Morgunblaðið - 20.10.1987, Page 16

Morgunblaðið - 20.10.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 Þj óð vegalögreglan Oft eiira löggæslan á vegum landsins — segja Skarphéðinn Njálsson og Eiður H. Eiðsson, lögreglumenn Morgunblaðið/Júlíus Þessi mynd var tekin síðastliðið vor, þegar vegalögreglan var að hefja sumarstarfið, þá með fjórar fólksbifreiðar til umráða. Á myndinni er einnig jeppabifreið lögreglu og þyrla Landhelgisgæslunnar, sem voru við eftirlit á hálendinu. Þjóðvegalögregla hefur verið starfandi hér á landi um margra ára skeið. Nú eru fjórar lög- reglubifreiðar á ferð um landið og eiga vegalögreglumenn „...fyrst og fremst að halda uppi löggæslu á þjóðvegum landsins, en einnig ber þeim að hafa af- skipti af annarri refsiverðri háttsemi, sem þeir verða áskynja um,“ eins og segir í reglum um störf og stjórnun þessarar lög- regludeildar. Þrátt fyrir að mörg ár séu liðin frá þvi að starfsemi þessi hófst eru margir, sem ekki vita í hveiju starf þjóðvegalög- reglunnar er fólgið. Til að reyna að bæta úr því voru Skarphéðinn Njálsson, varðstjóri og Eiður H. Eiðsson, aðstoðarvarðstjóri, beðnir um að lýsa starfi sínu. Þeir félagar sögðu að vegalög- reglan væri starfrækt við embætti lögreglustjórans í Reylqavík og undir stjóm hans. „í fyrstu var vegalögreglan aðeins með eina bif- reið til afnota, en hin síðari ár hafa bifreiðamar verið sex á sumrin, en verið fækkað í íjórar yfir vetrartí- rnann," sagði Skarphéðinn. „Nú eru bifreiðamar hins vegar fjórar allt árið um kring. Þessi fækkun er ekki vegna þess að ekki sé full þörf á sex bifreiðum, eða jafnvel fleiri, en í þessu tilviki sem mörgum öðrum skortir fé til starfans. Að vísu var sérútbúin bifreið við gæslu á hálendinu í sumar og má líta á það sem viðbót við störf vegalög- reglunnar. Það var mjög aðkallandi að koma slíkri gæslu á, en helst þyrfti lögreglan að hafa þyrlu til umráða. Slíkt er þó enn fjarlægur draumur, enda mjög kostnaðar- samt, og þess í stað höfum við átt gott samstarf við Landhelgisgæsl- una.“ Landínu skipt í fernt Tveir menn em í hverri bifreið og þurfa þeir oft að ferðast æði langt. Landinu er skipt í fjögur svæði og nær það fyrsta frá botni Hvalfjarðar í Skagaíj'örð, þ.e. yfír allt Vesturland og Vestfírði. Annað svæðið er frá Skagafirði að Vopna- fírði, þriðja svæðið nær yfír alla Austfírði og hálft Suðurland, eða frá Vopnafírði í Vík í Mýrdal. Fjórða svæðið er frá Vík og að botni Hvai- ijarðar. Bifreiðamar §órar fara um þessi svæði til skiptis. Á sumrin er gerð áætlun yfír störf vegalögreglunnar. Bifreiðar hennar em sérstaklega vel útbúnar og er haldið vel við, enda væri illt til þess að vita ef vegalögreglan gæti ekki aðstoðað vegfarendur vegna vanbúnaðar eða bilana. Eins og fyrr sagði em tveir lögreglu- menn með hveija bifreið og em þeir 9-10 daga í hverri eftirlitsferð, en fá 3-4 daga frí á milli. Ekki er óalgengt að vinnudagurinn sé æði Iangur. „Á þessum eftirlitsferðum okkar vinnum við ýmis verkefni, til dæmis í samráði við lögregluyfir- völd úti á landbyggðinni," sögðu Skarphéðinn og Eiður. „Auk þess að halda uppi löggæslu á þjóðvegum og hafa afskipti af refsiverðri hátt- semi höfum við starfað í samvinnu við Bifreiðaeftirlitið, Vegagerðina, Náttúmvemdarráð, Tollgæsluna, Orkustofnun, Útlendingaeftirlitið, Umferðarráð, Landhelgisgæsluna og fleiri. Þá höfum við einnig verið í fylgd og við öryggisgæslu á ferð- um forseta íslands um landið, eða við heimsókn erlendra þjóðhöfð- ingja. Sem dæmi um samstarf við Út- lendingaeftirlit og Náttúmvemdar- ráð má nefna að vegalögreglan er ætíð viðstödd komu Norröna til landsins. Útlendingum, sem ætla að ferðast um landið á eigin spýt- ur, em þá veittar upplýsingar um helstu leiðir, hvað er bannað og hvað ekki. Stundum þurfum við að hafa afskipti af fálkaþjófum, svo það er ýmislegt sem dregur ókkur frá meginverkefnum okkar. Af upptalningunni ætti öllum að vera ljóst að verkefnin em óþijótandi fyrir átta menn á fjórum bflum.