Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 9 IDOMUS MEDICA Veitíngahðlliii hefur nú tekið að sér rekstur salanna í Domus Medica og getur nú boðið viðskiptavinum sínum uppá glæsilega að- stöðu fyrir 50-250 manna veislur og mannamót. í Domus Medica sem og í Veitingahöllinni sjálfri í Húsi verzlunarinnar er eingöngu boðið uppá fyrsta flokks mat og þjónustu á öllum sviðum: ÁRSHÁTÍÐIR BRÚÐKAUPSVEISLUR SÍÐDEGISBOÐ ERFIDRYKKJUR AFMÆLISVEISLUR RÁÐSTEFNUR HÁDEGISFUNDI ALMENNA FUNDI GLÆSILEGT ÚRVAL AF VEITINGUM MARGSKONAR HLAÐBORÐ BLÖNDUÐ HLAÐBORÐ FISKIHLAÐBORÐ STEIKARHLAÐBORÐ SMURTBRAUÐ PINNAMAT HEITIR RÉTTIR EFTIR VALI DOMVS MEDICA Símar 685018-33272. IntirmhollirL mmrcr^—____y tetóÍM? Máttur hugans í grein í breska viku- ritiuu The Spectator, segir Charles Glass frá því, að hann hafi eitt sinn spurt Peter Niesewand, sem var blaðamaður hjá The Guardian og lenti í fangelsi i Rhódesiu, hvernig hann hefði lifað mánuðina í einangrun- inni af. Peter sagði, að aðalatriðið vseri að hugsa. Það vœri ekkert betra ráð til að komast hjá þvi að andlega þrekið brysti en að nota hugann. Segist Charles Glass oft hafa hugsað til Peters Niesewand þá G2 daga, sem hann var í haldi hjá mannræningjum í Beirút. Ræningjamir náðu hon- um 17. júni og hinn 18. ágúst gat hann strokið. Glass hefur lýst reynsiu sinni í löhgum greinum í breska blaðinu Sunday Telegraph, segist hai'a ritað 25.000 orð en aðeins hafi verið unnt að birta 10.000. í The Spectator segist hann hafa leitast við að einbeita huga sínum að sex hlutum. Fjölskyldan harles Glass segir: „Ég talaði við hana i huga mínum eða ímyndaði mér hvað þau væru að gera þá og þá stundina. Mér var fyrir mestu að binda enda á þjáningu þeirra. Dag nokkum fannst mér greinilega, að niu ára gamall sonur minn, George, væri að gráta i skólanum. Tilfinningin var svo sterk að ég grét sjálfur og reyndi að segja honum að hafa engar áhyggjur, ég væri á lífi og kæmi brátt aftur. Fi- ona, kona min, sagði mér frá því, þegar ég kom heim, að George hefði raunar grátið i skólan- um, en — áður en ég sný mér að dulspeki — verð ég að viðurkenna að ég get ekki áttað mig á því, hvort tilfinningu mina og grát hans bar upp á sama AMNESTY-VIKA 1987 LANGVARANDI FANGAVIST Hugsun manns fgfslingu Þessa dagana minnist Amnesty Internationai fanga, sem dveljast árum saman innilokaðir, föngum sem haldið er ótímabundið án dóms og laga og án þess að þeir hafi hugmynd um hvort þeir muni nokkurn tíma öðlast frelsi á ný. í Morgunblaðinu á sunnudag birtist yfirlit frá Amnesty yfir nokkra fanga, sem hafa sætt langvar- andi fangavist. Þar er til dæmis minnst á Vladimir Maksimov, sem nú er 67 ára en var handtekinn þegar hann var 17 ára og hefur því setið 50 ár bak við lás og slá, þar af í 39 ár í geðsjúkrahúsi. I Staksteinum í dag er vitnað í Charles Glass, blaðamann, sem nýlega tókst að sleppa úr gíslingu frá aröbum í Beirút. tíma. Ég eyddi hveijum degi til skiptis með ein- hveijum úr fjölskyldu minni; eins og þau skipt- ust á að gæta min." Þá segir Glass að kona sin Fiona hafi komist i samband við tvær skyggnar konur í Banda- ríkjunum og heldur síðan áfram: „Ónnur þeirra sagði Fionu, að mér gengi erfiðlega að fá nóg vatn að drekka, sem var rétt, og að ræningjamir væru að þýða minnis- bækur mínar á arabisku, sem þeir voru að gera. Þetta var áður en nokkur vissi, að ég hefði haft ferðatöskuna mina með mér, þegar mér var rænt. Þá sagði ein skyggn kona henni, að ég myndi sleppa um miðjan ágúst, og önnur sagði, að ég myndi koma heim til min 19. ágúst — sem ég gerði. Hvorug þessara kvenna vildi þiggja greiðslu. Nú hafna ég ekki skyggni- gáfu. Fyrst Guð veitti augum minum sjón, hvers vegna skyldi hann ekki hafa gefið öðrum eitthvað annað?