Morgunblaðið - 20.10.1987, Síða 43

Morgunblaðið - 20.10.1987, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 43 Frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðaríns: Sláturkostnað- ur er ekki þriðj- ungur af verði Athugasemd vegiia fréttar í Morgunblaðinu 8. okt. sl. er lesendum tjáð á bls. 2, að slátur- og heildsölukostnaður vegna sauð- fjár sé í haust „rúmur þriðjungur af verði skrokksins til bðndans". Þetta er ekki sem eðlilegust fram- setning, því kostnaðurinn er tæpur fjórðungur af því heildarverði sem eðlilegt er að miða við, nánar tiltek- ið 24,7%. Það sem er athugavert í dæmi Morgunblaðsins er af tvennum toga, að sleppa gærum og slátri og að miða við verðið til bóndans. 1) Blaðamaðurinn hefur í út- reikningi sínum aðeins miðað við það verð sem bóndinn fær fyrir kjöt. Bóndinn fær hins vegar líka greitt fyrir gærur og slátur. Ef þeim krón- um er bætt við, fæst sú heildartala sem eðlilegt er að nota í saman- burði af þessu tagi (við kjör bóndans), þótt það sé f sjálfu sér engan veginn gagnlegasta viðmið- unin. Þá lítur dæmið svona út, ef reiknað er með 14 kg dilk í 1. flokki eins og Morgunblaðið gerir Verð tíl bóndans: Kjöt: 14 kg x 240 kr. = 3.360 kr. Gæra: 2,94 kg x 84,92 = 250 kr. Slátur:______________________196 kr. Samtals 3.806 kr. Hitt er annað mál, að allur kostn- aður vegna slátrunar og heildsölu fellur á kjötverðið, en ekkert á inn- mat og gærur. Niðurstaða verður engu að síður sú, að slátur- og heildsölukostnaður er innan við þriðjungur, miðað við það verð sem bóndinn fær fyrir afurðimar, eða nákvæmlega 29,8%. 2) Slátur- og heildsölukostnaður kemur til vegna markaðssetningar kjötsins. Það er því til lítils gagns að miða við verð til bóndans, vilji menn upplýsa almenning um hlut- föll sem skipta máli. Skýrast og eðlilegast er því að reikna slátrun- ar- og heildsölukostnað sem hlutfall af markaðsverði, eins og það er eftir þennan áfallna kostnað. Þá getur fólk séð svart á hvítu, hversu mikill hlutur þessara milliliða er í vöruverðinu. Óniðurgreitt heildsöluverð er raunhæf stærð í því sambandi. Rétta dæmið lítur þá svona út, miðað við 14 kg dilk og 1. flokks kjöt, sem eru sömu stærðir og Morgunblaðið notar til skýringar í fréttinni: Óniðurgreitt heildsöluverð: 14kgx328kr.= 4.693 kr. Slátrunar- og heildsölu- kostnaður: 1.134 kr. Slátrunar- og heildsölukostnað- urinn af verðmæti kindarinnar er því 24,7%. Vegna þess að á hveiju hausti kemur upp dálítill misskiln- ingur um „slátrunarkostnað“, er rétt að geta þess, að sjálf slátrunin er um 70% af þessum lið, eða um 56 krónur af hverri 81 krónu sem fer í samanlagðan kostnað hjá af- urðastöð við slátrun og dreifingu á einu kílói kjöts. (Frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins.) Athugasemd ritstj. í athugasemd Upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins er ekki reynt að vefengja tölur eða aðrar stað- reyndir í umræddri frétt. Eingöngu er gerð athugasemd við samanburð sem fram kemur í síðustu setning- unni, það er að slátur- og heildsölu- kostnaður sé borinn saman við það verð sem bóndinn fær fyrir einn kjötskrokk. Upplýsingaþjónustan telur eðlilegra að taka aðra hluti til viðmiðunar. Á þessu geta menn að sjálfsögðu haft mismunandi skoðanir. 14 KG. DILKUR - 1. FLOKKUR: Irr* Verð á kjöti, gærum og slátri til bóndans Verð á kjöti til bóndans 1 ▼ 4.593 ▼ 3.806 7/ 3.360 1134 KR. Slátrunar- og heildsölukostnaður KR. 0 15.10.1987 ONIÐURGREITT HEILDSÖLUVERÐ Félag Snæ- fellinga og Hnapp- dæla að hefja vetrarstarf FÉLAG Snæfellinga og Hnapp- dæla í Reykjavík er um þessar mundir að hefja vetrarstarf sitt. Nokkrar breytingar hafa orðið á skemmtanahaldi og verður vetr- arfagnaður félagsins að þessu sinni haldinn í Félagsheimili Sel- tjarnarness 24. október nk. og árshátíðin i Goðheimum, Sigtúni 3, í febrúar nk. Kór félagsins hefur hafíð æfíngar og stjómandi hans er Friðrik Krist- insson. Jólatónleikar em fyrirhug- aðir á aðventu, í Kirlq'u óháða safnaðarins, spiladagur í mars og kaffídagur eldri félaga i maí. Það er von stjómar og skemmti- nefndar að Snæfellingar á Stór- Reykjavíkusvæðinu notfæri sér skemmtanir félagsins, viðhaldi gömlum kunningsskap og stofni til nýrra kynna, segir í frétt frá félag- inu. NAGLARNIR E7ÐA GÖTUM BORGARINNAR W Gatnamálastjóri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.