Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 ÞEIR RÉTTLAUSU eftirHelga Jóhann Hauksson Síðastliðinn vetur voru réttir 700 kennarar án fullra starfsréttinda við grunnskóla landsins. Þar af voru um 430 settir kennarar en u.þ.b. 270 stundakennarar. Flest þetta fólk hefur hafíð kennslu eftir eftirgangssemi skólastjóra eða ann- arra sem talið hafa það vera það hæfasta sem viðkomandi skóla bið- ist í yfírþjrrmandi kennaraskorti. Eftir margra ára baráttu Kennara- sambands íslands fyrir lögverndun starfsheitisins grunnskólakennari hafa margir álitið að illa menntað fólk sæti í stöðum sem fuilmenntað- ir kennarar kæmust ekki í fyrir hinum. Þetta er alrangt. í fyrsta lagi eru réttindalausu kennaramir yfírleitt með góða almenna mennt- un. Eða eru eftir vandlega íhugun skólastjóra, skólanefnda og fræðslustjóra taldir hafa ýmislegt til brunns að bera er gerir þá hæfa til kennslu ákveðinna greina eða aldurshópa. Nýkjömum formanni KÍ, Svanhildi Kaaber, hættir til að rejma að gefa villandi mynd af þessu máli öllu og hefur meðal ann- ars haldið því blákalt fram að þeir skólstæðingar hennar sem hún hef- ur kosið að kalla „leiðbeinendur" séu jrfirleitt illa menntaðir. Af þeim tölum sem ég hef aflað mér má hins vegar ráða að á síðasta skóla- ári hafí aðeins þriðji hver réttinda- kennari haft stúdentspróf en góður meirihluti réttindalausra settra kennara haft það. Ég tel nokkuð víst að á síðasta skólaári var skólaganga réttinda- lausra settra kennara síst skemmri en meðal skólaganga kennara með alla pappíra í lagi. Þetta er aðeins sagt vegna orða Svanhildar en breytir auðvitað ekki því að rétt- indalaus kennari hefur ekki kenn- arapróf. Annað atriði er það að í mörg ár áður en starfsheitið gmnn- skólakennari var lögvemdað hefur samkv. reglugerð þurft að auglýsa allar stöður sem réttindalausir kennarar sátu í á hveiju vori. Sækti réttindamaður um stöðuna varð sá réttindalausi (sem ég vil reyndar fremur kalla réttlausan) að víkja hversu lengi sem hann hafði gegnt starfinu. Réttindalaus kennari hef- ur því í raun aldrei haft möguleika á að hafa starf af hinum. Hver var þá akkur Kennarasam- bandsins sem stéttarfélags af því að knýja fram lög um vemdun starfsheitisins grunnskólakenn- aui? Hlutverk Kennarasambands íslands er fyrst og fremst að beij- ast fyrir bættum kjömm félags- manna sinna og það hugðist það eipmitt gera með því að fá sett lög sem útilokuðu að kennaraskortur- inn yrði leystur með hjálp réttinda- lausra kennara. Margir kennarar gældu við þá hugmjmd að nýju lög- in sköpuðu slíkt neyðarástand að óhjákvæmilegt yrði að hækka laun kennara svo um munaði. Það sem gleymdist í þessum út- reikningi var að ekki er nokkur leið að sýna fram á að hægt sé að út- vega sjö hundmð kennara í stað þeirra réttlausu, jafnvel þó laun kennara væm hækkuð vemlega. í því sambandi má benda á að síðan Kennaraskólinn varð að Kennara- háskóla hefur hann síðastliðin fjórtán ár aðeins útskrifað um þús- und kennara og af þeim em u.