Morgunblaðið - 20.10.1987, Side 31

Morgunblaðið - 20.10.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 31 Bretland: Bretar hefja út- gáfu gullmyntar í SÍÐUSTU viku hófst sala á nýrri gullmynt, Britanníu. Það er konunglega myntsláttan á Bretlandi sem slær myntina og vonast menn þar til þess að ná undir sig um 5% gullmarkaðar- ins að minnsta kosti, áður en yfir lýkur. Fram að þessu hefur Krugerrandinn suður-afríski verið ein helsta gullmynt verald- ar, en að undanförnu hefur dregið mjög úr sölu hans. Veld- ur þar mestu sölubann, sem fjölmargar ríkisstjórnir hafa sett á hann. Þær myntir sem nú eru vinsæl- astar eru bandaríski Orninn (45% markaðshlutdeild) og kanadíski Hlynurinn (40%). Bretar telja sig eiga góða möguleika ekki síst vegna fegurðar myntarinnar, sem þeir segja óvefengjanlega. FVam að útgáfu myntarinnar var útlit hennar á huldu. Að vísu vissu menn að Elísabet II. Eng- landsdrottning yrði á annarri hliðinni, en hvað vera skyldi á hinni var haldið leyndu. Það komst þó upp þegar gengið var með frum- myndina milli húsa í Westminster og var þar Britannía sjálf komin, landvættur Bretlands. Myntin er í fjórum stærðum, únsu, hálfúnsu, kvartúnsu og tíundarúnsu. Myntirnar er gjald- gengar og er únsupeningurinn 100 sterlingspunda virði. Gullverð únsu er þó mun hærra en það og því litlar líkur á almennri notkun. Talið er að mest verði keypt af gulli til ijárfestingar og ráðleggja íj árfestingarráðgj afar viðskipta- vinum sínum að festa milli 5 og Hér má sjá þegar frummyndin var borin milli húsa í Westm- inster og fer ekki ofsögum af fegurð hennar. Þinghústurninn foldgnár í fjarska. 10% fjár síns í gulli. Að vísu haml- ar það Britanníunni að á Bretlandi leggst 15% virðisaukskattur ofan á kaupverðið, en myntsláttan von- ar að fegurðarskyn og ættjarðar- ást vegi upp á móti því. Barnið í brunninum: Lundarfarið bjarg- aði lífi Jessicu litlu - segir móðir hennar Midland, Texas, Reuter. FORELDRAR Jessicu McClure, sem bjargað var upp úr brunni i Midland í Texas eftir 58 klukku- stunda vist, sögðu að lundárfar dóttur þeirra hefði hjálpað henni að þrauka. Jessica grét, söng barnagælur og kallaði á móður sína þann tíma sem hún var föst ofan í brunninum og vakti það mikla undrun björgunarmanna og aðdáun bandarísku þjóðarinn- ar. „Þannig er hún dóttir okkar,“ sagði Reba McClure, móðir Jessicu. „Hún er alltaf jafn hamingjusöm, sama hvað gengur á. Jessica er aðeins átján mánaða gömul og for- eldrar hennar eru átján ára. Reba og Chipper maður hennar kváðust bjartsýn um að læknum í Midland tækist að bjarga hægra fæti Jessicu, sem sat föst á þrjátíu centi- metra breiðri syllu í brunninum og gat sig hvergi hrært. Öll blóðrás í fætinum stöðvaðist og reyna lækn- ar nú allt hvað þeir geta til þess að koma í veg fyri að skera þurfi fótinn af. Jessica hlaut einnig sár á höfði og ætla lýtalæknar að græða skinn á höfuð hennar í þessari viku. Einn læknir sagði að höfuð hennar hefði verið rækilega skorðað af: „Það er eins og höfuðið hafi verið fest með þvingu," sagði hann. Chipper McClure sagði að fjöl- skyldan fengi aldrei nógsamlega þakkað björgunarmönnunum. Hann þakkaði einnig þann stuðning, sem þeim hjónum hefði verið veittur meðan Jessica var föst í brunninum. „Við ákváðum að gera lista yfír þá sem við þyrftum ekki að senda þakkir vegna þess að hann yrði styttri," sagði Chipper. Rust laus á byltingar- afmælinu? Brussel, Reuter. Háttsettur, sovéskur embættis- maður hefur gefið í skyn, að Mathias Rust, Vestur-Þjóðverjinn, sem lenti litilli flugvél á Rauða torginu í Moskvu, verði látinn laus i næsta mánuði. Er það haft eftir fulltrúa á Evrópuþinginu. David Martin, talsmaður breskra Verkamannaflokksþingmanna á Evrópuþinginu, sagði, að sovéski embættismaðurinn, Oleg Bykov að nafni, hefði sagt, að Rust yrði hugs- anlega látinn laus á byltingaraf- mælinu 7. nóvember nk. ásamt ýmsum andófsmönnum. Bykov, sem á sæti í æðstaráðinu og er frammá- maður í sovésku vísindaakade- míunni, var gestur Evrópuþingsins í Brussel og Strasbourg fyrr í þess- um mánuði. Mathias Rust, sem er aðeins 19 ára gamall, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa komið til Sovétríkjanna með ólögmætum hætti og lent Cessna-vél sinni á Rauða torginu. Mcguog þægilegii Dallas áklæða settin eru komin aftur í mörgum litum og öllum stærðum. 3+2+1 kr. 79.590,- 3+1+1 kr. 72.960,- Hornsófar, 5 sætakr. 72.960,- Hornsófar, 6 sæta kr. 76.280,- 5.000,- á mánuði, 19.000,- útborgun með Visa og Euro 2ja ára ábyrgð. húsgagn&höllin REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.