Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 53 Eftir stríð gerðist Marteinn skip- stjóri á bv. Garðari, og var hann aðili að útgerð skipsins ásamt As- geiri Guðnasyni á Flateyri. Er hér var komið, fóru fyrstu nýsköpunar- togaramir, sem byggðir voru fyrir íslendinga í Bretlandi, að koma til landsins, hinn fyrsti bv. Ingólfur Amarson kom 17. febrúar 1947, og síðan kom hver af öðrum, unz þeir voru orðnir 32, sem var sá fjöldi, er byggður var í fyrri lotu. Eldri skipin voru mörg seld til Færeyja. Meðal þeirra var bv. Vörður frá Patreksfirði og sigldi Marteinn skipinu til Færeyja og var fiskiskipstjóri á skipinu í eitt ár. í Færeyjum eignaðist Marteinn marga vini og kunningja, sem hann hélt sambandi við um árabil. Minntist hann Færeyjardvalarinn- ar oft með mikilli ánægju. En hugurinn stefndi heim til Islands og er honum bauðst skipstjóra- staða á bv. Bjama riddara, sem gerður var út af útgerðarfyrirtæk- inu Akurgerði hf., Hafnarfirði, kom hann heim og tók við skipinu. Þar var Marteinn lengi, eða lengur en á nokkm öðru skipi, allt til árs- ins 1956. Marteinn fískaði vel á Bjama riddara, hélzt vel á mann- skap var farsæll. Að lokinni skipstjóm á bv. Bjarna riddara starfaði hann um hálfs árs skeið sem verkstjóri hjá Fiski hf. í Hafn- arfirði. Árið 1957 ræðst Marteinn svo til Bæjarútgerðar Reykjavíkur og verður skipstjóri á bv. Þorkeli mána. Þar famaðist Marteini vel sem annarsstaðar og skilaði ætíð miklum afla í land. Á þessum ámm stunduðu íslenzku togaramir mikið karfaveiðar á miðum, sem fundist höfðu við Nýfundnaland, og var bv. Þorkell máni við veiðar á Ný- fundnalandsmiðum í febrúar 1959, er svokallað Nýfundnalandsveður skall á. Bæði var sjór mjög kaldur og veður afspymuvont. Þannig að hver dropi, sem kom innfyrir borð var að ísingu. Lenti áhöfn bv. Þor- kels mána þar í miklum raunum ásamt áhöfnum fleiri skipa. Togar- inn Júlí frá Hafnarfirði var á sömu slóð og fórst með þeim hörmulegu afleiðingum að tugir íslenzkra sjó- manna létu lífið. I þessu veðri var baráttan um líf eða dauða. Við þessar erfiðu aðstæður hvatti Mar- teinn menn sína ákaft og var ísingin barin linnulaust af skipinu með öllum tiltækum ráðum, daví- ður og fleiri þungir hluti á báta- dekki voru logskomar burt og varpað fyrir borð til þess að létta skipið, en það var orðið svo þungt að að maraði í hálfu kafí. Með samtaka aðgerðum áhafnar og skipstjómarmanna tókst að halda skipinu á floti, þar til veður lægði og hægt var að létta skipið meira. Fyrir þessa frækilegu framgöngu hlaut Marteinn mikið lof skipveija sinna. Síðar á árinu 1959 lætur Mar- teinn af skipstjóm, kemur í land og verður frystihússtjóri í Fiskiðju- veri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, en á því árið hafði BUR keypt Fiskiðjuver ríkisins. Þar sá Mar- teinn um daglegan rekstur físk- Blömastofa Friðfinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. ' Gjafavörur. *3* iðjuversins og varð ákaflega vinsæll af samstarfsmönnum sínum. En sjómennskunni var ekki alveg lokið, því Marteinn fór af og til veiðiferðir með þáverandi flagg- skipi Bæjarútgerðarinnar, bv. Þormóð goða, sem byggður var árið 1959 hjá AG. Wesser Werft Seebeck í Bremerhaven. Marteinn smekkfyllti skipið hveiju sinni og var sem fyrr ákaflega farsæll í skipstjóm sinni. Arið 1964 gerist Marteinn fram- kvæmdastjóri BÚR, er Hafsteinn Bergþórsson lét af störfum, fyrir aldurs sakir, og starfaði sem fram- kvæmdastjóri allt til ársloka 1981, eða lengur en