Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 4- Eymundur Sig- urðsson hafn- sögumaður á Höfn látinn Höfn. EYMUNDUR Sigurðsson hafn- sögumaður á Höfn í Hornafirði, lést föstudaginn 16. október síðastliðinn, 27 ára að aldri. Eymundur fæddist að Þinganesi í Nesjum þann 11. ágúst 1920. Foreldrar hans voru þau Sigurður Eymundsson frá Dilksnesi og Agn- es Moritzdóttir frá Krossbæ. Þau fluttu til Hafnar 1921 og ólst Ey- mundur þar upp í hópi 10 systkina. Eymundur var gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann lét málefni ungmenna alla tíð mikið til sín taka. Var einn af stofnendum ungmennafélagsins Sindra, og starfaði þar lengst af, nú síðast í skíðadeild. Um tíma starfaði hann í skáta- hreyfingunni og blómgaðist sú hreyfing á Höfn með hans hjálp. Eymundur gegndi og ýmsum trún- aðarstörfum í sjálfstæðisfélagi Austur-Skaftafellssýslu. Framan af stundaði Eymundur VEÐUR Fundur Vestfirðinga um kjarasamninga fyrir næsta ár: Nefnd ræðir við stjórn- völd um álögur ýmis almenn störf, en þó mest til sjávar. Hann varð hafnsögumaður á Höfn 1962, og rækti það starf af kostgæfni uns veikindi hans settu strik í reikninginn snemma árs. Eftirlifandi kona Eymundar er Lukka Ingibjörg Magnúsdóttir frá Norðfirði. Þau eignuðust 10 börn sem eru á lífi. JGG A FUNDI Alþýðusambands Vest- fjarða og vinnuveitenda á Vestfjörðum um kjarasamninga fyrir næsta ár var ákveðið að nefnd á vegum aðila óskaði eftir viðræðum við stjórnvöld um þær álögur sem ákveðið hefur verið að leggja á fiskvinnsluna og verkafólk. Þá er nefndinni einn- ig ætlað að ræða við stjórnvöld um möguleika á skattfríðindum f isk vinnslufólks. Þessar upplýsingar fengust hjá Jóni Páli Halldórssyni, formanni vinnuveitendafélags Vestfjarða. Nefndinni er ætlað að ræða við stjómvöld um fyrirhugaða álagn- ingu launaskatts, þá ákvörðun að hætt verði endurgreiðslu uppsafn- aðs söluskatts og álagningu 10% söluskatts á matvöru. Þá var á fundinum ákveðið að setja á stofn Vinnuhóp, sem á að gera tillögur um róttækar breytingar á bónus- kerfinu í þá veru að gera það einfaldara og ódýrara í fram- kvæmd. Niðurstöður beggja nefnd- anna eiga að liggja fyrir 2. nóvember næstkomandi, þegar ann- ar fundur aðila hefur verið ákveð- inn. Stúlka kærir nauðgun: Tveir bandarískir her- menn í gæsluvarðhaldi Keflavík. TVEIR hermenn í bandaríska flughernum á Keflavíkurflug- velli sitja í fangageymslum lögreglunnar í Keflavik kærðir fyrir nauðgun. Þeir voru hand- teknir aðfaranótt síðastliðins fimmtudags eftir að 19 ára stúlka i Keflavík kærði þá fyrir nauðgun. Mennirnir eru 20 og 25 ára. Þeir voru síðar úrskurð- aðir í 14 daga gæsluvarðhald. Óskar Þórmundsson lögreglufull- trúi sagði að mennimir hefðu ekki haft útivistarleyfí. Þeir hefðu viður- kennt að hafa haft samfarir við stúlkuna en vildi ekki að öðm leyti skýra frá gangi rannsóknarinnar. Atburðurinn átti sér stað í húsi í Keflavík. Stúlkan sem kærði Bandaríkjamennina er húsráðandi. Hún og vinkona hennar vom með gleðskap þar sem áfengi var haft um hönd. Tóku þrír Bandaríkja- menn þátt í gleðskapnum. Eftir hinn meinta atburð hurfu mennimir tveir á braut áður en lögreglumenn bar að garði. Komust þeir óséðir inn á Keflavíkurflugvöll með því að fara yfir vallargirðinguna fyrir ofan bæinn. Stúlkan vissi deili á mönnunum sem síðar vom handteknir í vistar- vemm sínum af íslensku og bandarísku lögreglunni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var ein- hver kunningsskapur með öðmm manninum og stúlkunni. Casablanca synjað um vinveitingaleyfi Veitingahúsinu Casablanca við Skúlagötu var synjað um fram- lengingu vínveitingaleyfis þann 15. október. Lögreglustjórinn í Reykjavík lagðist gegn áfram- haldandi vínveitingaleyfi