Morgunblaðið - 20.10.1987, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 20.10.1987, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987 5 Helgi J. Halldórsson HelgiJ. Hall- dórsson cand. mag. látinn HELGIJ. Halldórsson cand. mag. lést 13. október síðastliðinn tæp- lega 72 ára að aldri. Helgi Jósep Halldórsson fæddist 17. nóvember 1915 á Kjalvararstöð- um í Reykholtsdal. Foreldrar hans voru Halldór Þórðarson bóndi þar og kona hans Guðný Þorsteins- dóttir. Helgi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1939 og kennaraprófi ári síðar. Hann lagði stund á íslensk fræði við Háskóla íslands og lauk þaðan cand. mag.-prófi 1945. Sama ár tók hann við starfi kenn- ara í íslensku og ensku við Stýri- mannaskólann í Reykjavík og gegndi því starfi þar til hann varð sjötugur árið 1985. Síðustu tvö ár var Helgi stundakennari við skólann og kenndi í forföllum. Auk kennslunnar stundaði Helgi ritstörf. Hann tók saman Enska lestrarbók handa sjómönnum sem kom út árið 1954. Meðal annarra verka hans eru Þættir úr sagnfræði íslandsklukkunnar og lögmál skáld- verksins, sem birtist í Á góðu dægri árið 1951, og Skýringar við Gerplu sem komu út árið 1956. Af þýðingum Helga má nefna skáldsöguna Smaragðinn eftir Josef Kjellgren, Hús skáldsins, rit um skáldverk Halldórs Laxness eftir Peter Hallberg, og Gift og Götu bemskunnar eftir Tove Ditlevsen. Þá flutti hann þætti um íslenskt mál í Ríkisútvarpinu um nokkurt skeið og gerði þætti um myndlíking- ar í íslensku máli fyrir sjónvarp. Eftirlifandi kona Helga er Guð- björg Guðbjartsdóttir. Þau gengu í hjónaband 24. febrúar árið 1945 og eignuðust fjórar dætur. Sambýlisfólk ákært í Svefneyjamáli MAÐUR og kona hafa verið ákærð fyrir brot gegn ákvæðum í 22. kafla hegningarlaganna, sem fjallar um skírlífisbrot. Mál fólksins, sem er sambýlisfólk, hefur manna á meðal verið kall- að Svefneyjamál. Mál þetta hófst í sumar, þegar fólkið var kært fyrir að hafa brotið af sér gagnvart stúlkum, sem voru hjá þeim í sumarbúðum í Svefneyj- um. Maðurinn var handtekinn og sat í gæsluvarðhaldi um tíma og bæði honum og konunni var gert að sæta geðrannsókn. Rannsóknar- lögregla ríkisins sendi málið til ríkissaksóknara í byijun september og síðastliðinn föstudag var ákveðið að höfða opinbert mál á hendur fólkinu. Guðmundur L. Jóhannesson, hér- aðsdómari í Hafnarfírði, fer með málið. Hann kvaðst í gær ekki vera búinn að birta sakbomingunum ákæruna og því gæti hann ekki tjáð sig nánar um hana. Við getum hjálpað þér. í Síðumúlanum er málningarvöruverslun, þar sem persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöf hefur verið á oddinum frá upphafi, jafnt fyrir atvinnumenn og þá sem hjálpa sér sjálfir. Við eigum ótrúlegt úrval af málningarvörum, gólfefnum, parketi, veggfóðri, jám- og smávöru auk allra efna og áhalda til að vinna verkið. Að velja réttu efnin og vinna vel úr þeim, - þar kemur okkar reynsla þér til góða. Síðumúla 15, sími (91)-84533 - Réth Liturinn! Þd Byriar Snemma Letitna AðRetta Lttnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.