Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Þóra Jónsdóttir frá Ystabæ - 85 ára Þóra fæddist á Ystabæ í Hrísey hinn 20. október 1902, dóttir Jóns Kristins Kristinssonar, útvegs- bónda, og Hallfríðar Þórðardóttur, konu hans. Jón og Hallfríður voru þremenningar að skyldleika, bæði komin af Kjamaætt í Eyjafírði, og á Þóra því mikinn frændgarð þar um slóðir. Þórður Pálsson á Kjama (1772—1857), langalangafí Þóm, átti þrettán böm, sem öll komust upp. Systursonur Þórðar Pálssonar yngra, afa Þóru, var séra Friðrik Friðriksson. Móðurfaðir Jóns var Þorvaldur Gunnlaugsson á Kross- um (1805—1888), þannig að Þóra er komin af tveimur mjög fjölmenn- um ættum í Eyjafirði. Þegar Þóra var að alast upp á Ystabæ var þar fjölmennt og gestkvæmt, oft milli tuttugu og þijátíu manns í heimili og mikil glaðværð. Þóra vandist því snemma við að umgangast fólk og taka þátt í lífí þess, störfum og skemmtunum. Það reyndist henni gott veganesti, bæði á stóm heim- ili hennar og manns hennar á Siglufírði og í margháttuðum fé- lagsstörfum innan bindindishreyf- ingarinnar og í leikstarfsemi. Félagslyndi hennar, glaðlyndi og hlýja hafa ætíð haft þau áhrif, að fólk hefur laðast að henni, ekki Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. aðeins böm, barnaböm, bama- bamaböm og venslamenn, heldur einnig fjarskyldir og óskyldir. Það kemur heldur enginn að tómum kofunum hjá Þóm, því að hún býr yfír miklum fróðleik og ágætri frá- sagnargáfu og hefur á valdi sínu íslenskt mál sem margur mætti öfunda hana af, enda hefur hún ævinlega lesið mikið og átt aðgang að góðum bókakosti á heimili sínu. Arið 1919 fluttist fjölskylda Þóm frá Hrísey til Siglufjarðar og þar giftist hún árið 1928 Pétri Bjöms- syni, ættuðum úr Ólafsfírði og Skagafírði. Þau hjónin ráku lengi verslun á Siglufirði og í nokkur ár einnig búskap í Garði í Hegranesi. Þau fluttust árið 1960 til Reykjavík- ur er Pétur gerðist erindreki Afengisvarnaráðs. Hann andaðist 11. maí 1978. Böm Þóm og Péturs em: Hallfríður Elín, handavinnu- kennari, gift Stefáni Friðrikssyni, lögregluþjóni; Stefanía María, formaður Kvenfélagasambands ís- lands, gift Ólafí Tómassyni, póst- og símamálastjóra; Kristín Hólm- fríður, bókasafnsfræðingur, gift Baldri Ingólfssyni, menntaskóla- kennara; og Bjöm, kennari, kvæntur Bergljótu Ólafsdóttur, kennara. Barnabömin em nú þrett- án og barnabamabörnin átta. Sem búast má við hefur 85 ára gömul kona ekki farið varhluta af sjúkdómum og öðmm erfíðleikum en Þóra hefur sigrast á þeim á fá- gætan hátt, ekki síst með hjálp bjartsýni sinnar og jákvæðrar af- stöðu til allra hluta. Hún hefur alltaf kunnað þá list sem Rómveijar nefndu „tempore arduo aequam servare mentem", nefnilega að varðveita geðró sína á erfíðum stundum. Þóra á nú heima í Hraunbæ 138 í Reykjavík. Ættingjar hennar, vinir og venslamenn senda henni hugheilar afmælisóskir. Baldur Ingólfsson Hvítingur, Rooney og Lorca; óttalega lélegt. HVITI FOLINN Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hvíti folinn (The White Stallion). Sýnd í Regnboganum. Stjörnu- gjöf: */2. Bandarísk. Leikstjóri: William A. Levey. Helstu hlutverk: Mick- ey Rooney, Susan