“ Oft eina löggæslan Lögreglumennimir sögðu, að starf þeirra væri í raun viðbót við starf lögreglunnar víða á land- byggðinni, sem oft á tíðum væri bundin við störf í þéttbýliskjömum. „Vegna þessa heldur vegalögreglan oft uppi einu löggæslunni á þjóð- vegunum," sögðu þeir. „Með þessu viljum við alls ekki kasta rýrð á starf félaga okkar úti á landi, held- ur benda á, að full nauðsyn er á starfí okkar til viðbótar við stað- bundna löggæslu. Við höfum líka alltaf átt mjög gott samstarf við lögregluna um allt land.“ Árið 1986 skilaði vegalögreglan 2800 skýrslum um störf sín. „Þar af vom flestar vegna hraðaksturs, eða tæplega 2400,“ sþgðu Skarp- héðinn og Eiður. „Á þessu ári höfum við þegar gert yfír 3000 skýrslur og eru bifreiðamar þó tveimur færri. Ökuhraði er oft á tíðum miklu hærri á þjóðvegunum en í þéttbýli og það er til dæmis ekki óalgengt að menn séu gripnir á 140-180 kflómetra hraða. Þess vegna fínnst okkur skjóta dálítið skökku við þegar lögð er mest áhersla á umferðarátak í stærstu þéttbýliskjömum, en umferð um þjóðvegi er látin sitja á hakanum. Það nægir alls ekki að ökumenn gæti að sér innan bæjarmarka, því þegar út fyrir þau kemur þá em mál oft á tíðum í ólestri. Það þýðir alls ekki að rífa niður neðstu hæð- ina til að fá timbur í þá efstu. Slfkt sýnir ekki mikla fyrirhyggju og við teljum að frekar verði að efla starf vegalögreglunnar en að draga úr Morgunblaðið/BAR Skarphéðinn Njálsson og Eiður H. Eiðsson, vegalögreglumenn. því. Við viljum þó að það komi skýrt fram að framtak lögreglustjórans í Reykjavík til að reyna að bæta umferðina þar, er mjög þarft. Við bendum bara á, að umferðarátak þarf að vera um allt land og þá má ekki gleyma þjóðvegunum. Það má ekki skipta umferðinni niður, tala um umferð í Reykjavík, á Akur- eyri, eða á Egilsstöðum sem sérstök fyrirbrigði, heldur verður að líta á umferðina hér á landi sem eina heild. Öðrúvísi næst enginn árang- ur.“ Ekki refsivöndur Eiður og Skarphéðinn sögðu það enn lensku að hræða böm á lögregl- unni og líta á störf hennar sem ógnun við borgarana. „Við getum bent á störf vegalögreglunnar sem dæmi um hið gagnstæða," sögðu þeir. „Við reynum að hjálpa fólki, en viljum alls ekki vera einhver refsivöndur. Oft höfum við verið fyrstu menn á staðinn þegar um- ferðarslys verða fjarri byggð. Við aðstoðum bflstjóra, skiptum um dekk, drögum bfla á verkstæði og ýmislegt annað. Að sjálfsögðu tök- um við ökufanta úr umferð, annað væri léleg þjónusta. Það er lög- hlýðnum ökumönnum í hag að svo er gert, því ökufantar em hættuleg- ir. Það er furðulegt sjónarmið að ekki megi taka þessa ökumenn úr umferð og lögreglan er oft sökuð um að liggja í leynum til að góma menn á of miklum hraða. Eiga öku- menn þá bara að aka á löglegum hraða ef þeir sjá lögreglu nálægt?" Skarphéðinn sagði að vegalög- reglan yrði mjög oft vör við þakk- læti fólks, sem þætti gott til þess að vita að lögreglan væri nálægt, þegar dvalið væri fjarri byggðum. „Eitt sinn komum við að bfl, sem hafði bilað fjarri byggð. í bflnum var kona, sem var með þijú ung böm sín með sér. Við kölluðum á kranabfl til að draga bfl hennar á verkstæði, en þá kom í ljós að kon- an hafði ekki peninga til að greiða fyrir viðgerðina. Þá peninga lánuð- Arnarfíug og KLM - Til yfir 130 borga f 77 löndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.