Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherrá á fundi hjá SVS og Varðberg: Tilfærsla utanríkisvið- skipta mikilvægasta sljórn- skipulagsbreyting síðustu ára STEINGRÍMUR Hermannsson utanrikisráðherra flutti síðast- liðinn laugardag erindi á hádegisfundi hjá Samtökum um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergi. Umræðuefni fundarins var utanrikisstefna íslands. Ræddi utanríkisráð- herra einkum breytingar á fyrirkomulagi utanríkisþjón- ustu íslendinga og ný viðhorf i Sovétríkjunum. Steingrímur Hermannsson ræddi fyrst þá breytingu, sem ákveðin var við myndun núver- andi ríkisstjómar, að utanríkisvið- skipti hafa nú alfarið verið flutt yfir til utanríkisráðuneytisins frá viðskiptaráðuneytinu. Sagði hann þetta vera eina mikilvægustu breytingu sem gerð hefði verið á stjómskipulagi landsins á undanf- ömum árum og væri hann mjög bjartsýnn á að þetta yrði til góðs. Hinni nýju utanríkisviðskipta- deild væri ætlað að sjá um alla viðskiptasamninga við erlend ríki, gæta hagsmuna íslendinga innan EFTA og GATT og þjónusta út- flytjendur. A síðasta kjörtímabili hófst þró- un í þá átt að íslendingar tækju virkari þátt í stefnumótun NATO, sagði utanríkisráðherra. Bæði voru fengnir til starfa menn með sérfræðiþekkingu á hermálum og ísland tók virkari þátt í pólitísku starfi bandalagsins. Sagði Steingrímur að hann teldi að Is- lendingar ættu að láta rödd sína heyrast betur í framtíðinni. Til- kynnti hann að Einar Benedikts- son, sendiherra íslands í Briissel, myndi innan skamms sækja fúnd Kj amorkuáætlunamefndar NATO (Nuclear Planning Group). Þetta yrði í fyrsta skipti sem Is- lendingar ættu þar áheymarfull- trúa og mikilvægt að Island léti Þrídrangur: Breskur huglæknir heldur fyrirlestur og námskeið FRÆÐSLUMIÐSTÖÐIN Þrídrangur hefur skipulagt fyr- irlestur og námskeið með breska huglækninum Matthew Manning 23.-25. október næstkomandi. í frétt frá Þrídrangi segir m.a: Matthew Manning tók þátt í til- raunum á árunum 1977-82 á rannsóknarstofum í Bretlandi og Bandaríkjunum og notaði hæfíleika ** sína til að hafa áhrif á krabbameins- frumur, enzym, myglu- og sveppa- sýni. Niðurstöður þessara tilrauna hafa síðan birst í fjölmörgum skýrslum og ritum. Manning rekur nú eigin heilunar- miðstöð í Bury St. Edmunds í Suffolk í Englandi þar sem hann vinnur eingöngu með krabbameins- sjúklinga. Hann segist ekki gera nein kraftaverk, aðeins hjálpa þeim sem eru tilbúnir að hjálpa sér sjálf- um. Hann hvetur sjúklinga sína til að taka meiri ábyrgð á sjálfum sér — 1 með því að vera þátttakendur í heilunardagskránni, en þar kennir hann meðal annars spennulosun, hvemig þekkja má orsakir veikinda og stýrðar hugsýnir. Matthew Manning ávarpaði krabbameinsfræðideildina í Royal Society of Medicine í febrúar 1985 og hefur einnig haldið fyrirlestra "** og námskeið fyrir almenning og Breski huglæknirínn Matthew Manning að störfum. starfsfólk í heilbrigðismálum um Evrópu, Bandaríkin, Brasilíu, Nýja Sjáland og Ástralíu. Hann hefur einnig hljóðritað snældu þar sem hann kennir fólki að glíma við sjúk- dóma, svo sem ofnæmi, sýkingar, þunglyndi og liðagigt. Fyrirlestur Mannings verður í Langholtskirkju föstudaginn 23. október klukkan 19.30-22.00 og helgamámskeiðið í Risinu Hverfis- götu 105 dagana 24. og 25. október klukkan 10-17. Dr. Karl Tryggvason prófessor. Skipaður í stöðu prófess- ors við háskóla í Finnlandi FORSETI Finnlands hefur skip- að dr. med. Karl Tryggvason í stöðu prófessors i lífefnafræði við háskólann í Oulu frá og með l. september sl. Karl Tryggvason, sem er íslensk- ur ríkisborgari og fæddur í Reykjavík 1947, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967 og hann hóf nám við háskólann í Oulu sama ár og lauk við fyrri hluta arkitektúmáms 1970 og