Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Morgunblaöið/Steinþór Guðbjartsson • Phil Thompson fyrir leikinn gegn Spurs í október sem Liverpool tapaði 1:0. Knattspyrna: Meistaratitillinn er í okkarhöndum - segir Phil Thomson, þjálfari hjá Liverpool „LÍFIÐ gengur sinn vanagang hérna á Anfield. Við erum með þœgilega forystu í deildinni, þeg- ar við eigum níu leiki eftir og fátt virðist geta komið í veg fyrir að við verðum enn einu sinni meist- arar,“ sagði Phil Thompson, þjálfari hjá Liverpooi, við Morg- unblaðið í gœr. Liverpool er með 67 stig, Ever- ton 58 og Arsenal 55, en Everton og Arsenal eiga tvo leiki til góða. „Við höfum ekki áhyggjur af því hvað hin liðin gera — það sem skiptir máli er að við höldum okkar striki, meistaratitillinn er í okkar höndum. Þrír leikmenn eru meidd- ir og verða ekki meira með á þessu tímabili, en engu að síður hefur okkur gengið vel. Ég hef trú á að úrslitin í deildinni ráðist 25. apríl, en þá fáum við Everton í heimsókn. Hvað úrslitaleikinn í deidarbikar- keppninni varðar, þá virðist Arsenal vera að fatast flugið, en svona er knattspyrnan. Við förum ávallt í hvern leik með því hugar- fari að sigra, en það er óvarlegt að spá í úrslit, einkum og sér í lagi á Wembley," sagði Thomson. Hvorki Liverpool né Everton eru á getraunaseðlinum, en meistar- arnir leika gegn Tottenham á White Hart Lane á sunnudaginn og Charlton fer til Liverpool og leikur við Everton. Spurs, sem lók á Anfield 11. október og vann 1:0, er 17 stigum á eftir Liverpool, en á fimm leiki til góða. „Það er alltaf betra að hafa stigin en eiga leikina eftir. En leikurinn gegn Tottenham verður erfiður eins og allir leikir, þetta eru í sjálfu sér allt úrslitaleik- ir," sagði Thompson. ’ Þrjú lið berjast um Evrópusæti 1. deild íhandbolta: • Árni Indriðason, þjálfari Vfkings, hefur margsannað þjálfarahæfi- leika sína. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af deildarkeppninni og getur einbeitt sér að bikarnum. ÞEGAR þrjár umferðir eru eftir f 1. deild karla í handboita hefur -“••Víkingur tryggt sór íslandsmeist- aratitilinn, en þrjú lið berjast um annað sætið, sem jafnframt veitir rétt til þátt í Evrópukeppni. Val- ur, Breiðablik og FH eru í bar- áttunni, en möguleikar Stjörn- unnar og KA eru óraunhæfir og langsóttir. Sá möguleiki er einnig fy.ir hendi að þriðja sætið gefi Evrópu- sæti, en það gerist ef Víkingur verður bikarmeistari og sigrar næst efsta liðið í deildinni í úrslit- um. Valsmönnum hefur ekki gengið sem skyldi lengst af, en þeir hafa rétt úr kútnum að undanförnu og eru í 2. sæti. Þeir eru með 20 stig og eiga eftir að leika við Ármann, Breiðablik og Stjörnuna. Breiðablik er einnig með 20 stig og hefur heldur betur komið á óvart, en liðið leikur nú í fyrsta skipti í 1. deild. UBK var í fyrsta sæti lengi vel, en hefur misst móð- inn í síðustu leikjum. Liðið á eftir leiki gegn KR, Val og Ármanni. FH er með 19 stig og er með sterkt lið á pappírnum eins og Valur, en stöðugleikann hefur vantað. Hafnfirðingarnir eiga eftir Víking og Fram í Firðinum og Fram í Laugardalshöll. 1X2 •o '■5 <0 JQ C 3 O) o 5 > O Tíminn c c ■> 1 S* Dagur s Q. k- • 1 M £ 0c Bylgjan Sunday Mirror Sunday People News of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS 1 2 4 Chelsea — West Ham 1 1 1 1 1 2 1 — — — — — 6 0 1 Man. C. — Newcastle 1 i 1 1 1 1 1 — — — — — 7 0 0 Norwich — Luton X 1 2 i 1 1 1 — — — — — 5 1 1 Sheff. Wed. - Man. Utd. 2 2 X 2 X X 2 — — — — — 0 3 4 Southampton — Aston Villa 1 1 1 1 1 1 1 — — — — — 7 0 0 Watford — Arsenal 1 2 1 2 1 1 1 — — — — — 5 0 2 Wimbledon — QPR 1 1 X 1 1 1 X — - — — - 5 2 0 Birmingham — Portsmouth 2 2 X 2 2 2 1 — — — — — 1 1 5 Crystal Palace — Leeds 2 X 1 1 X 1 1 — — — — 4 2 1 Huddersfield — Stoke X X 1 X 1 X 2 — — — — — 2 4 1 Hull — Derby 1 2 2 2 X 2 1 — — — — — 2 1 4 Sunderland — Oldham X 1 1 X 1 1 1 - - - - 5 2 0 OLÍS sigraði OLÍS sigraði í Góumóti Skallagríms f innanhúss knattspyrnu í Borgarnesi sem fram fór fyrir stuttu. Tólf lið tóku þátt f mótinu og var keppt f þremur riðlum. OLÍS, Bananasalan og héraðslögregl- an í Borgarfirði léku til úrslita. OLIS vann alla leiki sfna og sigraði með yfirburðum og hlaut þvf Góubikarinn. Á myndinni er sigurlið OLÍS. Frá vinstri: Sævar Leifsson, Þórhallur Sverrisson, Þorkell Gíslason, Styrkár Jóhannsson og Gestur Gestsson. Ljósmynd/Björn Hallbeck Góumótið íinnanhúss knattspyrnu: Nýir búningar Nýlega fékk minniboltalið körfu- I búningana en í minniboltanum knattleiksdeildar Vals nýja hjá Val eru nú um 50 strákar og æfingaboli. Það var fyrirtækið starfið mjög blómlegt. Magnús Th. S. Blöndahl sem gaf I Fimleikar: Islandsmótið um helgina íslandsmótið í fimleikum karla og kvenna fer fram í Laugardals- höil um næstu helgi. Mótið hefst á föstudagskvöld kl. 19.00 með keppni í skylduæf- ingum. Á laugardaginn verður keppt í frjálsum æfingum og á sunnudaginn í áhöldum. Óhætt er að fullyrða að þetta verður spennandi keppni, og þá sérstaklega hjá stúlkunum, en allt getur gerst og enginn veit hver hreppir íslandsmeistaratitilinn sem fæst fyrir hæstu samanlagða einkunn á öllum áhöldum, bæði frjálsar og skyldu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.