Morgunblaðið - 20.10.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 20.10.1987, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Kasparov hlýtur að jafna í dag Margeir Pétursson Það er ekki nokkur vafi á því að Gary Kasparov, heimsmeist- ari í skák, hlýtur að jafna metin í heimsmeistaraeinvíginu í Se- villa, þvi þegar fjórða skákin fór í bið í gærkvöldi, var staða Anatoly Karpovs, áskoranda, vonlaus. Karpov hafði tveimur peðum minna i endatafli og verður að leggja allt traust sitt á að koma hvíta kóngnum í þráskákarnet, en það er borin von nema Kasparov verði á hrikalega mistök. Það eru þvi allar líkur á að staðan í ein- víginu, eftir daginn í dag, verði 2-2. Kasparov stendur þá aftur betur að vígi, þvi ljúki þessu 24 skáka einvigi 12-12 þá held- ur hann titlinum. Þrátt fyrir afhroð í annarri ská- kinni á miðvikudaginn var gaf Kasparov enska leikinn ekki upp á bátinn. Það var Karpov sem fyrr breytti út af, en fljótlega kom í ljós að heimsmeistarinn hefur skyggnst djúpt í stöðuna í heimar- annsóknum sínum. Karpov lagði of. mikla áherzlu á að einfalda taflið og Kasparov fékk mjög þægilega stöðu þar sem allir menn hans stóðu vel til sóknar á kóngs- væng. Aldrei þessu vant varð Karpov svarafátt í vöminni, þegar eftir 22 leiki voru dagar hans tald- ir. Heimsmeistarinn þvingaði þá fram endatafl þar sem hann var peði yfir og þar að auki með betri stöðu. Rétt fyrir bið kaus Ka- sparov síðan að vinna annað peð, en átti e.t.v. fljótvirkari vinnings- leiðir. Það ætti þó ekki að breyta neinu um úrslit. 4. einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Kasparov í þungum þönkum yfir skákborðinu. Enski leikurinn 1. c4 - Rf6 2. Rc3 - e5 3. Rf3 - Rc6 4. g3 - Bb4 5. Bg2 - 0-0 6. 0-0 — e4 7. Rg5 — Bxc3 8. bxc3 - He8 9. f3 - exf3 í annarri skákinni lék Karpov hér 9. — e3 og fómaði peði. Sá óvænti ieikur virtist koma Ka- sparov mjög úr jafnvægi og hann tapaði mjög illa. Að sjálfsögðu gefur Karpov heimsmeistaranum ekki tækifæri á að koma endurbót sinni á framfæri, en heldur sig nú við troðnar slóðir. 10. Rxf3 - De7 Hér er 10. — d5 hefðbundið framhald og með þeim leik hefur svarti vegnað það vel, að afbrigð- ið þykir ekki vænlegt til árangur fyrir hvít. 11. e3 - Re5 12. Rd4 - Rd3?! Karpov tekur ekki peðið á c4 sem Kasparov fómaði, væntan- lega vegna þess tíma sem hvítur myndi vinna, Eftir 12. — Rxc4 13. Rf5 — De6 14. d3 og síðan e4 hefði hann öflugt fmmkvæði. Að sækja hvíta biskupinn upp á cl er einnig tímafrekt, svo Karpov hefði líklega átt að leika strax 12. - d6. 13. De2 — Rxcl 14. Haxcl — d6 15. Hf4 - c6 16. Hcfl Kasparov er kominn með þægi- lega stöðu, því hrókar hans njóta sín vel á hálfopinni f línunni. Við réttar aðstæður getur skipta- munsfóm á f6 leitt til óstöðvandi sóknar. Karpov bregst ekki rétt við vandanum. 16. - De5? 17. Dd3 - Bd7 18. Rf5! Nú vill heimsmeistarinn fá skýrar línur í taflið, en einnig kom til greina að tefla rólegar með 18. h3 og síðan 19. g4. 18. - Bxf5 19. Hxf5 - De6 20. Dd4 - He7 21. Dh4! - Rd7 22. Bh3 Nú er ljóst að úrslit skákarinn- ar eru ráðin. Vegna klaufalegrar innbyrðist afstöðu svörtu mann- anna, getur Karpov ekki varist liðstapi. Hótun hvíts í stöðunni er 23. Hh5. 22. - Rf8 23. H5f3 - De5 24. d4 - De4 25. Dxe4 - Hxe4 26. Hxf7 - Hxe3 27. d5! Kasparov teflir af nákvæmni og vinnur tíma. Ef nú 27. — Hxc3? þá 28. Be6! og svartur verður að gefast upp. 27.----Hae8 28. Hxb7 - cxd5 29. cxd5 - H3e7 30. Hfbl - h5 31. a4 - g5 32. Bf5 - Kg7 33. a5 - Kf6 34. Bd3 - Hxb7 Svarta staðan er svo vonlaus að Karpov getur ekki einu sinni leyft sér að leika 34. — He3?, því þá yrði hann mát eftir 35. Hfl+. 