Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 12
 12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 ___- LEIRFORM MyndlSst Valtýr Pétursson í Gallerí Hallgerði stendur nú yfir sýning á verkum leirlistakon- unnar Guðnýjar Magnúsdóttur. Hún hefur fyrir löngu vakið á sér eftirtekt með leirmunum sínum og verið þátttakandi í flölda sýninga. Ennfremur hefur hún haldið einka- sýningar, og þess má geta að Listiðnaðarsafnið í Helsinki á eitt af verkum hennar. Eins og allir vita, sem komið hafa í Hallgerði, er ekki vítt til veggja þar í sveit, en notalegt og furða hveiju hægt er að koma fyrir til sýningar í ekki stærra húsnæði. Á þessari sýningu Guðnýjar eru 15 hlutir gerðir í leir: ljósfang, kimur, skálar og vasar. Allt er þetta mjög létt í litum og teiknað í leirinn til skrauts. Það er auðséð, að hér er samræmi í hlutunum, og persónu- legur stíll í formi einkum og sér í lagi. Vasamir voru ef til vill það eftirminnilegasta af leirsmíði Guðnýjar, og sumar af skálunum fannst mér frumlegar, án þess að notagildið væri látið sitja á hakan- um, en það vill oft verða erfitt að samræma notagildi og tilraunir með form og plastík. Það virðist vera mikið að gerast í leirlistinni hér á landi um þessar mundir. Fýrir nokkmm árum vom einstaka sérvitringar að fást við leirmunagerð, en nú em verkstæðin hér og þar, og nýir listamenn spretta upp fullmótaðir úr ýmsum áttum. Það má með sanni segja, að ekki sé minni gróska í leimum en sjálfu málverkinu, og er þá mik- ið sagt. Ég hafði ánægju af innlitinu á þessa sýningu, og mér fundust hlut- imir, sem til sýnis vom, fmmlegri en margt af því sem fyrir augun ber á þessu sviði. Tónlistarveisla ársins í tilefni af tónlistardegi verður tónlistar- veisla ársins laugardagskvöld. Nánar auglýst síðar. Borðapantanir í símum GILDl HF INNAN HRINGSINS Guðjón Sigvaldason og Stefán Sturla Siguijónsson í hlutverkum sínum. kallast sjúkleg eða ekki. Og hinn hversdagslegi heimilisfaðir, sem að sumu leyti virðist ekki skilja, hvað fram fer, fyrr en allt er um seinan. En hefur þó sennilega áttað sig á því æði löngu áður. Uppfærslan er eftirtektarverð og ákaflega vandvirknislega unnin. Stefán Sturla Siguijónsson og Guð- jón Sigvaldason fara með hlutverkin tvö og Hjálmar Hjálmarsson er leik- stjóri. Allir þrír hafa næman skiln- ing á viðfangsefninu. Og það sem úrslitum ræður í leiksýningu, þeir koma því til skila af kunnáttusemi og innsæi og ná fram skörpum andstæðum. Eftirminnileg leik- hússtund. EYJAN HELGA Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir eih-leikhúsið sýnir í Djúpinu: Sögu úr dýragarðinum eftir Ed- ward Albee Þýðandi: Thor Vilhjálmsson Leikstjóri: Hjálmar Hjálmarsson Sviðið: Skemmtigarður í New York. Glaðsinna og tiltölulega áhyggjulaus heimilisfaðir sezt á bekkinn sinn á sunnudegi og býst við að eiga þar stundina sína eins og aðra sunnudaga. Hann ætlar að lesa blaðið sitt og púnktar eitthvað niður hjá sér í litla bók, kannski hann sé að skrifa niður verð á mjólkurlítranum, ef til vill dreymir hann skáldadrauma á laun. Hann lifir í þekkilegum heimi og það er ekki æskilegt að breyta honum. En á þessum degi á svo allt eftir að gerast. Þá kemur á vettvang kyndugur aðili, sem vill endilega hefja við hann samræður. Skrítinn náungi, en varla meira en það. Eða hvað? Spyr hann spjörunum úr um heimilishagi hans, svo að það hálfa gæti verið nóg, enda blöskrar heim- ilsföðumum, botnar enda lengi vel hvorki upp né niður í neinu. Smám saman - svona næstum án þess heimilisfaðirinn átti sig á - hefur þó aðkomumaðurinn náð valdi á honum og segir hinar hroðalegustu frásagnir úr lífí sínu. Samt situr hann undir talinu, þótt hryllingur- inn sé að gagntaka hann og það er varla fyrr en aðkomumaðurinn ákveður að leggja undir sig sunnu- dagsbekkinn, að honum er ofboðið og tilveru hans beinlínis ógnað. Leikþáttur Albees vakti mikla athygli, þegar hann kom fyrst á svið, og ýmsir skipuðu honum á bekk með abúrdistum. Albee hefur strax í upphafi ótvírætt vald á að byggja upp spennu með tilsvörum, sem hafa í sér margslungið inni- hald þótt þau líti býsna „eðlilega" út í upphafi ferðar. Mér þykir „Saga úr