þ.b. 600 starfandi kennarar. í raun væri það mikil bjartsýni að ætla að hægt væri að fá til kennslu- starfa 200 kennara úr þeim hópi sem verið hefur við önnur störf síðastliðin ár, hvað þá fleiri. Varla er um það að ræða að mikill fjöldi kennara sem útskrifaðist úr gamla kennaraskólanum, fyrir meira en 14 ámm, fáist til að yfirgefa núver- andi störf sín til að taka upp kennslu eftir langa fjarvem. En ekki er öll sagan sögð. Við skulum til gamans athuga hver kennaraskorturinn gæti verið. Skólamálaráð KÍ komst að þeirri niðurstöðu fyrir skemmstu að 400 sérkennara vantaði við gmnnskólana. KÍ hefur krafíst þess að kennsluskylda kennara verði stytt um V6. Aliir kennarar í gmnn- skólum á landinu em um 3.000. Til að verða við þessari kröfu vant- aði því um 600 kennara til viðbótar. Krafíst er fámennari bekkja og samfellds viðvemtíma bama í skól- um. Ætti að koma til móts við þennan vanda þyrfti líklega að ijölga kennumm um minnst 20% eða um 600. Ekki má heldur gleyma því að nokkur hluti kennaraskorts- „Þeim tilgangi er náð að réttindalausum kennurum finnst sér misboðið. Margir reyndir úr þeirra hópi munu ekki sækja um kennslustarf næsta haust og neikvæð um- ræða á eftir að endur- speglast í afstöðu nemenda til þessara kennara og hrekja enn fleiri úr starfi.“ ins er leystur með alltof mikilli jrfírvinnu annarra kennara. Ætli 600 kennarar eða önnur 20% sé nokkur ofrausn til lausnar þeim vanda. Hér höfum við því kennara- skort sem nemur heilum 2.900 kennumm og em þó ýmsar fyrirsjá- aniegar þarfír skólakerfísins vantaldar. Neyðarástand það sem skapaðist, yrðu réttindalausir kennarar reknir heim, mundi því aðeins verða til þess að mikill fjöldi bama utan Reykjavíkur yrði af þeirri kennslu sem þau þó njóta í dag, ekki aðeins í nokkrar vikur heldur ámm saman. í vaxandi viðleitni Kennarasam- bands ísiands til að láta lögmál markaðshyggjunnar um framboð og eftirspum vinna kennumm bætt kjör hafa fomstumenn þess kosið að líta fram hjá þessum staðreynd- um. Þá em réttindalausir kennarar einfaldlega fyrir. Þeir draga úr eft- irspuminni. Réttindalausir kennarar em um fjórðungur þeirra sem greiða fé- lagsgjöld til Kennarasambands íslands en jafnframt þeir einu sem verða að sætta sig við að hafa ekki kosningarétt né kjörgengi til full- trúaþings, fulltrúaráðs eða í stjóm sambandsins fyrr en á fjórða ári við kennslu. Jafnvel kennaranemar eiga rétt á fullri aðild frá þeim degi sem þeir fyrst setjast á skólabekk í Kennaraháskólanum. í reynd hef- ur þetta ákvæði laga KÍ gert rétt- indalausa kennara algjörlega áhrifalausa innan Kennarasam- bands íslands. Það hefur aftur endurspeglast í aðgerðum Kennara- sambandsmanna sem beinlínis hafa krafist þess að gengið væri á hags- muni réttindalausra félaga þeirra. Við síðustu samninga hélt KÍ hátt á lofti þeirri kröfu að laun kennara yrðu að hækka verulega og bar við þeim rökum að laða þyrfti að skól- unum hæfa og vel menntaða kennara. Og hver er ekki sammála þessu? Með sömu rökum má segja að þegar KÍ krafðist þess í sömu samn- ingum að launamunur á þeim kennurum sem annars vegar hafa leyfísbréf og hins vegar hafa það ekki, yrði aukinn um heila fjóra launaflokka (án tillits til menntun- ar), þá hafí það beinlínis verið að hrekja frá störfum réttindalausa félaga sína. Auðvitað er ekki síður þörf á að réttindalausir kennarar séu hæfír og almennt eftirsóttir starfsmenn en hinir. Fyrir nokkrum árum var það baráttumál Kennarasambands fs- lands að gengið yrði frá kennara- ráðningum strax á vorin. KÍ þóttu þetta sjálfsögð mannréttindi og nauðsjm hvort tveggja skóla og kennara ef undirbúningur fyrir komandi skólavetur ætti að takast