Morgunblaðið - 20.03.1987, Side 56

Morgunblaðið - 20.03.1987, Side 56
V" L(kam«r»kt ÓBRunnBðr ItSKír aföryggisastæðum Nýjungar í 70 ár S JSB ^ S 20 ára FOSTUDAGUR 20. MARZ 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Þorsteinn Pálsson á blaðamannafundi í gær: Tvær greiðslur frá Haf- skip ekki taldar fram Á þessum árstíma er mikið um að skólafólk sæki ritstjórn Morgunblaðsins heim í þeim erindagjörðum að kynna sér störf blaðamanna og ljósmynd- ara. Þessa skemmtilegu vetrar- mynd tók Hreinn Óskarsson frá Selfossi, einn starfsfræðslu- neminn, er hann, ásamt ljós- myndara Morgunblaðsins, leitaði góðs myndefnis við Tjörnina. Mistök í rekstri heildverzlunar sem ég hef ekki komið nálægt í 13-14 ár, segir Albert Guðmundsson „MAT mitt á því, að þetta er alvarlegt mál, byggist að stærstum hluta á þvi, að Albert var fjármálaráðherra á þeim tíma er hann tók við greiðslunum," sagði Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins, á blaðamannafundi síðdegis í gær. Þar staðfesti hann blaðafréttir þess efnis, að tvær greiðslur, sem Albert Guð- mundsson, iðnaðarráðherra, fékk frá Hafskip 1984 og 1985, að upphæð 117 þúsund krónur og 130 þúsund krónur, hefðu ekki verið taldar fram til skatts. Albert Guðmundsson, sem í gær sat fund iðnaðarráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði ekki haft afskipti af rekstri Heildverzlunar Alberts Guðmundssonar í 13-14 ár, en ástæðan fyrir því, að þessar greiðslur hefðu ekki komið fram í bókhaldi heildverzlunarinnar væri sú, að ekki hefði tekizt að fá fylgiskjöl frá Hafskip með þess- um greiðslum, þrátt fyrir tilraunir til þess. Ingi Björr Albertsson, sem ann- Hlé gert á viðræðum hjúkrunar- fræðinga og ríkisins HLÉ hefur verið gert á viðræð- um í kjaradeilu Félags háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Fundur deiluaðila, sem hófst klukkan 21 í gærkvöldi, stóð í um tvær klukkustundir og bar engan árangur. Að sögn Magnúsar Ólafs- sonar, formanns FHH, ber mikið á milli og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Sjá frásögn af fyrsta degi verkfalls hjúkrunarfræðinga á bls. 32. Sáttasemjari: Fundur hald- inn með iðn- aðarmönnum MÚRARASAMBAND íslands, fé- lög pípulagningamanna, vegg- fóðrara og málara settust að samningaborðinu hjá sáttasemj- ara ríkisins kl. 9 í gærkvöldi. Engar fréttir voru af viðræðum um miðnætti að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar sáttasemjara en fé- lögin hafa enn ekki boðað verkfall. ast rekstur Heildverzlunar Alberts Guðmundssonar, gaf í samtali við Morgunblaðið í gær sömu skýr- ingu á því, að þessar greiðslur hefðu ekki komið fram til skatts. Albert Guðmundsson ráðgerir að koma til landsins í dag og á blaðamannafundinum í gær kvaðst Þorsteinn Pálsson mundu ræða þetta mál við iðnaðarráð- herra augliti til auglitis áður en hann tæki frekari afstöðu til þess. Albert Guðmundsson fékk fyrir nokkrum vikum bréf frá skatt- rannsóknarstjóra, þar sem at- hugasemdir eru gerðar við að þessar greiðslur voru ekki taldar fram til skatts. Hann hafði frest til 5. marz. sl. til þess að svara þeim athugasemdum, en svarið kom frá Inga Birni Albertssyni fyrir hönd Heildverzlunar Alberts Guðmundssonar. Eftir að þetta svar liggur fyrir er það svo skatt- rannsóknarstjóra að ákveða, hvort mál þetta verður afgreitt með leið- réttingu á skattframtali