á grundvelli reynslu af rekstri staðarins. Fyrir rúmu ári urðu eigenda- skipti að Casablanca og sótti nýr eigandi um áframhaldandi vínveit- ingaleyfi þann 1. október 1986. Málinu var vísað til lögreglustjóra til umsagnar. Þann 9. október sl. var staðurinn sviptur vínveitinga- leyfi, þar sem allt of mörgum gestum hafði verið hleypt inn í húsið. Bann þetta náði til föstu- dagsins 16. október. Daginn áður var tekin lim það ákvörðun í dóms- málaráðuneytinu að staðurinn fengi ekki áframhaldandi vínveitinga- leyfi, því lögreglustjóri hafði lagst gegn því vegna reynslu af rekstri eiganda staðarins. VEÐURHORFUR í DAG, 20.10.87 YFIRLIT á hádegi f gær: Suöur og suöaustur af landinu verður víöáttumikiö lægðarsvæði. SPÁ: í dag lítur út fyrir norðanátt á landinu. Snjó- eöa slydduél verða um norðanvert landið og hiti nálægt frostmarki, en þurrt og bjart sunnan til og hiti 3—7 gráður eftir frostnótt víðast hvar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA MIÐVIKUDAGUR: Norðaustanátt, víða allhvöss, á Norður- og Vest- urlandi, en mun hægari í öðrum landshlutum. Sunnanlands verður útkomulaust, en ól eða slydduél annars staðar. Hiti 3—4 stig sunn- anlands en 1—3 stiga frosta í öðrum landshlutum. FIMMTUDAGUR: Allhvöss norðan- og austanátt og él vestan- lands, en hægviðri og úrkomulítið annars staðar. 3—4 stiga frost á Vesturlandi en 2—4 stiga hiti í öðrum landshlutum. TÁKN: Heiðskírt <4k ■Qk Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka — Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur _J- Skafrenningur |~<^ Þrumuveður vm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri +1 enjókoma Reykjavik 3 léttsk. Björgvin 15 skýjaö Helsinki 9 mlstur Jan Mayen +2 alskýjað Kaupmannah. 10 þokumóða Narsearssuaq + 4 léttskýjað Nuuk + 6 littakýjað Ósló 10 alskýjað Stokkhólmur 12 I 1 Þórahöfn 11 alskýjað Algarve 18 rlgnlng Amsterdam 14 hálfskýjað Aþena vantar Barcelona 20 mistur Berlln 8 þokumóða Chicago vantar Feneyjar 19 heiðsklrt Frankfurt 16 heiðsklrt Qlasgow 11 mistur Hamborg 14 léttskýjað Las Palmas vantar London 17 skýjað LosAngeies vantar Lúxemborg 13 léttskýjað Madrld 17 mistur Malaga 21 mlstur Mallorca 28 skýjað Montreal 10 ekýjað NewYork vantar Parfa 13 skýjað Róm 22 léttskýjað Vín 12 alskýjað Washlngton vantar Wlnnlpeg +3 skýjað Fiskmarkaðurinn í Bremerhaven: 69 krónur fyrir ufsa og' karfa TOGARINN Hólmatindur SU frá Eskifirði fékk í gær hæsta verð fyrir karfa og ufsa, sem fengizt hefur á fiskmörkuðunum í Þýzkalandi síðan síðari hluta vetrar. Meðalverð á kíló af þess- um fisktegundum var 69,31 króna. Hólmatindur seldi alls 152 tonn, 95 af karfa og 40 af ufsa í Bremer- haven. Heildarverð var 10,5 milljón- ir króna, 489.116 þýzk mörk. Meðalverðið var 3,22 mörk á kíló. Snæfugl SU fékk heldur hærra meðalverð í apríl síðastliðnum, 70,84 krónur eða 3,31 mark á kfló. Hafnarey SU seldi í gær 93 tonn, mest þorsk, í Hull. Heildarverð var 6,4 milljónir króna, meðalverð 69 krónur. Vísitala byggingarkostnaðar: 4% hækkun frá fyrri mánuði VÍSITALA byggingarkostnaðar í október hækkaði um 4% frá þvi I september og reyndist vera 106,5 stig. Þessi vísitala gildir fyrir nóvembermánuð. Samsvar- andi vísitala miðað við eldri gprunn er 341 stig. Undanfama þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,2% og jafn- gildir sú hækkun 27,1% hækkun á heilu ári, en síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 20,6%. Af hækkun vísitölunnar frá sept- ember til október stafa um 3,2% af 7,23% almennri launahækkun 1. október síðastliðinn. Um 0,4% stafa af hækkun á verði eldhúsinn- réttinga og um 0,2% af hækkun á verði ýmissa vöru- og þjónustuliða. ‘\ 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.