“ Trúin Glass segist hafa skrif- að tvær skáldsögur i huga sinum. Þá hafi hann farið yfir lífshlaup sitt og reynt að finna ástæðuna fyrir þvi, að hann missteig sig á þann hátt, að nú lá hann með bundið fyrir augun og hlekkjaður við vegg. Þá segist hann hafa beðist fyrir og stundað hug- leiðslu. Segir Glass, að dagamir 62 hafi tæplega dugað fyrir sig til að læra að biðja. Hann seg- ist hafa byijað með því að fara með bænimar, sem hann lærði sem bam. Hann hafi lofað að breyta á betri veg, slyppi hann, snúa sér meira að andlegum efnum. En það hafi ekki verið fyrr en hann bað af einlægni fyr- ir öðrum, sem einskonar andlegur friður kom yfir hann. Glass setur flótta sinn i trúarlegt samhengi. Telur hann það raunar kraftaverk, að hann skuli hafa sloppið. Einu sinni hafði hann tök á að hrifsa skammbyssu frá einum gæslumanna sinna en lét það ógert, minnug- ur fimmta boðorðsins: Þú skalt ekki morð fremja. Síðan lýkur frá- sögn Glass með þessum orðum: „Mánuði síðar, þegar gæslumenn mínir fóm að sofa, komst ég fyrir kraftaverk til fjölskyldu minnar, sem hafði beðið svo lengi og af mikilli þolinmæði eftir mér. Þegar ég fór með böm min til messu fyrsta sunnudaginn eftir að ég kom heim las presturinn úr 68. Sálmi: „Guð lætur hina einmana hverfa heim aftur, hann leiðir hina fjötmðu út til ham- ingju, en uppreisnar- seggir skulu búa í hrióstrugu landi.““ S|áHstæðar hillur eðaheilar samstæður Níðsterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margarog stillanlegar stærðir. Hentar nánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga UMBOÐS- OG HEHDVERStUN BÍLDSHÖFOA 16 SÍML6724 44 TSiQamatkaduiinn -c&\ Oldsmobile Cuttlas Ciera 1985 Blásans., ekinn 56 þ.km. 4 cyl. Klassa bíll m/öllu. VerÖ 750 þús. Glæsilegur sportbíll Chevrolet Camaro Berlinetta 1983. Grá- sans. m/t-topp, 8 cyl. (30S), sjálfsk., ekinn 65 þ.km. Rafm. í rúöum o.fl. Jllí í át'"r«SL „ Mazda RX7 1980 Suzuki Swift GTI Twin Cam 1987 Blásans., 5 gíra, ekinn 90 þ.km. 2 dekkja- Rauöur, 16 ventla vél, ókeyrður, nýr bíll. gangar o.fI. Fallegur sportblll. Verö 370 þús. Ver* 530 Þús. Honda Civic Sport GTI ’86 Rauöur, m/sóllúgu o.fl. aukahl. V. 545 þ. M. Banz 190 E 1985 43 þ.km. Bíll i sérflokki. V. 980 þ. Seat Ibiza 1985 15 þ.km. Sem nýr. V. 270 þ. Ford Escort XR3i ’85 46 þ.km. Útvarp + segulb. o.fl. V. 480 þ. Honda Civic Schuttle, sjálfsk. '86 16 þ.km. 2 dekkjagangar of.l. V. 490 þ. Mazda 626 GLX ’84 68 þ.km. Skipti ód. V. 440 þ. Volvo station '83 68 þ.km. Úrvals bfll. V. 470 þ. Daihatsu Charade '86 28 þ.km. V. 310 þ. AMC Eagle 4x4 '82 45 þ.km. V. 470 þ. MMC Colt GLX ’86 29 þ.km. Aflstýri of.l. V. 390 þ. Nissan Patrol langur diesel '84 Hi-roof, 80 þ.km. V. 850 þ. Nissan Sunny Coupé '87 5 þ.km. Fallegur sportbíll. V. 510 þ. Saab 90 1985 Rauöur, 5 gíra, ekinn aöeins 32 þ.km. 2 dekkjagangar o.fl. Verð 440 þús. Range Rover 4 dyra 1983 Brúnn, ekinn 75 þ.km. Útvarp + segulb. 2 dekkjagangar of.l. Verö 960 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.