George, Isabel Lorca og BUly Wesley. Það má vera að þeir sem hafa gaman af verulega lélegum bíó- myndum geti skemmt sér á Hvíta folanum, sem sýnd er í Regnbogan- um. Það má líka vera að böm undir tíu ára aldri geti haft gaman af myndinni þó þau skilji sennilega ekki baun í henni. Og þeir sem eiga bágt með svefn gætu haft af henni gagn. Maðurinn, sem hraut svo vært á bekknum fyrir aftan mig, virtist a.m.k. mjög hamingjusamur. Hvíti folinn er að reyna að nýta sér vinsældir Coppola-myndanna um Svarta folann og segir frá hvítum fola og stúlkunni (Isabel Lorca) sem vinnur hug hans og hjarta. Myndin er svo ömurlega leiðinleg og innan- tóm og hroðvirknislega gerð að það er engu líkara en aumingja hrossið hafi skrifað handritið og leikstýrt. Gæðamismunurinn er svo mikill að það væri út í hött að bera þessa mynd saman við myndimar um svarta folann. Aðeins eitt dæmi um vinnubrögðin: Stúlkan á það á hættu að verða blind innan árs, en það stendur aðeins fram að miðri mynd því í seinni helmingnum gleymist það einhvem veginn og er aldrei tekið upp aftur. Þið kannist kannski við svona myndir. Maður hefur það á tilfinningunni að enginn af leikumnum, ef frá eru talin Mickey Rooney og Susan Ge- orge, geti ráðið við svo mikið sem hvíslarastarf. Rooney, sem er í þess- ari mynd til að tengja hana við myndimar um Svarta folann, en hann fór með ágætt hlutverk í þeim, er vorkunn leikandi hér kvensaman milla. Hann er miklu líkari vinaleg- um sturtuverði. Susan George, sem líklega átti að leika franskan temj- ara, var eins bresk og hún er alltaf og alls ekki viss um hvað hún átti að leika yfirleitt og Isabel Lorca var eins svipbrigðalaus og hrossið sem hún sat. Það er ekki hægt annað en að grínast með þetta. Hvíti folinn er hlægileg mynd þótt hún sé gersam- lega húmorslaus. AVOXTUNARBREF - auðvdd tóð til betri framtíðar! <<yA ÁVÖXTUNARBRÉF KX ársgrundvellí. í dag ná fjármunir á Ávöxtunarbréfum 38% ávöxtun á ársgrundvelli, sem er 14% umfram verðbólgu. • Enginn aukakostnaöur er dreginn frá andvirði bréfanna viö innlausn. • Innlausn getur aö jafnaöi fariö fram samdægurs. ÁVÖXTUN 8f 01 viiKniiRfTASiOíxm NR. 100 ooo? AVÖXTUMAH lit- ' ....jF_'w« ' j ( Mundruð þu:.iiiul (XX'IOO , 100.000 OO VERÐTRYGGÐ VEÐSKULDABRÉF: Tíma Ávöxt- Vextir Vcxtir lengd unar- 6,5% 7,0% Ár krafa 1. 14,00 98,4 98,9 2. 14,25 90,2 90,9 S. 14,60 87,2 88,0 4. 14,75 84,2 85,1 6. 15,00 81,8 82,4 6. 15,25 78,6 79,8 7. 15,50 75,9 77,8 8. 15,75 78,4 74,9 9. 16,00 71,0 72,5 10. 16,25 68,7 70,8 ÓVERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF: Tlma- Akv. umfr. Árt- lenffd verðb,- vextir Ar ■pá 20% 1. 8,00 85,5 2. 9,00 79,8 8. 10,00 78,8 4. 11,00 69,0 FJármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta - Vcrðbréfamarkaður LAUGAVEGI 97 - SÍMI 621660 Gengi Ávöxtunarbréfa 20.10.1987 er 1.2714 Gengi Spariskírteina Ríkissjóðs 2. fl. 1987 10.000 að nafnverði Söluverö 20.10.1987: tll 2ja ára 10.45 8.35 til4raára 10.449.88 til 6 ára 10.436.27 Verðtryggð og óverðtryggð veðskuldabréf óskast í sölu. MÞ.- Soanskirte>ni InnleysumSpa ríkissjóðs fVrir viðskiptavinioWta^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.