vel. En likt og nemendur réttinda- iausra kennara eigi ekki rétt á að þeirra kennari sé vel undir veturinn búinn, krafðist Kennarasambandið þess í vor að ráðningar réttinda- lausra kennara yrðu dregnar eins langt fram á haust og unnt væri. Á sjöunda hundrað réttlausra kenn- ara biðu launalausir og í óvissu um stöðu sfna, án þess að geta hafíst handa. Til þess, eins og Svanhildur Kaaber, formaður KÍ, sagði, „það verður þá til að færri sækja um næst“. En er þetta nú vandinn? Er vand- inn of margar umsóknir réttinda- lausra? Nei, vandinn er auðvitað sá að við skóla úti á landi fást alltof fáir menntaðir kennarar. Við því er ekki nema eitt svar. Það þarf að halda innan skólakerfisins verð- mætri rejmslu og þekkingu þeirra sem þegar starfa við það. Réttinda- laus kennari sem hefur eins árs reynslu að baki er margfalt verð- mætari þeim nemendum sem hann kennir en sá er enga rejmslu hefur. Þetta verður að viðurkenna og gefa síðan öllum sem nú starfa við kennslu, en hafa ekki til þess full réttindi, færi á að stunda nám til starfsréttinda, án þess að flytjast búferlum með fjölskyldur sínar eða sæta öðrum verulegum tilkostnaði. Réttindalaus kennari, sem t.d. starfar og býr vestur á fjörðum, mjmdi auðvitað aldrei skila sér þangað aftur ef hann yrði að flytja suður til að afla sér kennslurétt- inda. Erlendis eru reistir stórir háskólar sem eingöngu veita fjar- kennslu. Það ætti að vera leikur einn að kenna starfandi kennurum að kenna með sama hætti. Stærstu mistök Kennarasam- bandsins í þessu máli, en jafnframt veigamesta skrefíð til að fækka umsóknum réttindalausra kennara, var þegar Kennarasamband íslands krafðist þess af menntamálaráðu- nejrtinu, og fékk því framgengt í krafti laga um vemdun starfsheitis- ins grunnskólakennari, að rétt- lausir félagar þeirra fengju ekki lengur að kalla sig kennara, heldur eins og menntamálaráðuneytið orð- aði það, „þá skyldu þessir starfs- menn hér eftir nefndir leiðbeinend- ur“. í raun eru það „þessir starfsmenn" sem áratugum saman hafa bjargað skólakerfinu, langoft- ast eftir eftirgangssemi skólastjóra, skólanefndarmanna eða neyðaróp í auglýsingum. Það kemur því úr hörðustu átt þegar menntamála- ráðuneytið lejrfír Kennarasamband- inu að leika sér svona með íslenskt mál. Þessir starfsmenn, sem ekki mega kallast kennarar, skulu hins vegar hlíta erindisbréfi kennara og gegna öllum skyldum annarra kennara við grunnskóla. Sam- kvæmt lögunum sem vemda grunnskólakennara er þessum starfsmönnum veitt undanþága til kennslustarfa og síðan em þeir ráðnir til kennslu en mega samt ekki kallast kennarar. Á hvem hátt er starf „leiðbeinanda" ólíkt starfí „grunnskólakennara". Þeir kenna sama námsefni, nota sömu kennslubækur og njóta eða gjalda sömu vinnuaðstöðu. Og þó. Við flest störf hefur sjálft starfsheitið ekki áhrif á starfíð sem innt er af hendi. Öðm máli gegnir um starf kennara. Kennarinn verður að eiga virðingu og traust nemenda sinna ef vel á að takast til. Það er hins vegar beinlínis tilgangur Kennarasam- bandsins með þessari kröfu að sá vantrausti í garð réttindalausra. Að fá foreldra til að spyija bömin sín: „Hefurðu gmnnskólakennara eða bara leiðbeinanda?" Sé raunin sú síðamefnda muni foreldrar kreij- ast „alvöm kennara" fyrir bamið sitt. Verði þær kröfur nógu hávær- ar er hægt að nota þær til að