Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 17 um við henni og hún var ákaflega þakklát. Að sjálfsögðu var lánið greitt skömmu síðar." „Sestu í aftursætið“ Þeir félagar sögðu að þó lög- gæslustörfín væru að sjálfsögðu mikið alvörumál þá kæmu oft ýmis skemmtileg atvik fyrir á ferðum þeirra um landið. Eiður nefndi sem dæmi, að eitt sinn stöðvuðu vega- lögreglumenn bifreið, sem var ekið á of miklum hraða. Annar lögreglu- þjónanna vatt sér út úr lögreglubif- reiðinni, gekk að hinni og ræddi stuttlega við manninn sem sat und- ir stýri. Vegna brots mannsins þurfti að taka af honum skýrslu og sagði lögregluþjónninn við hann: „Komdu út úr bflnum og sestu í aftursætið." Síðan gekk hann aftur að sinni bifreið og bjó sig undir að skrifa skýrsluna. Eftir nokkra stund fór þá vega- lögreglumenn að undra hvers vegna ökumaðurinn væri svo lengi að koma sér undan stýri. Þegar að var gáð reyndist sá ágæti maður hafa misskilið lögregluna og fært sig í aftursæti eigin bifreiðar, þar sem hann sat þolinmóður og beið þess sem verða vildi. Eiður sagði að oft væri hægt að brosa að alvarlegum atvikum eftir á. „Þannig var það til dæmis með manninn, sem var stöðvaður á tæp- lega 180 kflómetra hraða á Reykja- nesbraut, sem að sjálfsögðu er alls ekki broslegt. Hann gaf hins vegar þá skýringu á hraðanum að hann væri svo slæmur í baki, að hann yrði að flýta sér heim. Hann gæti bara ekki setið lengi í bfl! Sem bet- ur fer hafa ekki allir bílstjórar þetta viðhorf, því hætt er við að slysin yrðu enn fleiri og alvarlegri ef svo væri.“ Texti: Ragnhildur Sverrisdóttir. Anægður með störf vega- lögreglu og vil efla hana - segir Böðvar Bragason, lögreglustjóri „ÉG er mjög ánægður með störf vegalögreglunnar og mun vinna að því að efla hana frek- ar en hitt,“ sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri i Reykjavík, en vegalögreglan er undir hans stjórn. Böðvar sagði, að hann teldi nauðsynlegt að halda uppi þessari löggæslu á vegunum og auka hana að því er varðaði hálendið, enda hefði sú nýbreytni, að hafa bifreið á hálendinu, gefíst mjög vel. „Það má auðvitað deila um það hvort nóg sé að vegalögreglan hafí fjór- ar bifreiðar til umráða," sagði Böðvar. „Sjálfur hef ég óskað eft- ir að þær verði fleiri, en þetta er okkur skammtað. Það eru vissu- lega næg verkefni fyrir vegalög- regluna og hún sinnir ýmsum verkefnum, sem ágætt er að viss stýring sé á fyrir landið í heild. Þá er lögreglan oft fáliðuð úti á landi og mikilvægt fyrir hana að fá aðstoð, enda hefur samvinna vegalögreglu við lögreglu á hveij- um stað verið með ágætum," sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík. Böðvar Bragason Vegalögreglan er nauðsyn- legur hlekkur í löggæslu — segir Óli H. Þórðarson, framkvæmdastj óri Umferðarráðs „Vegalögreglan er mjög nauðsynlegur hlekkur í lög- gæslu landsins,“ sagði Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, þegar hann var inntur álits á störfum vegalög- reglunnar. ÓIi sagði, að þrátt fyrir að lög- reglan um land allt ynni mjög vel, þá væri hún oftar en ekki fáliðuð og kæmist ekki yfír að sinna allri umferð á þjóðvegunum. „A nokkrum svæðum er vegalög- reglan jafnvel eina lögreglan á ferð, því aðrir lögreglumenn hafa ekki aðstöðu til að fara um landið á sama hátt,“ sagði Óli. „Þá er mér einnig kunnugt um að vega- lögreglan hefur oft aðstoðað lögreglu á hveijum stað við úr- lausn viðkvæmra mála. Því tel ég að frekar eigi að efla þessa lög- gæslu en draga úr henni. Þá er einnig vert að benda á, að með síaukinni umferð hefur slysum fjölgað. Þessa fjölgun má meðal annars rekja til aukins umferðar- hraða og ég tel að ekki sé hægt að líta framhjá hlutverki vegalög- reglunnar við að halda hraðanum niðri.“ Óli H. Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.