Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 þekkingu og var með ólíkindum hversu vel hann var kunnugur öllum sköpuðum hiutum er voru til um- ræðu hvetju sinni. Kom þessi eiginleiki hans glöggt fram í við- ræðum hans við meðsjúklinga sína á Landspítalanum í Reykjavík, en Einar dvaldi þar frá því um síðustu áramót og fram að dánardægri sínu. Þrátt fyrir að Einar væri sjálf- ur orðinn bundinn við hjólastól ræddi hann stöðugt við meðsjúkl- inga sína um veikindi þeirra og batahorfur, en mátti ekki heyra minnst á veikindi sín né að heyra sjálfum sér vorkennt á nokkurn hátt. Þannig leið tíminn hjá Einari en því miður ágerðust veikindin stöðugt og drógu smám saman úr honum mátt en þrátt fyrir það hélt hann andlegu þreki sínu til hinsta dags. Vakti það undrun starfsfólks Landspítalans hversu þrautseigur og ákveðinn Einar var að vinna bug á veikindum sínum. Til marks um það sótti Einar sjúkraþjálfun til hins síðasta. Er ég heimsótti Einar ræddi hann um framtíðaráform, þ. á m. í Ijósi þeirra aðstæðna sem komnar voru upp vegna veikindanna. Lagði hann á ráðin um störf er hæfðu manni í hjólastól. Var þannig engan bilbug á Einari að finna allt til þess tíma er krafta hans þraut. Á vel við Einar að ljúka þessum orðum með broti úr Hávamálum er hljóða þannig: „Glaðr og reifr skyli gumna hverr unz sinn bíðr bana.“ Þannig má segja að Einar hafi farið að fyrirmælum Hávamála, þar sem gleðin, bjartsýnin og glaðværð- in héldust allt til hins síðasta. Ég vil að lokum færa foreldrum Einars, systkinum, sambýliskonu, fyrrverandi eiginkonu svo og börn- um samúðarkveðjur. Óhætt er að treysta því að lífsferill Einars gefur ekki tilefni til annars en að hann eigi von á bestu móttökum á æðri tilverustigum. Blessuð sé minning Einars Kr. ísfeld. Sveinn Skúlason Kveðja frá starfsfólki Tiyggingastofnunar ríkisins I dag kveðjum við hinstu kveðju Einar Kr. ísfeld Kristjánsson, fyrr- verandi deildarstjóra hjá Trygg- ingastofnun ríksins, sem lést í Landspítalanum 12. mars sl., langt um aldur fram. Einar fæddist í Reykjavík 25. júlí 1946, sonur hjón- anna Kristjáns Benediktssonar og Ólafar Ísfeld Kristjánsdóttur. Þeir sem starfað hafa hjá Trygg- ingastofnun ríkisins eiga eingöngu góðar minningar um Einar Isfeld, allt frá því að hann hóf þar störf einn fagran júlídag árið 1964, þar til hann flutti sig um set á síðasta ári og gerðist skrifstofustjóri hjá Landmælingum ríkisins. Það er erfitt að sætta sig við, að menn skuli kallaðir brott í blóma lífsins, en dómi þess sem öllu ræður t Sonur minn og faðir, EIÐUR INDRIÐASON, lést í Borgarspitalanum 6. mars sl. Jarðarförin hefur farið fram. Við þökkum inniiega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát hans. Indriði Friðbjarnarson, Arnbjörg Eiðsdóttir. Eiginmaður minn t SKÚLI GUÐMUNDSSON, kennari, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þakka ykkur, vinir mínir, samúð og hlýjar kveðjur. Ásta Jónasdóttir. t ÞORSTEINN BJÖRNSSON, áðurtil heimilis á Lindarbraut 11, Sauðárkróki, andaðist í Borgarspítalanum 16. mars sl. Jarðsett verður frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Hulda Þorsteinsdóttir. t Móðir mín, RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR frá Faxastfg 8, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 