læknanámi árið 1975. Hann varði doktorsrit- gerð í iæknisfræði 1977 og varð dósent í lífefnafræði við háskólann í Oulu 1980, sérfræðingur í meina- efnafræði 1983 og dósent í sama fagi 1986. Karl Tryggvason hefur starfað m. a. sem aðstoðarmaður í lífefna- fræði við læknadeild háskólans í Oulu 1974-1978, aðstoðarlæknir, sérlæknir og aðstoðaryfirlæknir við rannsóknadeild háskólasjúkrahúss- ins í Oulu 1980-83, aðstoðarpró- fessor í lífefnafræði og meinefna- fræði við Rutgers Medical School, New Jersey, 1983-86, aðstoðarpró- fessor í lífefnafræði við háskólann í Oulu 1984-85, settur prófessor í sama fagi 1986 og vísindamaður við Akademíu Finnlands 1986-87. Karl Tryggvason hefur einkum stundað rannsóknir á uppbyggingu og efnabreytingum bandvefs svo og á því hvemig krabbameins- frumur bijótast í gegnum bandvef- inn og mynda illkynjuð æxli í líkamanum og hefur hann skrifað fjölda vísindagreina um efnið. Karl hefur fengið vísindastyrki frá ýms- um aðilum svo sem frá National Institutes of Health í Bandaríkjun- um, Akademíu Finnlands og fyrir- tækjum í ljfyaiðnaði. Rjúpnaveiði hafin úr Hrútaf irði Stað í Hrútafirði. Morgunblaðið/Magnús Gíslason „Landsliðið" er sitt tíunda haust i Staðarskála. VEÐUR var ekki hagstætt til ijúpnaveiða hér fyrsta daginn sem veiði var leyfð. Veiðimennimir sem lögðu upp frá Staðarskála til rjúpnaveiði síðastlið- inn fimmtudag höfðu ekki erindi sem erfiði, veður var mjög leiðinlegt svo að lítil var eftirtekjan eftir fyrsta daginn. Sá sem flestar rjúpur skaut var með sjö, er það óvenju- legt af þeirri sveit manna því oft hafa verið þungar byrðar sem þeir hafa borið til byggða undanfarin haust. En ekki voru þeir félagar að hugsa til heimferðar og lögðu ótrauðir til fjalla á föstudagsmorg- un með von um betra veður. Þetta er tíunda haustið sem sama sveit skotmanna dvelur hér í upphafi veiðitímans. Rjúpnaskyttur hafa tekið tæknina í sína þjónustu. Hér er verið að — m.g. setja bensín á fjórhjólin. þessi mál til sín taka eins og önn- ur í starfi Atlantshafsbandalags- ins. Sagðist hann gera ráð fyrir að utanríkisráðherra myndi sækja þessa fundi í framtíðinni. Næst vék utanríkisráðherra máli sínu að þeim nýju viðhorfum er hefði gætt í Sovétríkjunum að undanfömu. Sagði hann menn á vesturlöndum sjá mikla von um breytta framtíð Sovétríkjanna vegna innri efnahagslegra breyt- inga. Hann hefði þó fundið kveða við neikvæðan tón frá vestrænum stjómvöldum. Það hefði aftur og aftur komið fyrir að Sovétmenn tækju upp gamlar hugmyndir vestrænna ríkja í afvopnunarmál- um og að þau hefðu þá brugðist illa við. Menn mættu auðvitað ekki „gleypa allt hrátt“ sem frá Gorbachov kæmi en almennt sæju menn vonameista sem vestræn ríki mættu ekki slökkva. Steingrímur sagði íslendinga geta tekið þátt í þessum breyting- um með ýmsum hætti og nefndi leiðtogafundinn sem dæmi. Ekki væri þar með sagt að íslendingar ættu að bjóðast til þess að halda annan slíkan fund nema eftir því jrrði leitað. Einnig gætum við tek- ið aukin þátt í stefnumörkun innan Atlantshafsbandalagsins en þar væru mikilvægir hlutir að gerast. Hræðsla færi vaxandi inn- an NATO um að Rússum myndi takast að kljúfa bandalagið, t.d. með þeim hætti að Bandaríkja- menn drægju herlið sitt frá Evrópu. Það sjónarmið heyrðist því í æ ríkara mæli að Evrópuríki þyrftu að standa á eigin fótum. Sagði utanríkisráðherra þetta vera viðkvæma tíma og mikilvægt að íslendingar gerðu sem minnst til þess að valda óróa innan Atl- antshafsbandalagsins. Hann væri í hópi þeirra, sem vildu gjaman, Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra á fundi SVS og Varðberg. að erlendur her hyrfi úr landinu, slíkt nú á þessum viðkvæmu en það væri eki unnt að tala um tímum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.