr. og eru þær eignir sem Álafoss leggur fram heldur verðmætari. Yfirteknar skuldir eru um 1,3 milljarðar og eigið fé, sem skiptist jafnt á milli eigendanna, um 700 milljónir. Endanlegt mat og uppgjör hefur ekki farið fram, en hlutaféð verð- ur 700 milljónir kr., að lágmarki. Endurskoðendum fyrirtækjanna hefur verið falið að ganga frá uppgjörsmálum á milli aðila en búið er að festa niður hvemig það verður gert. Eigið fé fyrirtækjanna er metið svipað, 230—250 milljónir kr. Það sem á vantar upp í 350 milljónir hjá hvoru um sig ætla eignaraðil- ar að leysa með yfirtöku skulda þannig að ekki kemur mikið nýtt fjármagn inn í fyrirtækið. Fram- kvæmdasjóður afgreiðir sinn hluta með því að taka yfir skuld Álafoss við sjóðinn og verður nýja fyrirtækið nokkum veginn skuld- laust við Framkvæmdasjóð. Talið er að SÍS leysi sinn mismun með tilfærslu skulda innan iðnaðar- deildar. Það vekur athygli að Álafossi fylgir ekki gamla verksmiðjan í Mosfellsbæ. Á að reyna að selja hana áður en fyrirtækin renna formlega saman. Einnig er ætlun- in að losa Álafoss við þann hluta lóðar nýju verksmiðunnar sem ekki er nýttur í dag. Fyrirtækið er með 19—20 ha lóð þar sem nýja verksmiðjan er en notar ekki nema um 6 ha. Umboðsmenn beggja fá að spreyta sig Álafoss og iðnaðardeild SÍS hafa ekki einungis verið í sam- keppni á mörkuðunum erlendis. Mikil samkeppni hefur verið á milli umboðsmanna þeirra í ullar- kaupum. Bændur hafa getað valið á milli eftir þvi hvor hefur boðið betri þjónustu og kjör. í sumum sveitum hafa ullarpeningamir frá Álafossi verið nánast einu pening- amir sem bændur hafa séð. Aðrar afurðir hafa þá farið inn á við- skiptareikninga í kaupfélögunum. Jón og Ingjaldur segja að ekk- ert hafí verið ákveðið með hvemig að ullarkaupunum verður staðið. Þeir eiga síður von á að annað hvort ullarkaupakerfið verði gleypt, heldur verði umboðsmönn- um beggja gefinn kostur á að spreyta sig. Ullarþvottastöðinni í Hveragerði verður væntanlega falið þetta verkefni og hún gerð að sjálfstæðri rekstrareiningu sem gert verður að skila arði. Ekkert að óttast fyrir saumastofurnar Gömlu fyrirtækin em í grund- vallaratriðum ólík í uppbyggingu. Iðnaðardeild SÍS hefur verið með nær alla þætti framleiðslunnar í eigin verksmiðju en Álafoss hefur falið' undirverktökum, það er sauma- og pijónastofum, hluta verkefna sinna. Hafa mörg lítil fyrirtæki lifað á þessum verkefn- um frá Álafossi. Aðspurður um stefnu nýja fyrirtækisins sagði Jón að minni fyrirtækin ættu ekki að þurfa að óttast verra ástand en nú, enda væri ekkert sem benti til að nýja fyrirtækið myndi auka umsvif sín í saumaskap. Ingjaldur sagði að nýja ullarfyrirtækið myndi áreiðahlega vega og meta þá kosti sem í boði væru, það er hvort eigin framleiðsla væri hag- kvæmari en kaup á þjónustu hjá undirverktökum hér á landi eða erlendis. Með sameiningunni væri frekar verið að tryggja stöðu minni fyrirtækjanna og minnka líkumar á áframhaldandi fyrir- tækjadauða í greininni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.