knýja á um hærri laun. Þetta væri þó sök sér væri í raun til „alvöru kennari" fyrir umrædda nemendur. Það er hins vegar því miður staðreynd að þetta verður aðeins til þess að enn færri hæfir réttindalausir kennarar fást til starfa en áður, án þess á annan hátt að draga úr þeim vanda sem fyrir er. Þeim tilgangi er náð að réttindalausum kennumm fínnst sér misboðið. Margir reyndir úr þeirra hópi munu ekki sækja um kennslustarf næsta haust og nei- kvæð umræða á eftir að endur- speglast í afstöðu nemenda til þessara kennara og hrekja enn fleiri úr starfí. Stóra spumingin er hins vegar sú, verður skólakerfíð einhveiju bættara? Að mínum dómi fer því viðs ijarri. Nærtækast er að sýna viðleitni, dugnaði og áhuga þess fólks til- hlýðilega virðingu. Virkja þá þekkingu og rejmslu sem það hefíir aflað sér og bjóða öllum sem starfa í dag við kennslu án starfsréttinda að öðlast þau með ijamámi. Skóla- kerfínu veitir ekkert af því. Þessi mál em of veigamikil til að mennta- málaráðunejrtið geti látið Kennara- sambandið og Kennaraháskólann ráða þeim og ráðskast með þau í ljósi misskilinna einkahagsmuna þessara aðila. Höfundur er skólastjóri Grunnskóla Súðavíkur. i'-’Sr: Luktir, samlokur, perur, luktarspeglar, luktargler, öryggi, leiðsluskor, bílavír, þokuljós, vinnuljós, snúningsljós, rofar, Releytengi. ínaust Borgartúni 26, sími 622262. Um 50 þúsund fslend- ingar þjást af gigt Norrænt Gigtarþing í Reykjavík á næsta ári NORRÆN Gigtarfélög héldu fund í Tampere í Finnlandi i lok septem- ber þar sem meðal annars var rætt um að fjórar og hálf milljón Norðurlandabúa þjáist af gigt, þar af um 50 þúsund íslendingar. Einnig var rætt um að stofna samband Norrænna Gigtarfélaga á næsta þingi sem haldið verður f Reykjavík í júní á næsta ári. Tilefni fundarins var einkum að undirbúa Norræna Gigtarþingið í Reykjavík næsta vor og á fundinum var ákveðið að stefna að stofnun sambands Norrænna Gigtarfélaga. Einnig var ákveðið að hefja undir- búning að Norrænu Gigtarári 1990. Að sögn Sveins Indriðasonar, formanns Gigtarfélags íslands, var það mál manna á þessum fundi að mikið væri enn ógert í málefnum allra þeirra milljóna Norður- landabúa sem þjáist af gigt. Að mati fundarmanna væri fyrsta skrefíð til úrbóta að koma stjóm- völdum og almenningi í skilning um hve margt sé hægt að gera til úr- bóta og hversu arðbærar slíkar aðgerðir séu. Gigtin hefði reynst vera dýrasti sjúkdómur þjóðanna, í iæknishjálp, fötlun og vinnutapi. Sveinn sagði ennfremur í sam- tali við Morgunblaðið að fjöldi gigtarsjúklinga virtist svipaður um allan heim og almennt væri talað um að 20% hefðu einhvem baga af gigt o g yrðu fyrir vinnutapi henn- ar vegna. Af þeim sem hefðu alvarlegustu einkennin væm þijár konur á móti hveijum karlmanni. Hann sagði einnig að hátt í íjórð- ungur örorkubóta Tryggingastofn- unar væm vegna gigtarsjúkdóma. Dagsbrún mótmælir skattaálögum TRÚNAÐARRÁÐ Dagsbrúnar hefur gert eftirfarandi sam- þykkt: Fundur í trúnaðarráði Dags- brúnar haldinn 14. október 1987, varar rfkisstjómina alvarlega við að ieggja 10% söluskatt á land- búnaðarvörar. Skattur þessi kemur þyngst niður á tekjulitlar bamafjöl- skyldur. Verkalýðshrejrfíngin mun ekki horfa aðgerðarlaus á að þeim tekjulægstu verði íþjmgt enn frekar en orðið er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.