eða hvort jafnframt verður um sekt að ræða. Það var vikublaðið Helgarpóstur- inn, sem skýrði fyrst frá þessu máli í gærmorgun. Reykjavík: ÞRJÁTÍU og átta tillögur bár- ust í samkeppni um hönnun ráðhúss í Reykjavík og sam- kvæmt upplýsingum frá trúnaðarmanni dómnefndar Ólafi Jenssyni kemur fram að hér sé um óvenju mikla þátt- töku að ræða og því megi búast við að dómstörf taki lengri tíma en áætlað var í fyrstu. Verðlaun eru alls 3,7 millj. í frétt frá dómnefndinni segir:,, Það er viðamikið og vandasamt verk að yfirfara og dæma þetta margar tillögur um byggingu Á blaðamannafundinum í gær kvaðst Þorsteinn Pálsson hafa skýrt þingflokki sjálfstæðismanna frá málinu, þegar frestur Alberts Guðmundssonar til þess að gera skattrannsóknarstjóra grein fyrir sínum sjónarmiðum hefði verið lið- inn. Hann tók sérstaklega fram, að hvorki hann né þingflokkurinn hefðu á þeim fundi óskað eftir afsögn Alberts Guðmundssonar úr ráðherraembætti. Albert Guðmundsson sagði í samtali við Morgunbiaðið í gær, að Þorsteinn Pálsson hefði ekki óskað eftir því, að hann segði af sér ráðherraembætti vegna þessa máls, og aðspurður kvaðst hann heldur ekki mundu taka slíka ákvörðun sjálfur. Iðnaðarráðherra sagði jafnframt, að ekki væri hægt að útiloka mann, sem staðið hefði í atvinnurekstri frá þátttöku í stjómmálum og aldrei væri hægt að útiloka að mistök af þessu tagi kæmu fyrir í atvinnurekstri. Guðmundur Guðbjamarson, skattrannsóknarstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að skýr- ingar hefðu borist varðandi þau atriði er embætti hans hefði gert athugasemdir við, en hann kvaðst ekki tjá sig efnislega um þær skýr- ingar. Sjá samtal við Albert Guð- mundsson, frásögn af blaða- mannafundi Þorsteins Pálssonar, samtal við Inga Björn Albertsson, samtal við forsætisráðherra og skatt- rannsóknarstjóra á miðopnu. sem á að reisa á einum viðkvæm- asta stað í hjarta borgarinnar. Ráðhús sem á að standa lengi, vera stolt borgaranna, augna- yndi allra um leið og það á að gegna því mikilvæga hlutverki í stjómsýslu borgarinnar sem til er ætlast." Dómnefndina skipa Davíð Oddsson borgarstjóri, formaður, Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi, Þorvaldur S. Þorvaldsson forstöðumaður borgarskipulags Reykjavíkur, Guðni Pálsson arkitekt og Þorsteinn Gunnars- son arkitekt. Þrjátíu og átta til- lögur um ráðhús Mikil þátttaka lengir starfstíma dómnefnd- arinnar segir trúnaðarmaður dómnefndar 98 oktan bensín hækkar OLÍUFÉLÖGIN hafa ákveðið 2,4% hækkun á hveijum lítra af 98 oktan bensíni. Álagning á ofurbensínið er fijáls og hækkar í kjölfar hækkunar á venjulegu bensíni. Samkvæmt því hækkar verð á hveijum lítra úr 28,80 í 29,50 krónur. Samninga- fundur í kennara- deilunni kl. 3 í dag SAMNINGANEFND ríkisins, Hið íslenska kennarafélag og Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari komu sér saman um það í gærkveldi að halda nýjan sáttafund í kennaradeil- unni, hjá ríkissáttasemjara í dag. Að sögn Guðlaugs Þorvaldsson- ar var þessi ákvörðun tekin í gærkveldi og verður sáttafundur- inn í húsakynnum ríkissáttasemj- ara í Borgartúni og hefst hann kl. 15 í dag. „Við vonum að þetta viti á gott,“ sagði Guðlaugur, þeg- ar hann var spurður hvort aðilar væru búnir að koma sér saman um á hvaða grundvelli rætt yrði saman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.