dýragarðinum" magnað leik- húsverk um margt og leikni höfundar er óumdeilanleg. Það er ekki á allra færi að ná slíku fram innan þess einfalda hrings, sem Albee dregur sér fyrirfram. En úr verður ekta leikverk, þrungið alvöru og nöturlegum húmor í senn. Spyija má, hvort leikritið hafi skírskotun til okkar nú, þó að það hafi verið kallað nýstárlegt og væri af sumum tímamótaverk þegar það kom fyrst fram. Ég hygg, að svo sé. Myndin sem er dregin upp af aðkomumann- inum, ágengum og tilfinninga- brengluðum er jafn gild og fyrr. Kannski við skynjum líka einsemd hans og skelfíngu í meiri og virki- legri nánd. Þörf manns fyrir samskipti, hvort sem þau mættu Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson John L. Paterson: Iona. A Cele- bration. John Murray 1987. „Magnús koungur kom liði sínu í eyna helgu ok gaf þar grið ok frið mönnum öllum ok allra manna vamaði. Þat segja menn, at hann vildi upp lúka Kolumkillakirkju ina litlu, ok gekk konungur eigi inn ok lauk þegar aptur hurðina í lás ok mælti, at engi skyldi svá djarfur verða síðan, at inn skyldi ganga í kirkju þá, ok hefir síðan svá gört verit." (Heimskringla: Magnúss saga berfætts.) Heilagur Kolumkilli, skímamafn Colum, fæddist 521, var af göfug- um írskum ættum. Hann var uppfræddur í írskum klaustrum og stofnaði nokkur klaustur á írlandi, lenti í deilum og flutti ásamt læri- sveinum til eyjarinnar helgu eða Iona 563, stoftiaði þar klaustur og kristnaði hluta Skotlands og stofn- aði klaustur þar og á nálægum eyjum. Hann starfaði þama til dauðadags 597. Iona varð miðstöð kristniboðs á norðlægum slóðum. Mikil helgi var á Kolumkilla og hélst svo allt fram að siðaskiptum. Sagan úr Heimskringlu ber þess vott, en þeir atburðir, sem þar er lýst, gerðust undir og um aldamót- in 1100. Iona varð fyrir barðinu á víking- um, enda lá eyjan á þeim slóðum þar sem víking var hvað áköfust, fyrir norðan Irland og við vestur- strönd Skotlands. Paterson lýsir eyjunni eins og hún og íbúar hennar koma honum fyrir sjónir nú, rekur einnig sögu fyrri alda. Hann lýsir byggingum sem tengjast kirkjusögunni og rústumm og hálfhrundum kirkju- og klausturbyggingum, sem votta veldi kirkjunnar fyrr á tímum. 1938 var stofnað til samtaka um að end- urreisa fomar byggingar og jafn- framt til endurreisnar kristins samfélags að nokkru leyti, byggt á fomum erfðum frá dögum heilags Columba. 1967 var endurbyggingu klausturkirkjunnar lokið. Iona var miðstöð kristinnar sið- menningar um aldir, en eins og áður segir varð breyting með siða- skiptunum og menningarleg aftur- för markaði sögu eyjarinnar. Þegar dr. Johnson og James Boswell komu þar í október 1773, var ástandið orðið þannig „að staður sem eitt sinn var miðstöð lærdóms og kristnihalds er nú rúinn skóla og kirkju, tveir íbúanna skilja og tala ensku og enginn kann að lesa eða skrifa." Texti Patersons er ekki langur, en myndimar bæta það upp sem á vatnar, myndimar eru í svart/hvítu og hver annarri betri og ná vel andrúmslofti hinna fomu bygginga og víðáttum hafsins og strandlengj- unni þar sem skiptast á klettar og hvítur sandurinn. Paterson lýsir mannlífí á eynni nú á dögum. Það hafa átt sér stað miklar breytingar og flestar til hins betra, þar sem eyjarskeggjar virð- ast vita vel hver sá staður er þar sem þeir búa og tengja nútímalíf virðingunni fyrir fomum hefðum og sögu. Hér er engin iðandi kös, sem er stöðugt að flýta sér, menn eiga sinn tíma og hundsa auglýs- ingaglamur markaðstorgsins. Þetta er sem sagt ágæt bók og ágætar myndir. íbúðarhús og verkstæðis- bygging íHafnarfirði til sölu. Aðskildar eignir á góðum stað í miðbænum. íbúðarhúsið er fallegt timburhús í mjög góðu ástandi, 54 fm að grunnfl. Hæð, kj. og ris. Á hæðinni eru 2 stofur, eldhús og salerni, á rúmgóðri rishæð 3 herb. og geymsla, og í kj. er eitt herb., bað og geymsiur. - Á baklóð er nýbyggt 65 fm verkstæðishús, vandað timburhús á einni hæð. Sérlóðir fylgja hvorri eign. Eign- irnar seljast helst í einu lagi en hugsanlegt að selja hvort húsið út af fyrir sig. Ekkert áhv. Einkasala. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími: 50764.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.