35. Hxb7 - He3 36. Bb5 - Hxc3 37. Hxa7 - Rg6 38. Hd7 Það er erfitt að setja út á þenn- an leik sem vinnur annað peð, en það er ekki að sjá að eftir 38. a6 — Re5 39. Ha8 geti svartur spom- að við því að hvíta a peðið renni upp í borð. 38. - Re5 39. Hxd6+ - Kf5 40. a6 - Ha3 í þessari stöðu fór skákin í bið. Sem sjá má er hvítur með tveimur peðum yfir og Karpov hlýtur að gefast upp, án frek- ari taflmennsku, því hann á enga raunhæfa mótspilsmögu- leika á kóngsvængnum. TELECOM 87 opnuð í Genf; Ekkert ráðstefnu- land án fjar- skiptaþj ónustu ísland meðal sýn- enda í fyrsta skipti ZUrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara MorjfunbladBÍns. PEREZ De Cuellar, aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, opnaði fimmtu TELECOM-sýningn Alþjóða fjarskiptasambandsins, ITU, við hátíðlega athöfn í Genf í dag. íslendingar eru nú virkir þátttakendur í sýningunni í fyrsta sinn og kynna landið og fjarskipti þess á veglegan hátt á sameiginlegu sýningarsvæði Norðurlandanna. Fulltrúar Pósts og síma hafa hingað til sótt sýningamar, sem era haldnar fjórða hvert ár, til að kynna sér hið nýjasta I fjar- skiptum, en ísland er nú í hópi 39 þjóða sem kynna fjarskipti sín sérstaklega. Starfsfólk frá Pósti og síma starfar í sýningarbási íslands á meðan á sýningunni stendur, 20.-27. október. Verkfræðingar stofnunarinnar munu skoða sýn- inguna en aðeins dvelja í nokkra daga í senn. „Ég býst við að um tíu manns frá Pósti og síma komi hingað til Genfar á meðan á sýn- ingunni stendur," sagði Ólafur Tómasson, póst- og símamála- stjóri. „Verkfræðingarnir dvelja ekki nema í nokkra daga svo að fleirum gefíst kostur á að sjá hana. Það er mjög mikilvægt að við fylgjumst vel með því sem er að gerast í fjarskiptum í dag. Þróun- in er varla jafn hröð á nokkru tæknisviði og á sviðum fjarskipta og gagnavinnslu fyrir tölvur en þau eru nátengd og tekin sérstak- lega fyrir hér á sýningunni. Hér Stuttar þingfréttir Fundir voru haldnir í sameinuðu þingi í gær og báðum deildum. í sameinuðu þingi voru tekin fyrir kjörbréf tveggja varaþingmanna, þeirra Birgis Dýrfjörð (A.-Nv.), sem kemur á þing í stað Jóns Sæmundar Siguijónssonar, og Jóns Magnússonar (S.-Rvk.) sem kemur í stað Friðriks Sophusson- ar, iðnaðarráðherra. Þrír aðrir varaþingmenn sitja nú á Alþingi. Þeir Ellert Eiríksson (S.-Rn.), 01- afur Ragnar Grímsson (Abl.-Rn.) MÞMGI og Pétur Bjarnason (F.-Vf.). Þrír þessara varaþingmanna, Birgir, Ellert og Pétur sitja nú á Alþingi í fyrsta sinn. Eitt mál var síðan á dagskrá í hvorri deild og var þeim frestað í báðum deildum. Eldisstöð fyrir sjávar- fiska Eitt nýtt þingmál var lagt fram í gær. Þingmenn Borgaraflokksins á Reykjanesi, Hreggviður JÓnsson og Júlíus Sólnes, lögðu fram til- lögu til þingsályktunar um klak- og eldisstöð fyrir sjávarfíska. Er lagt til að Alþingi feli ríkisstjóm- inni að skipa nefnd til að kanna og gera tillögur um að setja á stofn klak- og eldisstöð fyrir sjávarfíska sem verði staðsett á Suðumesjum. Nefndin eigi að ljúka störfum fyr- ir árslok 1988 og greiðist kostnað- ur við störf hennar úr ríkissjóði. verða fluttir margir fyrirlestrar, til dæmis um tækniþróun, hag- kvæmni, stefnumörkun varðandi einkaleyfí ríkisstofnana og fieira, sem við getum haft gagn af að hlýða á.“ „Það var lagt hart að okkur að taka þátt í sýningu Norðurland- anna þegar TELECOM 87 var í undirbúningi," sagði Ólafur. „Við ákváðum að gera það á hæfilegan hátt og leggjum áherslu á land- kynningu um leið og við kynnum fjarskiptaþjónustu landsins. Við vonumst til að sannfæra gesti sýn- ingarinnar um að ísland er tilvalið ráðstefnuland og minnum á leið- togafundinn í fyrra í því sambandi. Fullkomið íjarskiptanet er frum- skilyrði þess að hægt sé að halda stóra fundi og við sýnum á TELECOM 87 að ísland er mjög framarlega á þessu sviði.“ Helstu frammámenn í fjarskipt- um í heiminum eru samankomnir í Genf á meðan á sýningunni stendur. Þeim er boðið í fjölda veislna og íslendingar láta sitt ekki eftir liggja. Ólafur og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra íslands í Genf, hafa boðið fjölda manns til morgunverðar á fímmtu- dag í sendiherrabústaðnum og fengið góðar undirtektir. Seinna þann dag munu Norðurlöndin halda sameiginlegan blaðamanna- fund á TELECOM 87 og Ólafur mun greina frá samstarfi Norður- landa varðandi símaþjónustu um gervihnetti. Sjö vægir FIMM árekstrar urðu á Akureyri um helgina, en engin meiðsl urðu á fólki. Auk þeirra urðu tveir minniháttar árekstrar fyrrihluta gærdagsins, annar á mótum Hólsgerði og Dalsgerði og hinn á bílastæði útibús KEA við Byggðaveg. árekstrar Að sögn lögreglu var helgin sæmileg að öðru leyti. Þrír öku- menn voru teknir fyrir of hraðan akstur. Þá fengu Qórir að gista fangageymslur lögreglunnar vegna ölvunar og illinda á almannafæri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.