nokkur annar, er gengt hefur þessu vandasama starfí til þessa. Á þessum árum voru framkvæmdastjórar ætíð tveir, enda rak fyrirtækið þá mikla saltfískverkun, myndarlega skreið- arverkun og síldarverkun, auk reksturs togaranna og fískiðju- versins. Lengst starfaði Marteinn með Þorsteini Amalds, sem hafði tekið við af Jóni Axel Péturssyni, er hann gerðist bankastjóri Lands- banka íslands árið 1961, eða til ársins 1975. Sá er þessar línur rit- ar starfaði með öllum þessum mönnum, sem allir vom sannir heiðursmenn. Var það góður skóli og mjög lærdómsríkur tími._ Síðar starfaði Marteinn með Ásgeiri Magnússyni og Einari Sveinssyni núverandi framkvæmdastjóra Fiskmarkaðarins í Hafnarfírði. Á árunum 1982 til 1985 starf- aði Marteinn sem sérstakur ráðunautur hjá BÚR, en hafði þá náð fullum starfsaldri. En hann vildi ekki sitja auðum höndum og hóf á sama ári störf í söludeild Hampiðjunnar hf. í Reykjavík. Þar starfaði Marteinn hálfan daginn allt fram á þetta ár. Marteinn var tvíkvæntur og var fyrri kona hans Agla Þórunn Egils- dóttir, Þorlákssonar skipstjóra frá Ráðagerði á Seltjamamesi. Mar- teinn og Agla kvæntust árið 1940, en Agla lézt langt um aldur fram 21. júní 1959, eftir langvarandi veikindi. Þá vom erfiðir tímar hjá Marteini, en hann syrgði konu sína mjög. Þau eignuðust eina dóttur bama, Öglu Mörtu, fædda 1941, en hún er kvænt Stefáni Gunnars- syni flugstjóra, en Stefán er sonarsonur Ásgeirs Guðnasonar, sem gerði út bv. Garðar ásamt Marteini frá Flateyri uppúr stríðslokum. Börn þeirra Öglu og Stefáns em Marteinn, fæddur 1962 og Gunnar Valur fæddur 1972. Síðar kona Marteins var Helga Guðnadóttir, smiðs í Stykkishólmi. Helga og Marteinn gengu í hjóna- band í febrúar 1962. Þeirra bam er Jóhanná Halldóra, fædd 1965, sambýlismaður Jóhönnu er Smári Hilmarsson, laganemi, og eiga þau einn son, Martein Inga, fæddan 1986. Auk þess gekk Marteinn dóttur Helgu, Hafdísi Magnús- dóttur, í föðurstað, og ólst hún upp á heimili Marteins og Helgu. Hafdís á eina dóttur, Helgu Bryndísi, fædda 1986. Helga lézt í árslok 1979 og aftur vom erfiðir tímar hjá Marteini Jónassyni, sem hafði nú séð á eftir tveimur eigin- konum. Marteinn og Helga höfðu eignast yndislegt heimili að Kjal- arlandi 17 í Fossvogsdal, þar sem þau undu sér áfkaflega vel. Mar- teinn hélt heimilið áfram ásamt dóttur sinni og stjúpdóttur og var sambýlið með mikl'um ágætum. Marteinn var í eðli sínu félags- lyndur maður, átti ákaflega auðvelt með að umgangast aðra og varð vinsæll og vellátinn meðal samferðarmanna sinna. Því valdist hann til ýmissa félagsstarfa. Hann sat um árabil í stjóm Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar _ Kletts hf., var í stjóm Félags íslenskra Botnvörpuskipaeigenda og síðar Landssambands íslenzkra útvegs- manna. í stjóm Hafrannsókna- stofnunar var Marteinn frá árinu 1965 og var fulltrúi á Fiskiþingi um árabil. Marteinn var félagi í félaginu Akóges í Reykjavík, starf- aði þar vel og miðlaði okkur hinum af margháttaðri reynzlu sinni. Em honum færðar beztu þakkir frá okkur hinum, sem minnast hans af virðingu. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Marteinn vel sl. tæp 30 ár, bæði í starfí og leik, á ferða- lögum, í veiðiferðum og á heimili. Sem húsbóndi var hann ætíð sann- gjam og hreinskiptinn. Marteinn meinti það, sem hann sagði, var ákaflega kappsamur og áfram um að hlutimir gengju greiðlega fyrir sig, en hafði hag fyrirtækisins ætíð í fyrirrúmi. Hann var hjálp- samur maður með afbrigðum og leysti tímabundinn vanda undir- manna sinna, væri þess nokkur kostur og uppskar virðingu og vin- sældir. En undir niðri sló viðkvæmt hjarta, því hann mátti ekkert aumt sjá og var fljótur til aðstoðar þeim er minna máttu sín. Ekki tók Mar- teinn hart á yfírsjónum annarra, en var gjam á góð ráð ef þurfa þótti. Á mannamótum utan daglegra anna naut Marteinn sín vel, var hrókur alls fagnaðar, ef það átti við. Hann hafði ágætt skopskyn, sem gjaman kom fram á frásögn- um hans af ýmislegum tilefnum frá langri og viðburðaríkri starf- sævi. Frásagnargáfa hans var alveg sérstök, efnistök öðruvísi en flestra annarra, þar sem alvöru og kímni var blandað saman í hæfíleg- um hlutföllum. Ljóðelskur var Marteinn og kunni mikið af kvæð- um. Marteinn Jonason hefur nú lokið æviskeiði sínu meðal okkar, eftir að hafa skilað miklu starfí og dijúgu innleggi í þjóðarbúið. Að leiðarlokum stendur eftir minning- in um góðan dreng og félaga, sem reyndist öllum vel. Megi Guð al- valdur gefa sálu hans hinn eilífa frið. Ættingjum öllum og venzlafólki eru sendar samúðarkveðjur. Svavar Davíðsson t Kveðjuathöfn um móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLlNU BERGSVEINSDÓTTUR, Hverfisgötu 17, Hafnarfirði, verður í Hafnarfjarðarkirkju á morgun, miðvikudaginn 21. október kl. 15.00. Jarðsungið verður laugardaginn 24. október frá Siglu- fjarðarkirkju kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Systrasjóð St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Lillý Horner, Helmuth Horner, Bergsveinn Sigurðsson, Ruth Jónsdóttir, Gunnhildur Sigurðardóttir, Kristinn Jónsson, Nanna Björg Sigurðardóttir, Garðar Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JARÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR, Tunguseli 7, Reykjavfk, verður jarösungin i Dómkirkjunni miðvikudaginn 21. 15.00. október kl. Karl Már Einarsson, Magnús R. Einarsson, Rannveig Einarsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Hallfríður Einarsdóttir, Svanhvít Þorsteinsdóttir, Hanna G. Sigurðardóttir, Kristján Hjaltason, Erlendur Jónsson, Ásgeir Ö. Gestsson og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORVALDUR BRYNJÓLFSSON Austurbrún 4, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. október kl. 15.00. Ingiberg Þorvaldsson, Inga Valdís Pálsdóttir, Guðlfn Þorvaldsdóttir, Hans R. Linnet, Kolbrún Þorvalsdóttir, Guðmundur Gfslason, Ásta Þorvalsdóttir, Halldór Waagfjörð, og barnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. t Ástkær mágkona mín og föðursystir okkar, .JÓNA SIGURBJÖRG ÞORLÁKSDÓTTIR, verður jarösungin í Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 20. október, kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Kristni- boðssambandið. Camilla Sandholt, Jenný Guðlaugsdóttir Gröttem, Katrfn Þ. Guðlaugsdóttir, Hildur Björg Guðlaugsdóttir, Pótur Guðlaugsson. t Útför systur okkar og fóstursystur, GUÐRÚNARJÓNSDÓTTUR frá Suðureyri, Tálknaflrðl, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. október kl. 13.30. Margrót J. Möller, Þórður Jónsson, Einar Jónsson, Marta Jónsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Steinunn Finnbogadóttir. t Innilegar þakkir til allra sem aðstoðuðu við andlát og jarðarför INGIBJARGAR BENEDIKTSDÓTTUR pfanókennara. Sérstakar þakkir til forráöamanna og starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði. Vandamenn. Lregsteinar MARGAR GERÐIR Mamorex/Gmít- Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.