21. mars kl. 16.00. Svanhvft Kjartansdóttir. t Útför VILBORGAR ÞURÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Sörlaskjóli 14, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. mars nk. kl. 15.00. Helga Friðfinnsdóttir, Gunnar Grettisson, Lilja Gunnarsdóttir, Friðfinnur Gunnarsson. t Útför móðurbróöur okkar, HALLDÓRS ÓLAFSSONAR, fer fram frá Lágafellskirkju laugardaginn 21. mars kl. 13.30. Systurbörn hlns látna. verður ekki áfrýjað. Einar hafði marga kosti til að bera, einn af þeim var atorkan við að koma sér áfram í lífinu. Dugnaður og sam- viskusemi einkenndu störf hans hjá Tryggingastofnuninni og þegar tími leyfði frá þeim var hann önnum kafínn við að koma sér upp þaki yfir höfuðið, nú nýverið hafði hann flutt í glæsilegt einbýlishús ásamt sambýliskonu sinni, íris Arthúrs- dóttur. Áður var Einar kvæntur Hrafnhildi Hauksdóttur, en þau slitu samvistir. Með henni átti Einar tvö börn. Eitt af mörgum áhugamálum Einars Isfeld var knattspyrnan. Hann lék í nokkur ár með KR og m.a. í meistaraflokki félagsins, sem varð íslandsmeistari 1965. Einar var leikinn með knöttinn og vinsæll í hópi félaga sinna. Nokkrir mannkosta Einars hafa hér verið upptaldir, en ekki má gleyma notalegri framkomu hans og hlýleika í öllum samskiptum við samborgarana. Hjá honum sam- tvinnaðist kjarkur og bjartsýni samfara manneskjulegu viðmóti við fólk almennt. Þetta kom mjög áber- andi í ljós í hans erfiðu veikindum. Um leið og Einar ísfeld er kvadd- ur í hinsta sinn sendum við sambýliskonu hans, foreldrum, systkinum og bömum ásamt öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðj- ur. Við biðjum góðan Guð að blessa ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Minningin um góðan dreng mun ávallt lifa. t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, HARALDUR MAGNÚSSON, kennari, Kleppsvegi 2, lést föstudaginn 6. mars sl. í Borgarspítalanum. Útför hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, Grensásdeildar og B-álmu Borgarspítalans fyrir frábæra aöhlynningu i veikindum hans. Asta Katrín, Oddvar, Hilde, Morten. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og útför RAGNHEIÐAR ÞORGRÍMSDÓTTUR. Leifur Halldórsson, börn og móðir. Lokað Vegna útfarar EINARS KRISTJÁNSSONAR ÍSFELD skrifstofustjóra verða skrifstofur vorar lokaðar frá há- degi föstudaginn 20. mars 1987. Lögmannsstofa Sveins Skúlasonar, Fasteignamiðstöðin, Hagþing hf. 18936 SÍMI Kathleen Turner og Nicolas Cage leika aðalhlutverkin í þessari bráðskemmtilegu og eldfjörugu mynd, sem nú er ein vinsælasta kvikmyndin vestan hafs. Leikstjóri er hinn margfaldi Óskarsverðlaunahafi Francis Coppola. Peggy Sue er næstum því fráskiiin tveggja barna móðir. Hún bregður sér á ball og þar líður yfir hana. Hvernig bregst hún við, þegar hún vaknar til lifsins, 25 árum áður? Gift- ist hún Charlie, Richard eða Michael? Breytir hún lífi sínu, þegar tækifærið býðst? Einstaklega skemmtileg mynd með tónlist sjötta og sjöunda áratugarins: Buddy Holly, The Champs, Dion & The Belmonts, Little Anthony, Lloyd Price, Jimmy Clan- ton o.fl. Aðalhlutverk: Kathleen Turner, Nicolas Cage, Barry Miller. Sýnd í A-sal kl. 5 - 7 - 9 - 11. Peggy Sue giftist (Peggy Sue Got Married)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.